Tíminn - 19.05.1987, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.05.1987, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 19. maí 1987 Tíminn 5 Aðalfundur Skreiðarsamlagsins: UPPGJORS ADVÆNTA Mikil spenna ríkir nú meðal skreiðarframleiðenda fyrir aðal- fund Skreiðarsamlagsins sem hald- inn verður eftir rétta viku, hinn 26. maí. “Uppgjör", „það mun draga til tíðinda", „nýtt Hafskipsmál er í uppsiglingu", eru dæmi um það hvernig skreiðarframleiðendur sem Tíminn hefur rætt við tóku til orða um þennan fund. Formaður Skreiðarsamlagsins, Ólafur Björnsson, vildi hinsvegar ekki gera eins mikið úr þessum fundi og framleiðendur. Sagði Ólafur að aðalfundir Skreiðarsamlagsins hefðu jafnan verið hinir rólegustu. Eitt megin efni fundarins verður að fjalla um sjálft Skreiðarsamlag- ið. Nígeríumarkaður er svo að segja búinn að vera. í kjölfar minnkandi viðskipta við Nígeríu verður skipulag samlagsins tekið til endurskoðunar og sennilega mun stjórn samlagsins gera tillögur um breytt fyrirkomulag. En eins og fram kemur hér að ofan eru framleiðendur margir hverjir búnir að fá sig fullsadda. Skreiðarskuldir Nígeríumanna eru nú rúmur milljarður, 1020 milljón- ir, á þáviðri. í fyrsta lagi. Hvalvík- urskipið sem fór út í mars með 32 Samkvæmt skeyti sem skreiðar- kaupmenn í Nígeríu hafa sent ís- lenskum skreiðarútflytjanda og Tíminn hefur afrit af liggja þúsundir pakka af íslenskri skreið í vöru- skemmu við Agege þjóðveginn í Ikeja í Nígeríu. Segir í þessu skeyti að skreið þessari hafi hnignað mjög að undanförnu og sé nú farin að lykta full mikið fyrir „manneldi". Jafnframt er greint frá því að hugs- anlegir kaupendur frá Ereko aðal- skreiðarmarkaðinum í Lagos (Oke- Arin) neiti nú að kaupa þessa skreið þar sem embættismenn frá heilbrigð- iseftirlitinu séu komnir í málin. Sú skreið sem hér er um að ræða kemur samkvæmt skeytinu úr 35.000 pakka holli og er eina sendingin, sem það getur átt við, það sem var skipað upp úr skreiðarskipinu Hors- ram á milli jóla og nýárs. Skreiðar- skipið Horsram flutti út í fyrra sumar 60.000 pakka af skreið á vegum íslensku umboðssölunnar, en 35.000 pakkar af þessum 60.000 voru um borð í skipinu þar til 28. desember þegar þeim var skipað upp í gámum. Gámarnir stóðu síðan á hafnarbakkanum í nokkurn tíma áður en skreiðin var tekin úr þeim og flutt í vöruhús. Tíminn hafði samband við Árna Bjarnason hjá íslensku umboðssöl- unni og spurði hann eftir því hvort Horsramskreiðin væri að skemmast. Árni sagði það fjarstæðu að Hors- ramskreiðin væri að skemmast. Hann sagði að búið væri að selja megnið af henni og einungis 15 þúsund pakkar væru eftir í geymslu. Aðspurður um hvort Horsram- skreiðin væri geymd í vöruhúsi við Agage þjóðveginn í Ikeja, sagði Árni að sér væri ekki kunnugt um nákvæmlega hvar þeirra skreið væri geymd, en hélt síður að hún væri á þessum stað. „Við seldum alla 35 þúsund pakkana einu lagi en síðast þegar ég vissi var búið að afhenda 18-20 þúsund pakka og það var í síðustu viku. Pað síðasta sem við vissum þegar Bjarni Magnússon var þarna úti var að skreiðin var í mjög góðu ásigkomulagi og ekkert að henni,“ sagði Árni Bjarnason. þúsund pakka af skreið. Verðmæti 180 milljónir króna. Engar banka- ábyrgðir og engin króna fengist greidd enn. Horsramskipið sem í fyrra haust var fréttamatur svo mánuðum skipti, flutti 60.000 pakka af skreið. Það skal tekið fram að