Tíminn - 03.06.1987, Blaðsíða 14

Tíminn - 03.06.1987, Blaðsíða 14
14 Tíminn lllllllllllllllllllllll MINNING Miövikudagur 3. júní 1987 Steinunn Sigurbjörnsdóttir Grímsey Steinunn Sigurbjörnsdóttir, fyrrv. útibússtjóri Kaupfélags Eyfirðinga í Grímsey, andaðist 22. f.m og var jarðsett í Grímsey sl. föstudag. Hún var tæpra 67 ára að aldri er hún lést, f. í Grímsey 2. júlí 1920, dóttir hjónanna Sigurbjörns Sæmundsson- ar og Sigrúnar Indriðadóttur, sem , bjuggu í Grímsey, vel metin hjón og niðjasæl. Steinunn Sigurbjörnsdóttir ólst upp í Grímsey og átti þar heima lengst af ævinnar. Ung sótti hún nám í Reykholtsskóla og síðar stundaði hún nám í íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni og lauk þar prófi. Eftir það var hún íþróttakennari nokkur ár á Siglufirði og Akureyri og e.t.v. víðar. Hún giftist á þeim árum Guðmundi Jónssyni, verslun- armanni frá Siglufirði, fríðum og háttprúðum manni, enda þóttu þau Steinunn og Guðmundur fallegt par eins og þá var sagt. Þau hjón fluttust til Grímseyjar 1952, þegar Steinunn gerðist útibús- stjóri Kaupfélags Eyfirðinga á eynni, og vann Guðmundur einnig við úti- búið með konu sinni meðan hans naut við. Var samstarf þeirra allt hið besta og í sameiningu unnu þau útibúinu ómetanlegt gagn. Voru um- svif útibús Kaupfélagsins ætíð mikil og uxu mjög á þessum árum. Þar var ekki einungis um rekstur verslunar- útibús að ræða, heldur hafði Kaup- félagið með höndum fiskverkun eyjamanna að langmestu leyti, og sem útibússtjóri annaðist Steinunn þann rekstur og vann störf sín með mestu prýði. Fer ekki milli mála að hún var einn af máttarstólpum Grímseyjar í meira en 30 ár, þessa útvarðar íslandsbyggðar í norðri, þar sem mannlff blómstrar og at- vinnulífið stendur traustum fótum. Sem að líkum lætur gegndi Stein-' unn margs konar trúnaðar- og for- ystustörfum í heimabyggð sinni, en lét ekki síst til sín taka skóla- og tómstundamál, þ.á m. íþróttamál. Bygging sundlaugar í Grímsey var henni sérstakt áhugamál hin síðari ár og taldi ekki eftir sér að veita því máli fullt liðsinni í verki. Guðmund- ur Jónsson, eiginmaður Steinunnar, , lést um aldur fram fyrir nokkrum árum. Eftir þau lifir kjörsonur þeirra, Hafliði Guðmundsson, bú- settur í Grímsey. Segja má að þau hjón hafi tengst Tímanum sérstaklega með því að Guðmundur var lengi fréttaritari blaðsins og Steinunn honum til að- stoðar í því starfi. Fyrir það eru Steinunni færðar þakkir ritstjórnar Tímans og öll þau góðu samskipti sem hún og þau hjón áttu við blaðið um áratugaskeið. Persónulega þakka ég Steinunni kynni okkar sem voru margs konar á þingmannsárum mínum og allt sem við kom málefnum Grímseyjar á þeim tíma. Gat naumast hjá því farið að ég og nánustu félagar mínir sæktum fremur undir Steinunni en flesta aðra um Grímsevjarmál, þeg- ar því var að skipta. I því efni var hún ráðgjafi okkar og trúnaðarmað- ur. Eftirlifandi syni hennar og vanda- mönnum öllum sendi ég samúðar- kveðju. Fyrir dugnað sinn, mann- kosti og prúðmennsku skilur hún eftir sig góðar minningar hjá öllum sem henni kynntust. Ingvar Gíslason Frá Menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaidsskóia: Við Fjölbrautaskólann í Breiðholti staða fjár- mála- og rekstrarstjóra. Við Stýrimannaskólann í Reykjavík staða bóka- varðar og húsvarðar. Við Menntaskólann og Iðnskólann á ísafirði kennarastöður í íslensku, dönsku, efnafræði og þýsku, tvær stöður í stærðfræði og hlutastöður í ensku og frönsku. Ennfremur hlutastaða bóka- varðar og kennarastöður í rafmagns- og rafeinda- greinum, vélstjórnargreinum, siglingafræði og öðr- um stýrimannagreinum. Við Fjölbrautaskóla Suðumesja í Keflavík kennarastöður í almennum listgreinum, faggrein- um rafiðna, faggreinum hársnyrtigreina, ensku, íslensku, stærðfræði og viðskiptagreinum. Við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki kennara- stöður í íslensku, dönsku, frönsku, stærðfræði, landafræði og jarðfræði, sögu, félagsfræði, hjúkr- unarfræðum, viðskiptagreinum, sérgreinum tréiðna og stundakennslu í eðlisfræði. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu. Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 15. júní næstkomandi. Stærsti útflytjandi íslenskra bóka Heildarveltan tæpar 200 miljónir hjá Almenna bókafélaginu á síðasta ári Menntamálaráðuneytið Frá Menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla: Umsóknarfrestur um áður auglýstar kennarastöð- ur við eftirtalda framhaldsskóla framlengist til 15. júní: Við Fjölbrautaskólann við Ármúla kennarastöð- ur í efnafræði og hagfræði og viðskiptagreinum. Fullar stöður í báðum greinum. Við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi kennarastöður í eðlisfræði, efnafræði, stærðfræði og rafeindavirkjun. Ennfremur er laus kennara- staða í félagsfræði. Við Menntaskólann á ísafirði kennarastöður í íslensku, stærðfræði og þýsku, heilar stöður og hálfar stöður í efnafræði og frönsku. Við Menntaskólann í Kópavogi kennarastöður í stærðfræði og viðskiptagreinum. Við Menntaskólann að Laugarvatni kennara- stöður í stærðfræði og raungreinum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA NORDIJRI.ANDI EYSTRA Þroskaþjálfi Óskast á sambýli frá næstkomandi hausti. Upplýs- ingar gefur forstöðumaður í síma 96-26960. Formannaskipti urðu á aðalfundi Almenna bókafélagsins sem haldinn var hinn 18. maí. Baldvin Tryggva- son sparisjóðsstjóri lét þar af starfi sem formaður félagsins en við tók Björn Bjarnason aðstoðarritstjóri. Þá kom fram á fundinum að heildar- velta AB á síðasta ári varð tæpar 200 miljónir króna, og hagnaður af rekstrinum varð 3,4 miljónir. Almenna bókafélagið hefur nú starfað í 32 ár, en það var stofnað í maí 1955. Baldvin Tryggvason var framkvæmdastjóri helming þess starfsferils, árin 1960-76, og formað- ur hefur hann verið frá 1978. For- menn á undan honum voru þeir Bjarni Benediktsson forsætisráð- herra 1955-70 og Karl Kristjánsson alþingismaður 1970-78. Gott ár fyrir félagið í skýrslu fráfarandi formanns, BaldvinsTryggvasonar, til aðalfund- arins um liðið starfsár kom fram að það var gott ár fyrir félagið, bæði fyrir Bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar og bókaútgáfuna. Um- svif bókaverslunarinnar hafa farið vaxandi ár frá ári, og var velta hennar 117 miljónir króna að frá- dregnum söluskatti á árinu, á móti 85 miljónum króna árið áður. í nóvember opnaði verslunin útibú í Nýjabæ á Seltjarnarnesi og lofar sú útgerð góðu. Þá gerði verslunin samning við íslenskan markað í nýju flugstöðvarbyggingunni á Keflavík- urflugvelli, og verða þar á boðstólum íslenskar og erlendar bækur, auk blaða og tímarita. í skýrslu sinni minntist Baldvin á viðleitni verslunarinnar til að koma íslenskum bókum á framfæri erlend- is og kvað hana hafa skilað þeim árangri að Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar væri nú orðin stærsti útflytjandi íslenskra bóka frá land- inu. Þakkaði hann þennan árangur ekki hvað síst árlegri þátttöku Al- menna bókafélagsins í bókasýning- unni miklu í Frankfurt. Einnig ræddi Baldvin bókaútgáfu félagsins á