Tíminn - 14.04.1987, Blaðsíða 19

Tíminn - 14.04.1987, Blaðsíða 19
íminn 19 Þriðjudagur 14. apríl 1987. ÚTVARP/SJÓNVARP Nýr Flóamarkaðsstjóri n^»989| Kl. 19.00 á ///rríflFrjzÍlhverjum virkum degi 'f “hefst Flóamarkeðurinn á Bylgjunni undir stjórn nýs umsjónarmanns. Anna Björk Birgisdóttir tekur þá við símtölum frá hlustendum sem vilja kaupa eða selja einhverja smáhluti úr búi sínu. Anna Björk er tvítugur Kvennaskólanemi, ættuð frá Akureyri og mikill íþróttaunnandi, hefur stundað frjálsar íþróttir, körfubolta og veggjatennis. Á fjórðu hæð Nýja Scotland Yard a Kl. 20.40 sýnir Sjónvarpið fyrsta þátt breska sakamálamyndaflokksins Fjórða hæðin, sem alls er í þrem þáttum. Það er mikið fjaðrafok á fjórðu hæð Nýja Scotland Yard þar sem ránarannsóknadeildin er til húsa. Á 7 dögum hafa borist þangað 7 símhringingar sem hafa leitt til þess að 7 Nýr þýskur þáttur á Stöð 2: Púsluspil Kl. 21.30 byrjará Stöð 2 nýr þýskur sakarnálaþáttur. Púsluspil nefnist hann (Tatort). Aðalsöguhetjurnar eru tveir lögreglumenn, Schimanski og Thanner. í þessum fyrsta þætti fer Schimanski að grennslast fyrir um hvarf virts blaðamanns. Christopher Fulford og Richard Graham leika leynilögreglumennina ungu sem lenda í stærra máli en þá hafði órað fyrir. eiturlyfjasmyglarar hafa verið handteknir á Heathrow- flugvelh. Þeir voru allir með mikið magn af heróíni á sér og alhr nefndu þeir nafn sama virta lögfræðingsins í London. Sami maðurinn kom upp um þá alla. Hver er hann? Af hverju gefur hann tolhnum upplýsingar um komur eiturlyfjasmyglara? Tveir ungir leynilögreglumenn eru settir í að leysa málið. Þeir hefjast handa og komast á snoðir um áætlanir um stórkostlegt rán, svo stórkostlegt að sjálft Scotland Yard ræður ekki við það án aðstoðar. Þriðjudagur 14. apríl 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin - Jón Baldvin Halldórsson og Jón Guðni Kristjánsson. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og veðurfregnirkl. 8.15. Tilkynning- ar eru lesnar kl. 7.25,7.55 og 8.25. Guðmundur Sæmundsson talar um daglegt mál kl. 7.20. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.03 Morgunstund barnanna: „Enn af Jóni Oddi og Jóni Bjarna" eftir Guðrúnu Helgdóttur. Steinunn Jóhannesdóttir les (11). 9.20 Morguntrimm. Lesið úr forustugreinum dag- blaðana. Tónleikar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þátíð Hermann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefánsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Stríð og þjáning Umsjón: Berglind Gunn- arsdóttir og Lilja Guðmundsdóttir. 14.00 Miðdegissagan: „Niðjamálaráðuneytið“ eftir Njörð P. Njarðvík. Höfundur les (5). 14.30 Tónlistarmaður vikunnar. Loretta Lynn. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn Frá Vesturlandi. Umsjón: Ásþós Ragnarsson. 16.00 Fréttir. Tilkyningar. 16.05 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. .1 iikynnifiýaf. 17.05 Síðdegistónleikar. a. Amerísk svíta op 98b eftir Antonín Dvorák. Konunglega fílharmoníu- sveitin í Lundunum leikur; Antal Dorati stjórnar. b. Svita nr. 2 eftir Igor Stravinsky. Sinfóníu- hljómsveitin i Dallas leikur; Eduardo Mata stjórnar. c. „Scaramouche" eftir Darius Milhaud. Pekka Savijoki og Margit Rahkonen leika á saxófón og píanó. 17.40 Torgið - Neytenda- og umhverfismál Umsjón: Steinunn Helga Lárusdóttir. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.05 Torgið, framhald. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Guðmundur Sæmundsson flytur. 