Tíminn - 14.04.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.04.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn Timirin MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin i Reykjavik Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- Framsókn eflist í kosningabaráttunni Niðurstaðan af skoðanakönnun Dags á Akureyri um fylgi stjórnmálaflokka á Norðurlandi er að ýmsu leyti athyglisverð miðað við skoðanakannanir að undan- förnu. Hvað varðar Norðurlandskjördæmi eystra kemur fram vísbending um að Framsóknarflokkurinn sé að færast nær því fylgi sem hann hafði í alþingiskosningun- um 1983, þótt þar skorti enn nokkuð á, og í Norður- landskjördæmi vestra bendir könnunin til þess að Framsóknarflokkurinn haldi fylgi sínu frá síðustu kosningum. Ný skoðanakönnun DV bendir einnig til þess að Framsóknarflokkurinn sé í sókn um allt land og ber þessum tveimur skoðanakönnunum saman um það atriði. Það hlýtur að vekja sérstaka athygli að Sjálfstæðis flokkurinn virðist vera að tapa miklu fylgi í báðum norðlensku kjördæmunum. Má kalla það hrun á fylgi Sjálfstæðisflokksins, ef kosningaúrslit verða í samræmi við niðurstöðu könnunarinnar. Bæði í Norðurlandskjör- dæmi eystra og Norðurlandskjördæmi vestra hafa sjálfstæðismenn talið sig vissa um að fá 2 þingmenn kjörna, en skoðanakönnun Dags bendir til þess að Björn Dagbjartsson og Vilhjálmur Egilsson nái ekki kosningu. Ekki bendir skoðanakönnun Dags til þess að Alþýðu- flokkurinn sé í neinni stórsókn eins og stundum hefur verið talað um, og Alþýðubandalagið virðist á niðurleið miðað við síðustu kosningar, bæði í Norðurlandskjör- dæmi eystra og vestra, einkum í Norðurlandskjördæmi vestra undir forystu Ragnars Arnalds. Hins vegar gefur skoðanakönnunin til kynna að Kvennalistinrt hafi umtalsverðan meðbyr í báðum kjördæmunum og gæti átt von á að fá mann kjörinn á Norðurlandi eystra. Samkvæmt skoðanakönnun Dags nýtur Borgara- flokkur Alberts Guðmundssonar mikils stuðnings í Norðurlandskjördæmi vestra, en á ekki miklu fylgi að fagna í Norðurlandskjördæmi eystra. Hitt er ljóst að Borgaraflokkurinn, sem er í eðli sínu hluti af Sjálf- stæðisflokknum, hefur mikil áhrif á gengi Sjálfstæðis- flokksins í báðum þessum kjördæmum, en hefur einnig áhrif á fylgismöguleika annarra flokka. Fótt Borgara- flokkurinn sé í rauninni gerviflokkur og hluti af Sjálfstæðisflokknum, þá benda allar líkur til þess að hann geti haft óvænt áhrif á úrslit kosninganna yfirleitt. Framsóknarmenn eiga ekki að líta á Borgaraflokkinn sem svo sérstakt vandamál Sjálfstæðisflokksins, að þeir láti sem ekkert sé eða trúi því að hann hafi ekki áhrif á aðra flokka. Nýjar skoðanakannanir eru er að vísu gleðileg vísbending um að Framsóknarflokkurinn sé að sækja sig í kosningabaráttunni, en enn vantar á að staða flokksins sé tryggð miðað við fyrri kosningar. Því er það að ef framsóknarmenn ætla að halda hlut sínum, þá verður að vinna vel það sem eftir er til kosninga. Málefnastaða Framsóknarflokksins er góð og flokkur- inn skírskotar til þeirra kjósenda, sem fyrst og fremst taka afstöðu til málefna og heildarstefnu flokkanna, en láta ekki blekkjast af skrumi og pólitískri gervimennsku. Þriðjudagur 14. apríl 1987.1 Núna þarf festu Stjórnmálin eru rétt eins og mennirnir, ýmist góð eða slæm. Síðustu fjögur ár telur Garri að stjórnmálin hjá okkur hafi mátt teljast heldur góð. Samstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstseðis- flokks hefur setið að völdum. Hún hefur stýrt landsmálunum af festu. Samkvæmt skoðanakönnunum er þjóðin ánægð með hana. Öllum ber saman um að henni hafl tekist að stýra þjóðarbúinu farsællega upp úr því verðbóigudýi sem það var á góðri leið með að festa sig í. Við höfuni búið við jafnvægi og framfarasókn í efnahagsmálunum. Einkcnni yfírstandandi kosn- ingabaráttu er þó að núna eru ýmis öfl í þjóðfélaginu að gera sitt bcsta til að stefna stjórninálunum út í upplausn. Þau eru að ana aftur út í dýið. Á hægri vængnum er