Tíminn - 19.05.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.05.1987, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 19. maí 1987 Tíminn 3 __ Samþykkt þingflokks Borgaraflokksins: Framsókn, Sjálfstæðisflokk og Borgara saman i stjóm - og Steingrím áfram sem forsætisráðherra. Berum ekki kala til Sjálfstæðisflokks, segir Albert Guðmundsson Borgaraflokkurinn breytti í gær fyrri afstöðu sinni um, að þar sem flokkurinn væri ungur og þyrfti að byggja sig upp bæri honum að vera í stjórnarandstöðu á þcssu kjör- tímabili. Samkvæmt sérstakri sam- þykkt þingflokksins sem gerð var í gær vill Borgaraflokkurinn nú að umboð sömu ríkisstjórnar og var á síðasta kjörtímabili verði endur- nýjað með stuðningi Borgara- flokksíns undir forsæti Steingrfms Hermannssonar. Albert Guð- mundsson formaður Borgara- flokksins sagði í samtali við Tím- ann í gær að borgaraflokksfólk mæti stöðuna nú þannig að það væri vilji mikils meirihluta almenn- ings að sama stjórn sæti áfram og þeir vildu stuðla að því að svo gæti orðið. „Við berum engan kaia til Sjálfstæðísflokksins eða einstakl- inga innan hans og sjáum ekkert því til fyrirstöðu að starfa með honum. Við erum opnir fyrir þvt stjómarsamstarfi sem fólkið í iand- inu virðist helst vilja,“ sagði Albert Guðmundsson. Ályktun þingflokks Borgara- flokksins hljóðar í heild svona: “Fundur haldinn í þingflokki Borg- araflokksins 18. maí 1987 ásamt varaþingmönnum flokksins og trúnaðarmönnum, samþykkir að falla frá fyrri samþykktum sömu aðila um að Borgaraflokkurinn stefni að því að vera í stjórnarand- stöðu þegar Alþingi hefur starf- semi sfna á komandi kjörtímabili og lýsir sig reiðubúinn til að styðja að sú stjórn sem sat við vöíd á síðasta kjörtímabili starfi áfram undir forystu Framsóknarflokksins með þátttöku Sjálfstæðisflokksins og Borgaraflokksins. Með þcssari nýju afstöðu sinni vill Borgara- flokkurinn stuðla að því að mögu- leikar til stjórnarmyndunar aukist og að land og þjóð fái hið fyrsta ríkisstjórn með endurnýjuðu urn- boði. Með ofangrcint í huga lýsir Borgaraflokkurinn sig reiðubúinn til að taka þátt í viðræðum um hugsanlegt málefnasamkomulag þessara flokka þegar í stað.“ -BG Varmalandsfundur miðstjórnar Alþýðubandalagsins: HRBNSAD ÍSUMAR? - nefnd fari yfir málefni, starfsemi og starfssveit flokksins, segir Svavar Gestsson „I>að var farið yfir stöðu flokks- ins eftir þessar kosningar og leitað skýringa á kosningaúrslitunum og stöðu flokksins í dag. Ákveðið var að setja á legg nefnd með fulltrúum kjördæmisráðanna á öllu landinu og á hún að fara yfir alla þætti, þ.e.a.s. málefni, starfsemi og starfssveit flokksins," sagði Svavar Gestsson, formaður Alþýðubanda- lagsins en nú urn helgina var mið- stjórnarfundur flokksins haldinn að Varmalandi í Borgarfirði. Á- kveðið var að að halda tvo aðra miðstjórnarfundi fyrir landsfund, annan í júní og hinn í september. „Fundurinn tók ákvarðanir um þessa hluti og ég veit ekki hversu ánægðir menn voru út af fyrir sig, en það var tekin ákvörðun um að taka á þessum málum og að flokk- urinn gerði upp sín mál með skýrari hætti en hann hefur gert að undan- förnu,“ sagði Svavar. Aðspurður hvort það hafi ekki verið ætlunin að miðstjórnarfund- urinn tæki skýra afstöðu varðandi stjórnarþátttöku flokksins, kvað Svavar nei við. „Það var aldrei ætlunin. Það var auðvitað