Tíminn - 11.09.1987, Side 11

Tíminn - 11.09.1987, Side 11
Föstudagur 11. september 1987 Tíminn 11 ÍÞRÓTTIR íslandsmótið í knattspyrnu, 2. deild: Dregur til tídinda - Þróttur og Leiftur leika fyrri úrslitaleik deildarinnar í kvöld Þróttur Reykjavík og Leiftur Ólafsfiröi leika í kvöld fyrsta leik lokaumferðar íslandsmótsins í knattspyrnu, 2. deild. Leikurinn ræður úrslitum um hvort þessara liða leikur í 1. deild að ári en leikar geta reyndar farið svo að hvorugt þeirra komist upp. Staðan á toppi 2. deildar er ótrúlega margslungin og ræðst ekki cndanlega fyrr en eftir leik Víkinga og Selfyssinga á sunnu- daginn hver af þcssum fjórum liðum það verða sem hreppa 2. deildarsæt- in tvö. Það voru Leiftursmenn sem höfðu betur þegar liðin áttust við í fyrri umferðinni, skoruðu þrjú mörk gegn engu á mölinni fyrir norðan. Að- stæður eru .allar aðrar núna, leikið verður á heimavelli Þróttara við Sæviðarsund þar sem er gras og að auki mun stærri völlur en á Ólafs- firði. Hvort það kcmur Þrótturum til góða kemur í ljós þegar leikurinn hefst í kvöld kl. 18.00 en hitt er víst að bæði lið leggja allt í sölurnar til að sigra. Forráðamenn beggja liða voru þokkalega bjartsýnir þegar Tíminn hafði samband við þá í gær og eins og Gunnlaugur Jóhannsson stjórnar- maður í knattspyrnudeild Þróttar orðaði það þá „þýðir ekkert annað en að vinna þó við séum kannski' svolítið smeykir. En við ætlum að vinna.“ Þorsteinn Þorvaldsson for- maður knattspyrnudeildar Leifturs tók í sama streng en bætti því við að Leiftursliðið væri rey ndar þegar búið að ná takmarki sínu í sumar sem hefði upphaflega verið að halda sæti sínu í 2. deild. í Þróttarliðið vantar nokkra fasta- menn, Sigurður Hallvarðsson aðal Fjórðungur bæjarbúa kemur Af samtölum Tímans við Ólafs- firðinga í gær má ráða að mjög margir heimamanna ætla að bregða sér suður yfir heiðar til fylgjast með síðasta og mikilvæg- asta leik Leifturs á keppnistíma- bilinu. Búist er við að ríflega fjórði hver bæjarbúi af um 1200 Ölafsfirðingum hyggist leggja leið sína suður og fylgjast með leiknum við Þrótt á grasvellinum við Sæviðarsund í Reykjavík. Svo rammt hefur kveðið að áhuga knattspyrnuáhangenda á Ólafs- firði að jafnvel vanfærar konur á síðasta degi meðgöngunnar hala þurft mildar fortölur til sitja heima, á meðan „strákarnir keppa við Þrótt“. En það eru fleiri sem ÆTLA SUÐUR. Nokkuð hefur verið um frí í vinnu og einstaka menn hafa selt veiðileyfin sín svo eitthvað sé nefnt. Veðurguðirnir eru Ólafsfirð- ingum ekki hliðhollir, ef marka má hvernig viðraði í gær fyrír norðan. Aurskriður og grjóthrun í Múlanum var svo mikið að vegagerðarmenn réðu ekki við neitt. Rigningar svo líktist synda- flóðinu leystu jarðveg og björg úr Ólafsfjarðarmúlanum svo buldi á vegarstæðinu. Ekki þurfa leik- menn Leifturs þó að örvænta um áhangandaleysi í kvöld, þar sem Lágheiðin yfir í Fljót er fær og ætli menn sér, komast þeirsuður. Ólafsfirðingar eru þekktir fyrir að láta í sér heyra á vellinum og verður svo ábyggilega i kvöld þegar þessi tvö