Tíminn - 24.07.1987, Síða 3
Föstudagur 24. júlí 1987
Tíminn 3
Skúli G. Johnsen borgarlæknir:
Peningum ausið út
í nafni byggðastefnu
millj. króna
á verölagi '81
„Heilsugæslustöðvar eru óþarf-
lega stórar sumsstaðar úti á landi
og allt það fjármagn sem sett hefur
verið í þær fram til þessa nýtist
ekki nema að hluta til,“ sagði Skúli
G. Johnsen borgarlæknir þegar
blaðamaður hafði samband við
hann vegna fréttar í Tímanum í
fyrradag. Þar kom fram að kostn-
aður við rekstur sjúkrahúsa hefur
aukist um allan helming á árunum
1981-85. „Vegna læknaskorts víða
um land nýtast heilsugæslustöðv-
arnar ekki sem skyldi og það
kemur fram í aukinni notkun
sjúkrahúsa og sérfræðinga."
Málið er flókið að sögn Skúla og
erfitt að gera grein fyrir þessari
dýru þróun. Innlögnum á sjúkra-
hús fjölgar stöðugt og legudaga-
fjöldi á sjúkrahúsum eykst.
Á árunum 1970 til 1981 jókst
kostnaður við rekstur sjúkrahúsa
þó enn hraðar en á árunum 1981-85
en öll þessi ár hefur kostnaður við
rekstur heilsugæslustöðva staðið í
stað. Kostnaður við uppbyggingu
heilsugæslustöðva hefur dreifst
mjög um landið. f fyrsta lagi hafa
heilsugæslustöðvar ekki verið
mannaðar sem skyldi og byggðar
hafa verið óþarflega stórar stöðvar.
Þennan fyrri þátt má rekja að sögn
Skúla til þess sem hann kallaði
misskilda byggðastefnu í uppbygg-
ingu heilsugæslunnar. Ríkiðgekkst
fyrir greiðslu stofnkostnaðar að
85% leyti og sveitarfélög lögðu
fram 15% hlut. Þar með er talinn
allur tækjabúnaður og byggingar
og er hlutur ríkisins þar talsvert
hærri en þegar um sjúkrahús er að
ræða, enda er þá ekki talinn með
allur lausabúnaður.
Einhverra hluta vegna hefur
Reykjavíkurborg orðið út undan í
þessari uppbyggingu. Heilsugæslu-
stöðvar borgarinnar eru langt frá
því nógu margar eða nógu stórar
til að geta sinnt hlutverki sínu.
„Heilsugæsluþjónustan er mjög
skammt á veg komin vegna þess að
menn ausa peningum út á land í
nafni byggðastefnu, en innan við
2% af þeim kostnaðarlið renna til
Reykjavíkur," sagði Skúli.
Taldi hann að ekki yrði um
neina endanlega bót að ræða í
stýringu og uppbyggingu á heilsu-
gæslu í landinu fyrr en allir þættir
hennar væru komnir undir einn
hatt, bæði skipulagslega og fjár-
hagslega. Sem stendureru fjárveit-
ingar í þennan málaflokk á hendi
allt of margra aðila til að nokkur
leið sé að móta og framfylgja
heildarstefnu og samræmingu.
Átak Svía sem lagt er til saman-
burðar í óbirtum skýrslum Skúla
og minnst var á í fréttinni í gær, er
allt á þann veg að heilsugæslan er
aukin við hlið sjúkrahúsanna. Sem
dæmi um þróunina má nefna að
heilsugæsluþjónustan í Stokkhólmi
hefur 14 faldast frá árinu 1976. Þá
er ekki verið að tala eingöngu um
byggingar og tækjakaup, heldur
einnig um mannaflaaukningu.
