Tíminn - 14.08.1987, Blaðsíða 13
Föstudagur 14. ágúst 1987
Tíminn 13
Hörður Bergmann fræðslufulltrúi Vinnueftirlits ríkisins:
42 banaslys á 15
Frá því að skráning vinnuslysa
hófst hjá Vinnueftirliti ríkisins í
ársbyrjun 1981 hafa verið skráð
þar 10 dauðaslys í þeirri atvinnu-
grein, fleiri en í nokkurri annarri.
Til er sérstök úttekt á banaslysum
við landbúnaðarstörf á árunum
1970-1985 og kom þar í ljós að þau
voru 42 samtals. Þar af rúmur
helmingur við dráttarvélar og drif-
búnað þeirra. Það ætti ekki að
koma þeim á óvart sem hafa heyrt
eða lesið fréttir af þeim slysum sem
hafa orðið við sveitastörf á þessu
sumri - og síðast í þessari viku.
Dráttarvélaslysin
Sú dapurlega reynsla, sem fengin
er af vinnuslysum í landbúnaðin-
um, gefur tilefni til að minna á
þrennt sem stingur í augun þegar
reynt er að grafast fyrir um orsakir
þeirra. í fyrsta lagi það hversu oft
slysin verða vegna þess að dráttar-
vél veltur og er ekki búin öryggis-
húsi eða öryggisgrind. í öðru lagi
það hversu stjórnandinn og sá sem
slasast er oft á ungum aldri. Og í
þriðja lagi má nefna það hve mörg
alvarleg slys hafa orðið vegna þess
að hlífar um drifsköft voru ekki
á sínum stað eða úr sér gengnar.
Ný reglugerð
Hér er ástæða til að minna á það
Varnaðarorð um vinnuslys í landbúnaði
4- v-áí> sff'í
.w
-
_ V x.
■
árum
að fyrir rúmu ári gekk í gildi
„Reglugerð urn dráttarvélar og
hlífabúnað við aflflutning frá
þeim“. Þar eru ekki afdráttarlaus
ákvæði um aldursmörk þeirra sem
fela má akstur dráttarvélar utan
akvega. Hins vegar er þar í 6. grein
minnt á nauðsyn þess að umráða-
menn og eigendur dráttarvéla taki
tillit til aldurs þeirra sem starfa við
dráttarvélar, geri þeim ljósa grein
fyrir slysahættu og sjái um að
starfsmaðurinn fái þjálfun í að
vinna störf sín á þann hátt að ekki
stafi hætta af. Reynslan sýnir að
brýna nauðsyn ber til þess að
eigendur og stjórnendur dráttar-
véla geri sér ljóst hve valtar þær
geta verið - og að rétt sé brugðist
við þeim vanda.
Þótt ckki séu öll ákvæði afdrátt-
arlaus í reglugerðinni, sem ég
minntist á, þá eru flest þeirra skýr
og ákvcðin. Það á við þær kröfur
sem gerðar eru um fastar hlífar um
drifsköft, aflinntak og aflúttak. Og
loks skal á það minnt að um næstu
áramót falla úr gildi undanþágur
frá kröfunni um öryggishús og
öryggisgrindur á dráttarvélum. Frá
þeim tíma verður meginreglan sú
að hafa skal öryggishús eða örygg-
isgrind með þaki á slíkum vélum.
(Flutt ú morgunvakt Kíkisútvarpsins 12. ág.)
Þórarinn Þórarinsson:
Heimilishjúkrun
í Kópavogi
Ég las í Tímanum í gær, að
bæjarstjórinn í Kópavogi álítur
það sparnað að láta starfsfólk
heimilishjúkrunarinnar í Kópavogi
aka í leigubílum við þjónustustörf
sín í stað þess að greiða því
bílastyrki eins og áður var.
Ég held að hér sé um að ræða
mikinn misskilning, sem stafi af
því, að þeir, sem nú ráða ríkjum í
Kópavogi, hafi ekki kynnt sér
nægilega vaxandi verkefni og starf-
semi heimilishjúkrunarinnar.
Starfsfólk heimilishjúkrunarinn-
ar þarf að sinna þjónustustörfum á
mörgum stöðum. Eigi heimilis-
hjúkrunin að byggjast á leigubíla-
akstri hlýtur það að reynast dýrt,
því að fara þarf í margar ferðir og
hafa viðdvöl á ýmsum stöðum. Það
er ekki ósennileg tilgáta að reikn-
ingarnir fyrir þennan leigubílaakst-
ur eigi eftir að sýna stórfellda
kostnaðarhækkun í samanburði
við þann kostnað sem áður var.
Auk þess nýtist starfstími hjúkr-
unarfólksins verr því að oft er
veruleg bið eftir bílum, en aðeins
má panta bíl frá einni leigubíla-
stöð.
Ég held að það væri heppilegt
fyrir stjórnendur Kópavogskaup-
staðar að kynna sér störf heimilis-
hjúkrunarinnar betur og íhuga
hvort hér er ekki stefnt í óefni.
