Tíminn - 16.05.1987, Page 9
I ai inor/Honi ir 1 £ maí 1 QÖ7
LAUGARDAGURINN 16. maí 1987
veginn öðruvísi vinstri svipur en er á
Framsókn og Kvennalista.
Þessi orðræða er ekki sett hér á
blað til að efla einhverjar ýfingar við
Sjálfstæðisflokkinn. Stjórnarsam-
starfið við hann hefur tekist vel í
öllum aðalatriðum, og ætlunarverk-
ið að ná niður verðbólgu tókst með
ágætum. Að vísu þurfti að koma til
allverulegur fjárlagahalli, sem er þó
betra að bera en hundrað prósent
verðbólgu. Fjárlagahallinn varð til
eins og allir vita vegna samninga við
verkalýðshreyfinguna, sem stöðugt
veifar íáglaunahópum og rétti þeirra
framan í ríkisstjómir. Það er hins-
vegar heldur óákveðinn hópur, sem
hefur svonefnd lág laun - og síðan
kemur annað til sem eru útborguð
laun og laun að frádregnum
sköttum. Ætli væri ekki ráð að fara
að kortleggja launasviðin svo það
sæist hvernig þessum málum er hag-
að í raunveruleikanum. Skal þó ekki
dregið úr vanda þeirra sem iægstu
launin hafa.
Staðreyndir
__________á skjön_____________
Eins og bréfritari Morgunblaðsins
hefur rekið sig á og rök hafa verið
færð fyrir hér að framan, þá er
annað að hafa uppi óskhyggju um
myndun ríkisstjórnar - óskastjórnar
- sem í munni bréfritara er nýsköp-
unarstjórn, en bera staðreyndir fyrir
því að hún sé óhjákvæmileg. Eigi
þessar staðreyndir að sýna að Fram-
sókn sé allt í einu orðin óalandi og
óferjandi vegna „sérhagsmuna" og
vegna vinsælda Steingríms Her-
mannssonar, þá verður að segjast
eins og er, að til lítilsfóru sjálfstæðis-
menn í ríkisstjórn fyrst ekkert liggur
eftir hana annað en efla sérhagsmuni
Framsóknar og vinsældir forsætis-
ráðherra. Auðvitað er hér aðeins
um málatilbúnað að ræða til að geta
fært rök að því að nú eigi að stjórna
með A-flokkunum, sem eru ekki
iengur þeir vinstri flokkar að þeir
jafnist í þeim efnum á við Framsókn
og Kvennalista. Bréfritari Morgun-
blaðsins skrifaði fyrir nokkrum árum
grein í blað sitt sem fjallaði um
sögulegar sættir Sjálfstæðisflokks og
kommúnista. Þá þótti slík hugmynd
ganga guðlasti næst í herbúðum
sjálfstæðismanna, og munaði
minnstu að bréfritara væri skipað að
þvo munn sinn með sápu á eftir. Nú
er þessi hugmynd aftur komin á loft,
eins og kommúnistar séu nokkurs-
konar arfafé bréfritara. Þeir eru
rúnir fylgi og því sem er meira um
vert: Þeir hafa ekki lengur það fylgi
innan verkalýðshreyfingarinnar,
sem þeir hafa löngum gumað af, og
búa raunar ekki yfir öðru en úreltri
hugmyndafræði, og má vera að Sjálf-
stæðisflokknum þyki fengur að því
að fá slík fræði í bú sitt. Kannanir
sýna að Borgaraflokkur Alberts
Guðmundssonar er miklu meiri
verkalýðsflokkur en Alþýðubanda-
lagið.
Útvörður
herfræðinnar
Gamla nýsköpunarstjórnin, sem
Ólafur Thors myndaði með Alþýðu-
flokki og kommúnistum þegar sigur
bandamanna í seinni heimsstyrjöld-
inni sást fyrir, hóf störf sín við bestu
aðstæður. Kjötkatlar landsins stóðu
með fullri hitu á hverju eldholi og
ekki annað en hella súpunni á diska.
