Tíminn - 22.09.1987, Page 12
Þriðjudagur 22. september 1987
12 Tíminn .
pnnw.rinFTir.il.
- fyrirtæki meö framtíð fyrir sér
Á Hótel Húsavík ver snæddur léttur hádegisverður áður en lagt var af stað
í kynnisferðina. Hér sjást þeir að spjalli fyrir framan hótelið, frá vinstri:
Vilhjálmur Jónsson, forstjóri Olíufélagsins h/f, Guðmundur Björnsson
stjórnarformaður Árlax h/f og Jón Helgason landbúnaðarráðherra. Á bak
við þá má þekkja Ólaf B. Thors, Jafet Ólafsson, Axel Gíslason og
fréttamennina Jóhannes Sigurjónsson, ritstjóra Víkurblaðsins á Húsavík og
Ingibjörgu Magnúsdóttur, fréttaritara Dags á Húsavík.
Árlax h/f í Kelduhverfi cr seið-
aeldisstöð scm hóf starfscmi sína
fyrir tæpum þremur árum. Aöal-
eigcndur cru Samband íslcnskra
samvinnufélaga, Eimskipafélagið,
Kaupfélag Eyfirðinga, Árdtilur s/f,
Olíufélagið Esso og Olíufélagið
Skeljungur. Þá cru Kaupfélag Norð-
ur-Þingeyinga á Kópaskeri og Kaup-
félag Langnesinga aðilar að fyrirtæk-
inu svo og hrepparnir þrír við Öxar-
fjörð, Kelduncshreppur, Öxarfjarð-
arhreppurog Presthólahreppur. Alls
eru hluthafar félagsins 92.
Föstudaginn II. septcmber buðu
forráðamenn fyrirtækisins til skoð-
unarferðar að Ártungu þar sent
aðalstöövar Árlax h/f eru en einnig
var ekið til Kópaskers þar sem
fyrirtækið hefur aðstöðu til að selt-
uvenja seiðin áður en þau eru sett á
markaö.
Þátttakendur í kynnisferðinni
voru stjórnarmcnn fyrirtækisins og
fulltrúar stærstu hluthafanna, land-
búnaðarráðherra, vjðskiptaaðilar
fyrirtækisins, þingmenn kjördæmis-
ins, fulltrúiir hcilbrigöisyfirvalda,
frcttamcnn og flciri.
Frá Reykjavík var haldið í flugvél
til Húsavíkyr. Á Hótel Húsavík var
snæddur léttur hádegisverður en síð-
an ekið að sciðacldisstöð Árlax h/f í
Kelduhverfi þar sem mannvirki voru
skoöuð og fræðst um starfsemi fyrir-
tækisins.
Þaöan lá lciðin út á Kópasker og
litið á aöstöðu félagsins þar. Eftir að
drukkið hafði vcriö kaffi á Kópa-
skeri lá lciðin til baka til Húsavíkur
með viökomu í Ásbyrgi. Kynnisferð-
inni lauk st'ðan með kvöldverði á
Hótel Húsavík þar sem aðalréttur-
inn var nýr lax frá Árlax h/f.
Guðmundur Björnsson, stjórnar-
formaöur Árlax h/f kynnti fyrirtækið
og starfsemi þess. I lann gat þess aö
einmitt á þeinr stað þar sem fyrirtæk-
ið Árlax er nú hefði fyrir fjórum
áratugum veriö gerð tilraun með
silungseldi. Að henni hefðu staðið
þeir nágrannar og nafnar Þórarinn
Jóhannesson bóndi í Krossdal í
Kelduhverfi og Þórarinn Haralds-
son, bóndi í Laufási í sömu sveit.
Allt frá því að þeir félagargerðu
tilraunir sínar hafa verið að koma
fram hugmyndir um að stofna til
laxeldis á þessum stað. Þær hug-
myndir og þær áætlanir urðu ekki að
veruleika fyrr en í kring um 1980 að
um 20 einstaklingar sem fæddir voru
eða ættaðir úr Kelduhverfi keyptu
býlið Árdal og stofnuðu samvinnu-
fyrirtæki með sama nafni I. desem-
ber 1984, með það fyrir augum að
láta reyna á hvort gæði þessa vatns
sem til staðar er í volgum lindum
Litlár myndu nægja og vera æskileg
fyrir laxeldi.
Næstu ár 1980-1983 voru gerðar í
því skyni tilraunir með smáseiðaeldi.
