Tíminn - 19.05.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.05.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 19. maí 1987 ítarfrétt um loftárás íraka á bandarískt herskip í Persaflóa: Loftárásin á USS Stark: Mistök í lofti - Franska flugskeytið varð 28 skipverjum að bana Reuter- Bandaríkjastjórn krafðist í gær skýringa frá stjórnvöldum í Irak vegna flugskeytaárásarinnar á bandarískt herskip í fyrrakvöld sem varð 28 mönnum að bana. Embættismaður í Hvíta húsinu sagði að formleg mótmæli hefðu verið send til íraks og stjórnin þar hefði beðist afsökunar og harmað árásina. f tilkynningu utanríkisráðuneyt- isins í Baghdad sem birt var í gær var rannsókn hins vegar sögð standa yfir og ekki væri algjörlega öruggt að írakskar herflugvélar hefðu gert árásina. Samkvæmt heimildum frá svæð- inu varð bandaríska freigátan USS Stark fyrir árás tveggja Mirage F-1 herflugvéla frá írak í fyrrakvöld og átti árásin sér stað um 130 kíló- metra frá ströndum Bahreins. Flugmenn vélanna skutu báðir frönskum Exocet eldflaugum að bandaríska skipinu og hitti önnur þeirra skotmark sitt. Skipverjar unnu að því f alla fyrrinótt að slökkva elda í skipinu og þegar það hafði að mestu tekist í gærmorgun var ljóst að 28 manns höfðu látist. í gær var verið að draga hið 138 metra langa herskip, sem er vanalega með 200 manna áhöfn, til hafnar í Bahrein. Þeir sem létust eða slösuðust í árásinni voru fluttir með þyrlum til Bahrein og þangað var einnig kom- ið sérhæft lið bandarískra lækna sem flogið hafði verið með frá Wiesbaden í Vestur-Þýskalandi. Verð á olíu hækkaði lítið eitt á mörkuðum í Evrópu í gær þar sem sumir kaupmenn óttuðust að árásin myndi hægja á flutningum á olíu frá Persaflóanum. Ólíklegt er þó talið að slíkt verði upp á teningn- Árásin á USS Stark, sem líklegt er að hafi orðið vegna mistaka, er fyrsta árásin sem gerð hefur verið á bandarískt herskip á þessu svæði. síðan stríð írana og íraka, Persa- flóastríðið svokallaða, hófst fyrir nærri sjö árum. Sovéska fréttastof- an Tass: Stuttlega sagtfráloft- árásinni Reuter- Sovéska fréttastofan Tass skýrði stuttlega frá loftárás ír- aka á bandarísku freigátuna USS Stark en án þess þó að birta nánar skýringar eða um- sagnir um árásina. Sovésk stjórnvöld hafa margsinnis hvatt írana og f raka til að leggja niður vopn og semja um frið í Persaflóastríð- inu en Sovétstjórnin hefur þó útvegað frökum vopn í þau nærri sjö ár sem stríðið hefur staðið. Átök frana og íraka hafa oft dreifst út og mörg olíuflutn- ingaskipin hafa orðið fyrir loft- árásum, í gær varð til að mynda norskt olíuflutningaskip fyrir árás íranskra báta og kviknaði í því. Um helgina urðu Sovét- menn einnig fyrir skakkaföll- um á sama svæði og þar sem USS Stark varð fyrir loftárás- inni. Þá sigldi olíuflutninga- skipið Chuykov hershöfðingi á djúpsjávarsprengju og varð fyrir verulegum skemmdum. Persaflóinn: írakskar her- flugvélar gerðu árás sína á alþjóðlegu siglingasvæði um 130 kílómetra frá strönd- um Bahrein. Árásin virðist hafa komið skipverjum al- gjörlega á óvart, enda tilefn- islaus og tilgangslaus. Olía í húfi Bæði stórveldin hafa styrkt flota sinn í Persaflóanum - Olíu- flutningarnir um svæðið bráðnauðsynlegir fyrir Vesturveldin Loftárásin á USS Stark: Bandarísk herskip hafa lengi siglt um Persaflóann Washington-Reuter Reuter - Bandaríska freigátan USS Stark er fyrsta herskipið sem verður fyrir árás á Persaflóanum síðan stórveldin hófu að byggja upp flota sinn á þessu svæði til að koma í veg fyrir að íranar gætu með árásum sínum lokað fyrir siglingar tankskipa með olíu frá löndunum við Persaflóann. Það var því nokkuð kald- hæðnislegt að USS Stark skyldi hafa orðið fyrir loftárás stríðs- flugvéla fraka enda nokkuð víst að hér hafi verið um mikil mistök að ræða af hálfu flugmannanna. Samkvæmt heimildum Reuters fréttastofunnar var USS Stark eitt af minnsta kosti sjö banda- rískum herskipum sem siglt hafa um Persaflóann undanfarnar vikur. Frá þessu svæði kemur um 20% af þeirri olíu sem ríki hins vestræna heims nota. Nú eru um það bil fimmtán erlend herskip í Persaflóanum, þar af fjögur sovésk og einnig skip frá Bretlandi og Frakklandi. Bæði Bandaríkjamenn og So- vétmenn hafa verið að bæta við- búnað sinn á þessu svæði undan- farna tvo mánuði eftir þrálátar árásir írana á olíuflutningaskip sem siglt hafa til og frá Kuwait, nágrannaríki fraka sem styður þá í Persaflóastríðinu. Einn heimildarmanna Reuters sagði árásina vera alvarlegustu þróunina f „tankskipastríðinu“ sem hófst árið 1984 þegar franar og frakar hófu að ráðast á olíu- flutningaskip hvors annars en það er einmitt olía sem fjármagnar stríðsvélar beggja aðila. Síðan þá hafa árásirnar magn- ast og náð eins til erlenda tank- skipa og hafa alls um 200 skip orðið fyrir skakkaföllum, þar af þrjátíu það sem af er þessu ári. Loftárás fraka á bandaríska her- skipið USS Stark vekur upp hugs- anir um hversu mikilvægur Persa- flói er í augum Bandaríkjastjórnar og hversu miklu hún vill hætta til að halda olíuflutningaleiðinni um Persaflóann opinni. Rónald Reagan Bandaríkjafor- seti talaði einmitt um nauðsyn þess að halda skipaleiðinni opinni í gær þegar hann fordæmdi verknað fr- aka og lýsti hryggð sinni vegna dauða þeirra 28 bandarísku her- manna sem létust um borð í USS Stark. Hingað til hefur stjórnin í Was- hington álitið frana, andstæðinga fraka í Persaflóastríðinu, vera hættulegri ógnun við bandarísk skip á svæðinu og því kom árásin mjög á óvart, enda talið að um hrein mistök hafi verið að ræða. George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði atvikið sýna enn einu sinni hversu alvarlegt ástandið væri í Persaflóanum og hve margir væru þar í hættu utan írana og íraka sem barist hafa hatrammlega í nærri sjö ár. Bandaríkjamenn hafa haft her- skip í Persaflóanum síðan árið 1949 en það var ekki fyrr en Jimmy Carter komst í forsetastólinn á síðasta áratug að opinberlega var farið að gefa málefnum þessa svæð- is gaum. Þegar Sovétmenn réðust inn í Afganistan varaði Carter þá við og gerði öllum grein fyrir að Bandaríkjamenn væru tilbúnir að heyja stríð til að verja hagsmuni sína í Persaflóanum. Þessari stefnu hefur verið fram- haldið undir stjórn Reagans sfð- ustu ár. Höfnin í Bahrein: Þangaö var verið að draga bandarísku freigátuna USS Stark í gær

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.