Tíminn - 24.07.1987, Side 15

Tíminn - 24.07.1987, Side 15
Föstudagur 24. júlí 1987 Tíminn 15 MINNING - : - Guðmundur Óli Ólason Fæddur 1. febrúar 1941 Dáinn 18. júií 1987 Vinur minn og fyrrum samstarfs- félagi Guðmundur Óli Ólason er látinn, langt um aldur fram. Hann hafði átt við langvarandi vanheilsu að stríða. Ég sem þessar línur rita átti því láni að fagna að starfa með honum við tónlist í mörg ár og kynntist honum því mjög vel. Langar mig nú að minnast vinar míns með örfáum orðum. Kynni okkar hófust um mitt ár 1963 er við Óli, en svo var hann ávallt nefndur af vinum og kunningj- um, spiluðum saman í fyrsta skipti á Sjómannadaginn 3. júní 1963. Þess dags minntumst við oft eftir það. Þriðji aðilinn í hópnum var Gunnar Gunnarsson hjá Búnaðar- deild S.I.S. Þannig varð tríóið „Kátir félagar" til, og átti Óli heiðurinn af nafni tríósins og einn mestan þátt í því lífi og fjöri sem myndaðist innan þessa fámenna hóps. Óli hafði ákaf- lega djúpa og fallega söngrödd sem naut sín vel í dansmúsíkinni og síðan í Karlakór Reykjavíkur um margra ára skeið. Hann naut mikill- ar hylli fyrir rödd sína og líflega framkomu. en ekki hvað síst fyrir hinn glaðbeitta „húmor“ sem fylgdi honum alla tíð. Óli spilaði listavel á harmónikku og gat samstillt söng og leik á undraverðan hátt. Eftir að Gunnar hætti með „Kát- um félögum“ 1969, tók Hjörtur Guðbjartsson við og var tríóið þann- ig skipað þar til Óli hætti að spila og syngja með því síðla vetrar 1975, vegna heilsubrests. Er við Óli hittumst í síðasta sinn rúmri viku fyrir andlát hans rifjuðum við upp gamlar minningar eins og svo oft áður og brugðum á glens, áður en við kvöddumst. Við hjónin munum sakna þess að eiga ekki lengur von á honum í heimsókn á heimili okkar, þeim heimsóknum fylgdi ævinlega fjör og hlátur. Ég veit að ég mæli fyrir munn félaga minna sem spiluðu með „Kát- um félögum" sem áður er getið, að við munum minnast góðs félaga og vinar með söknuði. Við Sigrún sendum eftirlifandi eiginkonu hans Sigríði Snorradóttur og dætrunum tveimur Brynju og Dröfn svo og öllum ástvinum okkar, innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Jóhannes B. Svcinbjörnsson. Fáa menn hef ég hitt svo oft hin síðari ár og Guðmund Óla Ólason. Mér er til efs að hann hafi nokkurn tíma átt leið um miðbæinn án þess að líta inn á skrifstofu stéttarfélags sfns. Þó Guðmundur Óli stoppaði ekki lengi í hvert sinn bar hann ævinlega með sér hlýju, sem yljaði og yljar enn. Hann halði lag á að gleðja okkur félaga sína en það er orða sannast að við vissum sjaldnast hvað honum leið. Hann var gefandi ekki þiggjandi. Við minnumst nú og Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minning- argreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar. söknum stéttvíss og góðs félaga. Söngur hans ómar nú innra með okkur og mun svo verða áfram. Með félagskveðjum. Magnús Einar Sigurðsson. Kveðja frá starfsfólki Tímans Þegar Guðmundur Óli Ólason er fallinn frá lifir minningin um glað- væran og tónelskan mann, sem var hrókur alls fagnaðar á góðum stund- um og hreif aðra með sér með forsöng og undirspili. En hann átti sér einnig daprar stundir sem ágerð- ust þegar á æfina leið en þá ásókn bar hann í hljóði. Guðmundur Óli nam prentiðn og starfaði síðustu árin í