Tíminn - 14.08.1987, Side 8

Tíminn - 14.08.1987, Side 8
8 Tíminn Föstudagur 14. ágúst 1987 Timirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason Steingrí mur G íslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- Landbúnaðarsýningin í dag opnar forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, landbúnaðarsýningu í Reykjavík, en að sýningunni standa Búnaðarfélag íslands, Stéttarsamband bænda, Framleiðsluráð landbúnaðarins og landbún- aðarráðuneytið. Níu manna sýningarstjórn hefur undirbúið sýninguna, og er Jónas Jónsson búnaðar- málastjóri formaður stjórnarinnar. Fjöldi fyrirtækja, stofnana og samtaka tekur þátt í sýningunni og er sýningin við það miðuð að hún sé fjölbreytt og gefi góða mynd af landbúnaðarstarfseminni og þeim umsvifum sem henni fylgja í þjóðfélaginu. Hönnuður sýningarinnar er Gunnar Bjarnason myndlistarmað- ur. Landbúnaðar- og búvörusýningar hafa verið haldnar alloft frá árinu 1921, en þá var fyrsta landbúnaðarsýningin haldin. Hafa slíkar sýningar reynst afar vinsælar og ávallt mjög fjölsóttar. Land- búnaðarsýningin í ár, sem gengur undir nafninu Bú 87, er langstærsta sýning af þessu tagi sem haldin hefur verið og er vel fyrir komið í Reiðhöllinni í Víðidal við Reykjavík og á útisvæði þar í kring. Sérstakt tilefni þess að landbúnaðarsýningin er haldin nú í sumar er 150 ára afmæli fyrstu búnaðar- samtaka á íslandi, en þau voru stofnuð árið 1837 og náðu yfir suðuramtið, sem þá var kallað og er stofninn í Búnaðarfélagi íslands og fyrirmynd að stofnun framfarafélaga á vegum bændastéttarinnar almennt. Mikið er rætt um samdrátt í íslenskum landbúnaði og þann mikla vanda sem við er að stríða í atvinnugreininni. Ekki er það ófyrirsynju, en hins vegar verður jafnframt að minnast þess og leggja á það áherslu, að þótt óhjákvæmilegt sé að grípa til samdráttaraðgerða í hefðbundnum búgreinum, mjólkurframleiðslu og sauðfjárbúskap, þá er það opinber stefna og nýtur stuðnings bændastéttarinnar, að efla nýjar búgreinar og vinna upp sem verða má samdráttinn í hinum gömlu búgreinum. Þótt framtíðarstefnan sé þannig jákvæð og ástæða sé til að gera sér góðar vonir um árangur hennar, þegar til lengri tíma er litið, er hinu ekki að leyna að landbúnaðurinn og bændastéttin ganga nú í gegnum þolraun, sem kemur hart við ýmsa meðan á henni stendur. Hjá því verður ekki komist að þjóðfélagsheildin taki þátt í kostnaði sem leiðir af nauðsynlegum breytingum í skipulagi landbúnaðarins. í því efni hefur stefnan verið mörkuð með lögum, og þeim ber ríkisstjórninni að framfylgja svo og þeim samningi sem ríkisvaldið hefur gert við bændur um afurðasölu næstu fimm ár. Landbúnaðarsýningin er vitni um bjartsýni bænda- stéttarinnar, þótt erfiðleikar steðji að í bili. En landbúnaðarsýningin á þó fyrst og fremst að leiða í ljós fyrir alþjóð að landbúnaðurinn er mikilvægur undirstöðuatvinnuvegur, sem þjóðin getur ekki án verið. Eins og aðrir framleiðsluatvinnuvegir er landbúnaður undirstaða ýmissa þjónustu-, sam- göngu- og iðngreina langt umfram það vinnuafl sem starfar við frumframleiðsluna sjálfa. Þótt landbúnað- arvörur séu ekki fluttar út í stórum stíl er landbúnað- urinn gjaldeyrissparandi atvinnuvegur og af þeirri ástæðu einni þjóðhagslega mjög mikilvægur. GARRI Bamavinna og bónuskerf i (Jn'danfurna daga hafa orðið nokkrar uinræður um barnavinnu og er tilefnið viðtal í fjölmiðlum við Guðinund J. Guðmundsson formann Verkamannafélagsins Oagsbrúnar í Rcykjavík, sem full- yrti að mörg frystihús og fisk- vinnslustöðvar væru rekin með vinnuafli barna og unglinga, jafn- vel barna langt undir fermingar- aldri. i Þriðja flokks starf Taldi Guðmundur J. Guð- mundsson að börn væru láiin vinna fulla dagvinnu og cftirvinnu