ágætu lið leika í Reykjavík til úrslita um fyrstu- deildarsæti að árí. -ES markaskorari liðsins er í leikbanni og þeir Nikulás Jónsson og Atli Helgason eru meiddir. Forráða- menn Þróttar höfðu samband við Pál Ólafsson sem lék nokkra leiki með Þróttarliðinu í fyrra áður en hann snéri sér alfarið að handboltan- um í Þýskalandi. Ekki varorðið ljóst þegar þetta er skrifað hvort Páll kæmist til leiks en það átti að komast á hreint seint í gærkvöldi. Koma Páls gæti orðið Þrótturum styrkur og þá kannski allt eins mikill andlegur styrkur. Leiftursmenn mæta til leiks með sitt sterkasta lið, eitthvað er um smávægileg meiðsl en enginn fasta- maður frá vegna þeirra. Leikurinn hefst sem fyrr sagði kl. 18.00 á Þróttarvellinum og þarf varla að efast um að áhorfendur verða fjöl- margir, Ólafsfirðingar og Þróttarar auk Selfyssinga og Víkinga því úrslit þessa leiks skipta þá einnig miklu máli. -HÁ Staðan í 2. deild Víkingur.................... 17 10 2 5 32-24 32 Leiftur .................... 17 8 5 4 30-21 29 Selfoss..................... 17 8 5 4 33-25 29 Þróttur..................... 17 9 1 7 34-29 28 UBK......................... 17 8 2 7 29-21 26 ÍBV......................... 17 6 5 6 30-28 23 ÍR.......................... 17 7 4 6 30-28 25 KS ......................... 17 6 4 7 27-29 22 Einherji ................... 17 5 4 8 19-30 19 ÍBÍ ........................ 17 2 0 15 20-49 6 Ólafsfirðingar voru kátir um þetta leiti í fyrra en þá sigruðu þeir í 3. deildinni. Nú er sú staða komin upp að þeir geta sigrað í 2. deildinni en 4. sætið er jafn stutt undan og ræðst ekki fyrr en á sunnudag hvað úr verður. Körfuknattleikur, EM í Sviss: „Erum tilbúnir í slaginn á móti danska landsliðinu“ - Segir Einar Bollason landsliðsþjálfari. íslendingar töpuðu fyrsta leiknum stórt eins og var reyndar búist við íslenska landsliðið í körfuknatt- leik tapaði fyrir franska landsliðinu með 63 stigum gegn 104 í fyrsta leik liðanna á EM í körfuknattleik í Sviss í gærkvöldi. Fyrirfram var búist við álíka úrslitum þar sem franska liðið er mjög sterkt, hefur t.d. keppt bæði á heimsmeistaramóti og ólympíu- leikum og var Einar Bollason lands- liðsþjálfari alls ekki óhress eftir leikinn. „Við ákváðum strax og við sáum hvernig leikurinn myndi þróast að hvíla okkar sterkustu menn,“ sagði Einar. „Pálmarspilaði til dæm- is í 12 mínútur og ívar 13 svo leikurinn hvíldi að mestu á herðum varaliðsins." Jón Kr. Gíslason var stigahæstur íslensku leikmannanna í gærkvöldi með 13 stig, Guðni Guðnason og Birgir Mikaelsson gerðu 10 stig hvor og Jóhannes Kristbjörnsson 8 en aðrir minna. Það segir kannski ýmis- legt um uppstillingu liðsins að Pálm- ar Sigurðsson og Torfi Magnússon skoruðu hvorugur stig. Danir og Svisslendingar léku einnig í gærkvöldi og fóru leikar svo að Svisslendingar gerðu 93 stig gegn 86 stigum Dana. Þær tölur gefa þó varla rétta mynd af leiknum, yfir- burðir Svisslendinga voru meiri en það og fór munurinn mest í 23 stig. Svisslendingar voru yfir allan tímann og eru með sterkara lið en