Tíminn - 24.07.1987, Side 12
12 Tíminrí
FRÉTTAYFIRLIT
NIKOSÍA — Útvarpið í Te-
heran tilkynnti um flotaæfingar
íranshers í og út við Persafló-
ann aðeins degi eftir að banda-
rísk herskip sigldu inn í flóann
til að fylgja tveimur kúvaitskum
olíuflutningaskipum til heima-
hafnar.
BAHREIN — Kúvaitsk olíu-
flutningaskip og bandarísku
herskipin í för með þeim sigldu
inn Persaflóann í gærdag án
þess að verða fyrir áreitni.
Framundan beið þó hættu-
svæði þar sem íranskir byssu-
bátar hafa verið duglegir við að
gera árásir að undanförnu.
TOKYO — Stjórnvöld í ríkj-
um Austur-Asíu fögnuðu mjög
tillögum Mikhail Gorbatsjovs
Sovétleiðtoga um eyðingu allra
skammdrægra og meðal-
drægra kjarnaflauga í heimin-
um þótt tilkynningar þeirra
væru að visu varlega orðaðar.
KARACHI — Vopnaðar her-
sveitir voru á verði í gær í
Karachi, stærstu borg Paki-
stan, en þar hafa tíu manns
látið lífið í bardögum mótmæl-
enda og lögreglu á undanförn-
um dögum.
LÚSAKA — Leiðtogar sex
svokallaðra framvarðarríkja í
Afríku hittust tii að ræða sam-
eiginlegar aðgerðir í baráttunni
gegn stjórn P.W. Botha forseta
í Suður-Afríku. Mikil reiði ernú
í ríkjunum sex, sem liggja að
Suður-Afríku, vegna frétta um
að hægrisinnaðir skæruliðar í
Mósambik, sem Suður-Afríku-
stjórn styður, hafi drepið 380
manns í árás á þorp í landinu.
DACCA — Lögreglan í
Bangladesh skaut sex manns
til bana og nærri tvö hundruð
slösuðust í miklum mótmæla-
aðgerðum sem brutust út á
öðrum degi allsherjarverkfalls
í landinu. Það var stjórnar-
andstaðan sem kallaði til verk-
fallsins.
NEW YORK — Veron
Walters, sendiherra Bandaríkj-
anna hjá Sameinuðu Þjóðun-
um, sagðist vera viss um að
Terry Waite, sérstakur sendi-
maður ensku biskupakirkjunn-
ar, væri á lífi í Líbanon. Waite
hvarf í Líbanon í janúarmánuði
þar sem hann reyndi að semja
um lausn vestrænna gísla sem
öfgahópar múslima hafa í haldi
sínu.
Föstudagur 24. júlí 1987
ÚTLÖND
Mikhail Gorbatsjov Sovétleiötogi:
Kjarnorkutilboð
einnig ætlað
Asíuríkjunum
Moskva - Rcuter
Mikhail Gorbatsjov leiðtogi Sov-
étríkjanna var með tilboði sínu í
fyrradag, um að samþykkja „tvö-
falda núlllausn“ alls staðar í heimin-
um, ekki einungis að biðla til Banda-
ríkjastjórnar lieldur var þetta einnig
tilraun til að vinna fylgi Asíuþjóða.
Þetta var haft eftir erlendum stjórn-
málasérfræðingum í Moskvu í gær.
Sérfræðingarnir sögðu Gorbatsjov
hafa í yfirlýsingu sinni í fyrradag
minnt sérstaklega á ræðu sem hann
hélt í sovésku hafnarborginni Vladi-
vostok fyrir ári. Vladivostok er rétt
við landamæri Kína og í ræðu Sovét-
leiðtogans þar mátti merkja nýja og
sáttfúsari stefnu Kremlstjórnarinnar
gagnvart Asíu.
Gorbatsjov lýsti yfir vilja sínum
að eyða öllum meðaldrægum og
skammdrægum kjarnaflaugum um
allan heim í viðtali við indónesíska
dagblaðið Mardeka. Það eitt sýndi
að honum er mikið í mun að bæta
samband Sovétríkjanna við Asíu-
löndin. Hann tók einnig sérstaklega
fram að hann legði frani tilboð sitt
„til að reyna að taka Asíulöndin og
öryggishagsmuni þcirra með í
dæmið“.
Stjórnvöld í Kína, Japan og öðr-
um Asíuríkjum sem ekki eru sér-
staklega vinveitt Sovétríkjunum
hafa hingað til sett sig mjög á móti
hugsanlegu samkomulagi risaveld-
anna tveggja sem einungis væri
bundið Evrópu. Það að Gorbatsjov
hefur fallið frá fyrri áherslu um að
bæði risaveldin geti geymt hundrað
meðaldrægar kjarnaflaugar á landi
sínu, Sovétmenn þá í Asíuhluta
landsins, kom því Asíuríkjunum
þægilega á óvart. Flest ríkin lýstu
yfir ánægju vegna þessarar ákvörð-
unar Sovétmanna í gær þótt þar væri
að vísu varlega að orði komist og
varað við of mikilli bjartsýni.
Gorbatsjov hefur, síðan hann
komst til valda í mars árið 1985,
reynt að bæta samskiptin við Kína,
nágrannaríkið sem hefur verið upp
á kant við Sovétstjórnina vegna
hugmyndafræðilegs ágreinings og
samskiptadeilna síðan snemma á
sjöunda áratugnum.
Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtogi:
Biðlar á báðar hendur.