Með þessu nýja fyrirkomulagi eru
störf hjúkrunarfólksins gerð erfið-
ari á ýmsan hátt og hvetur það ekki
til þess, að það starfi í þjónustu
bæjarins.
Það má vel vera, að rétt hafi
verið að afnema bílastyrki hjá
ýmsum starfsmönnum bæjarins, en
hvað heimilishjúkrunina snertir
leiðir það hvorki til sparnaðar né
bættrar nýtingar á starfskröftum,
helduröfugt. Þetta nýjafyrirkomu-
lag þjónar ekki sjúku, öldruðu
fólki.
Illllllllllllllllllillllll LESENDUR SKRIFA lllilllllljlllllllllíllllillll
Barnaskap-
ur fjármála-
ráðherra
Ríkisstjórnin er nú tæplega mán-
aðargömul. Sumirráðherrarnireru
enn á „stuttbuxunum", viðvaning-
ar í starfi og varla búnir að átta sig
á viðfangsefnum sínum. Vilja þó
bera sig mannalega, vera í sviðs-
Ijósinu og láta Ijós sitt skína, þó
með misjöfnum árangri verði.
í kvöld (5/8) var í fréttatíma
Sjónvarpsins rætt við nýbakaðan,
sjálfskipaðan fjármálaráðherra,
Jón Baldvin Hannibalsson, unt
ríkisfjármál og skattheimtu.
Greinilegt er að maðurinn vissi
lítið og hafði ekki mikið að segja
um þau mál. Hitt varð þó Ijóst, og
þurfti engum að koma á óvart, að
Jón Baldvin ráðherra stendur í
harðri samkeppni við Jónas Krist-
jánsson, ritstj. DV um að kasta
skít í íslenska bændur og ófrægja
þá með stöðugu japli um að bænd-
ur séu ómagar á þjóðarbúinu og
helsta orsök þeirra fjárhagsvand-
ræða, sem þjóðin og fjármálaráð-
herra á við að glíma. Þeir standi í
vegi fyrir að hann geti sýnt fjár-
málasnilli sína og rétt við hag
ríkissjóðs og landsmanna. Þjóð-
arnauðsyn beri til að ganga enn
meira á rétt þeirra og tilvcru en
gert hefur verið og fyrir liggur.
Verslunarhallir upp á hundruð
milljóna og fjöldi heildsala fer hins
vegar ekki fyrir brjóstið á þessum
forsvarsmanni alþýðunnar.
í samkeppni þessara hugsjóna-
manna frjálshyggjunnar er erfitt
að meta hverjum veitir betur. Hér
verður ekki úr því skorið, svo
margt er Ifkt með þeim. Báðir
ræða þeir þessi mál af kergjufullu
ofstæki, án þess að þeir geri sér
grein fyrir hvað þeir eru að segja,
eða afleiðingum orða þeirra ef
mark væri á þeim tekið.
Með nokkrum rétti er hægt að
segja, að þjóðardómur hafi gengið
yfir málflutning þeirra í síðustu
kosningum, og þá ekki síður í
stjórnarmyndunarviðræðunum að
kosningum loknum. Hefur Jón
Hannibalsson sjálfur lýst best þeim
dómi í umræðum um þau mál, þar
sem hann taldi sig aðeins hafa
hálfan sinn eigin flokk til stuðnings
við sérskoðanir sínar, um aðför að
bændum og umsömdum hagsmun-
um þeirra.
Greinilegt er að Jón Baldvin er
gramur yfir að honum skyldi ekki
takast að komast í stjórnarsæng
með Sjálfstæðisflokknum einum að
loknum kosningunum, eins og
hann stefndi að, og ná með því
aðstöðu til að ógilda þá samninga,
sem Jóni Helgasyni landbúnaðar-
ráðhen a tókst að gera í tíð fyrrver-
andi ríkisstjórnar fyrir kosningarn-
ar.
Varla þurfa menn að efast um
hvernig hcfði farið ef sá óska-
draumur hefði ræst. Bændur hefðu
þá varla átt nokkurn tilverurétt.
En það fór sem fór um fylgi
Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis-
flokks, þar um geta formenn þeirra
flokka sjálfum sér um kennt. Yfir
þessu er Jón Baldvin argur.
Því notar hann hvert tækifæri
sem honum gefst til að kasta skít í
bændur og tilverurétt þeirra með
líkum hætti og hann gerði í þessum
kvöldfréttatíma. Það er nokkur
huggun og vörn í því, að þessi
ummæli Jóns Baldvins eru álíka
marktæk og mörg önnur ummæli
hans fyrr og síðar um margvísleg
málefni, og hafa orðið honum til
lítils sóma, og hann orðið að
kyngja sér til háðungar.
Það er illa farið að hafa slíkan
mann að ráðherra og flokksform-
ann, sem notar slík vopn til að
breiða yfir úrræðaleysi sitt á sínu
verksviði. - Ætlist hann til að tekið
verði mark á honum í embætti sínu
þyrfti hann að leggja niður þennan
óvanda. gæ kvöldi 5/8
Guðmundur P. Valgeirsson