Þær tilraunir voru taldar skila full-
nægjandi árangri. Um sama leyti
kom svo upp áhugi í þessum hópi að
láta reyna á hvort hugsanlega væri
hagkvæmt að ala lax áfram í fersku
vatni án þess áð hann gengi til
sjávar.
Það sama haust hófust fyrstu fram-
kvæmdir við að byggja upp litla
tilraunastöö til að láta rcyna á
það hvort ferskvatnscldi myndi vera
mögulegt.
Jafnframt þessurn tilraunum með
ferskvatnseldi voru gerðar áætlánir
um uppbyggingu seiðaeldisstöðvar
scnt þótti víst að grundvöllur væri
fyrir. Haustið 1985 var svo fyrsti
áfangi stöövarinnar fjármagnaður,
m.a. með láni frá Norræna fjárfest-
ingarbankanum og haldiö áfram við
þá uppbyggingu sem nú cr til staðar.
Landgæðin í Ártungu eru fyrst og
fremst fólgin í volgum og köldum
lindum. Köldu lindirnar eru um 4
gráöu hcitar en volgu lindirnar 7-14 ’
gráður. Vatninu er dælt úr þessum
lindum frá yfirborði upp í sérstaka
tanka þar sem það er loftaö en síðan
er sjálfrennsli um stöðina.
Frárennslisvatni er hleypt í sér-
stakan frárennslisstokk og rcnnur
þaðan í jarövegssíu áður en það fer
út í Litluá.
Startfóðurrými cru rúmir 200 fer-
metrar, en vatnsrýmið.sjálft er. 144
rúmmetrar. Eldisker innan húss cru
rúmir 100 rúmmetrar en tæplega
1300 rúmmetrar úti. Dæluafköst eru
samtals um 350 lítrar á sekúndu sem
virkjað hefur verið en hægt er að
auka það til muna.
Á síðasta ári keypti Árlax h/f
jörðina Lindarbrekku sem er í næsta
nágrenni. Þar eru uppsprettur Litlu-
ár og mikið í húfi fyrir fyrirtækið að
eiga hlut í þeim. Með jörðinni fylgdi
nýlegt íbúðarhús þar sem eldisstjóri
Árlax h/f, Ólafur Ólafsson býr.
Árlaxstöðin framleiddi á árinu
1986 rúmlega 80 þúsund sjógöngu-
seiði af meðalstærð um 50 gr. Voru
þau flutt út til írlands og skipað út
frá aðstöðu félagsins á Kópaskeri.
Á þessu ári hefur verið fluttur út
u.þ.b. 2 !/5 skipsfarmur seiða frá
Kópaskeri af misstórum seiðum. Fór
megnið af því til írlands en einnig
nokkuð til Noregs.
Þegar Árlax h/f flutti út fyrstu
seiðin á árinu 1986 var um það að
velja að flytja seiðin til Suðurlands
og seltuvenja þau þar eða byggja
upp aðstöðu til þcirra hluta fyrir
norðan.
Flutningur suöur hefði kostað
mikið fjármagn og var því ákveðið
að koma upp varanlegri aðstöðu á
Kópaskeri til þeirra hluta. M.a.
þurfti að hita sjó og hefur það vcrið
Þeir eru greinilega að spá í framtíð fiskiræktar við Öxarfjörð. Frá vinstri:
Guðmundur Björnsson stjórnarformaður Árlax, Björn Benediktsson,
oddviti Öxarfjarðarhrepps og stjórnarformaður Seljalax og Björn Guð-
mundsson oddviti Kelduneshrepps og varaformaður stjórnar Árlax.
Aðstaða Árlax á Kópaskeri þar sem seiðin eru sett í salt vatn áður en þeim
er skipað út. í baksýn er Snartarstaðakirkja, gamli barnaskólinn í Núpasveit
og Garður.
gert með raforku sem er kostnaðar-
samt.
Fyrir nokkrum vikum ákvað Árlax
h/f að láta bora holu við aðstöðuna
á Kópaskeri til að ná í hreinan sjó.
Tókst sú borun ágætlega. Öllum á
óvart kom þar upp 13-15 gráðu
volgur sjór sem verður að teljast
hreinn happdrættisvinningur.
Þótt enn hafi ekki farið fram
langtímadæluprófun á holunni renn-
ir þessi árangur samt stoðum undir
það að í aðstöðu félagsins á Kópa-
skeri verði hægt að byggja upp
áframeldi, eða matfiskaeldi.
Heildarfjárfesting í stöðinni,
reiknuð til núvirðis var á miðju
þessu ári 56,5 milljón krónur.