það skip var ekki á vegum Skreiðarsamlagsins, heldur Islensku umboðssölunnar. Verðmæti 360 milljónir. Engar bankaábyrgðir. Skreiðin að hluta enn í vöruhúsum og liggur hugsan- lega undir skemmdum. Sam Naidoo skreiðarkaupmaður var milligöngumaður um sölu á 16.000 pökkum af skreið og haus- um í fyrrasumar. Verðmæti um 200 milljónir. Ekkert fengist greitt af þeim víxlum sem Skreiðarsam- lagið samþykkti af Naidoo. Málinu verið vísað til dómstóla í Bretlandi. Engar fullgildar bankaábyrgðir. Heimildir Tímans segja að Naidoo hafi fengið greitt fyrir skreiðina í nairum, en þeir peningar séu löngu upp urnir. Málið verður tekið fyrir í London 24. maí. Hausaskip, á vegum íslensku umboðssölunnar fór til Nígeríu í fyrra. Verðmæti farmsins 80 millj- ónir króna. Engin bankaábyrgð og engin króna sést. Eldri skuldir í skreiðarviðskipt- um við Nígeríumenn ná allt aftur til ársins 1980 og nema um 200 milljónum króna. Sendinefnd sem fór utan á vegum Viðskiptaráðu- neytis, Seðlabanka, Landsbanka og Útvegsbanka, virðist ekki hafa orðið ágengt í viðræðum við ráða- menn í Nígeríu. Enn óvíst hvort nokkuð fæst greitt af þessum millj- ónum, eða hversu mikið. Af þessari upptalningu má ljóst vera að fundarmenn hafa um nóg að tala á aðalfundinum eftir viku, þó ekki tengist þessi útflutningur Skreiðarsamlaginu sem slíku. Skreiðarframleiðendur sem Tím- inn ræddi við sögðu að nú væri tími til kominn að menn gerðu hreint fyrir sínum dyrum. Búist er við allsherjaruppgjöri á fundinum. -BG/ES íslensk skreið í Nígeríu: llla lyktandi skreið í skemmu í Nígeríu - skeyti frá nígerískum skreiðarkaupmönn- um bendir á Horsramskreiðina. „Horsram- skreiðin í góðu lagi,“ segir Árni Bjarnason hjá íslensku umboðssölunni. Launanefnd - 2,85% hækkun 1. júní: Lægstu laun hækkað um 50% í mörgum tilvikum Verðbólga undir 10% í árslok ef. „Við erum að spá því að verð- bólga fari lækkandi miðað við þær forsendur sem við höfðum á að byggja. Einnig tel ég ánægjulegt að við komumst að þeirri niðurstöðu, þegar við skoðuðum plögg síðan fyrir samninga og það sem múna iiggur á borðinu, að afkoma helstu útflutningsgreina er betri um þess- ar mundir en fyrir kjarasamning- ana í desember, þrátt fyrir það sem gengið hefur á í gengismálum og launahækkanir sem orðið hafa síð- an og verðhækkanir ýmsar hér innanlands,1' sagði Björn Björnsson, fulltrúi ASÍ í launa- nefnd ASÍ, VSÍ og VMS, spurður hvað hann teldi einna athyglisverð- ast í niðurstöðum nefndarinnar eftir starf hennar að undanförnu. Úrskurður nefndarinnar var að launahækkun þann 1. júní skuli vera 2,85%. Frá sama tíma skuli lágmarkslaun ófaglærðra vera 27.866 kr. og faglærðra 36.681 kr. á mánuði fyrir fullt starf. í greinargerð segir nefndin ljóst að veruleg óvissa ríki um þessar mundir um framvindu efnahags- og kjaramála út árið, vegna óvissu um landsstjórn og stefnu nýrrar ríkisstjórnar, svo og fram komnar kröfur um endurskoðun kjara- sanminga. Miklu geti skipt að niðurstöður í þessum efnum drag- ist ekki á langinn. f endurskoðaðri verðlagsspá - byggðri á þegar umsömdum launa- breytingum og föstu gengi - er gert ráð fyrir 16% verðbólgu fram yfir mitt ár, að hún fari niður í 11% á 3. fjórðungi ársins og geti farið undir 10% í árslok takist vel til um aðgerðir í ríkisfjármálum og urn viðskiptajafnvægi við útlönd. Þetta mundi þýða um 13,5-15% verð- bólgu yfir árið. Það er hins vegar um tvöfalt meira en