Tíminn - 19.05.1987, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.05.1987, Blaðsíða 16
16 Tíminn Þriðjudagur 19. maí 1987- Frá Menntamálaráðuneytinu I lögum nr. 48/1986 um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskóla- kennara og skólastjóra er grein til bráðabirgða sem hljóðar svo: „Þeir, sem fyrir gildistöku þessara laga hafa starfað sem settir kennarar sex ár eða lengur en fullnægja ekki skilyrðum laganna til starfsheitis og starfsréttinda, skulu eiga kost á því að Ijúka námi á vegum Kennaraháskóla íslands eða Háskóla íslands til að öðlast slík réttindi. Um tilhögun námsins skal setja ákvæði í reglugerð. Heimilt er að ráða eða setja þá, sem slíka starfsreynslu hafa að baki, í kennslustarf til eins árs í senn en þó ekki til lengri tíma en fjögurra skólaára samtals frá gildistöku laga þessara. Þrátt fyrir ákvæði 7. gr. má setja eða ráða sem framhaldsskólakennara þann sem hefur verið settur í sama starf í fjögur ár eða lengur og hefur lokið fullgildum prófum í kennslugrein þótt ekki hafi hann réttindi samkvæmt lögum þessum. Þessi undanþága gildir næstu fjögur ár eftir gildistöku laganna en til loka starfsævinnar ef um er að ræða kennara sem náð hefur , 55 ára aldri við gildistöku laganna." Nám, byggt á þessu lagaákvæði, mun fara fram við Kennaraháskóla íslands og Háskóla íslands eftir því sem við á. Vegna skipulagningar þessa náms er nauðsynlegt að fá vitneskju um hverjir hafa áhuga á að stunda slíkt nám og hvaða menntun þeir hafa. Námið verður skipulagt að mestu sem sumarnám, heimanám og námskeið á skólatíma þannig að unnt verði að stunda það samhliða kennslu. Þeir sem hafa hug á að stunda nám samkvæmt framansögðu eru beðnir um að snúa sér til Menntamála- ráðuneytisins, framhaldsskóladeildar, fyrir 25. maí nk. Menntamálaráðuneytið Malbikun bílastæða á Landspítalalóð Óskað er tilboða í malbikun bílastæða á Landspítalalóð við Hringbraut. Helstu magntölur eru: Gröftur og brottakstur 2.320m3 Fylling 2.320 m3 Malbikun 8.000 m2 Fjarveitulagnir 345m Útboðsgögn verða seld á skrifstofu vorri Borgartúni 7, á kr. 1.000.- frá og með þriðjudeginum 19. maí 1987. Tilboðverðaopnuðásamastað þriðjudaginn2.júní 1987 kl. 11:00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Bókbindarar óskum eftir að ráða bókbindara. Upplýsingar hjá verkstjóra. Prentsmiðjan Edda Smiðjuvegi 3, Kópavogi Sími45000 Happdrætti Framsóknarfélaganna í Reykjavík Vinningurinn, sem er OPEL CORSA bifreið kom á miða númer 41. Vinningshafi er beðinn um að hafa samband við skrifstofu Framsókn- arflokksins að Nóatúni 21, sími 24480. Framsóknarfélögin í Reykjavík Flokksstarf Almennur félagsfundur verður haldinn hjá Framsóknarfélögunum í Hafnarfirði fimmtudaginn 21. maí n.k. kl. 20.30 að Hverfisgötu 25. Þingmennirnir Steingrímur Hermannsson og Jóhann Einvarðsson koma og ræða stjómmálaástandið og félagsstarfið. Félagar fjölmennið. Framsóknarfélögin i Hafnarfirði Suðurland Skrifstofur Þjóðólfs og kjördæmissambands Framsóknarfélaganna í Suðurlandskjördæmi Eyrarvegi 15, Selfossi eru opnar alla virka daga frá kl. 9.00 til 12.00 og 14.00 til 16.00. Símar 99-1247 og 99-2547. Lítið inn. Akumesingar Fundurum bæjarmálefnin, þriðjudaginn 19. maí kl. 20.30 í Framsókn- arhúsinu við Sunnubraut. Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna. Illlllllllllllllllllllllllll DAGBÓK Rafgítartónleikar í DUUS-húsi Tónlistarskóli F.i.H. stendur fyrir nokkuð óvenjulegum tónleikum í DUUS- húsi í kvöld, þriðjud. 