Tíminn - 06.09.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.09.1987, Blaðsíða 9
Sunnudagur 6. september 1987 Tíminn 9‘ þrönga fyrir svo stórt hús. Ráðherra lét því byrja á fram- kvæmdum 1930 og lagði mikið kapp á að koma húsinu sem lengst. Hann óttaðist að andstæðingar sjóðsins ntundu skerða hann ef þeir kæmust til valda í þingkosningunum 1931. Stjórn sú sem Jónas átti sæti í sat til 1932 og þá var Þjóðleikhúsið komið svo langt að ekki varð snúið við. Þó gekkst fjármálaráðherra, - Ásgeir Asgeirsson, - fyrir þvf 1932 að lögunum um leikhússjóðinn var breytt þannig, að ríkissjóður fékk hann til alménnra þarfa. En 1932 var gengið frá húsinu að utan og settir í það gluggar. 1933 var hætt við framkvæmdir að mestu við Þjóðleikhúsið og stóð það ónotað til þess tíma að Bretar her- námu lsland 10. mat' 1940. Tóku þeir húsið til sinna nota og höfðu þar bækistöð. Að stríðinu loknu var tekið til við að fullgera Þjóðleikhús- ið. Þjóðin hafði grætt mikla fjárupp- hæð á stríðstímanum. Bjartsýni ríkti á ný. Þjóðleikhúsið tók til starfa 1950. Eitt af þremur leikverkum sem sýnt var við opnunina var Nýársnóttin eftir Indriða Einarsson. Opnunin markaði tímamót í leik- starfsemi Islendinga og sótti fólk sýningar i ríkum mæli. Árið 1974 voru leikhúsgestir hússins komnir yfir 100 þúsund. Hér að framan hefur verið rakin saga Þjóðleikhússins í stórum dráttum. Næstum 50 ár liðu frá því að hugmyndin kom fyrst fram og þar til húsið var tekið í notkun. Þetta er langur tími og nieðan húsið stóð ónothæft var sungið í Rcykjavík: „Þjóðleikhúsið þolir bið, þarna bak við Safnhúsið." En þetta hafðist og í dag er Þjóðleikhúsið verðugt minnismerki um þá menn sem aldrei gáfust upp - og náðu settu marki. Hcimilduskrá: Alþingislíðindi. Rcýkjavík. 1923. 1925. Heimir Rorlcifsson: Frú cinvddi til lýðvcldis. íslandssuga cftir 1830. I'riöja útgáfa. Bókavcrslun Sigfúsar Eymundssonar. Rcykja- vik 1977. Jónas Jónsson: Fcgurd lífsins. Samband ungra framsóknarmanna. Rcykjavík 1940. Stcfán Einarsson: Skúldaþing. Bókaútgáfa Guöjóns Ó. Guðjónssonar. Rcykjavík 1948. talsmcnn á móti frumvarpinu voru þeir Jónas Jónsson og Jakob Möller. En leikhúsið átti sér fleiri stuðnings- menn á Alþingi og ber nú sérstaklega að nefna ungan nýkjörinn þingmann -ÓlafThors. Hann var tengdasonur Indriða Einarssonar. Fyrsta áhlaupi á Ieikhússjóðinn var hrundið og óx hann nú ört. Jónas Jónsson varð ráðherra menntamála 1927. Hann hélt stöð- ugt vöku sinni í leikhúsmálinu og fylgdist vel með að unnið væri að undirbúningi framkvæmda. Hann réð Guðjón Samúelsson húsameist- ura til þess að gera teikningu að húsinu. M.a. fór Guðjón til Norður- landa og kynnti sér þarlendar leik- húsbyggingar. Með honum í förinni var formaður leikhúsnefndar, Ind- riði Einarsson. Næst kom að því að velja stað undir leikhúsið og kontu nokkrir staðir til greina. Talað var um íshús- lóðina vestur við Tjarnarbrúna, neð- an til í Arnarhólsbrekkunni, Skóla- vörðuhæðina og að síðustu lóðina fyrir ofan Landsbókasafnið við Hverfisgötu. Ekki var hægt að leysa þessi lóðamál á viðunandi hátt, því uppi voru háværar raddir í bænum um það að skerða leikhússjóðinn og nota hann til ýmissa annarra bygg- inga eins og háskólann, útvarpshúss, dómkirkju, verkamannabústaða o.fl. Lóðin fyrir ofan Landsbókasafnið var því valin, þó svo að húsameistari væri því andvígur, - taldi hana of Flmmtíu ár liðu áður en draumurinn um þetta mikla hús varð að veruleika. UMBOÐIÐ, .eSt seldu vasareiknar W í heimi. Mikið úrval af vasareiknum og tölvum. Kynnið ykkur Casio og kannið verðið. wr CASIO I ® SKÓLANN SKÓLATÖLVURNAR MEÐ ALMENN BROT OG BROTABROT.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.