Tíminn - 16.05.1987, Side 18
18 Tíminn
Laugardagur 16. maí 1987
Starfslaun Ríkisútvarpsinstil listamanna
Ríkisútvarpiö auglýsir starfslaun til listamanns eöa listamanna til aö
vinna að verkum til frumflutnings í Ríkisútvarpinu.
Starfslaunum geta fylgt ókeypis afnot af íbúö Ríkisútvarpsins í
Skjaldarvík í Eyjafirði.
Starfslaun eru veitt til 6 mánaða hiö lengsta og fylgja þau
mánaöarlaunum skv. 2. þrepi 140. Ifl. í kjarasamningi Bandalags
háskólamanna og fjármálaráöherra fyrir hönd ríkissjóðs.
Umsóknum ásamt greinargerð um fyrirhuguð viöfangsefni skal skilað
til skrifstofu útvarpsstjóra Efstaleiti 1, Reykjavík fyrir 15. júní nk. Þar
eru ennfremur veittar nánari upplýsingar um starfslaunin.
ri'ítf
RÍKISÚTVARPIÐ
Til sölu einbýlishús í Búðardal
Tilboö óskast í húseignina Ægisbraut 7, Búöardal, stærö hússins er
593 m3 og bílskúr 50 m3.
Húsið veröur til sýnis í samráði viö Pétur Þorsteinsson sýslumann,
sími (93) 4404.
Tilboðseyðublöð liggja frammi í húseigninni og á skrifstofu vorri.
Kauptilboöum sé skilað á skrifstofu vora, Borgartúni 7, fyrir kl. 11.00
f.h. miðvikudaginn 27. maí 1987, en þá verða tilboðin opnuð í
viðurvist viðstaddra bjóðenda.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi
Ingimar Karlsson
Langagerði 15
Reykjavík
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 19. maí kl. 13.30.
Guörún Guðnadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
Sigrídar Jówadóttur,
Kleppsvegl 28.
Jón Hallgrímsson
Sigurgrí mur Jónsson Sigrún Scheving
Erlen JinaóéMir MaMhías Gíaieson
Elín Jóna Jónsdóttir Gunnar Gunnarssen
og barnabörn
t
Sonur okkar og bróðir
Friðrik Kárason
símaflokksstjóri
Datseli 8, Reykjavik
lést 10. maí sl. á Landakotsspítala. Verður jarðsunginn frá Dómkirkj-
unni miðvikudaginn 20. maí kl. 13.30.
Sigrún Guðdis Haltdórsdóttir
Kári Páll Friðriksson
Áslaug Lilja Káradóttir
t Hjartkær eiginkona mín, móðir langamma okkar, tengdamóðir, amma og • ■ '
Marta Gu&mwwdadátlir frá Laufási sem lést á Dropiaugaratöðum 13. mai varður jarðaungin frá
Fossvogskirkju þriéjudaginn 19. maí kl. 13.30.
ÞórtiaUur Guðmundsson
Margrét Þórhalladóttir Þorsteinn Þorsteinsson
Guðrún Þórhallsdóttlr Frímann Jóhannsson
Hólmfriður Þórhallsdóttir Sigurður Þórhallsson Margrét Steingrímsdóttir
Ragnar Þórhallsson Kristbjörg Þórhallsdóttir Óskar Maríusson
Guðmunda Þórhallsdóttir Snær Karlsson
barnabörn og barnabarnabörn
Zophonías Zophoníasson
bifreiðarstjóri
Fæddur 6. júlí 1906
Dáinn 10. maí 1987
Haustdagur í Vatnsdal árið 1946.
Lítil telpa klædd blárri kápu með
hettu stendur á hlaðinu á Ásbrekku
og virðir fyrir sér sjóndeildarhring-
inn. Móðir hennar hafði látist um
vorið frá eiginmanni og fjórum
börnum.
Vinafólk föður hennar bauðst til
að taka litlu stúlkuna á meðan á
skólagöngu hennar stæði.
Þetta voru Guðrún Einarsdóttir
og Zophonías á Blönduósi.
Nú var rútan hans Zophoníasar
komin fram á Brekku og beið þess
að flytja farþegana út á Os.
Zophonías snarast inn í bílinn og
opnar dyr hans, svo að telpan geti
sest upp í.
Litla stúlkan hefur að vísu komið
á heimili þeirra hjóna áður.
Þá var hún í fylgd ömmu sinnar og
nöfnu Sigurlaugar Guðmundsdóttur
frá Ási. Dæturnar hefur hún líka hitt
og tilhlökkun og dálítill kvíði bærist
í brjósti hennar, er hún klifrar upp í
bílinn, í framsætið við hlið bílstjór-
ans.
Chevrolet Pickup ’79
yfirbyggður
með orginal 8 síl. Chevrolet díselvél, ekinn 15000
á vél, sjálfskiptur með powerstýri, Dana hásingum
með fljótandi öxlum. Vandaðar innréttingar. Allur
ný yfirfarinn. Verð kr. 690.000,- Skipti á ódýrari. Til
sölu og sýnis í Borgarbílasölunni, Grensásvegi
11. Símar 91 -83150 - 91.-82257.
PÓST- OQ
SlMAMÁLASTOFNUNIN
Rafeindavifki og tæknifræðingur
óskast til starfa nú þegar.
