Tíminn - 03.06.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.06.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 3. júní 1987 Tjón í refabúum vegna yfirflugs orrustuþotna: Skaðabótamál í gangi í tvö ár - því herinn samþykkir ekki tjónamat Skaöabótamál vegna tjóns er varð í refabúi vegna yfirílugs bandarískrar orrustuþotu, hefur nú verið í gangi í tvö ár án þess að sættir hafi náðst. Herinn hefur ekki viljað viðurkenna mat það er gert var á tjóninu, en hefur þó viðurkennt að hafa valdið tjóni. Ef refalæöur verða fyrir al varleg- um truflunum í kringum gottím- ann, þá ýmist gjóta þær yrðlingum sínum fyrir tímann eöa drepa ný- gotin afkvæmi í æsingi sínum, Nokkuð hefur borið á því að tjón hafi orðið í refabúum vegna hávaða af völdum orrustuþotna bandaríska hcrsins. Nú síðasta laugardag varð til dæmis töíuvert tjón af þessum völdum á tvcimur búum í Lundarreykjadal. Yfirleitt hafa samningar náðst milli refabænda og skaðabóta- nefndar er fjallar um skaðabótamál á hcndur hernum á Keflavíkurflug- velli. En í fyrrgreindu tilfelli hefur skaðabótanefndin ekki fallist á mat sérfræðinga á tjóni því cr orrustu- þota'olli, en þar var um milljóna- tjón að ræða. Varð viðkomandi bóndi að bregða búi og situr nú uppi með stórskuldir vegna refabús síns. Eru nú jafnvel líkur fyrir að málið komi fyrir dómstóla og yrði þar um prófmál að ræða. Þess má geta að hernaðaryfir- völd á Keflavíkurflugvelli hafa undir höndum kort sem sýna stað- setningu íslenskra refabúa og er þeim fullkunnugt um hve við- kvæmar refalæðurnar eru um got- tímann. -HM Hannes Hlífar tapaði í fyrstu umferð: Teflt til klukkan f imm um nóttina - Fyrsta opna skákmótið á íslandi Önnur umferð opna skákmótsins sem haldið er á hótel Valaskjálf á Egilsstöðum hófst klukkan 19.00 í gærkvöld. Fyrsta umferð fór fram kvöldið áður og mættu 56 skákmcnn til leiks, en 60 höfðu skráð sig. Af þeim 56 sem tefla á mótinu eru 15 útlendingar. Þetta er fyrsta opna skákmótið á íslandi og er öll aðstaða og skipulagning rómuð af skák- mönnum. „Mjór er niikils vísir," sagði Ottó Jónsson, einn umsjónarmanna mótsins, í samtali við Tímann í gærkvöld. Hann hafði ekki gengið til náða kvöldið áður fyrr en klukkan að ganga fimm um nóttina, því að þá lauk síðustu skákunum. Vegnaóvið- ráðanlegra tafa var nokkrum skák- um frcstað frarn eftir kvöldi, svo skákmenn fengju tíma til að mæta á keppnisstað úr Reykjavík. „Við reynum að gera þetta eins vel og við getum. Ferðaskrifstofa Austurlands hefur verið okkur innan handar með skoðunarferðir um svæðið og uppi- hald gesta.“ Tveir alþjóðlegir meistarar tefla á mótinu, Tékkinn Béla Pereny og Sævar Bjarnason. Ásamt Pereny er Anna Gulko með flest stig þátttak- enda á mótinu. Hún vann Jón Árna Jónsson frá Akureyri í fyrstu umferð. Dan Hansson og Gylfi Þór- hallsson gerðu jafntefli en Hannes Hlífar Stefánsson laut í lægra haldi fyrir Pálma Péturssyni frá Akureyri. Sú skák var skemmtilega tefld af Pálma og unnin á fáum leikjum, skv. Ottó. Talsverður straumur af áhorfend- unr sótti fyrstu umferð og var búist við fleirum