Tíminn - 24.07.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.07.1987, Blaðsíða 7
Föstudagur 24. júlí 1987 Tíminn 7 Fréttabréf Fjárfestingafélagsins um „dulda vexti“: 129% vextir í afborgunar- viðskiptum Duldir vextir kallast það þegar vara er seld á mismunandi verði eftir því hvernig greiðsla á vörunni fer fram. Þetta kemur t.d. fram þegar um er að ræða staðgreiðsluafslátt sem oft er mjög hár hér á landi, segir í grein Verðbréfamarkaðsins, mán- aðarrits Fjárfestingafélagsins um verðbréfaviðskipti og peningamál. í greininni er tekið dæmi þar sem ísskápur er boðinn á tveim mismun- andi kjörum,kr.50.000 með 50% útborgun, og eftirstöðvar á 10 mán- uðum, eða á kr. 45.000 með 10% staðgreiðsluafslætti. Samkvæmt þessu er lánið sem kaupandinn tekur því staðgreiðsluverðið kr. 45.000 að frádreginni útborgun, kr. 25.000 þ.e. kr. 20.000. Miðað við að jafnframt séu teknir 25% nafnvextir af láninu og 2,5% lántökugjald, eins og alg- engt er í dag, er kaupandinn að greiða 129% vexti, eða 91% raun- vexti í 20% verðbólgu, segir í grein- inni. Jafnframt er fólki bent á að hafa dulda vexti í huga þegar það velur greiðslumáta við kaup á vörum þar sem þeir geti, eins og framan- greint dæmi sýnir, verið mjög háir. r- ------arfeiags|ns u_!ll juli 1987 ' Þc^‘r vara er SeM , ;,Mdl verði e/ti hun er greiihi ,Vcrnig . Oulcia vexti Þettf. íu,.ad Um I fornu ■ Lrt-d- L»ert í j SCm 1 mJ<>g liár a , c,lum er 'c'0ur (íesr Þc«i, ilndi ‘Ja-mi h lr ' Cl"rli,r~ 1 cr hoðinn áPrv. ,ssk;iPur r i,ndl kjomn, !m ""sniun- 5"‘" með , ;,r á K) rnrinuð',, ^ °"rsr<)dv- i ;l,.slærii. Lánið " ‘lðSr<-'iðslu- "’n lckurer því“?!n fi,uP„nd- mm úlbori ' i,ð'r;idr^- Þ-«?- kr. 2,) ooo' kr' 75.000 / Jufnframt Seu ^',ðað við að nafnvexrir ,/ - ckn,r 75% / ki'Hökugjald ; ""’U "k’ 7'/:% / cr i dag,"er k'iim^ :d£cng< Nið greið;, , ‘,,,d,nn i raun - - _vexri, eða /‘;,% raunvexti í %,"/ i h<),gu. ~U/<‘ verö- (sskápur kosrar c U,h<>rgun er so'í kr' 5(, (,00 ' 25.000 Eflírstoövar Fe.xtir og 'antökug/a ld Hei'cíarverö á af. orgunarkjöruni kr oiuðgreiösluverö '?-'6x ~ 45,000 .He,,darlan,oku- kostnaöur kr- S.652 í 29"/„ Weilclarxexrir Fins o„ sés, r, andi d;erni ge^ la)moðf>',gl- 'iiorguni rilÍ'elluni .^r.'vx,,r > h;,,r• Er hví r .Vcnð nijög ",k ;,ð hafa eluld,-;—ði‘ ('rir (L'gar þaö vc Vt! , |1Ug.| Wökaup^f-’te.öslun.áÍu arno Peltonen forstjóri Listiðnaðarsafnsins í Helsinki hefur yfirumsjón með samsetningu svninparinnar. Tímami'nJ, Dinlti. Sýningar: Norræn hönnun á Kjarvalsstöðum Laugardaginn 25. júlí verður opnuð að Kjarvalsstöðum sýning á listiðnaði frá Norðurlöndum. Um er að ræða sögulegt yfirlit yfir skandinavíska hönnun frá árunum 1951-70 en á þessum árum varð hugtakið Scandinavian Design til sem einskonar vörumerki eða gæðastimpill. Listhönnuðurnir sem verk eiga á sýningunni hlutu allir á sínum tíma hin eftirsóttu hönn- unarverðlaun, sem kennd voru við Frederik Lunning eiganda um- boðsverslunar Georg Jensen í New York. Lunningverðlaununum,sem voru nokkurs konar