kom- inn til sögunnar djúpstæður klofn- ingur. I»að er fyrst og fremst fyrir reynslulcysi og klaufaskap for- nianns Sjálfstæðisflokksins. Til viðbótar þcssu er svo Al- þýðuflokkurinn, með Jón Baldvin Hannibalsson við stýrið, farinn að keppa leynt og Ijóst við Sjálfstæðis- flokk og Borgaraflokk um hægra fylgið. Þá er Alþýðubandalagið málefnalaust og sem stendur ólík- legt til nokkurra afreka. Og svo eru smáflokkarnir hver um annan þveran. Þeir gera ekkert nema dreifa atkvæðunum og auka á sundrungu þjóðarinnar. Á móti stcndur hins vegar F'ram- sóknarflokkurinn. Það er alls ekki út í loftið að honum hefur undan- farið verið líkt við klett í hafí. Hann lcggur nú þau verk sín undir dónt þjóðarinnar að á nýliðnu kjörtímabili hefur hann leitt ríkis- stjórn sein stýrt hefur þjóðarskút- unni farsællega gegnum brim og boða. Varhugavert sundrungarafl Þess vegna sér Garri ekki betur en að nú standi þjóðin frammi fyrir ákvörðun sem getur reynst örlaga- rík. Hún getur veitt Framsóknar- flokknum það brautargengi scm dugar honum til að halda áfrain að vera sú ballest íslcnskra stjórnmála sem hann hefur verið ■ ríkisstjórn- inni. Hún getur líka kosið sundr- ungu og kallað yflr sig þriggja eða fjögurra flokka stjórn sem kannski missir tökin á verðbólgunni enn eina ferðina. Nú er hætta á að sundurlyndisdraugurinn geti cyði- lagt þann árangur sém náðst hcfur síðustu Ijögur árin. Garri vonar í lengstu lög að svo fari ekki. Honum er annt um þjóð sína og vonar velferðar hennar vegna að hún leiðist nú ekki út í það að standa sundurtætt og margklofín í hcrðar niður upp úr kosningabaráttunni. Svona rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn núna. Og Garri sér ekki betur en þetta sé einmitt það scm fólkið, sem nú er að hugsa um að kjósa Albert, þurfl að íhuga vel. Albert urðu á afleit mistök í ráðherraembætti. En það sem traustir sfjórnmála- menn gera, þegar slíkt hendir, er að taka á stillingunni og reyna að endurvinna sér traustið sem liefur glatast. Albert reyndist ekki maður til að gera þetta. Þess vegna hefur hann lent út í það að vera orðinn að einu varhugaverðasta sundr- ungarafli þjóðarinnar. Hann tók aðfmnslu um brot í starfí sem persónulega móðgun og fór í fýlu. Því er festa og öryggi síðustu fjögurra ára nú í hættu af hans völdum. Það liefur verið efnt til alvarlegs klofnings. Þetta þarf þjóðin að íhuga vel áður en hún gengur að kjörborðinu. Óánægðir allabaliar Klipparar Þjóðviijans gerðu sér leik að því fyrir helgina að skopast góðlátlega að Garra. Tilefnið var að hann hefur nú undanfarið lýst ánægju sinni með F'ramsóknar- flokkinn og þau stcfnumál sem hann ber á borð fyrir þjóðina í yfírstandandi kosningabaráttu. Þeim Þjóðviljamönnum er þetta svo sem ekki of gotf ef þcim er það til skapléttis í öllu efnishrakinu og allri málcfnafátæktinni scm nú tröllríður blaði þeirra. Garri hefur nægilega þykkan skráp til að standa annað eins og þetta af sér. En sá munur, sem núna er á afstöðu framsóknarmanna og al- þýöubandalagsmanna til eigin flokka, má raunar vera væntanleg- um kjósendum á vinstri vængnum til nokkurrar leiðbeiningar. Fram- sóknarmenn eru stoltir af flokki sínum, enda hefur hann staðið sig afspyrnu vel síöustu fjögur árin. Alþýðubandalagsmenn cru hins vegar sárlega óánægðir með sinn flokk, og þaö í þeim mæli að það hleypur í þá hundur cf þeir verða varir við ánægju framsóknar- manna. Þeir eru svona upp og niður skapsmunirnir á bæjunum, eins og gengur. Garri. VÍTTOG BREITT Misskilin aldursskipting Síðari hluta vetrar hefur fjöl miðlaímynd ungra íslendinga tekið stakkaskiptum. Mælskukeppni framhaldsskólanema og síðan spurningakeppni í útvarpi og sjón- varpi sýnir að unga fólkið er ekki upp til hópa gargandi vitleysingjar, eins og Ríkisútvarpið og fleiri aðil- ar hafa lagt alla áherslu á að kynna það og lagt á ráðin um hvernig lífsstíl unglingarnir eiga að temja sér. S.l. föstudag var sjónvarpað ein- um af mörgum skylduþáttum sem Ríkisútvarpið