Tíminn - 14.08.1987, Síða 1

Tíminn - 14.08.1987, Síða 1
HELGAR- BLAÐID Það er Svavar Gestsson, | alþingismaður sem er í þing- mannaviötalinu að þessu 1 sinni. Hann ræðir stöðu flokks síns og málefnaá- greining innan hans, stöðu vinstri hreyfingarinnar, 68 kynslóðarárin og sitthvað fleira. Við erum líka á slóðum | I forfeðranna sem áður, og nú I er sagt frá Árna Gíslasyni, | sem margt misjafnt fékk að reyna i lífsins ólgusjó, en j Ihann bjó að Höfn í Vallanesi | eystra á síðari hluta 18. j aldarinnar. IVið heilsum upp á gesti á I tónleikum Bítlavinafélags- | ins við nýja útvarpshúsið á | dögunum og segjum deili á | þessari hljómsveit. Fastir liðir eru á sínum | stað, erlend málefni Þórarins | Þórarinssonar, og poppskrif Finnboga. .... . .t Sjá bls. 5 og 8 Kringlan opnuð í gær að viðstöddu fjölmenni: Á stærð við sjávarþorp með togara og bryggju Um 35 þúsund manns heimsóttu Kringl- una, hina nýju verslunarmiðstöð í Reykja- vík sem var opnuð með pomp og pragt í gær. Sjálfsagt er að fagna opnun þessa glæsilega húss sem eykur verslunarrými í Reykjavík um 9% í einu vetfangi. En á tímum þenslu í efnahagslífi, spennu á vinnumarkaði og umræðu um óeðlilegan vöxt í verslun og þjónustu miðað við framleiðsluatvinnuvegina, hina svo köll- uðu undirstöðuatvinnuvegi, er fróðlegt að staldra við og skoða hversu stór Kringlan raunverulega er. Hún er 154 þúsund rúm- metrar, en það er samsvarandi stærð alls húsnæðis, að meðtöldu atvinnuhúsnæði, í þokkalegu sjávarplássi. Byggingarkostn- aður Kringlunnar er sagður 1.700 milljónir fyrir utan kostnað við innréttingar í 80 fyrirtækjum sem þar eru. Þetta er t.d. helmingi hærri tala en nemur endurmats- verði allra mannvirkja á Flateyri að við- bættu andvirði skuttogara. Pálmi Jónsson klippir á silkiborðann Tímamynd: Pjetur Jón Baldvin og söluskattslögin: Tók 14 manns á teppið Bráðabirgðalögin um sérstakan söluskatt hafa mæist misjafnlega fyrir, ekki hvaða síst hjá verslunar- og kaup- mönnum sem margir hverjir lögðu frídag sinn undir breyt- ingar á verðmerkingum sínum. Jafnframt hefur þessum hópum þótt lögin ógreiniieg og ekki Ijóst hvað er undan- þegið skattinum og hvað ekki. Fleiri hópar hafa kvatt sér hljóðs og gagnrýnt framkvæmd skattsins og hafa þeir nær undantekningarlaust fengið gott rúm í fjölmiðlum. Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráöherra ber hitann og þungann af þeirri gagnrýni sem fram hefur komið, þar sem skatturinn heyrir undir hann. Ráðherrann mun hafa verið óánægður með óþarfa ónákvæmi í lögunum og kall- aði hann því fyrir sig fjórtán starfsmenn sína sem unnið höfðu að smíði frumvarpsins. Þeir voru teknir á teppið, sem kallað er. Sjá þls. 5

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.