Síðari skýringin á aukningu
sjúkrakostnaðar verður rakin, að
mati Skúla, til þess að tilvísana-
kerfi lækna og tryggingafélaga var
numið úr gildi árið 1982. Þá hafi
ekki lengur þurft að hafa tilvísun á
sérfræðing til að fá þjónustu hans
endurgreidda að hluta til frá trygg-
ingarstofnun. Þetta litla atriði hef-
ur valdið því að sérfræðikostnaður
hefur margfaldast. Samkvæmt
upplýsingum í Sveitarstjórnartíð-
indum hefur hann aukist um 80%
frá þessum tíma.
„Við höfum ekki séð fyrir nægi-
legri þjónustu á heilsuverndunar-
stöðvunum sem komið getur í
staðinn fyrir kostnaðarsama vinnu
sérfræðinganna," sagði Skúli G.
Johnsen borgarlæknir að lokum.
KB
Útgjöld vegna reksturs sjúkrahúsa,
lyfjakostnaðar og heilsuverndar
fyrir 1970-81. Þróun rekstrarkostn-
aðar fyrir árin 1981-85 er svipuð en
brattinn er þó ögn minni á línu
sjúkrahúsanna.
Reglulegt eftirlit með heilbrigði sláturdýra:
Sýkillinn aðeins í
svínakjöti og
krossmengast ekki
Vegna Salmonellamengunar í
svínakjöti vill Sláturfélag Suður-
lands að komi fram, að allir starfs-
menn Sláturfélagsins, sem með-
höndluðu ofangreint svínakjöt, voru
heilbrigðisskoðaðir, með tilliti til
Salmonellasýkingar. Enginn starfs-
mannanna hefur reynst sýktur.
í samráði við yfirdýralækni er
verið að rannsaka sýni frá öllum
svínabúum, sem skipta við Sláturfé-
lagið. Svín verða ekki tekin til
slátrunar frá búunum fyrr en fyrir
liggur að ekki hafi fundist Salmon-
ella í umræddum sýnum.
í samráði við svínabændur verður
komið á reglulegu eftirliti með heil-
brigði sláturdýra til að tryggja megi
að sýkt dýr komi ekki til slátrunar.
Slátrun hefst í dag með slátrun
nautgripa eftir sótthreinsun á slátur-
húsi og vinnslusölum félagsins. Slát-
urfélagið telur að með fyrrgreindum
ráðstöfunum sé öryggi neytenda
tryggt eins og frekast er unnt.
Fyrir skömmu var haft eftir Stein-
þóri Skúlasyni, framleiðslustjóra SS,
í dagblaði að Salmonelluna væri
helst að finna í svínum og kjúkling-
um þar sem dýrin væru alin á
afmörkuðu svæði og væru alin á
tilbúnu fóðri. „Þegar svona nokkuð
gerist er meðvirkandi þáttur röng
meðferð á matvælum. Ef varan er
soðin , drepast Salmonella-sýklar
við 70 gráðu hita, en sýkillinn getur
vissulega borist í önnur matvæli, sé
ýtrasta hreinlætis ekki gætt,“ sagði
Steinþór.
„Við höfum út á þennan framburð
SS-manna að setja,“ sagði Reinhard
Reynisson, hótelstjóri að Laugum í
Sæíingsdal í Dalasýslu. „Þeir gefa í
skyn að engin tilviljun hafi ráðið því
að sýking hafi komið upp hjá okkur
og að þeir selji svínakjöt um allar
jarðir án þess að Salmonellu verði
vart. Málið er svo einfalt, að þetta
kemur úr kjöti frá Sláturfélagi
Suðurlands."
Hollustuvernd ríkisins tók 16 sýni
úr matvælum, sem stóðu til boða á
því ættarmóti að Laugum þegar
gestir sýktust, og ekki fannst sýkill-
inn nema í svínakjöti. „Það bendir
að sjálfsögðu til þess að vörumeð-
ferð hér á hótelinu sé mjög góð að
Salmonella skuli ekki krossmengast
í önnur matvæli," sagði hótelstjór-
inn. „Það er verið að gefa í skyn allt
að því sóðaskap hér, en stenst ein-
faldlega ekki vegna þessarar rann-
sóknar og þess að Heilbrigðiseftirlit
Vesturlands hafði komið hér á
venjulegri eftirlitsferð sinni fáum
dögum fyrir atvikið og við höfum
skjalfest ummæli eftirlitsins: Mjög
góð umgengni-og þrif í eldhúsi og
kælirými, þar sem matvæli eru
geymd.“ þj
Af öllum sýnum sem Hollustuvernd tók, fannst aðeins Salmonella í svínakjöti.