að auki og þá lítill greinarmunur gerð- ur á likainsþroska barna og fullorð- ins fólks. Bcnti Guðmundur rétti- lega á að þessi mikla bamavinna í flskvinnslustöðvunum værí vís- bending um það að fullorðið fólk fengist ckki til að vinna við fisk- vinnslu og því væri gripið til þess að láta börn og unglinga vinna þcssi störf langi umfram það sein eðlilegt getur talist. Það er býsna alvarlegt inál þegar svo er komið að vinnufúst fólk er farið að flýja undirstöðustörfin í þjóðfélaginu og þá ckki síst fisk- vinnsluna. Þá er sannarlega kominn tími til að ráðamenn þjóðarinnar og umfram allt fyrírsvarsmenn at- vinnulífsins viti af þeirrí útbreiddu skoðun að vinna við fiskverkun í landi sé einhvers konar þríðja flokks starf, erfitt, óþrifalcgt og illa borgaö. Seigdrepandi bónuskerfi Á því er brýn nauðsvn að at- vinnurekendur laki þetta mál til ítarlegrar athugunar og umræðu og reyni að gera sér grein fyrir orsökum þess stnrfslciöa sem gerir svo mjög vart viö sig ineðal fisk- vinnslufólks. E.t.v. er ekki langt uð leita orsakanna fyrír óánægju fiskvinnslufólksins. Þegar fisk- vinnslufólki fiiinst starfið erfitt, þá stafar það cinfaldlcga af því að vinnutími í fiskvinnslunni cr of langur og skipulag vinnunnar fjarrí því að vera aðlaðandi. Bónuskerfiö er t.d. kallað af- kastahvetjandi en þegar til lengdar lætur, þegar fólk þarf að vinna undir bónuskcrfi ár el'tir ár og oftar en ekki langan vinnudug að auki undir slíku Stakkanoffkerfi, þá fer ekki hjá því að ákvæöisvinnan eða bónusfyrirkomulagið veldur starfs- leiða og orsakar erfiði sem ekki er hægt að búa við. Hins vegar er það eins og livert annað smekksatriði hvort fiskvinnsla verður talin óþrifaleg. Þegar fólk ber það fyrir sig er það ekki annað en aukin áhersla á þá ulmennu afstöðu sem það hefur til vinnubragða í fisk- vinnslu yfirleitt og stendur í beinu sambandi við of langan vinnutinia, þrúgandi bónuskeril og lélegt dag- vinnukaup. íslcnskir atvinnurekendur virð- ast ekki hafa gert sér grein fyrir því að hraðfrystistöðvarnar eru verk- sniiðjur, sem rcknar eru með að- keyptu.j;innuafli, en ekki trilluút- gerð fjölskyldunnar með tilhcyr- andi linubeitingu og saltfisk- umstangi kvenna og barna eins og gerðist forðum daga. Vissulega komu skorpur í lífsbjargarvið- leitninni þá og vinnudagurinn stunduin langur, en þó aldrei þessi viövarandi þrældómur sem fylgir nútímaverksmiðjum með færi- böndum, stimpilklukkum og stéttaskiptingu á vinnustað. Of langur vinnutími Það sem er að drepa vcrkafólkið ■ hraðfrystihúsunum er vinnuálagið og þessi þögli eftirrekstur tækninn- ar, þar sem enginn iná líta upp né víkja sér frá nema samkvæmt para- graffi í kjarasamningi. Ef nauðsyn- legt er að liafa einbeitinguna við vinnuna svo mikla scm nútíma- verksmiðjur virðast krefjast, þá er það frumskylda aö vinnutíminn sé stuttur. Það er frálcitt að mannslík- ami og mannshugur þoli það álag að vinna erfiðisvinnu í skorpu allt árið. Þess vegna eiga forystumenn verkalýðshreyfingarinnar að krefj- ast styttingar á vinnudegi og nýs verkstjórnarfyrirkomulags í hrað- frystihúsunum. Atvinnurekendur eiga að sinna slíkri kröfu, annars eiga þeir á liættu að innan fárra ára fáist cnginn til að vinna í hraðfrysti- húsunum. íslenskir verksmiðju- stjórar ættu að vita það sem iön- jöfrar í Ameríku koinust að fyrir meirii 'en 100 árum aö það er ckkcrt annað en „líkamlegt arðrán“ að láta verksmiöjufólk vinna lengur en átta stundir á dag. Barnavinnan í sinni verstu mynd cr afleiöing af þessu vonda verk- stjórnarfyrirkomulagi og er reynd- ar efni í nýja Garragrein. Garri VlTTOG BREITT Byggjum kringlur í sjávarplássum Það ætti ekki að fara framhjá neinum að Kringlan, musteri versl- unarinnar sem stendur við