Úr þessu varð skammvinn veisla
eins og frægt er orðið. Síðan lenti
Stefán Jóhann Stefánsson í upp-
þvottinum að veislu lokinni og hann
varð ekki eins fagnaðarríkur og
nýsköpunarveislan, enda er upp-
þvottur sjaldan skemmtiefni. Þegar
Ólafur Thors myndaði stjórnina
voru allir að daðra við kommúnista,
og þess vegna sá ekki á svörtu. Nú á
dögum er minna daðrað, enda hefur
Vestur-Evrópa staðið í hörðu á liðn-
um áratugum við að komast hjá að
lenda á sama þróunarskeiði og aust-
urblokkin. Hér á fslandi hafa menn
slett i góm og látið sig hafa það að
stjórna með kommúnistum og geng-
ið misjafnlega - allir nema einn
flokkur, Sjálfstæðisflokkur. Sagt
hefur verið að í raun væri hann ekki
flokkur nema á kjördag, heldur
mikill fjöldi borgara, sem vill vest-
ræna samvinnu, hatar kommúnista
nema í menningarmálum, þar sem
þeir eru taldir öðrum merkilegri, og
vill hafa sem mestan frið fyrir
pólitík. Ekki þurfa þetta að teljast
slæmir kostir. Það hefur þráfaldlega
heyrst á Morgunblaðinu, á meðan
það tók þátt í kosningabaráttu Sjálf-
stæðisflokksins, að það taldi veru
fslands í Nato og staðfastan stuðning
flokksins við bandalagið eitthvert
helsta kosningamálið. Áreiðanlega
fékk Sjálfstæðisflokkurinn mikið af
fylgi sínu út á slíkar yfirlýsingar.
Einnig út á þá stöðu, að flokkurinn
væri helsti andstæðingur hins rauða
stjórnarfars. Nú hefur blaðinu allt í
einu verið snúið við á ári, þegar
flokkurinn tapar miklu fylgi. Nú
þykir sjálfsagt að lýsa yfir að æskilegt
sé að mynda stjórn með Alþýðu-
bandalaginu, jafnvel þótt það kosti
að flokkurinn verði að ganga fram
fyrir alþjóð á biðilsbuxum og láta
hafna sér a.m.k. fram yfir fundinn í
Borgarfirði á laugardag. Ekki vottar
fyrir áhyggjum út af fylgi flokksins,
þessu sama fylgi sem hefur litið á
Sjálfstæðisflokkinn sem helstu
brjóstvörn vestrænnar samvinnu og
Nato á íslandi.
Kristín Einarsdóttir, fulltrúi
Kvennalista, Steingrímur
Hermannsson,
forsœtisráðherra, og Kristín
Halldórsdóttir, fulltrúi
Kvennalista, meðan stóð á
viðrœðum þeirra um
stjórnarmyndun.
Tímaniynd Pjctur
Það sem gerist næst
Steingrímur Hermannsson hefur
haft umboð til stjórnarmyndunar og
skilað því aftur. Var hann svo fljótur
að fara nauðsynlega fyrstu umferð,
að einn ráðherra, sem var erlendis í
fimm daga upplifði í raun ekki þessa
tilraun. Hún hófst og var um garð
gengin að honum fjarverandi. Þetta
á sínar skýringar. Steingrímur var
að heyra álit flokksforingja og skoða
möguleika á þriggja flokka stjórn,
sem samkvæmt úrslitum kosninga cr
fyrsti kostur. Hann gerði tillögu um
samstjóm Framsóknar, Sjálfstæðis-
flokks og Kvennalista, en sú hug-
mynd strandaði á Þorsteini Pálssyni.
Þorsteinn var einfaldlega ekki tilbú-
inn að taka þátt f þeirri tilraun. Nú
hefur Þorsteinn fengið umboð til að
reyna stjórnarmyndun. Hann mun
að líkindum fara sér hægt og taka sér
lengri tíma en Steingrímur gerði.
Þær ástæður liggja til þess, að óska-
stjórn höfundar Reykjavíkurbréfs
getur ekki orðið í sjónmáli fyrr en
eftir fund Alþýðubandalagsins að
Varmalandi i Borgarfirði nú um
helgina. Þaðan gæti Svavar Gestsson
komið í betra skapi en hann var,
þegar hann talaði við Steingrím
Hermannsson um hlutverk vara-
dekksins í íslenskri pólitík. Það
getur því ekki orðið fyrr en eftir
helgi, sem Þorsteinn fær einhvern
botn í Alþýðubandalagið því varla
er mönnum orðið svo brátt að leitað
verði svara með hraðskeytum við
Varmaland.