Nánari upplýsingar veitir Kristinn
Einarsson yfirmaður línudeildar
símstöðvarinnar í Reykjavík, Suðurlandsbraut 28,
sími 91-26000.
PÓST- OQ SfMA
MÁLASTOFNUNIN
Viðskiptafræðingur óskast í tölvu-
endurskoðun, kostnaðareftirlit
o.fl.
Nánari upplýsingar veittar í aðal-
endurskoðunardeild , Landssímahúsinu við Aust-
urvöll.
aunuuUin sf.
Tökum aö okkur vtðgeröir og breytingar á fatnaöi.
Gerurn einntg vié laður- og mokkafartnað
Sóndum í póstkröfu um attt land
QrsWsgdtu 46 — Sími 2-65-14
Optð virka daga frá kl. 9.00-17.00
Drögum vel úr ferð
við blindhæðir og brýr.
GÓÐAFERÐ
UUMFERÐAR
RÁÐ
Hann ræsir „fákinn" þeirra tíma
og bifreiðin þumlungast út dalinn
eftir mjóum, holóttum og krókóttum
veginum.
Kvíða hennar lægir, þegar suðandi
vélarhljóðið syngur á leiðinni til
nýju heimkynnanna við sjóinn.
Zophonías var svo traustvekjandi
bifreiðarstjóri á hverju sem gekk,
þau tuttugu ár sem hann hélt uppi
áætlunarferðum í Vatnsdalinn, tvis-
var í viku hverri. Ræsi voru fá og
stundum voru lækirnir ísi lagðir. Þá
brast oft klakaskörin undan bílhjól-
unum og ekkert gat hjálpað nema
hæfni stjórnandans að komast yfir
allar þær torfærur sem á leið hans
gátu legið.
Þarbrást honum aldrei bogalistin.
Bifreiðin var honum eins og pens-
ill listmálaranum eða bogi fiðlaran-
um.
Dvölin á heimili hjónanna varð
þegar til kastanna kom alls sex vetur
og síðan tvö sumur við bensín-
afgreiðslustörf o.þ.h. hjá B.P., sem
þau höfðu umboð fyrir á staðnum, í
lítilli búð á syðri bakka Blöndu.
Heimili þeirra Guðrúnar og Zop-
honíasar var sannkallað menningar-
setur. Bóklestur var mikið stundað-
ur, enda prýddi það fjöldi góðra
bóka. Húsfreyjan hafði einnig yndi
af ræktun fagurra blóma, var hann-
yrðakona hin mesta og stjórnaði
heimilinu af miklum myndarskap.
Oft var gestkvæmt á heimilinu, en
þau voru sannkallaðir höfðingjar
heim að sækja, enda búið sem best
að gestum að fornum sið í allri
matargerð. Boðið var upp á ramm-
íslenskt viðurværi eins og slátur,
súrmeti alls konar, reyktan og salt-
aðan mat ásamt öðru góðgæti.
Stundum komu góðir hagyrðingar
eða skáld í heimsókn og heyrðist þá
oft kveðin góð staka eða vísukorn,
en Guðrún hafði ósvikna gleði af
slíkum mannfundum og þeirri þjóð-
legu íþrótt andans, sem skáldskapur-
inn er.
Stundum var farið í ferðalög fram
í Blöndudai eða Svínadai og einkar
minnisstæðar ferðirnar fram að
Bjarnastöðum á veturna, í heimsókn
til Pálma bróður hans sem þar bjó
ásamt fjölskyldu sinni.
Tjörn í túni botnfrosin og ísinn
svo tær að löng strá stararinnar voru
eins og steypt í gler, ef legið var ofan
á ísnum og horft til botns.
Zophonías var stundum með okk-
ur Kolbrúnu á sleða á tjörninni og
skemmtum við okkur þá konung-
lega.
Ýmsar aðrar ferðir voru farnar,
sem ég kann vart að nefna lengur, en
alltaf reyndist stjórnandinn farsæll,
hvert sem leið lá.
Þannig vil ég muna hann með
styrkar hendur á stýri, horfandi fram
á veginn.
Atlæti hjónanna við telpuna var
ekki síðra en við þeirra eigin börn.
Móðir hans, Guðrún Pálmadóttir
var líka heimilisföst hjá þeim og
ekki sparaði hún hlýjuna í garð litlu
stúlkunnar. Mörg flíkin spratt full-
búin úr höndum hennar og bar
hagleik hennar til sauma fagurt vitni.
I októberlok haustið 1985, þegar
Guðrún Einarsdóttir átti merkisaf-
mæli kom ég norður og dvaldi hjá
þeim fáeina daga ásamt Sigríði
dóttur þeirra, sem búsett er á Eiðum
í Suður-Múlasýslu. Við rifjuðum
upp minningar frá æskuárunum og
mikið naut ég þess að mynnast við
þennan bernskuheim minn og líta
augum ýmisiegt smáiegt þarna á
gamla heimilinu.
Elsku Guðrún mín, Kolla, Sigga
og Dússi.
Þetta áttu að vera fáein kveðjuorð
frá fósturbarninu en urðu einungis
fátækleg minningarbrot.
Ég votta ykkur og fjölskyldum
ykkar mína dýpstu samúð. Dreng-
ur góður er genginn. Hann er lagður
af stað í hinstu förina, sem bíður
okkar allra.
Blessuð sé minning hans.
Sigurlaug Ásgrímsdóttir