20.00 Framboðsfundur. Útvarpað beintfrá fundi frambjóðenda i Norður- landskjördæmi eystra sem haldinn er á Dalvík. I upphafi flytja frambjóðendur stutt ávörp en síðan leggja fundargestir spurningar fyrir fulltrúa flokkanna. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma. Andrés Björnsson les 48. sálm. 22.30 Leikrit: „Sandbylur“eftir Þorstein Marels- son Leikstjóri: Karl Ágúst Úlfsson. Leikendur: Arnar Jónsson, Þórunn Maanea Magnúsdóttir, Sigríður Haaalín, María Arnadóttir, Erla B. Skúladóttir, Arni Tryggvason, Guðrún Gísladótt- ir Gunnar Rafn Guðmundsson og Erlingur Gíslason. (Endurtekið frá fimmtudagskvöldi). 23.15 íslensk tónlist a. ..Þjóðlífsþættir" eftir Jór- unni Viðar. Laufey Sigurðardóttir og höfundur- inn leika saman á fiðlu og píanó. b. Blásara- kvintett eftir Jón Ásgeirsson. Einar Jóhannes- son, Bernard Wilkinson, Daði Kolbeinsson, Joseph Ognibene og Hafsteinn Guðmundsson leika á klarinettu, flautu, óbó, horn og fagott. c. Norræn svíta um íslensk þjóðlöa eftir Hallgrím Helgason. Sinfóníuhljómsveit íslands leikur; Olav Kielland stjórnar. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Næturutvarp a rás 2 til morguns. 00.10 Næturútvarp Hallgrímur Gröndal stendur vaktina. 06.00 í bítið Erla B. Skúladóttir léttir mönnum morgunverkin, segir m.a. frá veðri, færð og samgöngum og kynnir notalega tónlist í morg- unsárið. 09.05 Morgunþáttur í umsjá Kolbcpnar Haljþórs- dóttur og Sigurðar Þórs Salvafssonar. Meðal efnis: Tónlistargetraun, óskalög yngstu hlust- endanna og breiðskífa vikunnar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Leifur Hauksson kynnir létt lög við vinnuna og spjallar við hlustendur. 16.05 Hringiðan Umsjón: Broddi Broddason og Margrét Blöndal. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Nú er lag Gunnar Salvarsson kynnir gömul og ný úrvalslög. (Þátturinn verður endurtekinn aðfaranótt fimmtudags) kl. 02.00). 21.00 Poppgátan. Gunnalugur i Sigfússon og Jónatan Garðarsson stýra spurningaþætti um dægurtónlist. (Endurtekinn þáttur frá laugar- degi). 22.05 Steingerður Þáttur um Ijóðræna tónlist í umsjá Herdísar Hallvarðsdóttur. 23.00 Við rúmstokkinn. Guðrún Gunnarsdóttir býr fólk undir svefninn með tali og tónum. 00.10 Næturútvarp Gunnar Svanbergsson stend- ur vaktina til morguns. 02.00 Tilbrigði. Þáttur í umsjá Hönnu G. Sigurðar-1 dóttur. (Endurtekinn frá laugardegi). Fréttir eru sagðar kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. Svæðisútvarp virka daga vikunnar 18.03-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni - FM 96,5 Trönur. Umsjón: Finnur Magnús Gunnlaugsson. Fjallað um menningar- líf og mannlíf almennt á Akureyri og í nærsveit- d o, STOÐ2 Þriðjudagur 14. apríl 17.00 Stríðsleikir (War Games) Bandarísk kvik- mynd með Matthew Broderick, Dabney Cole- man (Buffalo Bill) og John Wood í aðalhlutverk- um. Unglingur með tölvudellu kemst inn á óngreint tölvukerfi með spennandi stríðs- leikjum, en þeir leikir eru ekki ætlaðir unglingum. 18.50 Fréttahornið. Fréttatími barna og unglinga. Umsjónarmaður er Sverrir Guðjónsson.__________ 19.05 Teiknimynd. 19.30 Fréttir. 20.00 Návígi Yfirheyrslu og umræðuþáttur í um- sjón fréttamanna Stöðvar 2.___________________ 20.40 Húsið okkar (Our House). Bandarískur gamanþáttur með Wilford Brimley í aðalhlut- verki. 21.30 Púsluspil (Tarot) Nýrr vandaður þýskur saka- málaþáttur. Aðalsöguhetjurnar eru tveir lög- reglumenn, Schimanski og Thanner. í þessum þætti fer Schimanski að grennslast fyrir um hvarf virts blaðamanns. 23.00 NBA-körfuboltinn. Umsjónarmaður er Heimir Karlsson. 