Tíminn - 14.04.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 14.04.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn Þriðjudagur 14. apríl 1987. FRETTAYFIRLIT SEOUL - Chun Doo Hwan forseti Suöur-Kóreu féll frá fyrri ákvöröun sinni og sagðist ekki ætla aö leyfa breytingar á; stjórnarskrárlögum fyrr en í febrúar á næsta ári. Þá lýkur sjö ára kjörtímabili hans og á hann aö láta af störfum. ÚTLÖND flllllllll! 9IIIIIIIIII! TEL AVIV - Israelskir her- menn skutu palestínskan stúd- ent til bana og særðu fimm aöra mótmælendur í verstu átökunum á þessu ári á hinum hertekna Vesturbakka. Skot- ■ hríðin átti sér stað viö Bir Zeit háskólann. WASHINGTON - Nú tíu árum eftir olíukreppuna miklu hafa sérfræöingar aftur áhyggjur af því aö Bandaríkin og önnur iðnaðarríki Vestur- veldanna séu aö veröa háöari olíu frá Mið-Austurlöndum á nýjan leik. RÓM - Jóhannes Páll páfi annar kom aftur til Rómar eftir tveggja vikna ferð um Suöur- Ameríku. Þar heimsótti hann nítján borgir í Uruguay, Chile og Argentínu. BELFAST - Lögregla á Norður-írlandi lokaöi svæöi við landamærin viö írland eftir aö skæruliðar írska lýðveldishers- ins (IRA) höföu tilkynnt aö þeir heföu tekið svikara af lífi og skilið lík hans eftir í stolnum bíl. MOSKVA - Yevgeny Chazov, hinn nýi heilbrigðis- málaráöherra Sovétríkjanna, gagnrýndi lélegt heilbrigði- skerfi í landi sínu og sagöi embættismenn þessa kerfis ekki hafa fundiö upp á neinu nýju síðustu tvo áratugina. LUNDÚNIR - Hæstarétta- dómari í Lundúnum dæmdi gegn því aö 26 aðdáendur knattspyrnuliösins Liverpool yröu framseldir til Belgíu þar sem þeirra biöu ákærur, meðal annars fyrir manndráp, vegna höimungaatburöarins á Hey- sel leikvanginum í Brussel áriö 1985. BRÚSSEL - Khan Junejo forsætisráðherra Pakistan kom í aær til Brussel til aö ræða viö embætttismenn Evr- ópubandalagsins um stríöiö í Afganistan og viðskipti lands síns viö Evrópubandalagið. WASHINGTON - And- stæðingar kynþáttaaðskilnað- arstefnu Suöur-Afríkustjórnar í bandaríska þinginu reyna nú að beita sér fyrir að ísraels- stjórn beiti S-Afríkustjórn refsi- | aogeröum, annars fái hún ekki hernaðarstyrk frá Bandaríkja- stjórn. Shultz kom til Sovétríkjanna í gær: Ströng fundarhöld Utanríkisráðherrar stórveldanna ræddu um meðaldrægar kjarnorkuflaugar fram á kvöld Moskva-Reutcr George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom til Moskvu- borgar í gær og hóf þegar viðræður um afvopnunarmál við kollega sinn Eduard Shevardnadze. Shultz flaug frá Helsinki og voru háttsettir ráð- gjafar og sérfræðingar í för með honum. Utanríkisráðherrarnir áttu saman tvo fundi í gærdag og á milli þeirra sótti Shultz hádegisverðarboð gyð- inga í Moskvu. Síðdegis í gær til- kynnti svo Charles Redman talsmað- ur utanríkisráðuneytisins banda- ríska að þeir Shultz og Shevardnadze myndu eiga enn einn fundinn er átti að standa til kvölds. Samkvæmt heimildum snérust viðræðurnar í gær um hugsanlegan samning um að fj arlægj a meðaldræg- ar kjarnorkuflaugar risaveldanna frá Evrópu. Náist slíkt samkomulag verður það fyrsti afvopnunarsáttt- málinn sem ríkin tvö gera með sér í nærri áratug. Heimsókn Shultz mun standa fram á miðvikudag og er búist við að utanríkisráðherrann bandaríski muni mótmæla njósnum Sovétm- anna í sendiráði Bandaríkjanna í Shevardnadze og Shultz ræddu saman í Moskvuborg í gær Moskvu. Þetta mál hefur valdið kólnandi samskiptum stórveldanna að undanförnu og verið mjög í sviðsljósinu. En þrátt fyrir hörð orðaskipti í tengslum við njósnamálið hafa stjórnir beggja ríkja látið að því liggja að aldrei hafi þau verið nær samkomulagi um að fjarlægja allar meðaldrægar SS-20 flaugar Sovétm- anna og stýriflaugar og Pershing-2 flaugar Bandaríkjamanna frá Evr- ópu. Mikhail Gorbatsjov og stjórn hans hafa í þessu máli tvívegis gefið tóninn fyrir samkomulagi, fyrst í febrúar jjegar Sovétleiðtoginn vék frá kröfu sinni að samkomulag um að fjarlægja mcðaldrægu flaugarnar þyrfti að vera tengt geimvarnaráætl- un Bandaríkjastjórnar. Síðan það gerðist hafa stjórnir ríkja Vestur-Evrópu minnt á yfir- burði Sovétmanna í fjölda skamm- drægra eldflauga en í síðustu viku lagði Gorbatsjov til að viðræður um fækkun slíkra flauga yrðu teknar upp án tafar. Líkur á að samkomulag náist um meðaldrægu flaugarnar eru þó nokkrar, talið cr að Reagan Banda- ríkjaforseti þrái slíkt samkomulag áður en hann lætur af embætti árið 1989 og