Tíminn - 06.09.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.09.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn Sunnudagur6. september 1987 Þær búa í Plymouth og menn þeirra tóku þátt í Falklandseyjastríðinu fyrir fimm árum. Það breytti lífi þeirra á ýmsan hátt. Reynslan setti mark sitt á þær og sumar jafna sig aldrei Augu Gill fyllast tárum. Þegar við fengum tækifæri til að fá líkin heim, vildi ég það. Ég gat ekki hugsað mér að skilja hann eftir þarna. Gill var að viðra stóru hundana sína, Rebel og Shebu, þegar flug- sveit Micks kom heim aftur. Mig langaði ekkert að sjá það, segir hún, en sú tilfinning, að þetta gætu verið mistöjc, lét mig ekki í friði. Enginn sá mig og ég vildi ekki spilla deginum fyrir þeim. Ég sá þá og það var sárt. Eins og salti væri hellt í sár. Hún ber ekki lengur giftingar- og trúlofunarhringana. Fólk er hneykslað yfir að ég skuli fara út, segir hún. Sumir segja sem svo: Sjáið hana, hún er uppáklædd og máluð, ekki svartklædd og hún hlær meira að segja. Hvemig á 24 ára ekkja að haga sér? spyr hún. Er ætlast til að hún sitji svartklædd í ruggustól alla ævi og prjóni? Stundum var kímnigáfan það eina sem hélt í mér lífinu. Gill brosir, þegar hún heldur áfram. Oftsinnis hef ég farið niður í kirkjugarð og sparkað í legstein- inn. Ég hata þig, hef ég sagt við hann. Að þú skyldir voga þér að' gera þetta, þegar þú lofaðir að annast mig alltaf. Stundum hefur hún fleygt sér niður og grátið á leiðinu. Mick er grafinn á hæð, þar sem sér til þriggja knattspyrnuvalla. Hann elskaði knattspyrnu. Ég veit ekki hvað fólk hugsar, að sjá mig þarna um hverja helgi með hundana. Ef mér líður illa eða hef áhyggjur af einhverju, fer ég og sest á leiðið. Ég spyr hann hvað ég eigi að gera og bið hann að hjálpa mér. Það er eins og málin skýrist í huga mínum og ég get tekið rétta ákvörðun á eftir. Mér verður alltaf rórra.... Gill segir að útför Micks hafi verið versti dagur ævi sinnar. Fyrst var hann sagður látinn, þá var minningarguðsþjónusta og loks var ákveðið að flytja líkið heim og útförin var ekki fyrr en eftir sex mánuði. Engu var líkara en hann hefði dáið tvisvar. Maður er rétt að byrja að jafna sig, þegar maður Gill Melia, lagleg 27 ára ekkja, var nær kiknuð undan sálarkvölunum fyrir tveimur árum, en þá voru liðin þrjú ár frá því eiginmaður hennar féll í árásinni á Goose Green. Hún hringdi hágrátandi til móður sinnar og sagði: Ég ætla að fara að hitta Mick, ég verð að kveðja hann. Sem betur fór, náði hún ekki að taka töflurnar, því móðirin var snör í snúningum og tókst að koma í veg fyrir það. Veslings mamma, rifjar Gill upp. Hún var nýkomin af sjúkrahúsi eftir hjartaáfall. Henni tókst að komast til mín á tíu mínútum, en venjulega er þetta hálftíma akstur. Gill kveikir sér skjálfhent í einni sígarettunni enn. Það tók mig þrjú ár að gera mér fulla grein fyrir að Mick kæmi ekki heim framar. Mér finnst ég hafa gengið eftir dimmum göngum allan þennan tíma og rekist svo á múrvegg. Þunglyndið hafði ásótt mig lengi, en allir voru alltaf að segja, að ég bæri mig svo vel. Sjálf hugsaði ég um að ég mætti ekki gráta, það kæmi illa við móður hans og mína