19. maí kl. 20.00. Á tónleikunum koma fram tvær gítar- hljómsveitir, sem starfað hafa í skólanum í vetur undir handleiðslu Friðriks Karls- sonar gítarleikara. Á efnisskránni eru m.a. frumsamin lög hljómsveitarmanna, og langflest lögin eru einnig útsett af þeim. í vetur stunduðu 26 nemendur nám í rafgítardeild skólans, en kennarar auk Friðriks eru þeir Björn Thoroddsen og Vilhjálmur Guðjónsson. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis, en veitingahúsið er opið eins og vanalega. Kristín Sædal Sigtryggsdóttir. Einsöngstónleikar á Húsavík og í Keflavík Kristín Sædal Sigtryggsdóttir heldur einsöngstónleika í Húsavíkurkirkju á miðvikudagskvöld 20. maí kl. 20.30 og í Njarðvíkurkirkju laugard. 23. maí kl. 16.00. Pfanóleikari er Catherine Will- iams. Á efnisskrá eru bæði innlend og erlend lög eftir Brahms, E. Grandos, Jean Sibelius, Giuseppe Sarti,Benetto Mar- cello, Stefano Donaudy, Jórunni Viðar, Þórarin Jónsson, Pál lsólfsson, Roger Quilter og Frank Bridge. Kristín og Catherine Williams hafa unnið mikið saman á undanförnum mán- uðum og héldu m.a. tónleika í íslensku óperunni í nóvember síðastliðnum. Háls-, nef* og eyrnalæknir ferðast um Austurland Einar Sindrason háls-, nef- og eyrna- læknir ásamt öðrum sérfræðingum Heyrnar- og talmeinastöðvar íslands verða á ferð um Austurland dagana 23. til 28. maí 1987. Rannsökuð verður heyrn og tal og útveguð heyrnartæki. Farið verður á eftirtalda staði: Egilsstaðir.................23. maí .............24. maí Neskaupstaður...............25. maí “ 26. maí Eskifjjörður ...............27. maí Reyðarfjörður..............28. maí Tekið á móti tímapöntunum á viðkom- andi heilsugæslustöð og er fólki bent á að panta tíma sem fyrst. Tilkynning um reiðhjólaskoðun í Reykjavík 1987. Lögreglan mun framkvæma hjólaskoð- un dagana 25., 26., 27. og 29. maí nk., við skóla borgarinnar. Allt hjólreiðafólk er hvatt til að mæta með hjól sín til skoðunar. Skoðun verður framkvæmd sem hér segir: 25. maí Fellaskóli-Vogaskóli kl. 10.30-11.30 Hltðarskóli-Seljaskjóli kl. 13.30-14.30 Austurbæjarskóli-Hvassaleitisskóli kl. 15.00-16.00 26. maí Álftamýrarskóli-Vesturbæjarskóli kl. 10.30-11.30 Breiðagerðisskóli-Hólabrckkuskóli kl. 13.30-14.30 Árbæ j arskóli-Lauga rnesskóli kl. 15.00-16.00 27. maí Breiðholtsskóli-Fossvogsskóli kl. 10.30-11.30 Melaskóli-Foldaskóli kl. 13.30-14.30 Langholtsskóli-Ölduselsskóli kl. 15.00-16.00 29. maí Selásskóli kl. 10.30-11.30 Grandaskóli kl. 13.30-14.30 Munið að reiðhjól eru ökutæki og því nauðsynlegt að þau séu í góðu ástandi. Öryggi þitt er undir því komið. Bætum reiðhjólmenninguna - höfum hjólin í lagi. Happdrætti kjördæmis- sambands Framsóknarfélaganna í Reykjaneskjördæmi Dregið var þann 25. apríl 1987 hjá bæjarfóget- anum í Kópavogi í happdrætti kjördæmissam- bands Framsóknarfélagnna í Reykjaneskjör- dæmi. Vinningur sem er Chevrolet Monza SL/E fólksbifreið kom á miða númer 916. Vinnings- hafi má framvísa miðanum á skrifstofu Fram- sóknarflokksins í Nóatúni 21, Reykjavík. Framsóknarfélögin í Reykjaneskjördæmi UTBOÐ InnKaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. bygginga deildar óskar eftir tilboði í framkvæmdir í byggingu 1. hæðar og þaks heilsugæslustöðvar við Hraun- berg 6 í Reykjavík, um er að ræða uppsteypt einingarhús. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 15.