Tíminn - 03.06.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.06.1987, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 3. júní 1987 Tíminn 9 VETTVANGUR Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri: Líf ið er áf ram saltf iskur „Við þekkjum öll hugtakið „lífið er saltfiskur". Fyrrum skildu menn hugtakið á einn veg-þ.e. í bókstaf- legri merkingu, enda var saltfiskur aðal útflutningsvara fslendinga, en í seinni tíð hefur þessi setning fengið í daglegu máli umfjöllun eins og þegar menn minnast liðins tíma. Þótt mikilvægi greinarinnar sé ekki alveg það sama í dag fyrir íslenskt efnahagslíf, og það var fyrr, er alrangt að fjalla um salt- fiskiðnaðinn sem liðna tíð - í anda sagnfræði. Jafnframt eru til þeir menn í opinberum embættum, sem flokka saltfiskiðnaðinn sem „flýti- verkun“ sem gripið er til þegar aðrir kostir eru ekki fyrir hendi. Ég vil minna menn á, að SÍF er þriðji stærsti útflutningsaðili ís- lendinga - næst á eftir SH og SÍS - og flutti út á síðasta ári saltfisk fyrir um 6 milljarða króna, sem er um 13% af heildarútflutningi Islend- inga eða tæp 17% af útflutnings- verðmæti íslenskra sjávarafurða. Ég vil einnig minna menn á, að með samtakamætti sínum hafa ís- lenskir saltfiskframleiðendur byggt upp sölusamtök, sem eru stærsti saltfisksöluaðili í heiminum í dag og er virt fyrirtæki af keppinautum sínum jafnt sem kaupendum. SÍF hefur náð sinni sterku stöðu með áreiðanleika í samningum, sem kaupendur meta mikils, og miklum vörugæðum. Saltfiskiðnaðurinn hefur eins og margt annað, verið að breytast síðustu árin - hann hefur verið að aðlagast breyttum aðstæðum. Lífið er því fyrir stóran hóp fyrirtækja og einstaklinga á íslandi áfram saltfiskur - breyttur og betri saltfiskur - frá því að vera flattur og verkaður fullstaðinn - fæða fyrir fjöldann - er hann orðinn sérhæfð og dýr matvara. Saltfiskurinn er á mörkuðum okkar hefðbundin matvara, sem ntenn neyta m.a. sér til há- tíðabrigða líkt og við íslendingar borðum hangikjöt. Þrátt fyrir það verðum við að gera okkur grein fyrir þvf, að við erum í hringiðu matvælaiðnaðarins, þar sem sam- keppnin um athygli og áhuga al- mennings er mikil og orrustan um bragðlaukana oft erfið og kostnað- arsöm. Samkeppni á matvöru- mörkuðum um aílan heim er stöð- ugt að harðna, og ef við ætlum okkur að standast hana, þurfum við að standa þétt saman, fylgjast vel með og vera fljótir að tileinka okkur nýjungar. Helst eigum við að vera forustuaðilar á okkar dýr- mætu og sérhæfðu mörkuðum. Neysla á saltfiski og salt- fiskafurðum byggist á sterkri og aldagamalli hefð. Þessari hefð verðum við að viðhalda, en hún getur rofnað af tveimur ástæðum - þjóðfélagsbreytingum og saltfisk- skorti. Það hefur oft verið rætt um þær þjóðfélagsbreytingar er eiga sér nú stað í markaðslöndum okkar. Samhliða þessum þjóðfélags- breytingum eru kröfur neytenda að breytast - þeir vilja fá vöruna nær sér, frá hefðbundnum mat- vörumörkuðum inn í kjörbúðirnar og þeir vilja fá fiskinn þannig verkaðan, að hann verði matreidd- ur á skemmri tíma en áður. Þess vegna verðum við að fylgjast náið með þeim nýju dreifileiðum sem eru að þróast á markaðinum og gæta þess, að varan sé alltaf í seilingarfjarlægð frá neytandan- um. I annan stað verðum við að muna, að við erum með sérhæfða matvælaframleiðslu, þar sem neyslan byggist á hefð í gegnum aldir. Til þess að viðhalda þessari neysluhefð verður varan ætíð að vera á boðstólum. Ef saltfiskur hverfur af markaðinum í nokkurn tíma mun neyslan breytast - hefðin rofnar og erfitt verður að koma vörunni inn á markaðinn aftur. Dæmi um þetta er saltsíldin okkar. Eftir áralanga