Tíminn - 11.09.1987, Qupperneq 10

Tíminn - 11.09.1987, Qupperneq 10
10 Tíminn Föstudagur 11. september 1987 ii SKUGGIF0 Frank Sinatra yngri er miðaldra, staðnaður söngv- ari, sem á sér þá ósk heitasta að öðl- ast virðingu föður síns. Gamli maður- inn lætur sér hins vegar fátt um finn- ast .LLT scm hann þarfnaðist voru meiri hæfileikar, stcrkari persónulciki, betri söngrödd og sá eiginleiki að höfða til fólks, þá gæti liann oröiö næstum jafn góður og faðir hans - aðeins næstum. Eins og hann var, væri hann öllu fremur skuggi en stjarna. Það aftraði honum þó ekki. Einhver kallaði hann brandara og sitthvaö fleira var sagt. Hann var annars flokks, skopstæling og maður sem beitti nafni sínu frcmur en hæfileikuin. Hann stæði þó ekki undir því, væri ekki einu sinni tlís af gamla manninum, öllu heldur saghrúga. Þannig rigndi yfir hann móðgunum og slíkt særði í fyrstu, en hann vandist því. Ekkert skyldi stöðva hann. Meira að segja þegarauðu sætin voru fleiri en þau setnu frammi fyrir honum, hélt hann áfram. Það var ekki tekið út með sældinni að vera sonur Franks Sinatra, en hann skyldi taka því eins og hetja. Þó mörg börn fræga fólksins hafi skipt um nafn til að láta það ekki verða sér fjötur um fót í framaleit- inni, kaus Frank Sinatra yngri að fara ekki í neinarfelur með ætterni sitt. Hins vegar hefur hann ekki farið neinar eigin leiðir í skemmti- útveginum, heldur fetað ósköp ró- lega í fótspor föður síns. Að sjá hann á sviði, er ekki mjög frá- brugðið því að horfa á gamla manninn, en þegar litið er fram í salinn, gegnir öðru máli. Þar eru kannske 100 manns og borga lítinn aðgangseyri, þegar sá eldri dregur að þúsundir og selur dýrt. Ef gamla manninn skyldi ein- hvern tíma langa til að rifja upp, hvernig var á botninum, þarf hann ekki annað en líta á son sinn. Frank yngri er 43 ára gamall og eftir meira en 20 ár í skemmtiút- veginum er hann enn í smóking með slaufu og skiptir hárinu þráð- beint. Auk þess syngur hann alltaf sömu lögin - jafnvel sum þau sömu og faðir hans. Það sem hann segir við áhorfendur milli laga, er meira að segja oft fengið að láni hjá pabba. Enginn furða þó sagt sé að innan fjölskyldunnar ríki öfund, afbrýði, beiskja og illvilji. Frank eldri er mesti skemmtikraftur og söngvari, sem uppi er í heiminum núna og vellauðugur, en saga einkasonar hans er nánast harmsaga og mun að líkindum verða það til enda. Frank Sinatra yngri er einn þeirra sona, sem alla tíð hafa lifað í skugga föður síns. Hann var óskaplega stoltur af föður sínum, krafðist ástar hans og athygli, en meðan hann óx upp, var það svo, að hann sá hann oftar í sjónvarpi og kvikmyndum en heima við. Vissulega krafðist starf Franks eldra þess að hann væri mikið á ferðinni og því oft fjarri Nancy, fyrstu konu sinni og börnunum, Frank, Nancy ogTinu, lengi í einu. Eftir hljómleika getur Frank yngri farið og fengið sér sæti hvar sem er á barnum. Enginn hætta er á að fólk haldi að það sé komið 30 ár aftur í tímann. Þarna eru engir lífverðir sjáanlegir, cnginn aðdá- endaskari sem flykkist um hann. Frank segir ósköp rólegur: - Slíkt myndi bara vekja á mér athygli, sem ég kæri mig ekki um. Faðir hans var mörg þúsund mílum fjarri, þegar Frank fæddist og einnig þegar hann fermdist og útskrifaðist úr menntaskóla. En sú ákvörðun að öðlast aðdáun föður síns óx bara með árunum. Frank yngri hafði numið tónlist frá