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 10. júlí n.k. kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAft Fríkirkjuvcgi 3 — Sími 25800 t Móöir okkar Kristbjörg Sveinbjarnardóttir fyrrum húsfreyja Högnastöðum lést á heimili sínu 16. maí. Dætur hinnar látnu. t Faðir okkar Helgi Stefánsson frá Haganesi, Mývatnssveit, til heimilis að Háteigsvegi 11 lést sunnudaginn 17. maí á Landakotsspítala. Hildur Helgadóttir Bryndís Helgadóttir Helstu vextir við banka og sparisjóði (% á ári) 11. mai 1987 (Ein * merkir breytingu vaxta frá síðustu skrá og þrjár *** vísa á banka og/eða sparisjóði sem breyta vöxtum) I. Vextir ákveðnir af bönkum og sparisjóðum Lands- banki Útvegs- bankl Búna&ar- bankl l&na&ar- banki Verelunar- banki Samvinnu- banki Alþý&u- bankl Spari- sjó&ir Vegin me&altol Dagsetning siðustu breytingar 1/5 21/4 11/5 1/5 11/5 1/5 11/4 1/5 Innlánsvextir: Hlaupareikningar 6.00 4.00 4.00 4.00 4.00 4.00 5.00 7.00 5.20 Ávisanareikningar 6.00 4.00 4.00 4.00 4.00 7.00 10.00 7.00 5.50 Alm.sparisj.bækur 12.00 10.00 11.00* 10.00 10.00 10.00 10.00 10.00 10.90* Annað óbundið spanfé1 * 7-22.00 10.-21.72 7-20.00 10.0-19.00 11-20.00 10-16.00 3.50 7-19.50 Uppsagnarr.,3mán. 13.00 14.00 11.00’ 13.50 15.00 14.00 12.00 12.70* Uppsagnarr.,6mán. 15.50 12.00* 20.00 19.00 17.00 17.00 13.00 15.00- Uppsagnarr., 12mán. 14.00 17.00 19.00 25.50') 2* 15.00 Uppsagnarr.,18mán. 24.50') 22.00 24.00') 3> 23.80 Verðtr.reikn.3mán. 2.00 2.00 2.00 2.00 2.00 2.00 1.50 1.90 Verðlr.reikn.6mán. 3.50 4.00 3.50* 2.50 3.50 3.00 4.00 3.50 3.40 Ýmsirreikn. ^ •8) 8-9.00 5-6.506) Sérstakarverðb.ámán. 1.083 1.00 1.00 0.75 1.00 0.83 1.00 0.83 0.90 Innl.gjaldeyrisreikn.: Bandaríkjadollar 5.50 5.50 6.00* 6.25 5.50 5.50 5.75 5.25 5.60* Sterlingspund 8.50 8.75 8.00* 8.75 10.00 9.00 10.25 9.00 8.70- V-þýskmörk 2.50 3.00 3.00 3.00 3.50 3.50 4.00 3.50 3.00 Danskarkrónur 9.50 9.50 9.25' 9.25 9.00 9.50 10.25 9.50 9.4* Úllánsvextir: Vlxlar(forvextir) 20.50 20.0 21.004** 21.00 23.00’ 20.00 21.00 24.004) 21.20* Hlaupareikningar 21.50 21.50 22.50* 22.50 24.00’ 22.00* 22.00 24.50 22.40* þ.a. grunnvextir 9.00 9.00 10.00 10.00 12.00* 10.00 10.00 12.00 10.00* Alm. skuldabréf5) 22.00 20/21.25 71 23.00* 22.50 24.00* 22.00 22.00 24/25.07** 22.70' þ.a. grunnvextir 9.00 11.50 10.00* 10.00 10.00 10.00 9.50 12.00 10.10* Verðtr.skbr.að2.5ár5) 6.00 6.5/7.071 7.00* 7.50 7.00 7.00* 7.00 6.75/7.0 7* 6.60* Verðtr. skbr > 2.5 ár5) 6.50 6.5/7.071 7.00* 7.50 7.00 7.00* 7.00 6.757.0 71 6.80* Afurðalán I krónum 20.00 19.00 20.00* 16.25 20.00 20.00 . 18.50 26.00 20.50- Afurðalán í SDR 7.75 7.75 7.75 8.25 8.00 8.00 8.00 7.80 Afurðalán i USD 8.75 8.25 8.00 7.75 8.75 8.00 7.50 8.20 Afurðalán i GBD 11.50 11.50 11.25 43.00 11.25 11.50 12.75 11.80 Afurðalán i DEM 5.50 5.50 5.50 6.50 5.50 5.75 6.25 5.70 II. Vanskilavextir (ákveðnir af Seðlabanka) frá 1. desember 1986:2.25% (2.01%) fyrir hvern byrjaðan mánuð. Frá 1. mars 1987 2.50% (2.21%) fyrir hvem byrjaðan mánuð. III. Meðalvexlir 21.03.1987 (sem geta gilt I apr. 1987): Alm skuldabréf 21.0% (9.5+11.5), verðtr. lán að 2.5 árum 6.4% og minnst 2.5 ár 6.6%. Meðalvexttr 21.03.1987 (sem geta gitl í maí 1987): Alm.skbr. 21.3% (9.5+11.8), verðtr. lán að 2.5 árum 6.5% og minnst 2.5 ár 6.6%. 1) Sjá meðfylgjandi lýsingu. 2) Aðeins hjá Sp. Vélstj. 3) Aðeins hjá SPRON, Sp. Kópav., Hafnarfj., Myras.. Akureyrar, Ólafsfj., Svarfd., Stglufj.. Norðfj., í Kefl., Arskógsstr & Eyrar. 4) Viðsk. víxlar keyptir m.v. 22.5% vexti hjá Bún.banka, 23.0% hjá Samv. banka og 26.0% sparisj. 5) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% á ári, Verzlunar- og Alþýðubanki beila *þessu ekki. 6) Aðeins hjá Sþ. Bolungarvikur. 7) Lœgri vextimir gilda ef um fasteignaveð er að ræða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.