Tíminn - 16.05.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Laugardagur 16. maí 1987
Kristján Loftsson framkvæmdastjóri Hvals hf:
Kanar ætla sér
að stöðva okkur
Hvalvertfðin er að hefjast. í byrjun
júnímánaðar munu tveir hvalveiði-
bátar leggja úr höfn til veiða á
sandreyð og langreyð. Alls er fyrir-
hugað að veiða 120 dýr í vísinda-
skyni. Á sama tíma ög Hvalur hf
er að búa sig undir vertíðina hafa
nýjar óveðursblikur skotið upp
■ kollinum. Svo getur farið að stríð
verði fyrir ströndum.
Rætt er um fríverslunarsamning
milli Bandaríkjanna og Kanada.
Raddir vestra segja að sá samning-
ur, ef af verður, og aukinn þrýst-
ingur á Bandaríkjastjórn um refsi-
aðgerðir við íslendinga vegna hval-
veiðanna geti gert stöðu okkar
erfiðari á Bandaríkjamarkaði. En
þetta eru ekki nýjar sögusagnir.
Tíminn hafði samband við
Kristján Loftsson framkvæmda-
stjóra Hvals hf og spurði hann
hvort hann ætti von á að vertíðin í
ár yrði fyrireinhverja hluti sérstök.
Hvort hann hefði fengið formlegar
hótanir frá umhverfisverndunar-
samtökum um aðgerðir.
Kristján sagði ljóst að Kanarnir
væru með eitthvað í bígerð. „Þeir
ætla sér að koma þessum veiðum
fyrir kattarnef, með hvaða ráðum
sem tiltæk eru. Það hefur verið
yfirlýst stefna þeirra síðastliðin
fimmtán ár. Þetta er ekki að byrja
núna. Hvað gerist í ár er erfitt að
segja til um. Þeir hafa mjög frjótt
ímyndunarafl þarna vestra.
Bandaríkjamenn myndu ekki
leggja slíkan kraft í þessar aðgerðir
gegn okkur nema þeir hafi eitthvað
ákveðið markmið með þeim. Ég er
sannfærður um það að þessar að-
gerðir eru samkvæmt langtíma
áætlun sem síðar meir á að skila
árangri, og er hann reyndar þegar
farinn að koma í ljós. Þessar að-
gerðir þeirra gegn hvalveiðum eru
ekkert nýtt. OIl höfum við fylgst
með hvernig Kaninn hefur beitt sér
í sambandi við selinn og tókst í
samvinnu við Efnahagsbandalagið
að eyðileggja selinn sem útflutn-
ingsvöru. Það kostar okkur um tíu
milljónir dollara á ári að tína
selorminn úr fiskinum. Sjómenn
suður með sjó segja mér að selur-
inn eigi verulegan þátt í hversu
léleg vertíðin hefur verið. Ein
stærstu selalátrin við landið eru í
Surtsey. Ég spyr: Af hverju er
selurinn orðin þessi bannvara út
um heim? Þetta á að þjóna ein-
hverjum tilgangi. Bandaríkja-
stjórn vinnur að því að taka úr
okkur tennurnar, til þess eins að
bjóða okkur síðar efnahagsaðstoð
á þeirra skilmálum. Þá verðum við
að dansa eftir þeirra nótum.“ sagði
Kristján. Um veiðarnar sjálfar
sagði hann að hvalurinn yrði á
sínum stað og þeir myndu veiða sín
dýr í rólegheitum.
Þessar ásakanir í garð Banda-
ríkjastjórnar eru mjög alvarlegar.
„Menn hafa nú enn leyfi til þess
að hafa persónulegar skoðanir. En
ég segi: Einhverjum tilgangi á
þetta að þjóna. Mín skýring er sú
að þetta sé langtíma áætlun með
þau markmið sem ég nefndi hér að
ofan. Menn hafa komið með aðrar
skýringar og jafnvel haldið því
fram að ég sé ruglaður. Ég spyr á
móti: Af hverju keyra Bandaríkja-
menn þessa pólitík svona, þegar
allar þær rannsóknir sem fram-
kvæmdar hafa verið á hvalastofnin-
um hér við land sýna að hann þolir
mjög vel þá veiði sem stunduð
hefur verið“
Ertu með þessu að segja að
Greenpeace og samtök á borð við
World Wildlife Fund vinni mark-
vist að því að ná fram þessum
markmiðum Bandaríkjastjórnar?
„Já. Þetta eru krossberar stefnu
Bandaríkjastjórnar. Ef við tökum
sem dæmi Paul Watson og aðra
líka kóna, þá réttlætir hann ofbeld-
isaðgerðir sínar með samþykkt
hvalveiðiráðsins um alsherjarbann
á hvalveiðum. Þeir sem pressuðu
þetta bann í gegn voru Kanarnir.
Hugmyndir um slíkt bann hafa
verið uppi í Alþjóða hvalveiðiráð-
inu síðan 1972, og hafa Banda-
ríkjamenn jafnan beitt sér fyrir
því. Það var síðan ekki fyrr en
Alþjóða hvalveiðiráðið var fyllt af
hinum ýmsu þjóðum sem málið
kemur lítið við, og bandarískir
ríkisborgarar mættu sem fulltrúar
fyrir marga þessara nýju meðlima,
að bannið var samþykkt 1982. Um
leið og bannið var komið í gegn
fóru menn á borð við Watson af
stað og vinna á þessum forsendum.