Nóbelsverð- laun listhönnuða, var úthlutað í fyrsta sinn árið 1951 en þá hlutu verðlaunin danski húsgagnaarki- tektinn Hans J. Wegner og finnski hönnuðurinn Tapio Wirkkala. Verðlaununum var síðan úthlutað með sama hætti til tveggja hönnuða í senn þar til Frederik Lunning lést árið 1970. Á sýningunni á Kjarvals- stöðum verða kynnt verk 40 hönnuða úr hópi þeirra sem hæst bar á Norðurlöndunum á því 20 ára tímabili sem Lunnning verð- laununum var úthlutað. Flestir þeirra eru enn í dag í röðum þeirra sem fram úr skara og koma stöðugt á óvart með nýjum hugmyndum í glímunni við efni og tækni. Sýning- in hefur farið um heiminn og jafnan fengið góðar viðtökur. Að henni standa Listiðnaðarsöfn á Norðurlönd-, um. Enginn íslenskurlisthönnuður á verk á sýningunni. Jarno Pelton- en forstjóri Listiðnaðarsafnsins í Helsinki hefur haft yfirumsjón með samsetningu sýningarinnar og mun hann flyja ávarp við opnun hennar. Davíð Oddsson borgarstjóri mun opna sýninguna. IDS Tölvuháskóli Verslunarskólans Engar rann- sóknar- stöður „Það eru aðeins til þrjú skólastig á íslandi og þau eru grunnskóli, framhaldsskóli og háskóli. Þess vegna get ég ekki litið öðru vísi á okkar framtak en að það sé á háskólastigi þar sem það er nám fyrir stúdenta úr viðskiptabrautum framhaldsskóla." Þetta hafði skóla- stjóri Verslunarskóla íslands, Þor- varður Elíasson, m.a. að segja er Tíminn bar undir hann þau ummæli að framhaldsnám skólans í tölvu- fræðum geti ekki staðið undir merkj- um háskóla. Ekki hefur farið mjög mikið fyrir þessari umræðu en lesendum blaðs- ins skal þó bent á viðtal við dr. Jón Torfa Jónasson í síðasta helgarblaði, en þar er framtakinu tekið fegins hendi. Þá kom það fram í Tímanum í vikunni að innritun er verulega minni í tölvunarfræði Háskóla Is- lands en var á sama tíma í fyrra. Stefnt verður að því að útskrifa nemendur með BS gráðu innan fárra ára en fyrst um sinn verður námið aðeins eitt og hálft ár. Það felst í kennslu á þremur tungumálum tölv- ufræðinnar og svipar um margt til tölvunarfræði H.í. Ekki er ætlunin að kenna stærðfræði, eðlisfræði eða rafeindafræði að sama niarki og í H.í. Stefnt verður að því að ne- mendur sem útskrifast frá Tölvuhá- skóla Verslunarskólans geti gegnt ýmsum störfum á sviði viðskiptalífs- ins þar sem nauðsynlegt er að kunna einhver skil á tölvufræðum. Miðað er við stjórnun og vinnu við upp- byggingu tölvukerfa. Varðandi þá gagnrýni að Verslun- arskólinn geti ekki staðið undir því rannsóknarstarfi sem eigi að fylgja háskólum, hafði Þorvarður þetta að segja: „Mér er ekki kunnugt um að rannsóknir séu stundaðar af BS nemendum í H.í. eða öðrum háskól- um. Rannsóknir tilheyra að mínu mati magistersnámi og doktorsnámi. Hvorugt er ætlunin að setja upp hér. Það verður heldur ekki innifalið í starfsskyldum þeirra kennara sem koma til með að verða ráðnir. Þeim verður aðeins ætlað að kenna ákveð- ið námsefni sem væntanlegur kennslustjóri og þeir sjálfir ákveða. “ KB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.