hlið Húss verslunarinnar í Reykjavík og er glæsilegt minnismerki um góðæri allsstaðar annars staðar en til sjávar og sveita, hefur verið opnuð. Morgunblaðið var með sérstakt blað um Kringluna í gær litprentað og upp á 64 síður. Ekki dugar minna þegar verslunarfrelsið er annars vegar. Og talandi um frelsið góða þá létu frjálsu útvarps- söðvarnar ekki sitt eftir liggja í gærmorgun og voru með beina útsendingu frá opnuninni. Það var tíðindakona Bylgjunnar sem cinna best lýsti stórfengleik þessa nýja musteris. Nánast af trúarlegri inn- lifun gekk hún um sali þessarar paradísar og sagði hlustendum frá því að áhrifin væru slík að gæsahúð hríslaðist um litla kroppinn og hamingjutár streymdu niður vangann. Það er greinilega eftir nokkru að sækjast, að versla í þessum helgidómi, þó ekki fari sögum af því hvort ráðamenn þjóð- arinnar sem kallaðir voru til við vígsluna hafi viðhaft handaupp- réttingar að sið ofsatrúarvakning- Fær Kringlan togara? Landsbyggðar- og sveitamenn munu fá aðgang að Kringlunni á jafnréttisgrundvelli, enda nauð- synlegt að hafa þá sem vinna að framleiðslu góða. Þannig er nú frelsið, menn eru frjálsir til að versla þar sem þeir vilja. En lands- byggðarmenn geta líka lært heil- mikið af Kringlunni. Samkvæmt upplýsingum í Kringlumogganum er Kringlan um 154.000 rúmmetrar að stærð. Þetta er, samkvæmt upp- lýsingum skýrslu- og talnasérfræð- ings okkar Tímamanna, stærra húsnænði en allt húsnæðið á Kjal- arnesi, ekki bara íbúðarhúsnæði heldur er inni í þessu líka verk- smiðjuhúsnæði, kjúklingabú, fél- agsheimili og skólar. Á Kjalarnesi búa um 400 manns. Kjalnesingar ættu í alvöru að kanna möguleik- ann á að byggja eina kringlu undir alla íbúa sína og atvinnustarfsemi og ekki kæmi það á óvart ef sparnaður hlytist af slíku sambýli. En ef sltkt myndi borga sig fyrir Kjalnesinga mætti ætla að Vestfirð- ingar og Vestlendingar gætu lært sitt af Kringlunni. Staðir eins og Hellissandur, Grundarfjörður, öll A-Barðastrandarsýsla, Tálkna- fjörður, Bíldudalur, Þingeyri, Flat- eyri Suðureyri, Súðavík, og Hofsós, gætu hver um sig rúmast með alla sína íbúa og atvinnustarf- semi í einni kringlu. Flest þessi pláss hafa a.m.k. einn togara og því ætti Kringlan í Reykjavík ekki að fá einn líka? Frystihús í kjallaranum Ótrúlegt hagræði gæti verið fyrir þessi sjávarpláss að koma sér upp einni Kringlu. Hugsanlegt er að hafa frystihúsið í kjallaranum, skólann, félagsheimilið og kirkj- una uppi á lofti og íbúðir á aðal- hæðinni og kaupfélagið t.d. í suðurendanum. Miklir fjármunir gætu sparast í snjómokstri, gatna- gcrð, holræsagerð, og öðrum sam- eiginlegum kostnaði sveitarfélags. Svo ekki sé talað um hagræðinguna fyrir íbúana. Krakkarnirgætufarið mcð lyftu upp í skólann og ef mikill fiskur berst á land er ekkert ein- faldara en sippa þeim niður í kjallara í sömu lyftunni beint í snyrtingu og pökkun. Gleymum göngum og byggjum kringlur Þá er ótalinn einn möguleikinn sem sérstaklega á við um Vestfirð- inga þar sem til stendur að byggja umfangsmikil jarðgöng milli staða. Hægt væri t.d. að byggja nokkrar kringlur á ísafirði og flytja alla íbúa annarra plássa þangað. Slíkt væri vafalítið mun ódýrara þegar til lengdar lætur en að ráðast í miklar framkvæmdir í samgöngu- málum, svo ekki sé talað um hversu miklu skemmtilegra væri fyrir fólk- ið að búa í slíku þéttbýli en fásinn- inu eins og nú er! Meðan slíkur framkvæmdahug- ur er ekki til staðar hjá þeim í sjávarþorpunum og einhver myndi e.t.v. kenna skorti á fjármagni um að slíkur stórhugur finnst ekki, geta þó framleiðendur okkar ágætu útflutningsverðmæta komið suður og notið þess að versla í Kringlunni sem frjálsir menn. - BG

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.