00.30 Dagskrárlok. Þriöjudagur 14. apríl 18.00 Villi spæta og vinir hans. Þrettándi þáttur. Bandarískur teiknimyndaflokkur. Þýðandi Ragnar Ólafsson. 18.20 Nýja flugstöðin í Keflavík vígð - Bein útsending Umsjónarmaður Edda Andrésdóttir. Útsendingu stjómar Rúnar Gunnarsson. 19.30 Poppkorn. Umsjón: Guðmundur Bjarni Harðarson, Ragnar Halldórsson og Guðrún Gunnarsdóttir. 19.55 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Fjórða hæðin (The Fourth Floor) Nýr flokk- ur - Fyrsti þáttur. Breskur sakamálamynda- flokkur í þremur þáttum. Aðalhlutverk: Christop- her Fulford og Richard Graham. Á fjórðu hæð Scotland Yard hefur aðsetur sú deild lögregl- unnar sem fæst við rannsóknir rána. Þangað berast ábendingar um heróínsmygl um Heat- hrow-flugvöll en morð og rán fylgja í kjölfarið þegar tveir ungir lögreglumenn hefja rannsókn. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.35 Vestræn veröld. (Triumph of the West). 5. í Austurvegi Heimildamyndaflokkur í þrettán þáttum frá breska sjónvarpinu (BBC). Umsjón- armaður er John Roberts sagnfræðingur. Þýð- andi og þulur Óskar Ingimarsson. 22.25 Suðurlandskjördæmi Sjónvarpsumræður fulltrúa allra framboðslista. Umræðum stýrir Ólína Þorvarðardóttir. 23.55 Fréttir í dagskrárlok. Þriðjudagur 14. apríl 07.00-09.00 Á fætur meö Sigurði G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður lítur yfir blöðin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 07.00, 08.00 og 09.00. 09.00-12.00 Páll Þorsteinsson á léttum nótum. Palli leikur uppáhaldslögin ykkar. Afmæliskveðj- ur, mataruppskriftir og spjall til hádegis. Síminn er 61-11-11. Fréttir kl. 10.00, 11.00. 12.00-12.10 Fréttir. 12.10-14.00 porStSÍP.n Vilhjálmsson á hádegi. Fréttapakkinn. Þorsteinn og frériáfuSnn Syígj- unnar fylgjast með því sem helst er í fréttum, spjalla við fólk og segja frá í bland við létta tónlist. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00-17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Pétur spilar siðdegispoppið og spjallar við hlustendur og tónlistarmenn. Forstjórapopp eftir kl. 15.00 Fréttir kl. 15.00,16.00 og 17.00. 17.00-19.00 Ásta R. Jóhannesdóttir í Reykjavík síðdegis. Ásta leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00-20.00 Jóhanna Harðardóttir á Flóamark- aði Bylgjunnar. Flóamarkaður og tónlist. Fréttir kl. 19.00. 20.00-21.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Helgi Rúnar óskarsson kynnir 10 vinsælustu lög vikunnar. 21.00-23.00 Ásgeir Tómasson á þriðjudags- kvöldi. Ásgeir leikur rokktónlist úr ýmsum áttum. 23.00-24.00 Vökulok. Þægileg tónlist og frétta- tengt efni í umsjá Elínar Hirst fréttamanns. Fréttir kl. 23.00. 24.00-07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Tónlist og upplýsingar um veður, flugsamgöngur. Fréttir kl. 03.00. Útrás Þriðjudagur 14. apríl 17.00-18.00 Islenskur kokteill: (FB) Kristinn Friðjónsson. 18.00-19.00 Gírkassinn: Gulli og Dabbi (FB). 19.00-20.00 Draupur: Einar Sigurmundsson (MH). 20.00-21.00 Bing, þú ert dauöur: Björn Gunnlaugs- son (MH). 21.00-22.00 FG á úlrás: Ásgrímur Jónsson (FG). 22.00-23.00 Eftirréttur: Einar Páll Tamimi (FG). 23.00-00.00 Elli og Gunni spila mjög svo létta músik. (MS). 