rætt um stjórnarþátttöku og við erum til- búin að taka þátt í ríkisstjórn ef við náum fram einhverjum af þeim áherslum sem við höfum sem flokkur. En þingflokkurinn og framkvæmdastjórnin eru látin um að ráða fram úr þeim málum. Nú er það aðalatriðið að flokks- mennirnir sjálfir fái tækifæri til að tj á sig um málin og koma fram með sínar tillögur og ábendingar," sagði Svavar. Aðspurður um stöðu sína sem formanns flokksins, sagði Svavar að þar hefði engin breyting orðið á og engar kröfur þar að lútandi komið fram -phh Húsgagnaiðnaður: íslensk húsgögn á Bandaríkjamarkaði AXIS semur um sölu umtalsverðs magns í kjölfar sýningar í Kaupmannahöfn í kjölfar húsgagnasýningarinnar Scandinavian Furniture Fair sem haldin var í Kaupmannahöfn fyrir skömmu samdi ÁXIS um umtals- verða sölu íslenskra húsgagna á Bandaríkjamarkað, enda vöktu hús- gögn AXIS mikla athygli. Þennan árangur telja forráða- menn AXIS fyrst og fremst mega rekja til vörugæða, hugvitsámlegrar hönnunar og ýtarlegrar markaðs- starfsemi og telja þeir að hér hafi tekist að sýna fram á að íslensk húsgögn séu fyllilega samkeppnisfær og eigi framtíð fyrir sér á erlendum mörkuðum. Þetta er í fimmta sinn sem AXIS tekur þátt í sýningu þessari. Fyrir- tækið lagði megináherslu á Maxis línuna sem eru húsgögn ætluð börn- um og ungu fólki, en sú lína var kynnt á sýningunni á síðasta ári og hefur síðan verið þróuð áfram og bætt við nýjum húsgögnum. Þess má geta að stórverslunin Harrods í London er einn þekktasti Myndasíða úr vörulista Harrods stórverslunarinnar sem sýnir íslensku Maxis húsgögnin frá AXIS. kaupandi Maxis húsgagnanna og hefur verslunin nýlega gefið út vöru- lista urn húsbúnað sem dreift er um allan heim. Þar gefur m.a. að líta húsgögn frá AXIS. Svavar Gestsson fundar með Þorsteini Pálssyni Alþýðubandalag fer ekki í nýsköpunina - ekkert breyst, segir Svavar Gestsson „Þetta var þriggja tíma fundur, þar sem farið var farið yfir mörg svið og það kom auðvitað í ljós sem engum þarf að koma á óvart, að það er verulegur ágreiningur á milli þess- ara flokka í flestum málum. Það hefur ekkert nýtt gerst hvað varðar hugsanlega stjórnarþátttöku Al- þýðubandalagsins með Sjálfstæðis- flokki," sagði Svavar Gestsson, for- maður Alþýðubandalagsins í samtali við Tímann í gær, eftir að fundi þeirra Þorsteins Pálssonar, for- manns Sjálfstæðisflokksins lauk. Má minna á ummæli Svavars t' Þjóðviljanum sl. laugardag, þar sem hann segir nei við nýsköpunarstjórn, nema að Sjálfstæðisflokkurinn “komi með einhver bitastæð tíðindi í íslenskum stjórnmálum." Það virð- ist Ijóst að Þorsteinn hafi ekki borið Svavari nein slík tíðindi á fundinum í gær. Sagði Svavar að Þorsteinn hafi farið fram á að umræðuefni fundar- ins yrðu ekki rædd í smáatriðum opinberlega að svo stöddu, en það yrði gerð grein fyrir því síðar á hvaða mál áhersla hafi verið lögð á. -phh BÆNDUR - ÚTGERÐARMENN - FISKSALAR - IÐNAÐARMENN IMIS5AN 1200 PICKUP er trúlega bíllinn sem hentar ykkur - Þœgilegur vinnuþjarkur á frábœru verði - Kr. 350.000,- Til sýnis ásamt öðrum bílum okkar í sýningarsalnum v/Rauðagerði iH v(f1957-1987^); % 30 í % ára Jy Bílasýning laugardag og sunnudag kl. 14.00- 17.00 Verið velkomin - Alltaf heitt á könnunni INGVAR HELGASON HF Sýningarsíilurinn R.iudngerði, simi 33560.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.