Tíminn - 22.09.1987, Side 7

Tíminn - 22.09.1987, Side 7
Þriðjudagur 22. september 1987 Tíminn 7 Ný saga frá Sögufélaginu Ný saga nefnist nýjasta afurð Sögufélagsins sem fyllir 75 árin um þessar mundir. Ný saga er í raun skilgetið afkvæmi tímaritsins Sögu sem Sögufélagið hefur gefið út í um aldarfjórðung og þjónað liefur sem ' mikilvægur vettvangur íslenskrar sagnaritunar á undanförnum áratug- um. En nýir tímar kalla á ný form og má segja að Ný saga sé barn nýs tíma. Tímaritið er mjög vandað að allri gerð, skemmtilcga uppsett og myndskreytt, og ætti því að eiga ntun greiðari leið til almennings en sagnfræðirit hafa hingað til átt. Þó er í Nýrri sögu engu slakað á þeim ströngu kröfum sem gerðar eru til sagnfræðinga við ritun sagnfræði- legra greina. í meginatriðum má segja að Ný saga skiptist í tvo hluta. Annars vegar eru sjö sjálfstæðar greinar sem fjalla um hin ýmsu efni og hins vegar sjö þættir sem reiknað er með að verði fastir liðir í ritinu. „Irskur svikari ræðismaður á ís- landi" nefnist grein sem Anna Agn- arsdóttir ritar í Nýja sögu og fjallar greinin um alræmdan írskan svikara, Thomas Reynolds að nafni, en hann var ræðismaður Breta hér á landi á árunum 1817-22. Ragnheiður Mósesdóttir rær á önnur mið í grein sinni um Gloucest- ermenn í lúðuleit. Þar veltir hún fyrir sér tildrögum þess að sjómenn frá Gloucester í Massachusetsfylki í Bandaríkjunum héldu til íslands til lúðuveiða á síðustu tveimur áratug- um 19.aldar. Gunnar Þór Bjarnason fjallar um viðhorfin til dauðans á síðari öldum í greininni „En þegardauðinn kemur svo sem ein voldug hetja...“ „Á Heimdalli 1898-varðgæsla og veisluhöld" segir frá varðskipinu Heimdalli við Island sumarið 1898. Það er Heirnir Þorleifsson sem ritar þá grein. Olafur Ásgeirsson fjallar um nafna sinn Ólaf Friðriksson og hug- myndir hans á nýstárlegan hátt í greininni „Ólafur Friðriksson og Krapotin fursti". Már Jónsson ritar grein er nefnist „Konur fyrirgefa körlurn hór" og Helgi Þorláksson á grein í ritinu sem hann kallar „Að vita sann á sögunum. Hvaða vitn- eskju geta íslendingasögurnar veitt um íslenskt þjóðfélag fyrir 1200". Hinir sjö þættir sem fyrirhugað er að verði fastir liðir í Nýrri sögu eru ekki síður fjölbreyttir en þær greinar sem að ofan eru taldar. Fyrst skal nefna þáttinn Sjónarhóll en í honum kynnir þekktur íslendingur viðhorf sín til sögu og sagnfræði. Það er Indriði G. Þorsteinsson sem ríður á vaðið og kallar grein sína „Eigi skal höggva". Næst skal nefnt viðtal sem að þessu sinni er tekið við Kirstcn Hastrupniannfræðiprófessorvið Ár- ósarháskóla og nefnist „Sagntræði felur ekki í sér einn sannleik". Þá er þáttur er nefnist Skiptar skoðanir en í honum eru kallaðir til sérfræðingar sem lýsa skoðunum sínum á ýmsum álitamálum innan sögunnar. í þetta sinn skiptast þeir Guðmundur Jóns- son og Gunnar Karlsson á skoðunum á nýstárlegri túlkun Guðmundar Hálfdánarsonar á sjálfstæðisbaráttu íslendinga á 19. öld. í þættinum Sjón og saga verður rýnt í myndefni af ýmsu tagi og reynt að gera grein fyrir heimildagildi þess. í þættinum Af bókum er rætt um bækur sem eiga sér einhver sameig- inleg einkenni. Það