Tíminn - 24.07.1987, Síða 4

Tíminn - 24.07.1987, Síða 4
4 Tíminn Föstudagur 24. júlí 1987 Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri: „Verðum að stððva gróður eyðinguna" Landgræðsla ríkisins hefur að- setur sitt að Gunnarsholti í Rang- árvallasýslu en þangað var ferð blaða-og fréttamanna m.a. heitið á dögunum. Svartir sandar urðu að fallegum garði og túnum Umhverfis Gunnarsholt voru svartir sandar fyrir um 60 árum. Páll Sveinsson og Runólfur Sveins- son byrjuðu að sá í garðinum í Gunnarsholti um 1950 og síðan hefur stöðugt verið bætt við. Þeir og fleiri höfðu trú á að sandana mætti græða upp og árangur þess má heldur betur sjá á túnum og öllu umhverfi í Gunnarsholti. Landgræðsla ríkisins er nú að ljúka árlegri áburðardreifingu sinni og síðasta daginn var flogið með áburð frá flugvellinum við Gunn- arsholt inní Þjórsárdal, Hauka- dalsheiði og á Uxahryggi. Samtals hefur verið dreift um 1100 tonnum af áburði. í Gunnarsholti er ekki starfrækt graskögglaframleiðsla í sumar og búið samanstendur nú einkum af holdanautgripum og Stóðhestastöð ríkisins. Töluvert er um rannsóknir í samvinnu við Rannsóknarstofnun landbúnaðarins, t.d. á lúpínurækt og síðan 1950 hafa verið í gangi stofnatilraunir til þess að finna harðgerðustu plönturnar til upp- græðslu og túnræktunar. Gróður að eyðast í stórum stíl Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri segir að gróðri í Skaptafells- sýslu hafi verulega farið fram undanfarin ár og land hafi gróið upp í þúsund hektara vís, m.a. í skjóli varnargarða. í þurrkatíðinni í sumar hafi samt eyðst töluvert af landi í Skaptafellssýslu. Hann sagði að gróðurland væri hinsvegar að eyðast í stórum stíl á afréttum sunnanlands og í Pingeyjarsýslu þar sem mikið sandfok væri. í hlýjum árum er álíka stórt land grætt upp og það land sem eyðist en í köldum árum hefðu eyðingar- öflin vinninginn. „Við sem byggjum þetta land getum ekki kinnroðalaust unað við það öllu lengur og verðum að stöðva þessa gróðureyðingu. Þjóð- arátak þarf til þess að gera þetta - en við höfum þekkingu, tækni og vélar til þess en það vantar fjórum sinnum meira fjármagn heldur en við höfum til ráðstöfunar nú til þess að gera myndarlegt átak“, sagði Sveinn. Geysilegur árangur með skipulagningu beitar Sveinn sagði að Landgræðslan hefði haft mjög gott samstarf við marga aðila sem vinna að land- græðslu, þar á meðal bændur og í umræðum um landeyöingu hallaði oft óþarflega mikið á bændur. Því væri hins vegar ekki að leyna að alltaf væri einn og einn maður í bændastéttinni til skammar og kæmi óorði á stéttina sem slíka. Landgræðslan hefði samvinnu við upprekstrarfélög og sveitarfélög um að seinka beit á fjalli og flýta smölunum eftir því sem þurfa þætti og með því hefði geysilega mikið áunnist. Það kæmi líka fyrir að bændur eða sveitarfélög óskuðu eftir „ítölu“ á ákveðin svæði en það þýðir takmörkun fjölda sauðfj- ár á ákveðnu ítölusvæði þar sem gróður er í hættu. Ekki nauðsyn að friða allt land Árangur af friðun landsvæðis einni og saman væri mjög lengi að koma í Ijós, sérstaklega á hálend- inu, en með sáningu og áburðar- dreifingu tæki nokkur ár að sjá árangur. „Það er nánast tilgangs- laust að reyna að græða upp sanda og örfoka land án þess að friða það Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri við styttu föður síns í skrúð- garðinum í Gunnarsholti sem fyrir 60 árum var gróðurlaus eyðimörk Tímamynd: Brein gróið land, en hann bar áburð á land í 200 metra hæð í nokkur ár. Landið varð eins og besta tún enda sáði hann grasfræi með til að byrja með. Hann heyjaði landið í 5 ár en síðan kól grasið og hætt var að bera á. Þegar því var hætt náði lyng og annar gróður sér upp að nýju, að sögn Gunnars. ABS Þetta er því miður algeng sjón í Grafningnum í Árnessýsiu. Hlíðarnar eru í sárum ef svo mætti segja. Moldarsvæðin fara sífellt stækkandi á kostnað gróðursins og hafa landgræðslumenn m.a. kennt ofheit þar um. Andrés Arnalds hjá Landgræð- - slu ríkisins stendur hér við 25 ára gamalt aspartré sem ásamt öðrum tré og gróðurtegundum fær að vaxa friðað innan landgræðslugirð- ingar í Grímsnesinu. Andrés segir að oftast nær sé mjög góð samvinna við bændur um friðun lands og m.a. sé sérstakt áburðargjald á hverja sauðkind í Biskupstungum. Andrés minnti einnig á að nú væri kjörið tækifæri fyrir þá sem ferðast um landið að grípa með sér áburð- arpoka sem Landgræðslan hefur látið útbúa og dreifa áburði á moldarbörð og annarsstaðar þar sem gróðurlaust er. Ekki sé ætlast til þess að áburðinum sé dreift á gróið land eða þar sem lyng er ráðandi því þá sé hætta á að gras kæfi gróðurinn. vatni varð á vegi blaða-og frétta manna, keyrandi á traktor me£ skítadreifara aftaní, er þeir voru aJ virða fyrir sér gróðureyðingu í nágrenni Villingavatns. Hann tal- aði ákaft á móti landgræðslu og taldi hana jafnvel beinlínis hættu- lega, allt væri “vaðandi í mosa innan girðingar“ þar sem búið væri að friða landið. Uppblástur væri ekki til í Grafningi og gróðureyðing væri öll af völdum vatns. en þar sem ekki er fok, hefur það sýnt sig að auðvelt er að græða það upp án þess að friða það algjörlega. Við höfum reynslu fyrir því að þar sem búið er að sá grasfræi og áburði í orfoka land í um 2 ár (þar sem þó er ekki fokjarðvegur), þá kemur fyrst mosi, svo krækiberja- lyng, vingull og víðir. Þessi þróun er mishröð, einna hröðust í Þing- eyjarsýslum. Þar sem sandsvæði voru 1955 er nú hnéhátt kjarr af bæði gulvíði og loðvíði. Á Suður- landi tekur þetta lengri tíma“, sagði Sveinn. En er hægt að skemma einhverj- ar gróðurtegundir með stöðugri áburðargjöf? „Við skemmum engan gróður beint en með áburðinum gefum við grösunum mikinn forgang. Þau kæfa berjalyng og annan gróður en mest af því landi sem við berum á er ekki gróið land“, sagði Sveinn. Gunnar Guðbjartsson hefur nokkra reynslu af því að bera á

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.