Tíminn - 02.07.1987, Síða 20

Tíminn - 02.07.1987, Síða 20
 glllip ÞRIÐJA UMFERÐIN í Mjóikurbik- amum - bikarkeppni KSÍ var leikin í gærkvöldi og var mikið skorað í þeim fimm leikjum sem á dagskrá voru. Islenska landsliðið í handknattleiktapaði fyrir Spánverjum á handknattleiksmótinu í Júgóslavíu. Sjá íþróttir bls. 10-11.1 kíWTiiiT'riiiiTTPiiíflii^ -'iriii1111 PWhii !■ ‘ii,,, HRESSA KÆTA 1917 /V/ 1987 Á D A Tímlnn Grænmeti 18% dýrara í Reykjavík en á Akureyri og 7% dýrara en aö meðaltali á Norður- og Austurlandi: Verðlagskönnun: Smyrja 295 prósentum á kínakál Kaupendur grænmetis geta sparað eða tapað miklum fjár- hæðum með því að kaupa bara í næstu búð án þess að kíkja á verðið, því allt að fjórfaldur verð- munur (300%) getur verið á hæsta og lægsta verði og yfir 100% verðmunur algengastur samkvæmt verðkönnun sem Verðlagsstofnun gerði á 15 teg- undum matjurta, þann 25. júní, í 85 verslunum á Reykjavíkur- svæðinu, ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Egilsstöðum, Eskifirði og Reyðarfirði. Ólíklegt er að meiri verðmunur finnist milli verslana á nokkrum vöruflokkum en grænmetinu, jafnt innlendu sem innfluttu. Eitt kíló af hverri tegund hefði kostað samtals 1.777 kr. ef allt hefði verið keypt á lægsta verði, en sá sem hefði verið svo óheppinn að kaupa allt á hæsta verði hefði þurft að borga 3940 krónur fyrir sama magn, eða 122% meira. Meðalverðið var 2.810 kr. Það er því mikla peninga að spara, með því að vera vakandi í verðsaman- burði, fyrir þá sem neyta mikils grænmetis. T.d. kostaði kíló af lauk allt frá 36 til 102 kr., af hvítkáli frá 31 til 90 kr., af kínakáli frá 50 til 195 kr., af púrru frá 158 til 501 kr., og spergilkáli frá 239 til 619 krónur kílóið. Athygli vert er að meðalverð allra grænmetistegundanna er um 18% hærra á Reykjavíkursvæð- inu en á Akureyri og um 7% hærra en að meðaltali í 12 versl- unum á Norður- og Austurlandi, þótt þarna sé um mjög viðkvæm- ar vörur að ræða og mest af því sé sjálfsagt flutt frá Reykjavík og út á land. Enn meiri munur var á kartöflum, sem voru um 10% dýrari syðra en fyrir norðan og austan. Pá er sérlega merkilegt að meðalverðið var 19% hærra í Hagkaupi í Reykjavík en í Hag- kaupi á Akureyri, en það er eina fyrirtækið sem hægt er að bera saman á þennan hátt. Fyrir Isfirðinga er hins vegar dýrt að gæða sér á þessum jarðar- gróða. Meðalverð allra tegund- anna var þar 24% hærra en í Reykjavík og 46% hærra en á Akureyri. Þá kemur fram að íslendingar þurfa að meðaltali að borga um 60% hærra verð fyrir sitt græn- meti en Danir þó munur milli landa sé mjög mismunandi eftir tegundum. Þannig þurfa Danir að borga eins mikið fyrir tómat- ana og við hér á Fróni, en hins vegar um helmingi minna fyrir kartöflur (væntanlega nýja upp- skeru) en við fyrir kartöflurnar síðan í fyrrahaust. Einna mestur munur er þó á sveppum sem Danir fá fyrir rúmar 200 kr. kílóið en hér kosta að meðaltali um 580 kr. og allt upp í 680 kr. kílóið. Verðlagsstofnun tók fram að danska verðið er miðað við grænmeti ræktað í Danmörku. Sömuleiðis var tekið fram að allur verðsamanburður hér heima er gerður á 1. flokks vörum, en enginn gæðasamanburður gerður að öðru leyti. - HEI Kostar kartöflusamkeppnin Reykvíkinga 16% hærra verö? Minna okrað á