prentsmiðju Tímans. Hann átti sér létta lund og var mannblendinn á sínum betri dögum og nutu starfsfélagarnir ná- vistar hans og hressileika. Tónlist og söngur voru helstu áhugamál Guðmundar Óla og iðkaði hann hvorutveggja af lífi og sál. Hann lék og söng fyrir dansi á sínum tíma og í mörg ár var hann virkur félagi í Karlakór Reykjavíkur. Guðmundur Óli var Ijúfur starfs- félagi sem ávallt var gott að lynda við. Gaman hans var græskulaust og byrðarnar bar hann í hljóði. Starfsfólk Tímans sendir ástvinum Guðmundar Óla innilegar samúðar- kveðjur. TIL HJALPAR — gegn vimuefnum — ÁHEITASÍMINN 62 • 35•50 62 svo byrjar baga bræöur og systur hlýðið á 35 ég held til haga hverju sem okkur gagnast má 50 hjartans höfðinginn, hringdu nú elsku vinur minn GÍRÓNÚMERIÐ 62 • 10•05 KRÝSUVÍKURSAMTÖKIN ÞVERHOLTI 20 • 105 REYKJAVÍK S 62 10 05 OG 62 35 50 Bændur athugið Ódýr drifsköft fyrirliggjandi: 1.5 m með snuðkúpplingu f/fjölfætlur kr. 13.400.- 1.0 m með brotkúpplingu f/dælur og dreifara kr. 11.400.- 1.0 m án brotbolta f/sláttuvélar kr. 7.550.- Kaplahrauni 18 220 Hafnarfirði. S. 91-651800 Gjöf Jóns Sigurðssonar Samkvæmt reglum skal veita fé úr sjóðnum Gjöf Jóns Sigurðssonar „til verðlauna fyrir vel samin vísindaleg rit og annars kostar til þess að styrkja útgáfur merkilegra heimildarita". Heimilt er og að „veita fé til viðurkenningar á viðfangsefnum og störfum höfunda, sem hafa vísindarit í smíðurn". Öll skulu rit þessi „lúta að sögu íslands, bókmennt- um þess, lögum, stjórn og framförum." Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonarauglýsir hér með eftir umsóknum um fjárveitingar úr sjóðnum. Skulu þær stílaðar til verðlaunanefndar- innar, en sendar forsætisráðuneytinu, Stjórnar- ráðshúsi, 150 Reykjavík, fyrir 15. september n.k. Umsóknum skulu fylgja rit, ritgerðir eða greinar- gerðir um rit í smíðum. Reykjavík, 20. júlí 1987. Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar Magnús Már Lárusson Sigurður Hróarsson Sigurður Líndal. Auglýsing frá Reykjahreppi Reykjahreppur í Suður-Þingeyjarsýslu býður upp á ýmsa möguleika: Jarðnæði til loðdýrabús og annarra skyldra bú- greina. Lóðir fyrir iðnaðarhús. Lóðir fyrir íbúðarhús. Lóðir fyrir sumarhús. Möguleikar fyrir fiskeldi. Hreppurinn er vel staðsettur, með ódýra hitaveitu, stutt í verslun og aðra þjónustu. Daglegur akstur barna í grunnskóla. Möguleikar á leigu eða söluíbúðum nú þegar. Allar nánari upplýsingar veitir oddvitinn Stefán Óskar^son í síma 96-43912. BÍLALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVIK:.... 91-31815/686915 AKUREYRI:...... 96-21715/23515 B0RGARNES: ........... 93-7618 BLÖNDU0S:........ 95-4350/4568 SAUÐARKR0KUR: ... 95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR: ....... 96-71489 HUSAVIK: ...... 96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ........ 97-1550 VOPNAFJORÐUR: ... 97-3145/3121 FASKRUÐSFJÖRÐUR: . 97-5366'5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ..... 97-8303 interRent Jámhálsi 2 Sí 266 110 Rvk Pósthólf 101E Atvinna í boði Óskum eftir vélamönnum og meiraprófsbílstjórum. Upplýsingar í síma 50877. Loftorka FÓLKÁFERÐ! "\ Þegar Qölskyldan ferðast er mikilvægt að hver sé á sínum stað — með beltið spennt. yU^EROAR

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.