Gorbatsjov virðist reiðubú- inn að koma til móts við Vesturveld- in í þessu máli. Shultz hittir Gorbatsjov að máli í dag og mun einnig halda veislu til heiðurs starfsfólki sendiráðsins í Moskvu. Spegillinn í Vestur-Þýskalandi segir aö Rúdolf Hess verði bráðlega látinn laus: Efasemdir hjá embættismönnum Vcstur Berlín-Rcutcr Embættismenn í herjum Bandam- anna lýstu í gær yfir miklum efa- semdum um frétt vestur-þýska tíma- ritsins Der Spiegel, að staðgengill Hitlers Rudolf Hess yrði bráðlega látinn laus úr Spandau fangelsinu, hefði við rök að styðjast. Frétt Spegilsins unt helgina kom frá Moskvu og var í henni sagt að ÚTLÖND UMSJÓN: Heimir Berqsson BLAÐAMAÐUR Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtogi hefði í hyggju að gefa samþykki sitt fyrir að Hess yrði látinn laus á mannúðarlegum forsendum. Fyrri tilraunir til að fá hinn 92 ára gamla fanga lausan úr Spandaufangelsinu í Berlín hafa ekki tekist vegna and- stöðu Sovétstjórnarinnar. Embættismennirnir cr starfa fyrir þau fjögur ríki er ábyrgjast vörslu Hess, Sovétríkin, Bretland, Frakk- land og Bandaríkin sögðust ekki vita til þess að afstaða Moskvustjórnar- innar hefði breyst. „Það er mjög ólíklegt að Gobat- sjov taki upp á að láta tilfinningar ráða gerðum sínum. Hvað myndi hann græða á því?“, sagði einn embættismannanna. Annarsagði að Gorbatsjov ætti á hættu að móðga eldri meðlimi kommúnistaflokksins ef hann tæki upp á þessu. Hinir eldri líta á Hess sem ímynd herja nasista er drápu tuttugu milljónir Sovétm- anna í síðari heimsstyrjöldinni. Hess var hnepptur í Spandaufang- elsið eftir réttarhöldin í Núremburg árið 1946. Hann hefur verið eini fanginn í því fangelsi síðan árið 1966. Italía: Harðsoðin eggjamynd Levico Terme, Ítalíu-Reuter ítalski listamaðurinn Elio Ciola kemst líklegast á síður heims- metabókar Guinness innan skamms. Hann hefur nefnilega verið að dunda sér við það að undanförnu að búa til mynd úr 38.990 harðsoðnum eggjum af ýmsum gerðum og litum. Myndin er 28,75 metrar sinnum 4,2 metrar að stærð og á hún að lýsa hinum fjórum frumþáttum, loftinu, vatninu, jörðinni og eldinum. Listamaðurinn hyggst komast inn á síður heimsmetabókarinnar fyrir að hafa gert heimsins stærstu mós- aíkmynd, eingöngu úr harðsoðnum eggjum. Bandaríkin: Glæpumfjölgareða fækkar allt eftir hvernig á er litið Washington-Reuter Glæpum fækkaði í Bandaríkjun- um um 2% á síðasta ári og hafa þeir ekki verið færri síðan dóms- málaráðuneytið hóf að kanna tíðni glæpa í landinu árið 1973. Það var sú deild innan dóms- málaráðuneytisins sem fæst við töl- ur er kannaði glæpatíðnina. Hún komst að þeirri niðurstöðu að þjófnaðir hefðu verið 34,2 milljón- ir talsins, samanborið við 34,9 milljónir árið 1985. Ofbeldisglæpum fækkaði einnig á síðasta ári, alls um 7%. Þessi könnun dómsmálaráðu- neytisins kemur ekki heim og sam- an við tölur sem alríkislögreglan FBI mun gera opinberar á næst- unni. Þar er því haldið fram að alvarlegum glæpum hafi fjölgað um 6% á síðasta ári. Könnun dómsmálaráðuneytisins var byggð á viðtölum við rúmlega hundrað þúsund einstaklinga í landinu og út frá því úrtaki var reiknaður fjöldi glæpa. Tölur FBI byggja hinsvegar á glæpum sem í raun voru tilkynntir lögreglunni. Það er einnig munur á hvernig glæpir eru skilgreindir og í könnun dómsmálaráðuneytisins eru t.d. allir viðskiptaglæpir undanskildir. Assad Sýrlandsforseti: Til Moskvu í mánuðinum. Assad til Moskvu í mánuðinum Moskva-Reuter Hafez Al-Assad forseti Sýrlands mun heimsækja Sovétríkin síðar í þessum mánuði. Það varfréttastofan Tass sem skýrði frá þessu í gær. Tass sagði að Assad kæmi til Moskvu í síðari hluta aprílmánaðar en gaf engin nánari fyrirmæli. Assad heimsótti Sovétríkin síðast í júnímánuði árið 1985 og átti þá viðræður við Mikhail Gorbatsjov leiðtoga landsins um ástandið í Lí- banon og framtíð Palestínumanna. Tilkynningin nú um heimsókn Assads fylgir hinsvegar í kjölfar stjórnmálaþreifinga víða um heim er miða að því að koma á alþjóðlegri friðarráðstefnu í Mið-Austurlönd- um. Stjórnir bæði Sovétríkjanna og Sýrlands hafa bæði stutt grunnhug- myndina að slíkri ráðstefnu en Sýrl- endingar hafa þó neitað þeirri hug- mynd að ræða beint við ísraelsmenn um friðarsamkomulag milli þjóð- anna tveggja. Sovétstjórnin hefur skrifað undir vináttusáttmála við Sýrlandsstjórn og útvegar henni verulegt magn af vopnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.