Akureyri? Kostar frjáls verðlagning og „samkeppni" (og rekstur) margra heildsala með kartöflur um 16- 20% hærra verð fyrir neytendur á höfuðborgarsvæðinu? Eða hver er skýringin á því að Hagkaup á Akureyri getur selt kartöflupokann (2 kg) 15 krónum ódýrari og rófukílóið 9 kr. ódýr- ara en Hagkaup í Reykjavík? Innkaupastjóri hjá Hagkaupi í Reykjavík gat enga skýringu gef- ið Tímanum á þessum mikla verðmun. Kartöflur kosti ná- kvæmlega það sama - og séu allt of dýrar - hjá öllum heildsölum hér syðra (athyglisvert) og sú vara sem einna minnst álagning sé á hjá Hagkaupi. Verslunar- stjóri Hagkaups á Akureyri kaupi hins vegar bæði kartöflur og rófur og ýmislegt annað grænmeti hjá heildsölum á Akureyri. Heild- söluverðið þar hljóti því að vera mun lægra. Fátt var og um svör varðandi 19% hærra meðalverð á grænmeti hjá Hagkaupi í Reykjavík en nyrðra. Verð á flestu grænmeti sé hins vegar gífurlega rokkandi frá degi til dags og svona samanburð- ur því nánast óraunhæfur. -HEI 1 Gulrætur Gulrætur Gulrofur Kmakal Jóklasalat Tomatar Purrulaukur Sperqilkai p-5 Kartoflur innlendar innfluttar innlendar Matlaukur Hvitkal innflutt (lceb.salatl innlendir Aqurkur (blaðlaukur) Paprika Sveppir Blaðsalat Steinselja IBroccoli) ■ 1 2 kq poki 1 kg 1 kg 1 kg 1kg 1 kg 1 kg 1kg 1 kg 1 kg 1 kg græn 1 kg 1 kg pr. stk. pr. bunt 1kg MEÐALVERÐ 104,30 169,03 89,84 54,84 74,14 41,07 129,06 163,04 137,52 173,97 294,56 331,44 578,14 58,15 33,18 378,74 LÆGSTA VERÐ 78,60 140,00 47,00 43,60 36,00 31,00 49^30 89,40 90,00 124,00 158,05 194,00 403,70 35,00 18,00 239,00 HÆSTA VERÐ 117,00 187,50 128,00 73,60 102,00 90,00 195,00 246,00 171,00 212,00 501,20 495,00 680,00 72,00 50,00 619,00 MISMUNUR Á LÆGSTA OG HÆSTA VERÐI 48,9% 33,9% 172,3% 68,8% 183,3% 190,3% 295,5% 175,2% 90,0% 71,0% 217,1% 155,2% 68,4% 105,7% 177,8% 159,0% DÆMIUM VERÐ í DANMÖRKU 45-60 50-80 56-80 75-80 145 110-150 135-160 145-170 200-225 35-40 25-30 290-300 Hagkaup Skellunni 5. R. 107,00 47,00 54,00 49,00 39,00 99,00 159,00 143,00 152,00 295,00 325,00 589,00 59,00 396^)0 Hagkaup aKO r? /= y/S i 92,00 47,00 45,00 53,70 39,00 99,00 100,00 152,00 324,00 260,00 416,00 55,60 32,50 289,00 KEA Sunnuhlíö 88,20 92,50 73,60 59,00 38,70 140,80 166,40 202,10 256,00 403,70 58,90 35,00 Kjörmarkaður KEA Hrísalundi 88,20 72,20 49,90 56,00 33,30 90.25 240,10 140,80 166,40 231,70 256,00 435,20 55,00 32,65 Matvörumarkaöurinn 89,10 51,85 53,05 44,25 194,10 146,30 172,90 271,50 266,00 Hér sést glöggt hversu gífurlegur verðmunur var á flestum grænmetistegundum í verslunum þann 25. júní s.l. og hve mikið virðist hægt að spara við grænmetiskaupin með því að gæta að sér. Sömuleiðis sést glöggt hvað grannar okkar Danir sleppa miklu billegar á grænmetismarkaði sínum en við íslendingar. Þannig fá þeir t.d. nýjar kartöflur fyrir 22-30 kr. kflóið en við verðum að borga um 39-59 fyrir þær gömlu síðan í fyrra. Á neðri hluta töflunnar má annars vegar sjá athygli verðan samanburð á verði í Hagkaupi í Reykjavík og Hagkaupi á Akureyri og hins vegar er fróðlegt að bera saman verð í matvöruverslunum á Akureyri og meðalverðið á öllu landinu, hér mótast af Reykjavíkursvæðinu. ■" ■ V • ■ . , - _• . ■■ •■.:■; iHlMi ; ,4 ;

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.