kennir við ungt fólk. Þar komu fram nokkrir einstakl- ingar af þeim 26 þúsund manna hópi, sem brátt gengur í fyrsta sinn til alþingiskosninga. Brugðið var út af venjunni og hvergi minnst á rokk og popp eða þau hugðarefni sem ljósvakafjöl- miðlarnir troða látlaust upp á þá kynslóð sem þeir móta öðrum fremur. Unga fólkið var spurt hvers það vænti sér af stjórnendum landsins og viðhorf til stjórnmála og flokka. Svörin voru skilmerkileg og sýndu að þeir sem fyrir þeim sátu, eru vel meðvitandi um réttindi sín og skyldur sem fullgildir þjóðfélags- þegnar og að á þeirra herðum hvílir ábyrgð til að hafa áhrif á eigin framtíð. Skoðanir voru skiptar eins og gengur og sýnir að ungt fólk er sjálfstætt, og ekki allt steypt í sama mótið, fremur en menn og konur yfirleitt á hvaða aldursskeiði þau eru. „Egotripp" einstaklinga Á dagblöðunum starfa einatt kornungir blaðamenn um lengri eða skemmri tíma. Enginn ritstjóri eða fréttastjóri er svo skyni skropp- inn að úthluta þeim aldursflokki starfsmanna sinna verkefnum sem eingöngu lúta að skemmtanaiðnaði eða einhverju sem fávísir telja að höfða eigi til ungs fólks eingöngu. Reynslan er sú að ungir blaða- menn eru yfirleitt dugmiklir og áhugasamir og ganga ótrauðir til allra verka sem þeim er ætlað að leysa af hendi. Þeim er enginn greiði gerður með því að festa þá í einhliða umfjöllun um gítartromm- ara og loftbólur skemmtanafargs- ins. { fyrrnefndum umræðuþætti var minnst á nýstofnaða útvarpsstöð, sem framhaldsskólanemar reka. Sú skoðun var látin uppi, að þótt allt væri gott um framtakið að segja, væri ekki laust við að nokkrir einstaklingar notfærðu sér stöðina til að fá útrás fyrir sitt eigið „ego- flipp.“ Þetta má með sanni einnig heim- færa upp á aðra fjölmiðla ljósvak- ans. Stjórnendur þeirra þykjast endilega þurfa að sinna í einhverju þörfum yngri kynslóða og halda að þeim sé ekki annað bjóðandi en hávær flatneskja skemmtikrafta, sem lyft er á goðastall af hrað- mælskum og einlægum aðdáend- um. Allur sá áróður, oflof og gengd- arlausa aðdáun sem trúðar skemmtanaiðanaðarins njóta í nafni unga fólksins er mikið van- mat á greind þess og þekkingu og áhugamálum yfirleitt. Ríkisfjölmiðlarnir hafa lengi gengið á undan með slæmu for- dæmi að telja landsmönnum trú um að ungt fólk sé skemmtanasjúk- ir vanvitar og skammtað því af- þrcyingu samkvæmt því. Því er talin trú um að það eigi að nærast á lágkúrunni einni sarnan, að minnsta kosti ef marka má nafn- giftir þeirra efnisþátta, sem ung- lingum eru ætlaðir. Heimskulegur dilkadráttur Á tímum jöfnuðar og jafnréttis viðgengst sú þverstæða að sífellt er verið að draga fólk í dilka eftir kyni og aldri og sérþarfir búnar til samkvæmt því. Stjórnmálaflokkur kvenna er dæmi um ójöfnuð sem viðgengst í nafni jöfnuðar. Allir flokkar þykjast vera flokk- ar unga fólksins og láta eins og það sé einhver minnihlutahópur sem þurfi að hygla sérstaklega. Sama er uppi á teningnum þegar aldraðir eiga í hlut. Stjórnmálamenn leika miskunnsama samverjann þegar þeir víkja orðum að yngri eða eldri aldurshópum, þeir lofa að gera eitthvað alveg sérstaklega fyrir þá. Þjóðfélagslegt réttlæti á að gilda fyrir alla og þessi dilkadráttur er þreytandi og heimskulegur. Allir þeir sem ná sæmilega háum aldri lifa það að vera einhvern tíma í öllum aldurshópum og því er ekk- ert gert sérstaklega fyrir unga, miðaldra eða gamla. Konur eru heldur ekki neinn sérstakur þjóð- félagshópur og nái einhver réttlæt- ismál fram að ganga sem þeim kemur vel eru það líka hags- munamál sona þeirra, feðra og eiginmanna. Ungt fólk þarf enga sérstaka meðhöndlun eins og ljósvakafjöl- miðlarnir og sumir stjórnmála- menn virðast álíta. Framlag þess, sem minnst er á fyrr í þessum pistli og alþjóð er vitni að, sannar að það er fullfært um að taka þátt í almennri þjóðmálaumræðu og sker sig hvergi nærri eins úr öðrum aldurshópunt eins og sífellt er verið að reyna að sannfæra það um. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.