fjarveru frá ýmsurn mörkuðum hefur fjöldi fólks gleymt íslensku saltsíldinni og tam- ið sér annað í staðinn og upp hefur alist ný kynslóð, sem aldrei hefur bragðað íslenska síld. Við getum rétt ímyndað okkur hvað mundi gerast, ef íslenska hangikjötið hyrfi af íslensku jóla- borði í 10-15 ár. Staða fiskvinnslunnar á breyttum tímum Mikil umbrot hafa átt sér stað í íslenskum sjávarútvegi á undan- gengnum misserum og hefur ís- lenskur saltfiskiðnaður ekki farið varhluta af þeim breytingum. Sjávarútvegurinn hefur smátt og smátt verið að færast úr lokuðu kerfi innbyrðis millifærslna, í mun opnara kerfi, þar sem ytri aðstæður virka fyrr á sjávarútveginn. Þessi þróun hefur verið að eiga sér stað á síðustu árum. Sjóðakerfisbreyting var jákvæð eins langt sem hún náði, en enn stcndur verðjöfnunarsjóðurinn eins og nátttröll úr fortíðinni, sem hvorki virðist vera hægt að aðlaga nútíðinni eða kveða endanlega niður. í reynd er þessi sjóður, sem í upphnfi var ætlað að mæta sveifl- um á markaðsverði, urðinn eins konar verndartollur fyrir erlenda fiskframleiðendur. Næstu stig þessarar þróunar virðast ætla að verða fiskmarkaðir og frjálst fiskverð. Frjálst fiskverð Samkeppni um hráefnið hefur harðnað til muna síðustu misserin og kemur þar sterkt fram sá skortur sem er á fiski á mörkuðunum. Heildarþorskafli á N-Atlantshafs- svæðinu hefur lítið aukist síðustu árin. Hann mun verða svipaður á þessu ári og því síðasta, samkvæmt upplýsingum um kvóta þessa árs frá Noregi, Danmörku, Færeyjum og Kanada. Samkeppni hér innanlands er ekki lengur eingöngu milli hefð- bundinna vinnslugreina þ.e. söltun- ar, frystingar og skreiðar, heldur hefur hinn svokallaði gámaútflutn- ingur þ.e. útflutningur á óunnum fiski aukist til muna. Mikið hefur verið rætt á síðustu mánuðum um orsakir og áhrif af útflutningi á óunnum fiski. Jafnframt hafa umræður um frjálst fiskverð verið í sviðsljósi síðutsu daga. Stjórn SÍF samþykkti samhljóða á fundi sínum nýlega að beina því til verðlagsráðs að gefa fiskverð frjálst enda yrði verðjöfnunarsjóð- ur lagður niður. Fram kom í þeirri umræðu, sem fram fór innan stjórnarinnar, að flestir stjórnar- menn eru ekki trúaðir á kosti frjáls fiskverðs, en ef slík ákvörðun sé óumflýjanleg, þá sé þessi tími hentugur til slíkra breytinga, enda séu þá greiðslur í verðjöfnunarsjóð aflagðar. Hins vegar verð ég að viðurkenna að ég ber mikinn ugg í brjósti við slík tímamót. Hér cr ekki um neina eðlilega samkeppni að ræða. Annars vegar er útgerðin samkvæmt kvótareglu með eignar- hald á fiskinum í sjónum, sem getur valið milli þess að selja hann til mismunandi verkunar hér innanlands, hvort sem um er að ræða söltun, frystingu eða herslu, en jafnframt óhindrað boðið fisk- inn til sölu á mörkuðum bæði í Bretlandi og á meginlandinu. Hinn samningsaðilinn er íslensk fisk- vinnsla, sem ekki á annarra kosta völ en að kaupa það sem að henni er rétt, frá aðeins einum söluaðila, þ.e. íslenskri útgerð. Annars vegar cr seljandi sem getur valið um kaupendur. hinsvegar er kaupandi sem ekki getur valið um seljendur. Ójafnvægið milli kaupendanna er jafnframt mikið. Fiskkaupendur í Evrópubandalaginu eru margir hverjir styrktir af sameiginlegum sjóðum bandalagsins. Tollamál, en um þau mun ég fjalla hér á eftir, auka enn á ójafnvægið milli kaup- enda. Gámafiskur saltaður erlendis Það hefur verið ríkjandi mis- skilningur, að fiskurinn sem fluttur hefur verið út í gámum fari ein- göngu inn á hina svoköJluðu fersk- fiskmarkaði, og sé því ekki að skerða möguleika unninna ís- lenskra fiskafurða. Þetta er ekki rétt, því stór hluti þessa fisks fer beint, sem hráefni í vinnslustöðvar í