fimm ára aldri, en þá útvegaði móðir hans honum fyrst píanókennara. Hann var orðinn 18 ára, þegar hann ákvað að gerast söngvari. - Ég var ekki með það á heilan- um eða neitt slíkt, ég hafði sungið ósköpin öll frá 12 ára aldri, segir hann. - Mamma var þeirrar skoðunar að maður ætti að komast áfram í lífinu. Hann seldi leikföng, vann í kvikmyndaverum, ók sendi- bíl og fleira, en langaði alltaf að syngja, ekki bara til að verða eins og faðir hans. - Nafnið Sinatra er ekki nema til hálfs gagns í Hollywood, heldur Frank yngri áfram. - Það opnar manni dyr til fólks, sem annars vildi ekki hitta mann, en það er líka byrði. Vegna nafnsins ætlast allir til að maður sé stútfullur afburða hæfileika. Ég er bara ekki söngvari eins og pabbi, en hefði ég heitið Frank Smith, hefði ég aldrei fengið alla þá vinnu, sem ég hef þó haft. Þetta byrjaði hræðilega. Ég var ekki mikill söngvari. Fólk hló að mér á bak og sagði að það eina sem ég hefði til brunns að bera, væri nafnið. Hann grettir sig við minn- inguna. - Mér fannst ég deyja á hverju kvöldi. Síðan hefur vont þó enn versnað. Um þessar mundir hefur hann nánast ekkert að gera og fær æ minna borgað fyrir það litla, sem hann gerir. Hann segir þetta stafa af minnkandi áhuga á þeirri tónlist, sem hann flytur, hún sé einfaldlega ekki í tísku núna. Umboðsmaður skemmtikrafta í Las Vegas hefur aðra sögu að segja um þá staðreynd. - Það eru áreið- anlega 20 þúsund söngvarar í land- inu jafn góðir eða betri en Frank yngri. Hann er einn þeirra sem maður nennir ekki að hlusta á nema einu sinni, svona af forvitni. Hann skákar föður sínum þó á einu sviði, sem er hljómsveitar- stjórn. Hann getur náð aldeilis ótrúlegum árangri þannig, en gall- inn er sá, að hann langar ekkert til að stjórna hljómsveit. Hvergi hefur Frank yngri fundið betur til vanmáttar síns en einmitt í Las Vegas. Þar hefur hann iðu- lega barist um athygli áhorfenda við spilakassa ög stokka af öllum gerðum, en venjulega tapað. Sé gamli maðurinn hins vegar á ferð- inni, tekur hann borgina með trompi og miðar að hljómleikum hans seljast dýrt á svörtum mark- aði. Einkennilegt væri, ef svona lag- að hefði ekki einhver áhrif á sam- band feðganna. Raunar hófst það snemma á sjöunda áratugnum, þegar Frank yngra var rænt, er hann skemmti í Lake Tahoe. Faðir hans greiddi um 350 þúsund (ísl.) í lausnargjald og fékk mest af því aftur. Við réttarhöldin, þar sem tveir menn voru dæmdir, var því haldið fram, að Frank yngri væri hommi, sem er ekki satt - og því sem alvarlegra þótti - að hann hefði sjálfur sett ránið á svið til að auglýsa sig dálítið betur. Þó það væri seinna borið til baka, hafði það sín áhrif. Beiskjan milli feðganna fór vaxandi, því sá eldri kærði sig ekkert um slíka auglýsingu fyrir fjölskylduna. Oft kom fyrir, að þeir voru að skemmta í sömu borg en árum saman töluð- ust þeir ekki við. Frank yngri hefur eytt mörgum árum við að laga til og fínpússa atriði sín, svo hann er orðinn nákvæm eftirlíking af þeim gamla og að sögn vina fer ákaflega í taugarnar á Frank eldri að sonur- inn skuli vera svona misheppnaður og virðingin er í lágmarki. - Hann hefur ótal sinnum sagt honum að steinhætta þessu. Gamla mannin- um er ekki aðeins meinilla við að sonur hans hermi eftir honum, heldur finnst honum hann gera það einkar illa. Frank yngri er fremur þurr- pumpulegur í framkomu, en virðist raunsær, því