Tíminn - 14.08.1987, Síða 3

Tíminn - 14.08.1987, Síða 3
Föstudagur 14. ágúst 1987 Tíminn ’ 3 Rís hér Idnaðarbanki? Tímamynd: Pjctur Skipulagsnefnd vill úthluta lóð á horni Miklubrautar og Háleitisbrautar: Grænt svæði undir Iðnaðarbankahús? Græna svæðið á horni Miklubraut- ar, Háaleitisbrautar og Safamýrar verður tekið undir bankabyggingu ef borgarráð samþykkir ákvörðun skipulagsnefndar um að úthluta Iðn- aðarbankanum lóð undir starfsemi sína á því svæði. Málið var til umfjöllunar í borgarráði í gær, en vegna megnrar óánægju minnihlut- ans með þessa ákvörðun skipulags- nefndar ákvað Magnús L. Sveinsson forseti borgarstjórnar að fresta af- greiðslu málsins þar sem Davíð Oddsson borgarstjóri var ekki á fundinum. Eins og áður segir er svæði þetta merkt grænu í deiliskipulagi sem þýðir að ekki skuli vera byggt á svæðinu. Iðnaðarbankinn, sem hef- ur nú útibú í verslunarmiðstöðinni Miðbæ við Háleitisbraut steinsnar frá fyrirhuguðum byggingarstað, sótti engu að síður um lóð á þessu svæði. Umsókn bankans fékk stuðn- Landbúnaðar- ráðuneytið: ing sjálfstæðismanna í skipulags- nefnd og bíður nú afgreiðslu í borg- arráði. Borgarráðsfulltrúar minnihlutans eru alfarið á móti þvt að úthluta lóð á þessu svæði með þessum hætti. í fyrsta lagi er lóðin á grænu svæði sem ekki er ætlað til byggingar. f>á mun starfsemi bankans á þessum Albert Guðmundsson, formaður og þingmaður Borgaraflokksins, hefur legið á sjúkrahúsi síðast liðna daga og hafa sögur gengið um ástæð- ur sjúkrahúsiegunnar. Hann var lagður inn þegar hann fann fyrir verkjum og gerðar rann- stað óhjákvæmilega auka umferða- öngþveiti á þröngum gatnamótum. Auk þess er lóðin á eftirsóttum stað svo réttara væri að bjóða hana út á frjálsum markaði, ef þarna á að byggja á annað borð, og fá þannig auknar tekjur af henni í stað þess að færa Iðnaðarbankanum lóðina á silf- urfati. -HM sóknir. Niðurstöður rannsókna benda hins vegar til að um hafi verið að ræða vægt tilfelli af kransæða- stíflu og er líðan hans sögð góð eftir atvikum. Ákvörðun um hvenær hann fær að yfirgefa sjúkrahúsið hefur enn ekki verið tekin. -SÓL Albert Guömundsson á sjúkrahúsi: Með vægt tilfelli af kransæðastíflu Orðrómurinn um að Geir Gunnarsson víki fyrir Ólafi Ragnari Grímssyni úr þingsæti: „Er algjör uppspuni“ - segir Ólafur Ragnar „Petta hefur aldrei komið til tals í stofnunum flokksins og þetta hefur aldrei verið rætt í flokks- félögununt í Reykjaneskjördæmi og aldrei borið á gónia milli okkar Geirs Gunnarssonar. Þannig að þetta er algjör uppspuni. Það er alveg ljóst,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson unt þann orðróm að Geir Gunnarsson ntuni víkja úr þingsæti svo Ólafur Ragnar hefði sterkari stöðu í slagnum um formannssætið í Alþýðubandalaginu. „Hins má kannske geta svona fyrir þá sem hafa sagnfræðilegan áhuga án þess að ég hafi tekið nokkra ákvörðun um að gefa kost á mér scm formaður í Alþýðubanda- laginu, að tveir af þeim þremur mönnum sem gegnt hafa for- mennsku í Alþýðubandalaginu síð- an það varð almennur stjórnmála- flokkur voru utan þings verulegan hluta kjörtímabils síns,“ sagði Ólaf- ur Ragnar. Hann benti á að Ragnar Arnalds sat ekki á þingi í þrjú ár af þeim níu sem hann var formaður og Lúðvík Jósepsson sat ekki á þingi í citt ár af þeint tíma sem hann var formaður. Þannig gilti um báða þessa menn að unt þriðjung þess tíma sem þeir voru formenn sátu þcir ekki á þingi. „Ég er nú ekki að geta þcss til að gera því skóna að ég gefi kost á mér sem formaður, heldur svo menn hafi sögulegar staðreyndir á hreinu," sagöi Ölafur Ragnar að lokunt. -HM Umferðarslys: Maður lést á slysa- deild Tuttugu og sjö ára gamall mað- ur úr Reykjavík beið bana í umferðarslysi á Þingvallavegi við afleggjara að Tjaldanesi á mið- vikudagskvöld er hann hljóp fyrir hestaflutningabifrcið á leið aust- ur. Maðurinn hét Pétur Pétursson og var vistmaður að Tjaldanesi. Lögreglunni í Hafnarfirði var tilkynnt um atburðinn klukkan nákvæmlega 19:42. Maðurinn var fluttur á slysadeild Borgarspítal- ans mikið meiddur og lést þegar þangað kom. þj Bjarni áfram aðstoðar- maður Bjarni Guðmundsson hefur áfram verið ráðinn aðstoðarmað- ur Jóns Helgasonar landbúnaðar- ráðherra. Bjarni er ráðinn í starf- ið að 2/3 hlutum en auk þess mun hann taka að sér kennslu við búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri, þarsem hannstarfaði áður en hann réðist í landbúnað- arráðuneytið. Bjarni er doktor í landbúnaðarfræðum frá norska landbúnaðarháskólanum. Landbúnaðarráðherra hefur ráðið Níels Árna Lund ritstjóra Tímans til starfa á vegum land- búnaðarráðuneytisins til næstu áramóta. Starf hans mun m.a. felast í kynningu á málefnum landbúnaðarráðuneytisins en auk þess mun hann verða landbúnað- arráðherra til aðstoðar í ýmsum sérverkefnum. Níels hefur þennan tíma fengið leyfi frá ristjórastarfi viðTímann, en því starfi hefur hann gegnt sl. 2 ár. NY GLÆSILEG VERSLUN I KRINGLUNNI Opnum nú nýja verslun í Kringlunni. Full búð af nýjum haustvörum, vefnaðarvörur, smávörur og heimilisdeildarvörur. Nú eru verslanir Vogue í Kringlunni, sími 689222, - Skólavörðustíg 12, sími 25866, - Mjóddinni, sími 72222, - Hafnarfirði, sími 51092, - og Glæsibæ, sími 84343. - Heildsala Sundaborg 5, sími 686355.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.