Tíminn - 22.09.1987, Page 3

Tíminn - 22.09.1987, Page 3
Þriðjudagur 22. september 1987 Tíminn 3 Ellefu þúsund manns á sjávarútvegssýninguna íslenska sjávarútvegssýningin, sem hófst á laugardaginn, hefur tekist mjög vel, og hafa ellefu þúsund manns þegar séð sýning- una. Sýningaraðilar eru 460, þar af 130 íslenskir, og er sýningarsvæðið rúmir 5.400fermetrar. Laugardals- höllin ein rúmaði ekki slíka stór- sýningu, og því voru reist tvö risatjöld við hlið hennar, auk úti- sýningarsvæðis. Við opnun sýningarinnar var margt fyrirmenna, svo sem Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð- herra, kollegi hans frá Danmörku, Lars P. Gammelgaard, Davíð Oddsson, borgarstjóri, borgar- stjórinn í Grimsby, borgarstjórinn í Hull, Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra og Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, auk fjölda annarra gesta. Fjölbreytileikinn á sýningunni er með ólíkindum. Tíminn kom við á sýningunni og skoðaði. í bás C40 er Marel. Þar er kynnt athyglisverð nýjung. Það er eitt fjölhæfasta skipaflokkunarband sem um getur, og er að öllum líkindum hið eina sinnar tegundar í heiminum. Það er tölvustýrt og flokkar fiskinn eftir þyngd í hvaða veðri sem er. Auðvelt er að stilla flokkunarmörk og miða við kíló, grömm, pund eða únsur. Þar að auki getur það flokkað í skammta og er skammtastærðin stillanleg fyrir hvern flokk. Fjöldi, meðal- þyngd stykkja og heildarþyngd í flokki er skráð sjálfvirkt, einnig nafn hráefnis í flokkunarhóp og heildarþyngd. ■ Skipaflokkunar- bandið annar allt að 60 stykkjum á mínútu á sjó og er alíslensk hönnun, allt frá smíði til hönnunar hugbúnaðar. Flokkunarbandið er mjög nýtt. Síðustu hlutarnir runnu saman í síðustu viku og er það til sýnis og reynslu á sýningunni. Verðið er lágt, aðeins 1,5 milljónir. Tækið cr tengt við PC tölvu, eða lyklaborð. Marel býður einnig upp á mikið úrval voga, frystihúsakerfa, flokk- unarvoga, fiskateljara, stýriein- inga, netstöðva og skráningar- stöðva. Á sjávarútvegssýningunni í gær voru m.a. þrír franskir herramenn að kynna sjávarútvegssýningu i Frakklandi á næsta ári. Þetta voru þeir Remoleux, forseti Verslunar- ráðs Boulogne, Lengagne, fyrrver- andi sjávarútvegsráðherra Frakk- lands og núverandi borgarstjóri Boulogne, og Le Boucq. Þessir menn eru allir í lykilstöðum í borginni Boulogne, sem er nyrst í Frakklandi. I máli þeirra kom m.a. fram að sýning þeirra yrði talsvert stærri en þessi. Færi hún fram í stóru vöruhúsi við höfnina, sem er 10.000 fermetra stórt og verður lögð mikil áhersla á hlið sjávar- afurðanna. Þ.e.a.s. hvað verður um fiskinn, hvernig hann er unninn og í hvernig vélum. Sögðu þeir tímasetninguna á sýningunni mjög góða, enda hraðar og miklar tækni- framfarir í gangi í Boulogne núna. Boulogne er mesta sjávarút- vegspláss Frakklands. 250.000 tonn af alls kyns fiski fara þar um á ári hverju, þaraf 85.000 tonn sem veidd eru af frönskum bátum. Þeir sögðu ísland mjög mikil- vægt land fyrir franskan fiskiiðnað, enda keyptu þeir nokkuð magn af íslenskum fiski. Stefnt er að árið 1988 flytji Frakkar inn 30.000 tonn af fiski frá íslandi. Bentu Frakk- arnir á að Boulogne gæti orðið mikilvægur söluaðili fyrir íslenskan fisk, enda lykilstaður fyrir sölu til Suður Evrópu. Á sýningunni hefur berlega komið í ljós hversu ísland cr mikil- vægt og stórt land í sjávarútvegi. Mikill áhugi erlendis hefur verið á sýningunni og hingað hafa komið erlendir kaupendur og sjómenn, gagngert til að skoða þróun ís- lensks sjávarútvegs. Næsta sjávarútvegssýningin verður haldin eftir þrjú ár, eða árið 1990. lslensku sjávarútvegssýningunni lýkur á morgun. -SÓL Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra opnaði sýninguna á laugardaginn og er ræða hans birt hér í blaðinu. Þrír borgarstjórar mættu á sjávarútvegssýninguna, borgarstjórarnir í Reykjavík, Hull og Grimsby. Fór vel á með þeim féiögunum og fylgdust þeir að mikinn hluta sýningarinnar. EUROPt'S FOOD TOWN matvæia bær evropu RIMSB REAT Þorsteinn Páisson spurði margs um vélarnar á sýningunni og sýndi málinu mikinn áhuga. Ekki fylgir þó með um hvað Þorsteinn var að spyrja. Mikil sala er á tækjum á sýningunni. Seldur, seldur, seldur, stendur á hverju tækinu á eftir öðru. Af þremur krönum til sýnis hjá Gróttu, var aðeins einn eftir óseldur. Þú getur kannski keypt hann í dag!

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.