þessum löndum. Eftir að við og fleiri lokuðum landhelgi okkar, reyndu ýmsar fiskveiðiþjóðir að veiða á hcima- slóð, en það dugði skammt. Fiskimið ýmissa Evrópuþjóða urðu fljótt í hættu og fiskstofnum hafði verið nær útrýmt. Þjóðir, sem jafn- Hér birtast kaflar úr ræöu sem Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri SÍFflutti áaöalfundi Sambands ísl. fiskframleiöenda. vel gagnrýndu okkar friðunar- stefnu á sínum tíma, lokuðu eigin landhelgi. Þeir eru nær fisklausir a.m.k. á meðan á friðunaraðgerð- um stendur. En fiskvinnsla þeirra verður að lifa þetta af, og það broslega við þetta allt er, að - við íslendingar aðstoðum þá dyggilega á þessum þrengingartímum. Fær- um þcim fiskinn, sem þeir geta greitt hærra verði en við, m.a. vcgna styrkja sem eru fjármagnað- ir að hluta m.a. af tollum á íslensk- um sjávarafurðum. í þessu sambandi dettur mér í hug sagan um púkann og fjósa- manninn, þar sem fúkyrtur fjósa- maður Sæmundar fróða átti í bar- áttu við púka í fjósinu, sem nærðist á blótsyrðum hans. Hætti fjósa- ntaður að blóta í nokkurn tíma og horaðist þá púkinn með hverju dægrií Einn morgun þegar hann kom út í fjósið, sér hann að allt er brotið og bramlað og kýrnar bundnar saman á hölunum. Snýr þá fjósa- maður sér að púkanunt og hellir yfir hann bræði sinni með óttaleg- um illyrðum og hroðalegu blóti. Hresstist þá púkinn og varð allt í einu svo feitur og pattaralegur að við lá að hann hlypi í spik. Blótaði fjósamaður þá ekki upp frá þeim tíma og púkinn hvarf úr sögunni. Ég sé fyrir mér íslenskan sjávar- útveg í hlutverki fjósantannsins, fiskvinnslu Evrópubandalagsins sent púkann og gámafiskinn sem blótsyrðin. Því með því ntikla magni, sem flutt er út af óunnum fiski erunt við ekki eingöngu að halda lífinu í þeirri fiskvinnslu, sem til skammst tíma var að leggja upp laupana í Huíl og Cuxhavcn, hcldur vcrðum við alvarlega varir við það, að þeir aðilar scm voru búnir að lcggja fiskvinnslu á hilluna og eingöngu farnir að stunda verslun með fiskafurðir eru búnir að dusta rykið af flaka- og flatningsvélum sínum og byrjaðir að vinna fisk á ný, m.a. til að selja í samkeppni við annan íslenskan fisk á unnum fisk- mörkuðum. Má þar ncfna dæmi, sem komu beint við íslenska salt- fiskframleiðcndur, eins og aukin söltun á ufsaflökum í Þýskalandi og söltun á Spáni, Englandi og Frakklandi. Lífsblóð erlendra borga Er það nokkur furða þó forsvars- ntenn borganna Hull, Grimsby, Cuxhaven og Bremerhaven komi í hópferðum til íslands og lýsi því yfir fjálglega í fjölmiðlum, að ís- lenski fiskurinn sé eins og lífsblóð fyrir fiskvinnslu þessara borga. Það erengin furða því íslenski fiskurinn er nú meirihluti þess sjávarafla, scm meðhöndlaður er í þessum borgum. Þetta gerist á sama tíma og forsvarsmenn íslensks fisk- vinnslufólks segja mér, að fjöldi fólks undirbúi nú flutning úr ís- lenskum sjávarplássum vegna sam- dráttar í atvinnu. Það sem svo verra er, og á eftir að hafa alvarleg- ar afleiðingar fyrir íslenska fisk- vinnslu og einkum saltfiskiðnaöinn er, að með þessu erum við að byggja upp baráttuþrek þeirra að- ila, sem harðast beita sér gegn öllunt sveigjanleika stjórnvalda Evrópubandalagsins gagnvart ís- lendingum, í tolla og magntak- mörkunum á saltfiski og unnum ferskunt fiski. Við verðum að gera okkur grein fyrir því, að andstæðingar okkar eru ekki fólkið og almenn stjórn- völd Evrópubandalagsins, heldur hinir öflugu hagsmunagæsluaðilar fiskvinnslunnar innan Evrópu- bandalagsins. Þeir aðilar sem viö nú, með skammtímahagsmuni að lciðarljósi, eru þeir sömu sem harðast börðust gegn íslenskum hagsmunum í öllum landhelgisdeil- unum og hikuðu ekki