Tíminn - 16.09.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.09.1987, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 16. september 1987 Tíminn 7 Reykjavík: Færri í Háskóla nn Stúdentar sem skráðir eru í Há- skóla Islands nú á haustönn 1987 eru alls 3906, þar af 2056 konur og 1850 karlar. Heildarfjöldi nem- enda á haustönn síðasta ár var 4365. Reiknað er með að um 300 eldri ncmcndur eigi enn eftir að skrá sig en þrátt fyrir það munu færri nemendur stunda nám í H.í. í vetur en síðasta vetur. Nýnemar á þessu hausti eru 1484 en á haustönn síðasta ár voru 1767 nýnemar, svo greinileg fækkun er á nýnemum í skólann. Skýringa á þessari fækkun í H.í. er einna helst að leita í öðrum skólum sem komnir eru á háskóla- stig, svo sem tölvunarfræði í Versl- unarskólanum og Háskólanunt á Akureyri. Pess má geta að á árinu 1967 fæddust 267 færri börn heldur en árið 1966 en árgangurinn frá 1967 er sá aldur sem líklegastur er til að hefja nám í H.í. f haust miðað við að halda beint áfram námi í háskóla eftir meiintaskóla- nám. Þar að auki má búast við að einhverjir sem cru á vinnumarkaði þctta árið vegna vonar unt skatt- leysi hyggi á háskólanánt næsta vetur. Ef það reynist rétt gæti fjölgað hressilega í skólanum næsta vetur. Áþreifanlegasta dæmið um fækkun nýnema í Háskóla íslands er tölvunarfræði í Raunvísinda- dcild en í fyrrahaust sóttu 125 nýnemar nám í deildina. í haust hafa 58 nýnemar hug á tölvunar- námi í deildinni. Þar hlýtur skýringanna m.a. að vera að leita í tölvunarfræði Verslunarskólans. 97 nýnemar voru í hjúkrunarfræöi í fyrrahaust en núna sækja 63 um nám í hjúkrunarfræði, en í Há- skólanum á Akureyri er einmitt boðið upp á námsbraut í hjúkrun- arfræðum. Töluverð fækkun er í tannlæknadcild, í byggingar- og rafmagnsverkfræði svo og efna- vcrkfræði en heldur hcfur fjölgað í byggingaverkfræði. Erlendum stúdcntum sem hug hafa á að læra íslensku hefur cinnig fækkað um rúmlega hclming, frá 48 nýnemum síðasta haust í 21 þetta haust. AIIS £8» ' .V.\ i ^RVkeoo tAHVTQht ’sWboo fÁSKAULMm 11 ára reglugerö úr gildi: Endurbættar reglur um merkingu matvæla fituminna o.s.frv." sagði Jón Gísla- son, deildarráðunautur hjá Holl- ustuvernd ríkisins, en þar hafa menn síðastliðna mánuði verið að vinna aö nýrri reglugerð um merkingu um- búða fyrir matvæli. Fyrri reglugerð er um margt úrsér gengin, enda orðin 11 ára gömul. Ákvæðin hafa að niörgu leyti verið frekar takmörkuð og ekki tekið á öllum þáttum varðandi merkingar. “Til dæmis hafa ekki verið til beinar reglur um það hvernig merkja á næringargildi. ekki til reglur um hugtökin, eins og fituminna, lítið salt og þ.h., sama má segja um nterkingu aukaefna. Síðan eru að koma inn nýjar reglur um dagsetn- ingar t.d. eins og merkingin „best fyrir“ sem að vísu hefur verið veitt undanþága til að nota í vissum tilvikum" sagði Jón ennfremur. Drögin að nýju reglugerðinni hafa verið til umsagnar hjá heilbrigðis- fulltrúum sem hafa skilað inn at- hugasemdum sínum. Drögin liggja nú til umsagnar hjá rannsóknar- stofnunum og hagsmunaaðilum, en þeir skila inn athugasemdum sínum fyrir 10. október. Því má búast við að endanleg drög að reglugerðinni liggi fyrir í októberlok. - SÓL Blómaval í Reykjavík hcfur stofnað Póstverslun og hcfur þegar hafið drcifingu utan höfuðborgarsvæðisins á