hann hikar ekki við að viðurkenna að ástandið sé slæmt og framtíðarhorfurnar enn verri. - Gallinn er sá, segir hann, - að fólk vill aldrei taka mér sem meðalgóð- um söngvara og ég er ekki annað. Allir bera mig saman við pabba og hann er sá besti í heiminum, ekki aðeins söngvari, heldur hreint fyrirbæri. Það er bara óréttlátt að stilla okkur upp saman. Ég er bara lítill náungi að reyna sitt besta og ég get ekki sungið rokktónlist, skil hana einfaldlega ekki fremur en geimferðatæknina. Ég hef alla tíð sungið tónlist fimmta áratugarins, þó svo fólk vilji fremur rokktónlist öðru hvoru. Hingað til hefur Frank yngri sent frá sér fjórar plötur, sem selst hafa til samans eins og einn þús- undasta af seinustu plötu föður hans. Hann er hvergi ráðinn eins og er og hefur engan plötusamning. En þrátt fyrir þá byrði sem nafnið er honum, mælir hann aldrei styggðaryrði um föður sinn. - Pabbi er stórkostlegur maður. Við höfum aldrei spjallað mikið saman, en mér hefur alltaf fundist hann skilja migoghvaðéghugsaði. Þó hann hafi aldrei sagst elska mig, gerir hann það. Hann segir bara ekki slíkt, þannig er hann. Hann hefur aldrei hjálpað mér á frama- brautinni og myndi aldrei beita áhrifum sínum tii slíks, það er andstætt eðli hans. Ég veit líka, að hann er svolítið stoltur af mér. Hversu langt það stolt nær, er óvíst um. Er hann heyrði á sínum tíma, að sonur hans ætlaði að verða söngvari, sagði gamli maður- inn: - Einmitt það? Notalegt. Síð- an hefur hann ekki sagt eitt einasta jákvætt orð um málið. Þó Frank Sinatra eldri hefði allt til að vera fyrirmyndarfaðir, frægur, búinn einstökum hæfileik- um og forríkur, er ekki margt sem bendir til að sú sé raunin. En Frank yngri gefst aldrei upp, þó hann viðurkenni, að þegar konur séu annars vegar, geti verið mesta böl að heita Frank Sinatra. Þó hann hafi eitt sinn verið trúlofaður flugfreyju um skamma hríð og síðan orðaður við margar stúlkur, er hann enn einhleypur. - Eitt vandamálið við að eiga svo frægan föður, segir hann, - er að ég veit aldrei hvort fólk vill þekkja mig eða hann. Vilja konur nálgast mig til að komast nær pabba? Ef ég er í minnsta vafa, vísa ég þeim á bug. Þetta er dapurlegt, en svona er það samt. Ég á líka erfitt með að stofna heimili með konu, því ég hef nánast ekkert að bjóða henni og vrði auk þess aldrei heima. Ég er satt að segja ekki vinsæll hjá kvenþjóðinni, það er eins og ég falli ekki að nútíma kröfum kvenna. Ég kann ekki að klæða mig eftir tískunni og marijuana og allt það fer bara í taugarnar á mér. Mér er ljóst, að ég er þversum og hundleiðinlegur, bý í lítilli íbúð og skulda meiri hlutann af henni. En mig langar til að kvænast. Ekki virðist hann þó gjörsam- lega heillum horfinn í kvennamál- um, því árið 1973 eignaðist hann dóttur en neitaði árum saman að kannast við hana.Málið kom fyrir dóm og fyrir aðeins þremur árum var Frank dæmt faðernið. Nú getur telpan skrifað sig Francine Sinatra án þess að neinn segi að það sé ósatt. Frank hefur einnig samþykkt að greiða með öðru barni, dreng að nafni Francis, sem önnur kona fæddi fyrir níu árum. Þetta finnst Frank eldri fullmikið af því góða. Hann hefur í sjálfu sér ekkert á móti barnabörnum, en ekki til- komnum á þennan hátt. Ef Frank Sinatra yngri á að öðlast virðingu pabba, verður snáði að gera eins og pabbi segir.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.