við að krefj- ast þess, að sett yrði löndunarbann, eða að breska ríkisstjórnin sendi á íslandsmið flota herskipa, gráan fyrir járnum, sem um árabil lagði hér líf og limi íslenskra sjómanna í hættu. Sem sagt við mögnum upp á okkur púkann. Það er vægast sagt ömurleg örlög að horfa upp á áralanga baráttu í landhelgismál- inu verða að engu gerða á fáum árum. íslenskur sjávarútvegur ætti að taka fjósamann Sæmundar fróða sér til fyrirmyndar og hætta að bóta. Stefnum markads- stöðunni í hættu Á sama tírna og við höldum fiskiðnaði þessara aðila gangandi, stefnum við okkar eigin markaðs- stöðu í hættu. Skortur á matvæla- markaði - einkum þar sem neysla vörunnar er hefð - getur dregið alvarlegan dilk á eftir sér, eins og ég sagði hér áðan. Ég er ekki eins sannfærður unt það og margir aðrir, að framtíð íslensks sjávarútvegs verði einn samfelldur sólardagur. Ýmsar þjóðir, sem hingað til hafa aðeins ráðið yfir vanþróuðum sjávarút- vegi, en eiga góð fiskimið eru að byggja upp fiskveiðar af miklum krafti og framleiðslugetu þcirra skulunt við ekki vanmeta. Það er ckki lengra síðan en í síðustu viku, að stór kaupandi íslcnskra sjávar- afurða í Bandaríkjunum sagðist vera tilneyddur til að lcita að öðrum og nýjum fiskafurðum í fiskrétti sína. Umræðan um fiskverð og fisk- veiðistefnu eiga vafalítið eftir að cinkenna umræðuna um íslensk sjávarútvegsmál á næstu mánuð- unt. Hvernig getum við verndað fiskstofnana, byggt upp fiskiðnað okkar og útgerð, svo allir geti vel við unað? Hér er veriö að ræða unt nýtingu dýrmætustu auðlindar þjóðarinnar og mikið liggur við, að sjávarútvegurinn sem heild, bæði útgerð og iðnaður, geti myndað samstöðu unt slíka stefnu. Það er pcrsónulcgt mat mitt, að ekkert mál sé ntikilvægara í íslenskri þjóðmálaumræðu, en væntanleg fiskveiðistefna og því mikilvægt að vel takist til. Verði ekki friöur um slíka stefnu, verður ekki friður í landinu. Stjórn SÍF leggur því fyrir þennan fund tillögu unt samstarf aðila í sjávarútvegi, um fiskveiði- stcfnuna og könnun á myndun sameiginlegra hagsmunasamtaka aðila í sjávarútvegi." Síðar í ræðu sinni sagði Magnús: „Síðustu niisseri hafa verið salt- fiskiðnaðinum hagstæð og ekki er annað að sjá, en að þau sem frantundan eru eigi að geta orðið hagstæð. Við eigum þó mörg vandamál óleyst, sem verður að taka á með mikilli festu. Fiskveiðistefnan og þróun fisk- verðs cru þeir þættir, sem mest áhrif hafa á þróun fiskvinnslunnar á næstu misserum. Halldór Ás- grímsson núverandi sjávarútvegs- ráðherra hefur á síðustu árum lagt grundvöllinn að þeirri hugarfars- breytingu, sem nauðsynleg var í sjávarutvegi með einörðum mál- flutningi um verndun fiskstofna. Nú þarf að hafa í huga, stöðu fiskvinnslunnar við mótun og fram- kvæmd fiskveiðistefnunnar á næsta ári. Við megum alls ekki slaka á gæðunt þótt vel ári. Það er alltaf hætta á því, þegar mikil eftirspurn er eftir fiski, að framleiðendur slaki á gæðaeftirliti sínu og kaup- endur slaki á kröfum sínum. Við megunt ekki láta slíkt henda okkur, en því miður höfum við fcngið vísbendingar um, að slíkt hafi átt sér stað síðustu mánuði. Ég skora á menn að láta slíkt ekki henda sig - gæði vörunnar ásamt áreiðanleika varðandi afhendingu hennar er aðalsmerki SÍF á er- lendri grund. í þessari ræðu hef ég reynt að draga fram nokkra mynd af salt- fiskiðnaðinum í dag og því um- hverfi sem greinin starfar í. Fisk- veiðistefnan, kvótamálið, hráefn- isverð, Verðjöfnunarsjóður, fisk- markaðir, rannsóknir og vöruþró- un, markaðsmál og tollar og magn- kvótar Evrópubandalagsins. Állt eru þetta dagleg viðfangsefni okkar.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.