Tíminn - 27.09.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.09.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn Sunnudagur 27. september 1987 KAUPFELOGIN OG ÁRMULA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900 Það kostaði langt samningaþóf að fá leyfi til þess að mynda þessar yngismeyjar með hina litskrúðugu hárborða. Einnig fyrirliggjandi: Frambretti Þyngdarklossar Vökvakistur og stjórnventlar Forn, síberisk bændakirkja. Að sumu leyti svipar henni til norskra stafkirkna. DRATTARVELAR: Úrval af beislis og tengibúnaði á dráttarvélar fyrirliggjandi. Dráttartengi Ofan drifs: Kr. 13.600,- Dráttarbeisli Venjuleg stærð: Kr. 15.720.- Yfirstærð: Kr. 18.560.- Dráttarkrókar Lyftutengdir: Kr. 18.560.- / A Það eru aðeins nokkur skref niður að vatninu, sem gesturinn hefur þegar sannreynt að er ferskt og tært, þótt að réttu lagi sé þetta haf en ekki stöðuvatn. Hér er rekin heilmikil útgerð og veiddar fisktegundir sem ekki er kunnugt um að eigi sér önnur heimkynni. Omúl heitir sá fiskur sem mest er af magnið og hann má stundum sjá vaða í yfirborðinu í geysimiklum torfum. Fyrstu kynnin af þessari skepnu voru þegar hann var borinn fram á hótelinu, gríðar- lega saltaður og rauðreyktur og varla fyrir íslenskan smekk. En heimamenn báðu að virða til betri vegar og sögðu að á hcimilum fólks væri fiskurinn tilreiddur á annan og kræsilegri hátt. Hér er besta veður. Þótt hiti gerist stundum óskaplegur á sumrum, líkt og kuldi er fimbulmikill á vetrum, þá er nú aðeins mátulega hlýtt og þægileg gola utan frá vatninu. En hlýindadagarnir eru þó ekki margir. Aðeins 95 dagar eru frostlausir á ári hverju og þarna í byrjun september var fimm stiga frost norður í borginni Verkhojansk. Við komuna til Irk- utsk var veður ósköp áþekkt ís- lensku haustveðri, hvassviðri og rigning. Þrumuveður hafði geisað fyrr um daginn, en þau eru hér algeng. Móða er í lofti þegar litið er lengra út á vatnið og fjöllin handan við verða greind eins og daufir skuggar. Þetta vatn segja handbækur að geymi fimmta hluta af fersku vatni á jarðarkringlunni og í flestu tilliti er það mikið náttúruundur. Það er regindjúpt - um 1700metrarþarsem dýpst er. Áður er minnst á þær fágætu fisktegundir sem þarna veið- ast, en í vatninu býr líka eini selurinn sem lifir í fersku vatni og þörunga og gróðurlíf á botni þess er með ein- dæmum sérstakt. Mér lék nokkur hugur á að sjá þennan merkilega sel, en hann gat því miður ekki að líta nema uppstoppaðan á safni um vatn- ið og lífríki þess. Hins vegar mun mega líta hann í dýragarðinum í London, svo hvað þessu viðvék hafði maður leitað langt yfir skammt. Miklum sögum hefur farið af mengun vatnsins á undanförnum árum, vegna skefjalítillar iðnaðar- uppbyggingar í umhverfi þess. Ekki síst var kennt um þeim mikla viðar og pappírsiðnaði sem þarna hefur verið, en miklir timburflotar voru fluttir um vatnið er ollu stórkostleg- um spjöllum. Hefur þess þótt gæta að nafntogaður tærleiki vatnsins hafi misst sín fyrir vikið, en úti á vatninu hefur mátt sjá niður á fjörutíu metra dýpi, sem í gegn um gler. Um mengun þessa fékk ferðamað- urinn ýmsar sögur að heyra í heim- sókn sinni. Létu'sumir sem ekkert væri ofsagt í þessu efni, en aðrir vildu draga úr og má hamingjan vita hvorum megin sannleikurinn liggur eða hvort hann liggur þarna í miðj- unni, eins og oft er. Hitt mun hins vegar óumdeilt að nú hefur verið gripið til mikill ráðstafana í því skyni að stöðva þessa mengun. Er í ráði að hætta fullkomlega allri iðnaðar- starfsemi við vatnið og lýsa það og umhverfi þess einn samfelldan þjóðgarð. Sögðu menn mér að við vatnið væri nú ekki starfrækt nema ein pappírsmylla, sem senn yrði breytt í húsgagnverksmiðju. Að nokkrum árum liðnum yrði henni svo lokað að fullu. í þjóðháttasafninu rekumst við á þennan strokk, sem kominn gæti verið úr Flóanum. bökkum fljótsins IX » reiöa Þ - minnispunktar úr Síberíureisu til Irkutsk og Baikal- vatns AÐ voru frímínútur í barnaskólanum við strönd Baikalvatns. Litlar stúlkur meö kyrfilega hnýtta hárboröa í öllum regnbogans litum stóðu og krunkuðu saman i litlum hópum, en strákar úr tólfárabekknum hnöppuðu sig saman við sjoppuna, þar sem tvær eldfornar kerlingar seldu brauð með salami og heita brauðsnúða. Þetta er ágætis myndefni handa blaðamanni sem kominn er um hálfan hnöttinn á þessar merku slóðir og það hefjast samningaviðræð- ur við ungmennin að þau stilli sér upp fyrir hann. Litlu stúlkurnar eru ákaflega tregar, en strákarnir láta slag standa og auðvitað verður einn þeirra að reka út úr sér tunguna, eins og vera verður á hverri hópmynd af tólf ára strákum. Þeir eru flestir norrænir yfirlitum, en andlit eins þeirra, André, leynir því ekki að hann á ættir að rekja til hinna gömlu frumbyggja þessara slóða, Jakúta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.