líka. Þess vegna byrgði ég sorg mína inni, en það er ekki heppi- legt, þegar lengra líður. Ég var alltaf að leika eitthvert hlutverk og þorði ekki að vera ég sjálf. Gill fylltist ónotatilfinningu dag- inn sem Mick fór. Ég held að hann hafi grunað þetta líka, segir hún lágt. Við settumst niður og hann sagði mér, hvað gerðist, ef eitthvað kæmi fyrir hann. Allt fór í taugarnar á mér daginn, sem hann dó. Ég reifst við vin minn í vinnunni og skellti símanum á mömmu. Þegar ég var að skrifa Mick, frétti ég að 18 af okkar mönnum hefðu faliið. Von- andi enginn, sem við þekkjum, hugsaði ég með mér. Það var ekki fyrr en seinna að ég frétti, að hans væri saknað... Gill flutti til foreldra sinna, létt- ist um 19 kíló og fékk hræðilegar martraðir. Mick var alltaf svo hreinlátur og í draumunum fannst mér hann svo óhreinn. Mamma sagði að ég hefði æpt upp úr svefninum: Þú ert óhreinn, þú verður að þvo þér. Sjáðu fæturna á þér, þeir eru ataðir leðju. Þegar ég heyrði í sjónvarpinu að líkin hefðu fundist og verið snyrt, leið mér strax betur. Samt fannst mér, að ég hefði brugðist honum. Einmitt þá þarfnaðist hann mín sárlega og ég var ekki hjá honum. NÖLBRAUTASKÖUNN BREIÐHOUI Frá Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti Óskum eftir aö ráða starfskraft til starfa á Prent- stofu-Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Um er að ræða hlutastarf. Upplýsingar á skrifstofu skólans kl. 8.00-15.00 næstu daga. Sími 75600. Gill Melia varð ekkja 22 ára. Hún segir ekkert geta framar valdið sér svo mikilli sorg. þarf að ganga gegnum allt saman á Eg man eftir mávagarginu, þremur rauðum rósum á kistunni, hermannkveðjum og fallbyssu- skotum. Annað er mér gjörsam- lega gleymt frá þessum degi. Á fimm árum hefur gengið á ýmsu hjá Gill. Hún hefur farið og verslað út í bláinn til að loka sorgina úti og reynt að kynnast öðrum körlum, en enginn þeirra stenst samanburð við Mick. Nú á hún fastan vin og framtíðin er eilítið bjartari. Hlutirnir eru ekkert auðveldari, viðurkennir hún. Þó líður mér betur núna, en fyrir ári og vonandi heldur það þannig áfram. Eitt er alveg víst, segir Gill að lokum. Ekkert getur nokkurn tíma valdið mér jafn mikilli sorg. Sama hvað gerist, það vetöur aldrei svona slæmt. Kristina McDonald, eiginkona sveitarforingja Micks, fékk það óþægilega verkefni að segja Gill fréttirnar. Þetta var sú þyngsta reynsla, sem ég hef orðið fyrir, segir hún. Ég vakti alla nóttina og íhugaði, hvað ég ætti að segja. Hins vegar vita allir að slæmra frétta er von, þegar maður birtist. Eiginmaður Kristinu er nú starfsmannastjóri í Camberley- herstöðinni. Hún segir að Falk- landsdeilan hafi gjörbreytt afstöðu hennar til hermannalífsins. Mér varð Ijóst, að ekki er aðeins um að ræða ferðalög og nýja staði erlendis fyrir þessa menn. Þegar maður er gjftur atvinnuhermanni, verður mað- ur að hugsa um þann möguleika, að einn daginn, þegar hann fer, komi hann ekki aftur. Skammt frá Gill Melia í Ply- mouth, býr Bernadette Pring, Falklandseyingur, sem einnig er að átta sig á tilverunni eftir innrásina, sem breytti lífi hennar. Maður

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.