00.00-01.00 Hratnhildur, Björg og Arna reyna að skemmta hlustendum. (MS). Flamingóinn úr eðalsteinum á 452.000 sterlingspund. Alls seld- ust skartgripirnir á 30 millj. dollara sem renna til Pasteur-stofnunar- innar í París. Nýlega voru boðnir upp í Genf skartgripir úr eigu hertogaynjunn- ar af Windsor, sem eiginmaður hennar, fyrrverandi Játvarður kóngur VIII. var óspar að færa henni að gjöf. Vitað var að þar væri um marga og dýrmæta gripi að ræða en þó kom á óvart hversu mikið fé fékkst fyrir þá eða um 50 milljónir dollara. Yfirgnæfandi meirihluti kaupenda voru nýríkir Bandaríkjamenn sem berast mikið á. Hertogafrúin hafði arfleitt Pasteur-stofnunina í París að eig- um sínum. Margir í Bretlandi segja að nú hafi hertogaynjan loks náð fram hefndum á bresku konungsfjöl- skyldunni, sem aldrei leit hana réttu auga og aldrei viðurkenndi hana sem meðlim fjölskyldunnar. Enn þann dag í dag á Elísabet drottningarmóðir til að tala um hana sem „konuna sem drap mann- inn minn“ og vísar þá til þess þegar Játvarður VIII. sagði af sér kon- ungdómi til að giftast Wallis Simpson, bandarísku konunni sem var tvífráskilin, fyrir 50 árum. Þá varð maður Elísabetar, Georg VI að axla ábyrgð konungstignarinnar og fjölskylda hennar var aldrei sú sama aftur. Vafalaust hafa þær mæðgur, drottningin og móðir hennar, fylgst grannt með því sem fram fór í Genf því að burtséð frá því hvaða augum þær líta Wallis Simpson núna, var þarna verið að selja því sem næst Pétri og Páli dýrgripi sem í rauninni ættu að tilheyra bresku krúnunni. Peningarnir sem hertog- ■nn P.Ojaði til að sýna sinni heitt- elskuðu ást sína komu áð hl’dtd til úr hinum digra sjóði sem bróðir hans, Georg VI., leysti Játvarð út með með hraði eftir afsögn hans, og naut við það góðrar fyrirgreiðslu ríkisstjórnarinnar undir forsæti Baldwins, sem vildi afgreiða hneykslið á sem allra skjótastan og hljóðlegastan hátt. Það er því ekki fráleitt að láta sér detta í hug að demantanælan, sem nú er í eigu Elizabeth Taylor, hafi upphaflega verið keypt fyrir fé breskra skattþegna. Og það er frönsk læknarannsóknastofnun sem hreppir ágóðann! Þar hefur hertogaynjan vafalaust haft á bak við eyrað að að frönsk yfirvöld reyndust þeim hjónum velviljaðri í útlegðinni en þau bresku. Hjónin höfðu aðsetur í glæsilegum húsa- kynnum í Boulogne-skóginum og mættu atlæti eins og konungborn- um sæmir - eða álíta sig eiga rétt til. Louis Pasteur-stofnunin í París, sem nýtur góðs af yfirboðum Joan Collins, Shirley Bassey og þeirra líka á skartgripauppboðinu, fæst þessa dagana aðallega við rann- sóknir á eyðni-vírusnum. Á það Hertoginn af Windsor hafði yndi af því að skreyta konu sína ( með dýrmætum skartgripum Þetta hálsskart úr rúbínum . ogdemöntum bar \ hertogaynjan við Æ'. $ hátíðlegustu tækifæri. JÓ8L eftir að koma í ljós að vegna örlætis hertogahjónanna af Winds- or finnist lækningin á þessari plágu 20. aldarinnar? Skartgripir konungsfjölskyld- unnar hafa líka sérstaka táknræna þýðingu. Þeim er komið fyrir á opinberum söfnum, almenningi til sýnis, og aldrei kæmi til greina að einhver sem ekki væri til þess borinn, gæti darkað með þá hvar sem er, í lítið virðulegum sam- kvæmum allt frá glaumborginni Hollywood til Timbúktú! Nú hefur hertogaynjan átt sinn þátt í því að sú hefð er rofin. f ofanálag við allt annað má búast við að hertogaynjunni hefði verið skemmt við þá tilhugsun að það var fyrirtækið Sotheby's sem sá um uppboðið, og það á erlendri grund, en meðal forstjóra þess fyrirtækis er Angus Ogilvy, maður Alexöndru prinsessu. Hertoginn af Windsor lét þá ósk í ljós í erfðaskrá sinni að skartgrip- irnir sem hann hafði fært konu sinni að gjöf, prýddu aldrei aðra konu. En kona hans hafði aðrar hugmyndir og vilja sumir meina að hún hafi loks náð fram hefndum á tengdafjölskyldu sinni sem í hálfa öld var ósveigjanleg og ófáanleg til að skilja og fyrirgefa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.