liðnu ári, en það rekur nú þrjá bókaklúbba, Bókaklúbb AB, Matreiðslubókaklúbb AB og Ljóða- klúbb AB, og auk þess einn hljóm- plötuklúbb. Þess utan gefur það út bækur á almennum markaði. í Bókaklúbbi AB komu út 11 bækur á árinu. þar á meðal þrjú bindi af safnritinu Saga mannkyns sem mikla athygli hefur vakið. Á árinu fjölgaði félögum í klúbbnum úr rúmlega 11 þúsund í 13.226. Matreiðslubókaklúbburinn gaf út 10 titla af sínum vinsælu matreiðslu- bókum, en þar er félagatalan um 11 þúsund. í ljóðaklúbbnum komu út 4 ljóðabækur og í hljómplötuklúbbn- um 12 plötur. Samanlögð félagatala þessara klúbba er um 28 þúsund manns. Merkustu útgáfubækur Fyrir almennan markað gaf félag- ið út 23 bækur á árinu. Var sala þeirra yfirleitt jöfn og góð, og miklu jafnari en verið hefur á undanförn- um árum. Hagnaður af bókaútgáf- unni varð 600 þúsund krónur á árinu. Baldvin ræddi nokkrar útgáfu- bækur félagsins sérstaklega, þar á meðal Sögu mannkyns, sem út eru komin 7 bindi af en verða alls 15, og einnig þrjú smásagnasöfn, þ.e. Kon- ungur af Aragon eftir Matthías Jo- hannessen, Átján sögur úr álfheim- um eftir Indriða G. Þorsteinsson og Smásögur Listahátíðar 1986. Einnig nefndi hann Eftirmála regndropanna, sem er þriðja skáld- saga hins unga höfundar Einars Más Guðmundssonar, Mannlýsingar 1- III eftir Sigurð Nordal, leikrit Shak- espeares í þýðingu Helga Hálfdanar- sonar, sem út eru koinin 4 bindi af og verða alls 8, og Ævisögur orða eftir Halldór Halldórsson í bóka- flokknum íslensk þjóðfræði. Kvað hann þetta allt vera úrvalsbók- menntir sem óhætt væri að vera stoltur af. Heildarveltan nær 200 miljónir í skýrslu forstjóra félagsins, Kristjáns Jóhannssonar, kom fram að heildarvelta félagsins s.l. ár varð tæpar 200 miljónir og jókst um 35% frá árinu á undan. Hagnaður af heildarrekstri félagsins varð 3,4 milj- ónir. Allmikil söluaukning varð bæði hjá bókaútgáfunni og Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Hjá bóka- útgáfunni nam hún nær 34%, en bókaverð hækkaði á sama tíma um 25%, svo að um raunaukningu er að ræða. Mest varð aukningin í sölu á almennum markaði, 49%, en sala bókaklúbbanna jókst samanlagt um 29%. Sala Bókaverslunar Sigfúsar Eymundssonar jókst um 37% á ár- inu. Mest jókst sala erlendra bóka, um 46%, en sala á íslenskum bókum jókst um 32%. Þá flutti nýkjörinn formaður, Björn Bjarnason, einnig ávarp á fundinum. Við það tækifæri ávarp- aði hann fráfarandi formann, Bald- vin Tryggvason, sérstaklega og af- henti honum að gjöf frá stjórn og útgáfuráði AB og stjórn Stuðla hf. litla styttu af Óðni gerða af Hallsteini Sigurðssyni myndhöggvara. Stjórn og útgáfuráð í stjórn AB sitja nú Björn Bjarna- son aðstoðarritstjóri, sem erformað- ur, og meðstjórnendur þeir Davíð • Oddsson borgarstjóri, Davíð Ólafs- son fyrrv. seðlabankastjóri, Erlend- ur Einarsson fyrrv. forstjóri, Gylfi Þ. Gíslason prófessor, Halldór Hall- dórsson fyrrv. prófessor og Jón Skaftason yfirborgarfógeti. I vara- stjórn eru Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður, Sólrún B. Jensdóttir skrifstofustjóri og Þráinn Eggertsson prófessor. Útgáfuráð AB er ekki kosið á aðalfundi heldur skipað af stjórn- inni. f því eiga nú sæti þeir Jóhannes Nordal seðlabankastjóri, formaður, Haraldur Ólafsson dósent. Hjörtur Pálsson skáld, Höskuldur Ólafsson bankastjóri, Indriði G. Þorsteinsson ritstjóri, Kristján Albertsson rithöf- undur, Matthías Johannessen rit- stjóri og Sturla Friðriksson erfða- fræðingur. -esig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.