Afvopnunarviöræður
stórveldanna:
Samkomu-
lag um núll
lausn
- en mörg deilumál
eru enn óleyst
Gcnf - Reutcr
Sovétstjórnin lýsti í gær form-
lega yfir samþykki sínu við að
öllum meðaldrægum og skamm-
drægum kjarnaflaugum stórveld-
anna yrði eytt. Alexei Obukhov,
varaformaður samninganefndar
Sovétmanna í afvopnunarviðræð-
um stórveldanna í Genf, sagði
við þetta tækifæri að leiðin væri
opin fyrir undirritun afvopnunar-
samkomulags „í næstu framtíð".
Flaugarnar sem um ræðir geta
náð frá 500 kílómetrum upp í
5000 kílómetra og þar meðtaldar
eru hinar svokölluðu „Evrópu-
flaugar".
Þótt stórveldin tvö virðist nú
vera sammála um að hin „tvö-
falda núlllausn" verði látin gilda
um allan heim cru ágreiningsmál-
in ekki þar með leyst og í gær var
reyndar eitt þeirra þegar komið
upp á yfirborðið.
Obukhov sagði að 72 vestur-
þýskar Pershing 1A skammdræg-
ar flaugar yrðu að vera meðtaldar
í hugsanlegu samkomulagi stór-
veldanna um eyðingu skamm-
drægra og meðaldrægra flauga.
Bandaríkjamenn ráða yfir
kjarnaoddum þessara flauga en
stjórnin í Washington telur engu
að síður að þessar flaugar tilheyri
„þriðja aðila“.
Frank Carlucci þjóðaröryggis-
ráðgjafi Reaganstjórnarinnar
sagði í gær að Pershing 1A flaug-
arnar ættu ekki að vera taldar
með í hugsanlegu samkomulagi
risaveldanna og bætti við að for-
seti sinn væri harður á þessari
skoðun.
Bandaríkin:
Shultz vissi
ekkert
George Shultz utanríkisráðherra
Bandaríkjanna: Vissi ekkert.
Utanríkisráöherrann
bandaríski kom í gær
fyrir rannsóknarnefnd-
ir þingsins og vitnaði í
Iransmálinu
Wushington - Rcuter
Georgc Shultz utanríkisráðherra
Bandaríkjanna sagði í gær að hon-
um hefði aldrei verið sagt frá hinni
leynilegu vopnasölu til frans og
hefði ekki vitað um hana fyrr en
fjölmiðlar tóku að birta fréttir um
málið í nóvember á síðasta ári og
hneykslið fór að taka á sig mynd.
Shultz mætti fyrir rannsóknar-
nefndir þingsins í gær og var fyrsti
ráðherra Reaganstjórnarinnar til
að gera slíkt. Hann var spurður að
því hvenær hann hefði fyrst verið
látinn vita um málið.
„Það fer eftir þvi hvað þú meinar
með að vita um,“ svaraði utanríkis-
ráðherrann sem sagðist hafa verið
mjög á móti tillögunni um vopna-
söluna þegar hún kom fyrst til
umræðu. Shultz taldi að tillagan
hefði verið lögð á hilluna en ekki
verið útfærð af þjóðaröryggisráð-
inu eins og raunin reyndist.
Velayati utanríkisráöherra írans:
Skjótum ekki ef
þeir skjóta ekki
Bonn - Rcuter
Ali Akbar Velayati utanríkisráð-
herra írans sagði í gær að íranar
myndu ekki skjóta á skip í Persa-
flóanum nema skip þeirra yrðu fyrir
árásum erlendra aðila.
Velayati lýsti þessu yfir á blaða-
mannafundi sem hann hélt í Bonn
að afloknum viðræðum sínum við
vestur-þýska ráðamenn. Hann sagði
að siglingar bandarískra herskipa í
flóanum yrðu einungis til að auka
spennuna á þessu svæði. Bandarísku
herskipin vernda nú siglingar kúvait-
skra olíuflutningaskipa um flóann.
„Ef ekki er ráðist á skip í Persa-
flóanum, ef ekkert íranskt skip verð-
ur fyrir árás Iraka, þá verður ekki
ráðist á neitt skip,“ sagði Velayati en
bætti þó við að íranar myndu heyja
stríð sitt við íraka svo lengi sem
Saddam Hussein forseti íraks og
harðstjórn hans yrði við völd.
Ástralía:
Frumbyggjar
deyja í
fangelsum
Sydney - Reutcr
Frumbyggjar Ástralíu fara margir í
fangelsi einhvern tímann ævinnar en
nú hefur aukinn dauði þeirra í
fangaklefunum orðið til þess að þrír
hæstaréttardómarar hafa verið
fengnir til að rannsaka málið.
Marcus Einfeld, einn dómaranna,
sagði í útvarpsviðtali að minnsta
kosti fimmtán frumbyggjar hefðu
dáið í fangaklefum sínum á síðustu
sjö mánuðum. Flestir þeirra fundust
hengdir í klefunum.
Einfeld sagði að frumbyggjar færu
yfirleitt í fangelsi fyrir sakir sem
aðrir íbúar landsins þyrftu ekki að
svara fyrir með vist í fangaklefa.
Samkvæmt opinberum tölum er
einn af hverjum sjö föngum í Ástral-
íu frumbyggi þrátt fyrir að þetta fólk
telji aðeins lóOþúsund manns. íbúar
Ástralíu eru sextán milljónir.
Einfeld sagði að dómararnir
myndu rannsaka öll samskipti dóms-
kerfisins og lögreglu við frumbyggja
landsins.
„Þetta er hinn aldagamli sjúkdóm-
ur kynþáttahaturs, úrvalsstofns og
mismununar," sagði Einfeld sem
auk dómarastarfsins er forseti
Mannréttindasamtaka Ástralíu.