Lindarbrekkueignin reiknuð til
sama tíma er um 4 milljónir og á
Kópaskeri er uppbyggingin um 10,5
milljónir króna. Þannig að heildarf-
járfesting Árlax mun vera um 71
milljón króna. Hlutafé félagsins var
á síðasta aðalfundi 25,2 milljónir
króna.
Búháttabreyting í reynd
- 20 ársverk í fiskirækt
í Kelduhverfi
Á meðan hópurinn drakk kaffi á
Kópaskeri lýsti Björn Guðmunds-
son, oddviti Kelduneshrepps og
varaformaður Árlax h/f þeirri þýð-
ingu sem fiskeldi í Kelduhverfi hefur
haft fyrir hreppinn. en auk Árlax h/f
er ísnó h/f með mikla starfsemi þar.
Á síðasta hausti var skorið niður fé
á fjölda bæja í Kelduhverfi vegna
riðu og veruleg hætta á að fólk flytti
þaðan burtu ef ekki hefðu verið til
staðar önnur atvinnutækifæri. Allt
bendir til að hin nýja búgrein, fisk-
eldið, verði bjargvættur byggðarinn-
Hópurinn allur saman kominn á Kópaskeri áður en gengið var til kaffídrykkju.
ar og geti veitt þeim atvinnu sem frá
hefðbundnum búskap urðu að
hverfa.
Björn gat þcss að um 1940 hefðu
íbúar í Kelduhverfi verið milli 230-
240 að tölu. Þá fór í hönd grósku-
tímabil í landbúnaði og á áratugnum
milli 1950-1960 komst íbúatalan upp
undir 260 og hafa íbúar Kelduhverfis
aldrei orðið fleiri. Á þeim árum voru
byggð mörg nýbýli og sauðfé fjölgaði
mikið og komst sauðfjáreign Keld-
hverfunga upp í 20,500 fjár þegar
mest var. Upp úr 1960 léku harð-
indaár Keldhverfunga sem aðra
bændur grátt og um 1975 er tbuatal-
an komin niður í 150 manns.
Árið 1978 hefjast í Lóni í Keldu-
hverfi framkvæmdir við laxeldi og
skömmu seinna er fyrirtækið ísnó
h/f stofnað og nokkrum árum seinna
Árlax h/f, við Litluá í Kelduhverfi.
Eftir að þessi fyrirtæki hófu starf-
semi sína hætti fólksfækkun í Ketdu-
hverfi. Nú eru um 20 ársverk í
fiskeldi í Kelduhverfi og flest unnin
af hcimamönnum. Björn lagði
áherslu á að ef þessi starfsemi hefði
ekki verið til staðar nú, þegar helm-
ingur af sauðfé hreppsbúa hefur
verið skorinn niöur, hefði það þýtt
brottflutning margra íbúa.
í kvöldverðarhófinu á Hótel
Húsavík voru flutt nokkur stutt
ávörp og fyrirtækinu og aðstandend-
um þess óskað allra heilla. Meðal
þeirra sem ávörpuðu hópinn var
landbúnaðarráðherra, Jón Helga-
son. Hann lagði áherslu á hversu
ánægjulegt það væri fyrir sig að fá að
sjá hversu vel hefði tekist til í
fiskeldi í Kelduhverfi og að það
sýndi að það væri hægt að koma á
atvinnubreytingum til sveita. Nauð-
synlegt væri að samfara þeirri fækk-
un sem á sér stað í hefðbundnum
búskap kæmi önnur atvinnutækifæri
þannig að hægt sé að nýta þá kosti
og þá aðstöðu sent sveitirnar hafa
upp á að bjóða.
Friðrik Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Landssambands fiskeldis- og
hafbeitarstöðva færði félaginu
blómaskreytingu að gjöf og það
sama gerði Pétur Bjarnason fram-
leiðslustjóri Istess h/f sem selur Ár-
lax h/f fóður. Guðrún Þórhallsdóttir,
framkvæmdastjóri Árlax h/f veitti
blómunum viðtöku og þakkaði hlýj-
ar óskir til félagsins.
Að endingu þakkaði Guðmundur
Björnsson stjórnarformaður Árlax
h/f gestum og öðrum þátttakendum
í skoðunarferðinni komuna og ósk-
aði þeim góðrar ferðar heim.
Hluti eldiskerjanna. í baksýn er Félagsheimiliö Skúlagarður, sem jafnframt er barnaskóli sveitarinnar.
rlaxh/f