er Helgi Skúli Kjartansson sem fjallar um íslenskar ævisögur sem komu út fyrir stðustu jól og einkenni þeirra. Þá verður í ritinu þáttur er nefnist Afmæli og er í ár þess minnst að 600 ár eru liðin frá ritun Flateyjarbókar. Það er Ólafur Halldórsson sem minnist þessa og nefnir hann grein sína „Af uppruna Flateyjarbókar". Loks er að ncfna Póstinn, en honum er ætlað að taka vð stuttum bréfum frá les- endum Nýrrar sögu. Ný saga mun koma fyrri hluta ár hvert. Hún verður send öllum félags- mönnum Sögufélagsins, auk þess sem hún verður til sölu í bókabúð- urn. Saga, hið hefðbundna tímarit Sögufélagsins mun hér eftir sem áður fyrr koma út fyrri part vetrar. -HM Sagnfræðingarnir Ragnheiður Mós- esdóttir og Helgi Þorláksson með Nýja Sógu hið glæsilega tímarit Sögufélagsins. Hrossaflutningaskipiö kemur 10. október: Sláturhross vantar til að fylla skipið Hrossaflutningaskipið „Frisian Express" sem Félag hrossabænda og búvörudeild SÍS hafa tekið á lcigu hingað til lands tvisvar á ári er nú væntanlegt í seinni ferð sína á þessu ári. Skipið kemur til Þorlákshafnar á tímabilinu 10. til 15. október og cr áætlað að um 100 til 150 reiðhross fari með skipinu til þriggja hafna erlendis, þ.e. til Fredrikstað í Nor- egi, Esbjerg í Danmörku og Gent í Bclgíu. Skipið tekur hins vegar 450 hross. Til þess að flutningur á reið- hrossum borgi sig þarf samhliða að flytja út hross sem slátrað er erlend- is. Nú þegar er búið að tryggja sölu á 300 sláturhrossum en töluvert vantar enn á að hrossaeigendur hafi pantað pláss í skipinu fyrir sláturhross. Fáist ekki a.m.k. 250 sláturhross er fjár- hagsgrundvelli kippt undan kornu skipsins og þar með sölu reiðhrossa til útlanda. Skilaverð fyrir sláturhross til bænda verður 15 þúsund krónur á hvert hross scm greiðist í janúar. Útflutningsbætur á sláturhross nema rúmlega flutningskostnaði hross- anna. Skilaverðið miðast við mcðal- þyngd hrossa í flokki HRI en á innlendum markaði cru þyngri hross vcrðfeild verulega en í útflutningi þessum er greitt fast verð, svo betra verð fæst fyrir þyngri hrossin með því að flytja þau út. Öll hross sem eru sex vetra eða eldri eru tekin í þennan útflutning. Útskipun hross- anna fcr fram í Þorlákshöfn, en Félag hrossabænda sér um að safna hrossunum saman fyrir útflutning og hefur umsjón með gæslu og útskip- un. Félagið hefur fengið afnot af húsnæði og jarðnæði fyrir hrossin að Kröggólfsstöðum áður en þeim er komið fyrir í skipinu. Skipið er sérstaklega útbúið sem gripaflutn- ingaskip með sérstökum stíum, loft- ræstingu og brynningartækjum og í hverri ferð fer dýralæknir sem hefur eftirlit með meðferð hrossanna. Á síðasta ári voru flutt út um 600 reiðhross til 10 landa og fengu bænd- ur samtals um 30 milljónir króna fyrir hrossin. ABS Kvikmyndahátíðin í Laugarásbíó Skuggar í paradís Varjoja Paratiisissa Finnland 1986 Leikstjóri: Aki Kaurismáki. Handrit: Aki Kaur- ismáki. Kvikmyndataka: Timo Salminen. Lengd: 76 mín. Enskur texti. Aðalhlutverk: Matti Pellonpaa, Kati Outinean, Saku Kuosm- anen, Esko Nikkari. Framleiðandi: Villealfa Filmproductions Oy. Dreifingaraðili: Christa Saredi, Sviss. Hátíðir: Cannes og Rimini. Skuggar í paradís fjallar um tvo lánleysingja sem fella hugi saman. Hann er öskukarl en hún vinnur á peningakassa hjá stórverslun. Þau eiga það sameiginlegt að vinna störf sem ekki skipa háan virðing- arsess í þjóðfélaginu. Hann hefur alla tíð íeitað huggunar-t mynda- sögubókum og þess vegna farið á mis við margú sem samfélagið hefur uppá að bjóða. En líkt og margir sem vinna skítastörf er hann stoltur af starfi sínu. Það verður ekki farið nánar útí sögu- þráðinn hér. Leikstjórinn Aki Kaurismáki, sem jafnframt er einn af gestum kvikmyndahátíðarinnar hefur sagt um mynd sína að hún sé um fólk sem verður undir í samfélaginu, nauðsyn ástarinnar og líka um auðmýkingu, sjálfsvirðingu og stolt. Þetta sé hans tilraun til þess að gera ástarsögu með boðskap. Aki gerði sína fyrstu mynd í fullri lengd 1983. Það var ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur því meistaraverk Dost- oévskís, Glæpur og refsing, var viðfangsefnið. Myndin fékk ágætar viðtökur bæði heima og erlendis. Skuggar í paradís er þriðja mynd hans, en hann er um þessar mundir að ljúka við mynd um Hamlet. Skuggar í paradís var kosin besta myndin í Finnlandi 1986, sem er mjög góður árangur, því Finnar framleiða 18-20 myndir á ári hverju. Þá var myndin einnig valin á kvikmyndahátíðina í Cannes í sömu dagskrá og Atómstöðin var í um árið. Gríptu gæsina Eat the Peach írland 1986 Leikstjóri: Peter Ormrod Handrit: Peter Orm- rod og John Kelleher Kvikmyndataka: Arthur Wooster. Lengd: 95 mín. Aðalhlutverk: Eamon Morrissey, Stephen Brennan, Catherine Byrne, Niall Toibin, Joe Lynch, Tony Doyle. Framleiöandi: Stongbow Film & Television Prods with Film Four Int. Dreifingaraöili: Strongbow Film. Hátíöir: Edinburgh, Taormina, Cannes, Ve- vey, Telluride, Toronto. Vinnie og Arthur mági hans líkar illa deyfðin og aðgerðarleysið í írskum smábæ, norður undir landamærunum. Þá dreymir um betra líf. Kvöld eitt, eftir að hafa sé Presleymyndina Roustabout, ákveða þeir að freista gæfunnar og byggja eigin „vegg dauðans", tunnulaga byggingu, hvar halda skal glæfralegar mótorhjólasýning- ar. Eftir því sem áhugi þeirra vex, minnkar í buddunni og til að fjármagna fyrirtækið hefja þeir störf hjá smyglkóngi héraðsins og taka að sér að flytja áfengi. mynd- bönd og búpening yfir landamærin. Fylgja þessari aukabúgrein skæð eftirköst fyrir alla viðkomandi. En eftir ýmiskonar óhöpp kemst „veggur dauðans" upp, en draum- urinn reynist skýjaborgir. Ári síðar hafa þeir félagar þó endurheimt bjartsýnina og ævin- týraþrána; nú á að leggja í nýtt og enn tvísýnna fyrirtæki! Eat the Peach er kvikmynd um seinheppna bjartsýnismenn, ósviknar hversdagshetjur. Sýning- arbyggingin er myndlíking þess að standa fast á að vera maður sjálfur og tjáning einstaklingseðlisins. Myndin snýst um leitina að frjáls- ræði og óbugandi kjart er endur- nýjaðar vonir taka við af mistökum og brostnum draumum. Markleysa Insignificance Bretland 1985 Leikstjóri: Nicolas Roeg. Handrit: Terry Johnson. Kvikmyndataka: Peter Hannan. Hljóö: Paul Le Mare. Tónlist: Stanley Myers. Lengd: 109 mín. Aðalleikendur: Theresa Russell, Michael