Utanríkisráðherra um saltsíldarsamningana:
Ástæðulaust að örvænta
Eins og áður hefur komið fram
um samninga um fyrirframsölu
saltsíldar til Sovétríkjanna, þá hafa
Sovétmenn boðið mjög lágt verð
fyrir saltsíldina. Sovéska viðræðu-
nefndin, sem hér var á dögunum,
er farin utan og skildi hún eftir sig
lokatilboð sem jafngildir 20-23%
lækkun í Bandaríkjadölum frá því
verði, sem samið var um á síðasta
ári .
Nota Sovétmenn undirboð frá
öðrum löndum, sérstaklega Kan-
ada, til að styðja kröfu sína um
verðlækkun og telja það vera það
raunverulega markaðsverð, sem
miða skuli við.
íslendingar hafa aftur á móti
farið fram á verðhækkun upp á
13% frá fyrra árs verði, þannig að
í raun ber 33-36% á milli í tilboð-
unum. Nú er í gildi sérstakur
rammasamningur milli landanna
þar sem gert er ráð fyrir að árlega
kaupi Sovétmenn 200-250.000
tunnur af saltsíld. í fyrra var samið
um lagmarksmagn eða 200 þúsund
tunnur af heilsaltaðri síld.
Tíminn leitaði álits Steingríms
Hermannssonar ráðherra utanrík-
is- og utanríkisviðskiptamála um
stöðuna í þessu máli. Steingrímur
sagði “að út af fyrir sig þá hefðu
Sovétmenn brugðist mjög jákvætt
við beiðni minni, sem ég bar upp
við Gorbatsjov í mars sl, um að
hefja samninga um sölu saltsíldar
fyrr en verið hefur eða þegar að
vori, en hingað til hafa þeir hafist
síðla hausts. Þessar viðræður hafa
nú hafist mjög tímanlega og það er
jákvætt".
Það sem verra væri væri að það
verðtilboð, sem núna lægi fyrir
væri alltof lágt. „Það er ljóst að við
getum ekki selt saltsíldina á þessu
verði.
Við getum engan veginn keppt
við niðurgreidda síld frá Kanada
og Noregi. Þær afleiðingar sem
styrkveitingar þessara ríkja til
sjávarútvegsins hafa á markaðs-
málin eru sérstaklega slæmar fyrir
lítil ríki eins og ísland, sem byggir
afkomu sína svo mjög á utanrík-
isversluninni og hefur auk þess
ekkert svigrúm til slíkra niður-
greiðslna.
Við verðum að taka harðari
afstöðu gegn þessari styrkjapólitík,
sagði Steingrímur. Þetta hefur oft
verið tekið upp á fundum okkar
með Norðmönnum, en þeir hafa
ávallt viljað sem minnst úr því
gera. Nú kemur þetta glöggt fram
þegar við stöndum í samningum
við Sovétmenn, sem vilja bera sig
saman við verð á niðurgreiddri síld
frá Noregi og Kanada. Nú þegar
öll þessi ríki keppast við að dásama
frjálsa utanríkisverslun, þá er ekki
hægt að sætta sig við að þessir
sömu aðilar bjóði niðurgreiddar
sjávarafurðir.
Steingrímur sagði að lokum að
ekki væri ástæða til að örvænta um
saltsíldarsamningana enn sem
komið væri, því Sovétmenn hefðu
alltaf opnað samningaviðræður á
lágum tilboðum og þar fyrir utan
væri betri tími til að semja um verð.
ÞÆÓ