litprentuðum pöntunarlista á haust- laukum. Listinn innihcldur 58 tcgundir haustlauka auk leiðbeininga um ræktun þeirra og er gefinn út í 40 þúsund eintökum. Póstur og sími sér um dreifingu listans. %XSILAUKAR mmi O f) E^ZVERSLIIM Blómaval: Póstverslun með blóm Vetur konungur knýr á dyr Eftir fádæma gott sumar er vetur konungur nú farinn að knýja á dyr, stax um miðjan september. Árris- ulum Sunnlendingum brá í brún í gærmorgun þegar þeir litu út um gluggann því þá lá nær sjö sentí- metra jafnfallinn snjór yfir jörð- inni. Hann tók þó upp þegar líða fór á morguninn. Það sama var uppi á teningnum í lágsveitum Borgarfjarðar, þar var hvít jörð um stund snemma í gærmorgun, en jörð tók fljótt að grána og þessi fyrsti vottur vetrarins hvarf skjótt á braut. Þá hefur snjóað allnokkuð á heiðum víða og í fjöll, til að mynda er Esjan orðin hvít niður í miðjar hlíðar. Vegagerðin hefur nú dustað sumarrykið af snjóruðn- ingstækjunum því það gerði él á Hellisheiði í fyrrakvöld og fyrrinótt svo vegagerðin þurfti aðeins að taka þar til í gærmorgun. - HM „Þetta eru drög að nýrri reglugerð um merkingar untbúða fyrir mat- væli. Um er að ræða almennar reglur um merkingar, eins og t.d. geymslu- þolsmerkingar, geymsluskilyrði, innihaldslýsingar, nettóþyngd og frávik þar um, næringargildi og hug- tök eins og sykurlaus, koffeinlaus, Borghreppingar fá vatn úr Borgarnesi RF og Hafró: Opið hús I tilefni af hálfrar aldar afmæli rannsókna í þágu atvinnuveg- anna verða rannsóknastofnanir sjávarútvegsins, Hafrannsókna- stofnun og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins opnar almenningi frá klukkan 10 - 16 föstudaginn 18. september nk. Þann dag, árið 1937, tók At- vinnudeild háskólans til starfa í nýju húsnæði á háskólalóðinni. Atvinnudeildin skiptist í Fiski- deild, Iðnaðardcild og Búnaðar- deild. Með lögum frá 1965 var Atvinnudeild háskólans lögð niður, en Rannsóknastofnanirat- vinnuveganna tóku við hlutverki hennar. Á föstudagin kemur munu starfsmenn Hafrannsóknastofn- unar og Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins taka á móti gestum í anddyrinu að Skúlagötu 4 og sýna þeim stofnanirnar og skýra þá starfsemi sem þar fer fram í máli og myndum. - SÓL Ef vel 'gengur ætti einhvers staðar að heyrast í vatni um mánaðamótin" sagði Þórólfur Sveinsson á Ferj- ubakka í Borgarhreppi í Mýrasýslu en þar er verið að leggja vatnsveitu frá Borgarnesi á jarðirnar milli Holts og Eskiholts, alls þrettán bæi. Þórólfur sagði að á þessum jörð- um hefði vatnsskortur verið viðvar- andi vandamál þegar þurrkar hafa gengið og eins á frostaköflum yfir veturinn. Ástandið haustið 1985 hefði verið slæmt, en í sumar hafi allt keyrt um þverbak og ástandið verið verra en nokkru sinni. Því hefði verið nauðsyn að leysa þetta vandamál. Borghreppingar fá vatnið úr vatnsgeymum Borgnesinga sem dæla því úr jörðu á Seleyri við Borgarnes. Vatnið er látið renna upp að Holti í safntank sem þar er og síðan er því dælt á bæina. Borghreppingar sjá síðan sjálfir um að halda þrýstingi á kerfinu innan hreppsins. Kostnaður við verkið mun verða liðlega fjórar milljónir króna og sagði Þórólfur þá Borghreppinga vonast til þess að með þessum fram- kvæmdum verði vatnsmál í hreppn- um leyst til frambúðar. - HM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.