Við gufu,
gróðurhús og sveppi
Varmaland í Borgarfirði er virðu-
legur og merkur staður, þar sem
rekinn hefur verið kvennaskóli. Þar
er sundlaug og þar cru gróðurhús,
og þar eru ræktaðir sveppir. Þetta
setur, í friðsælu dalverpi, hefur Al-
þýðubandalagið valið undir mið-
stjórnarfund sinn þar sem gert verð-
ur út um málin í lok mikilsháttar
kosningaósigurs flokksins og eftir
hótun Guðrúnar Helgadóttur um að
taka völdin í flokknum af þeim
„skeggjuðu feministum", sem fram
að þessu hafa ráðið mestu um stefn-
una. Þessi upphrópun Guðrúnar er
skiljanleg í ljósi þess, að Alþýðu-
bandalagið tapaði miklu fylgi yfir til
Kvennalista. Nú segir Guðrún: Við
alþýðubandalagsmenn getum þetta
sjálfir og þuríum ekki þverpólitíska
milliliði á vinstri væng. Eflaust munu
einhverjir halda langar ræður um
erfiðleika flokksins í verkalýðshreyf-
ingunni, en þarergrasrótinni þannig
háttað að hún er ýmist skriðin undan
fótum forystu flokksins, eða þá að
flokkurinn hefur notað hana svo
lengi eins og tiltekin port í borginni,
að hún fótar sig ekki á henni lengur
vegna hálku. Veslings Ásmundur
má eflaust enn þola yfirlýsingar um
að hann hafi verið manna óþarfastur
í framboði. í þannig ástandi hcldur
Alþýðubandalagið til Varmalands,
þessa bjarmalands nýrra vona um
endurreisn bandalagsins. Má vel
vera að Þorsteinn mæti þcim á
planinu við Bifreiðastöð íslands í
þannig ástandi, að Svavar verði
búinn að týna varadekkinu ogorðinn
viðræðuhæfur.
Þær „mjúku“
verða harðar
Þegar Jón Baldvin Hannibalsson
byrjaði að tala við fulltrúa Kvenna-
lista um stjórnarmyndun varð þeim
svo mikið um, að þær settust saman
í hóp og byrjuðu að prjóna. Þetta
þótti ekki lofa góðu um pólitískan
sans. En annað kom á daginn.
Auðvitað var ekkert sjálfsagðara en
fitja upp á illeppum handa göngu-
móðum manni á borð við Jón
Baldvin. Næstu aðgerðir sýndu að
Kvennalistakonur kusu að vera var-
ar um sig, enda karlaveldið mikið.
Þær sögðust gera kröfur. Þær ætluðu
að krefjast eins og annars í viðræð-
um um stjórnarmyndun, og varð þá
mörgum hugsað til þess, að kröfurn-
ar kynnu að koma skrftilega fyrir,
yrði þeim sjálfum faldar stjórnar-
myndunarviðræður. Það er erfitt að
ætla að stofna til samvinnu á grund-
velli kröfugerðar. En þær hafa nú
sloppið frá þessu og raunar breytt
um talsmáta.
Á blaðamannafundi, sem Stein-
grímur Hermannsson efndi til þegar
hann hafði afsalað sér umboði
kvaðst hann hafa átt ágæta viðræður
við forystumenn flokkanna. Hann
tók sérstaklega fram að honum hefði
þótt fróðlegt að tala við fulltrúa
Kvennalistans „um þeirra baráttu-
mál og áhugamál í hugsanlegri
stjórnarmyndun“. Fulltrúar
Kvennalista eiga því auðsjáanlega
betra með að túlka sjónarmið sín
„paa to mans hand“ en í fjölmiðlum,
sem vilja alltaf vera að pína út úr
þeim ótímabærar yfirlýsingar um
hverjar kröfur þeirra eru. Konurnar
hafa auðvitað sín sjónarmið, en
þeim er ekkert skyldara en öðrum
stjórnmálaflokkum að puðra þeim
stefnumiðum út í fjölmiðla, enda
hefur fjölmiðlum ekki verið falið að
mynda ríkisstjórn á íslandi.