í gærkvöld. Þj Lúövík 13. konungur koníakanna: Flaskan á 50 þúsund Koníakið dýra og góða. Bókin sem fylgir með sést fremst á myndinni. Krystalstappinn sem notaður er eftir að innsiglið er rofíð liggur ofan á bóléinni. Ertu tilbúinn að borga 50 þúsund kr. fyrir slíkan grip? Tímamynd Pjetur Koníak er einn af þeim hlutum sem flest okkar tengja munaði eða ein- hverskonar hátíðabrigðum. Remy Martin framleiðir koníak sem geng- ur undir nafninu Lúðvík 13. Hægt er að panta flöskuna í gengum ÁTVR og kostar hún komin í hendur neyt- enda um 50 þúsund krónur, sam- kvæmt upplýsingum sem Tíminn fékk hjá umboðsfyrirtæki Remy Martin hér á íslandi. Eitt veitingahús á íslandi býður gestum sínum upp á koníakið. Einn sjúss, er minnsta eining sem hægt er að kaupa og kostar hann fjögur þúsund krónur tæpar. Flaskan, inni- haldið og umbúðirnar er allt gert af hinum mesta hagleik. Flaskan er gerð úr Baccarat kryst- al og handskorið skraut, einnig úr krystal prýðir hana. Hver flaska er merkt og fylgir henni krystalstappi til notkunar eftir að innsiglið hefur verið rofið. Krystalstappinn hefur sama númer og flaskan og er hver Dúndur rýmingarsala og ÆT skór. Nýja línan fyrir sumarið. Allar gerðir -10% - 20% afsláttur Ódýra hornið: Allir skór 500.- kr. - Það borgar sig að koma í Síðumúlann - og gera góð skókaup Leðurfatnaður fyrir dömur og herra. 10 — 15% afsláttur - staðgreitt. Opnum bráðlega að Laugavegi 97. (Áður Töskuhúsið) SKÐMAGASÍN SÍÐUMÚLA 23, SÍMI 84131 tappi og flaska hönnuð saman og slípuð, svo tryggt sé að flaskan sé loftþétt. Formið á flöskunni er kennt við svokallaðan Möltukross, en það er riddarakross frá því á 16. öld. Það er tilviljun að slík lögun var ákveðin á flöskunni, og kom þar til að fulltrúar Remy leituðu að góðri lögun og fundu þá flösku sem þessa að útliti og eftir það hefur Lúðvík 13. verið tappað á svona flöskur, eins og myndin sýnir. Kassinn utan um flöskuna er fóðr- aður að innan og fylgir með honum bók, þar sem handskrifað er númer flöskunnar. í bókinni getur að líta ágrip af sögu Remy Martin og hvern- ig koníak verður til. Innihaldið er það sem allt snýst urn. Þegar að því er komið verða menn heldur ekki sviknir. Unr er að ræða 55 til 75 ára gamlt koníak. Ylmurinn er indæll og bragðið eftir því. Aðspurðir sögðu sölumenn hjá Karli K. Karlssyni, sem hefur umboð fyrir Remy að talsvert væri um pantanir á Lúðvík og væru það oft sömu mennirnir. „Þetta er konungur koníakanna." sögðu sölumennirnir og greina mátti virðingartón í rödd- inni. -ES Lufthansa í íslands- flugi Þýska flugfélagið Lufthansa hefur nú hafið beint áætlunarflug til íslands fyrst erlendra flugfé- laga. Fyrsta ferð Lufthansa var á sunnudag og var góðvinur ís- lenskra sjónvarpsglápenda, Derrick, með í förinni auk for- stjóra Lufthansa í Evrópu og almennra áætlunarfarþega. Lufthansa mun fljúga frá Múnchen og Dússeldorf í Þýska- landi hvern sunnudag yfir sumar- ntánuðina, en líkur eru á að ferðum fjölgi þegar frá líður og jafnvel verði komið á heilsársá- ætlun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.