Emil, Tony Curtis, Gary Busey. Framleiöandi: Zenith Productions, ásamt Recorded Picture Company. Dreiting- araðili: Palace Pictures. New York, mars 1954. Á sama tíma og frægur prófessor situr á Roosevelt-hótelinu og gruflar yfir reiknivélinni sinni, er jafnfræg kvikmyndaleikkona á götunni fyrir neðan að berjast við gust í lestar- göngum, sem vill feykja upp kjól- gopanum hennar fyrir framan myndavélar og forvitna áhorfend- ur. Um leið og atriðinu er lokið hverfur hún af vettvangi og skilur Þriðjudagur 22. september Salur A Kl. 15.00 Heimili hinna hugrökku Kl. 17.00 Markleysa (Insignificance) Kl. 19.00 Markleysa (Insignificance) Kl. 21.00 Markleysa (Insignificance) Kl. 23.00 "Markleysa (Insignificance) eftir eiginmann sinn, boltaleikar- ann, en hann fer inn á næsta bar, þar sem frægur þingmaður situr hugsandi yfir glasi sínu. Þingmað- urinn fer að hitta prófessorinn og reynir að fá hann til að mæta fyrir nefnd, sem er að rannsaka hugsan- lega byltingu kommúnista. Leikkonan birtist skyndilega og segir að einhver sé að elta sig. Hún dregur fram nokkur leikföng og útskýrir afstæðiskenninguna fyrir prófessornum. Insignificance er byggð á leikriti Terry Johnsons um hugsanlegan fund Albert Einsteins, Marilyn Monroe, Joe DiMaggio og Joseph McCarthy. En er myndin um það? Eins og í öllum öðrum myndum Roegs er ekki allt sem sýnist og undir yfirborðinu leynast spurning- ar og samlíkingar í svo stóru sam- Salur B Kl. 15.00 Gríptu gæsina (Eat the Peach) Kl. 17.00 Sagan um virkiö Súram Kl. 19.00 Genesis Kl.21.00 Rosso Kl. 23.00 Skuggar í Paradís hengi að oft verður fátt um svör. Því hefur þó verið haldið fram að Insignificance sé auðskildasta verka Roegs. „Boðskapur" leik- ritsins hefur verið virtur, þ.e. að ábyrgðin á þeim kröftum, sem stjórna alheiminum er of mikil fyrir þá, sent vilja stjórna þeim eða eru beðnir um það; að frægðsé trú, þar sem hinir frægu eru að ósekju gerðir að guðum, í stað þess að opna hinum trúuðu leiðina til guðs. Roeg: „Ég las einhvers staðar skemmtilega óskiljanlega setn- ingu, sem var höfð eftir Einstein. Hann horfði á næturhimininn, starði inn í myrkrið og sagði svo allt í einu: „Það er eitthvað að hreyfast". Við verðum að hafa tilfinningu fyrir einhverju sem er stærra en við sjálf, við verðum að undrast og bera lotningu fyrir sjálf- um okkur. Við verðum að trúa á eitthvað annað en mátt okkar og megin. Það er þetta, sem mér líkar svo vel við titilinn; sú hugmynd að veröldin, þjóðfélagið, hafi svo lít- inn skilning á leyndardómsfullri hreyfingu hlutanna. Hann merkir ekki að „allt sé marklaust", heldur að ekkert eitt er merkilegra en annað“. Með sýningum á Eureka og Insignificance á þessari kvik- myndahátíð, er fyllt upp í það gat, sem hafði myndast hér á landi í sýningum mynda eftir Nicolas Roeg, Milli Bad Timing, sem að- eins var gefin út á myndbandi og Castaway, sem sýnd var í sumar. Salur C Kl. 15.00 Teresa Kl. 17.00 "Teresa Kl.19.00 Gríptu gæsina (Eat the Peach) Kl. 21.05 Genesis Kl. 23.00 Gríptu gæsina (Eat the Peach) *=leikstjórar viðstaddir "=síöasta sýning DAGSKRÁIN ( DAG

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.