Ég verð að segja það að mér finnst
afskaplega undarlegt ýmislegt í
sambandi við þessi
umhverfisverndunarsamtök í
Bandaríkjunum. Þau hafa svipaða
stöðu og Hjálpræðisherinn. Eru
skattlaus, en þurfa einu sinni á ári
að gera grein fyrir því í hvað þau
eyða sínum fjármunum, en eru
aldrei krafin upplýsinga um hvaðan
þeir peningar koma. Þessi starf-
semi er ekki fjármögnuð af með-
limunum sjálfum eða hvað? Ég hef
tilhneigingu til þess að halda að
þarna sé eitthvað samstarf á milli.
Umhverfisverndunarsamtökin
bíða eftir þeim tillögum sem
Bandaríkjastjórn fær samþykktar
' og fara síðan af stað með þær sem
bakhjarl." sagði Kristján Loftsson
-ES
Starfsmenn Hvals hf. eru nú farnir að dytta að hvalbátunum. fyrir
vertíðina. Tíraamynd BREIN
1—i
* »
Fundur Alþjóða hvalveiðiráðsins:
Islendingar kynna fyrstu
niðurstöður vísindaveiða
Bandaríkjamenn með nýja tillögu í tengslum við vísindaveiðar, sem lögð verður fram á fundinum.
Fyrstu niðurstöður úr rannsókn-
um íslenskra vísindamanna á
hvalastofnum við landið verða
kynntar á fundi vísindanefndar Al-
þjóða hvalveiðiráðsins. Þessa
stundina er verið að leggja síðustu
hönd á frágang þeirra. Veiðar þær
sem Hvalur hf. stundar eru grunn-
urinn að þeim rannsóknum sem
framkvæmdar eru. Ekkert hefur
enn verið látið uppi um hverjar
þær niðurstöður eru, en þær munu
þó vera jákvæðar fyrir áframhald
hvalveiða hér við land.
Fundur Alþjóða hvalveiðiráðs-
ins verður haldinn seinnipart júní-
mánaðar. Þar er búist við að
Bandaríkjamenn leggi fram nýja
tillögu í tengslum við vísindaveið-
,ar, sem m.a. íslendingar stunda.
„Því er ekki að leyna að Banda-
ríkjamenn hafa hugsað sér að flytja
nýja tillögu um hvalveiðar í vís-
indaskyni. Sú tillaga gerir ráð fyrir
því að settar verði nýjar reglur um
veiðarnar," sagði Halldór Ás-
grímsson sjávarútvegsráðherra í
samtali við Tímann í gær. Halldór
upplýsti jafnframt að viðræður
hefðu farið fram við Bandaríkja-
menn um tillöguna og að það væri
skoðun íslendinga að nýjar reglur
um þessar veiðar væru ekki tíma-
bærar, fyrr en menn hafa komist að
niðurstöðu um hvernig staðið verð-
ur að endurmati hvalastofnanna.
„Það er það mál sem við höfum
viljað reka á eftir í ráðinu og þykir
sem svo að þvf hafi ekki verið sinnt
sem skyldi í ráðinu. Ég býst við því
að sú tillaga verði rædd mikið í
ráðinu. Hinsvegar tel ég of snemmt
að segja til um mögulega niður-
stöðu af þeim umræðum," sagði
Halldór.
Hvaða reglur eru það sem
Bandaríkjamenn eru að reyna að
fá í gegn?
„Þeir vilja fá nánari umfjöllun
um vísindanefndir Alþjóða hval-
veiðiráðsins og að auki skuli fylgja
í einu og öllu þeirri niðurstöðu.
Það er nú einu sinni svo að ekki er
auðvelt að greiða atkvæði um hvað
eru rétt vísindi. Að mínu mati er
það háð vísindalegu mati í viðkom-
andi landi. Þarafleiðandi held ég
að meirihlutasamþykkt í vísinda-
nefnd á þessu sviði sem öðrum geti
verið mjög vafasöm," sagði
Halldór.
Áttu von á að fram komi tillögur
um breytingar á sjálfu Alþjóða
hvalveiðiráðinu?
„Það geta menn ekki gert nema
breyta stofnsamningi ráðsins. Sá
samningur er að sjálfsögðu aðal-
atriðið. Tillögur sem hafa verið
fluttar upp á síðkastið hafa flestar
gengið í þá veru að þrengja ákvæði
stofnsamningsins, sem í reynd er
ekki hægt. Stofnsamningur er aðal-
atriði í störfum ráðsins og tillögur
sem ganga út á það að þrengja
heimildir samkvæmt honum eru
mjög vafasamar svo ekki sé nú
meira sagt. Ef menn vilja setja
einhverjar nýjar reglur um þessi
mál þá ættu þeir að gera það með
þeim hætti að breyta stofnsamn-
ingi, og eru þá komnir út í allt aðra
hluti.“
- ES