reiknað var með. í liði þeirra eru m.a. tveir Bandaríkjamenn sem hafa fengið svissneskan ríkisborgararétt. fslenska liðið leikur gegn því danska á morgun. „Leikurinn við Danina er leikur sem stendur allt og fellur með. Við eigum með góðum leik að geta unnið þá, spurningin er bara hvort liðið hittir á góðan dag,“ sagði Einar. „Liðið er í sjálfu sér mjög tilbúið, sigurinn gegn Belgum um daginn var mjög góður móralskt séð og þessi leikur í dag hafði engin áhrif á okkur, við vissum alveg að hverju við gengum þar. Við erum alveg tilbúnir í slaginn á móti Dönum, þeir þurftu að spila hörkuleik en okkar menn koma hvíldir í slaginn," sagði Einar Bolla- son að lokum. Tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram í aðalkeppnina en í riðlinum leika eins og að ofan má sjá íslend- ingar, Frakkar, Danir og Svisslend- ingar. -HÁ Guðni Guðnason skoraði 10 stig gegn franska landsliðinu. Molar Gunthör fær verðlaunin sín aftur Svissneski hcinismethafinn í kúluvarpi karla, VVerner Gúnthör, fær nýjan verðlauna- pening fyrir sigurinn i greininni á HM í Róm. Vcrðlaunapeningn- uin sem hann fékk á mótinu var stolið rétt áður en hann hélt heim til Sviss en aðstandendur mótsins hafa lofað að útvega Gúnthör nýjan og jafn góðan verölauna- pening. Sá „gainli“ hefur ekki fundist þrátt fyrir leit lögreglu og öryggisvarða. Wentzyfirí nýja grein V-Þjóðverjinn Sigfried Wentz, silfurverðlaunahafi í tugþraut á HM í Róm hefur keppni í nýrri íþróttagrein síðar í þessum inán- uði. Wentz hyggst keppa ásamt þremur öðrum á bobsleða og bendir allt til þess að hann keppi fyrir þjóð sína á vetrar- jafnt sem sumarólympíuleikunum á næsta ári. Fyrsta keppni Wentz á fjög- urra manna bobslcöa verður í Königssee 27. september. Stýri- maður sleðans verður Hans Ang- erer sem hlaut bronsverðlaun í greininni á heimsmeistaramóti unglinga í fyrra. Styrkur og hraði tugþrautar- manna er velþeginn í bobslcöa- keppni því ýta þarf sleðanum af stað af sem mestum krafti. Þess má geta að a-þýsku ólympíu- og heimsmeistararnir í bobsleða- keppni, Wolfgang Hoppe og Di- etmar Schaucrhammcr eru báðir fyrrum tugþrautarmcnn. Fjölþrauta- mót hjá HSK Héraðssambandið Skarphéð- inn (HSK) heldur um helgina fjölþrautamót í frjálsum íþróttum og fer keppnin fram á Selfossi. Mótið hefst ki. 13.30 laugardag Qg sunnudag og verður keppt í sjöþraut kvenna og tugþraut karla. Hópferð Blika í tilefni af fyrsta Evrópuleik Brciðabliks í handbolta hefur stjórn félagsins ákveðiðxað efna til hópferðar á leikinn við HIK í Danmörku. Farið verður föstu- daginrt' 25. september og komið til baka mánudaginn 28. Áætlað- ur kostnaður við ferðina' er kr. 20.000.- Innifalið í því er flugfar, hótelgisting, miði á leik og ferðir til og frá hótcli á leikstað. Skráning í ferðina fer fram á skrifstofu Brciðabliks í síma 43699 að degi til, eða hjá Helgu Jóhannsdóttur í síma 44161 ,um kvöld og helgar. Væntanlegir þátttakcndur eru bcðnir að skrá sig fyrír miðvikudaginn 16. sept- ember.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.