reiknað var með í desember. Ástæðurnar telur iaunanefndin einkum; gengisbreyt- ingar, almenna þenslu og launa- hækkanir á síðustu mánuðum. Af athugun á fjölmörgum þeirra samninga sem gerðir hafa verið á undanförnum mánuðum segir launanefnd ljóst að þeir þýði í mörgum tilfellum um og yfir 20% launahækkanir frá des. 1986 til næstu ármóta. Kjarasamningarnir í desember hafi hins vegar falið í sér 9,3% launahækkanir, þar af 5,1% almennar launahækkanir. Þetta misvægi leiði til vaxandi laöar mcöa 1 1 au na hrcy t i ng í\r skw. nokkrum k jarasamn i ngum á timakilinu ricsember 1986 til riescmber 1987 23, 5 19.4 19.8 17.B ,7M OSl IÖja Uersl FiskvByggm Isal Far MeÖa 1 SFR SlB HlK grunn fastl fastl st. ákw. menn tal ur samn. samn. alriur OSl Þetta er niðurstaða launanefndar á meðallaunabreytingum frá desemb- er s.l. til næstu áramóta samkvæmt nokkrum kjarasamningum. Ástæða er til að benda á að 4% af meðalhækkunum til ASÍ-fólks fara til hækkunar lágmarkslaunanna, þannig að hækkun almennra launa er frá 5,1%. Launahækkanir sem þrjár öftustu súlurnar sýna til þeirra hópa munu dreifast mun jafnara upp launastigann. spennu og e.t.v. launaskriðs. „Jafnvægi á sviði launamála og á vinnumarkaði getur ekki byggst á því að þeirsem á eftirsemja hverju sinni noti fyrri samninga sem grunn cða stökkpall fyrir eigin kröfur,“ segir launanefndin. Varðandi kaupmáttaraukningu segir nefndin ekki fara milli mála að hlutur lágtekjufólks hafi vcrið réttur verulega. Frá nóvember til mars hafi lægstu laun hækkað um 42% í krónum taiið, en tæpiega 35% að raungildi. Nýgerðir fast- launasamningar á sviði vcrslunar og iðnaðar hafi hækkað algeng laun veruiega þannig að laun- ahækkanir frá nóvember nemi í mörgum tilvikum um 50% fyrir þá lægst launuðu í þessum greinum. Framreikningur greiddra launa samkvæmt úrtaki Kjararannsókn- arnefndar er sagður benda til 26% tekjuhækkunar frá fyrra ári á samningssviði ASÍ/VSÍ/VMS. Miðað við spá um 16% verðlags- hækkanir milli ára þýði þetta að kaupmáttur hækki að lágmarki um tæp 9% að mcðaltali frá fyrra ári. Launanefnd segir spár um við- skiptakjör' 2% betri en gengið var út frá í desember. Áætlanir Þjóð- hagsstofnunar bendi og til betri afkomu hotnfiskveiða og vinnslu \ en fyrir kjarasamningana. Stöðugt gengi krónunnar skapi hins vegar mikla áhættu fyrir útflutningsgrein- arnar. Lítil verðbólga og ja{nvægi milli atvinnugreina sé forsenda þess að unnt sé að framfylgja slíkri gengisstefnu. „Það gengi þvert á allar forsend- ur kjarasamninganna ef hallinn á ríkissjóði yrði undirrót innstreymis af erlendu lánsfé, viðskiptahalla og misvægis milli atvinnugreina," seg- ir launanefnd. Hallalaus viðskipti við útlönd hafi vcrið ein grundvall- arforsenda kjarasamninganna í desember, en nú bendi flest til 2.000 til 2.500 millj. kr. viöskipt- ahalla. Jafnframt séu horfur á yfir 3.000 millj. kr. halla á ríkissjóði á árinu. Leggja verði áherslu á að þessi halli verði fjármagnaður innanlands. Mikið muni því reyna á lánsfjármarkaöinn ,á þessu ári. Peningalegur sparnaður verði að aukast nægilega til að standa undir aukinni eftirspurn eftir lánsfé bæði frá einkaaðilum og lþnu opinbera. Þróunin fýrstu 3 mánuði þessa árs sé aftur á móti sú að lán og endurlán hafi aukist um 1.856 millj. kr. umfram sparnað, sem sé þrefalt hærri upphæð en sambæri- leg tala í fyrra. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.