Tíminn - 27.09.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.09.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn Sunnudagur 27. september 1987 Sunnudags- LEIÐARI Leysanlegt reikníngsdæmí Nýleg skoðanakönnun Dagblaðsins segir að fylgi við herstöðina á Keflavíkurflugvelli sé nú minna en verið hafi nokkru sinni áður. Þessar upplýsingar koma nokkuð á óvart en þó ekki svo mjög. Fyrir aðeins tveimur áratugum hefði þetta sætt stórtíðindum, en í ljósi breyttra tíma gegnir öðru máli. Herstöðin er vitanlega pólitískt mál enn sem áður, en hvergi í þeim mæli sem var í vitund alls almennings. Hér áður skiptust menn í tvær fylkingar í afstöðu sinni og skilin voru ákaflega skörp. Nú er hins vegar svo komið að þeir hópar sem taka harða afstöðu með eða móti hafa stúkast af frá öllum fjöldanum og eru ekki mjög fjölmenn- ir. Þorri manna er hins vegar reiðubúinn til að rökræða efnið af tiltölulegri yfirvegun og gerir sér ljóst að í málinu er enginn kostur algóður. Menn ræða aðstæður eins og þær virðast blasa við hverju sinni án þess að sortna eða blána af æsingi. Fyrir tuttugu árum var það varla hægt. Þar sem æsingabroddurinn í umræðunni um herstöðvamálin er úr sögunni er líka sennilegra að það megi halda þannig á málum að leiði til skynsamlegri afstöðu til varnarmálanna almennt. Endalaus belgingur brýnir báða málsparta til öfga og stífni í málflutningi, sem aftur leiðir til óyfirveg- aðra samþykkta og ákvarðana er í valdaðstöðu er komið - ákvarðana sem vísast henta erlendum hagsmunum betur en innlendum. Nútíma alþjóða- samskipti krefjast gætni og útsjónarsemi, hæfilegr- ar tiltrúar í garð þeirra þjóða sem við eigum mest samskiptin við en ekki oftrúar. Því ber að fagna að herstöðvamálin er nú hægt að ræða án alls tilfinningaskjálfta. Sem betur fer líta menn þetta mál ekki lengur eins og óbifanlegan ritningarstað í Biblíunni, heldur reikningsdæmi sem er viðráðan- legt með góðri umhugsun, þótt stærðirnar breytist af og til. Niðurstöður skoðanakönnunar Dagblaðsins eiga vafalítið rætur að rekja til þess að menn hafa styggst við afskipti bandaríkra stjórnvalda af íslenskum hvalveiðum og má því vel vera að hlutföllin eigi eftir að verða herstöðinni meir í hag er um grær. Dægurmál - en annað getur hvalveiða- málið varla talist - hafa iðulega mikil áhrif í slíkum könnunum. En fari svo að hlutföllin haldist áfram svipuð og sjónarmiðin skiptast nokkurn veginn til helminga, þá er ekki mikill skaði skeður að heldur. Vonandi er það aðeins til marks visst andlegt jafnvægi meðal þjóðarinnar í afstöðu til málsins. Líklegt er að langflestir íslendingar séu um þessar mundir bæði með og móti hinum bandarísku hervörnum í senn. Sú afstaða er líka hollust. Rólegur hugur og yfirvegaður er líklegri til að halda þannig á málum að þannig sé brugðist við í hverju máli sem best gegnir þjóðarhag. Það er sem betur fer að verða úr tísku að láta krossfestast fyrir > einhverja trú - og hvort sem krossinn snýr í austur eða vestur. Umsjón Helgarblaðs: Atli Magnússon Bergljót Davíðsdóttir Kristján Björnsson lllllllllllllllll erlend mál fa. ""lllllll^ Þórarinsson Konur eru orðnar næstum þriðjungur danska þingsins Ein þeirra er yngsti þingmaður í sögu Norðurlanda ÞINGKOSNINGAR, sem voru nýlega í Danmörku, og sveitar- og fylkisstjórnarkosningarnar í Nor- egi, hafa vakið sérstaka athygli af ýmsum ástæðum, þótt breytingar yrðu ekki stórvægilegar á fylgi flokka. Hér skulu nefndar nokkrar. Ef til vill er rétt aö minnast fyrst á skoðanakannanir og áhrif þeirra á kosningar. Skoðanakannanirnar reyndust að verulegu leyti rangar, en áhrif þeirra virtust þó veruleg eða helst þær, að þær hertu sóknina hjá þeim flokkum, sem helst var spáð ósigri, en drógu úr vinnunni hjá þeim flokkum, sem spáð hafði verið sigri. Þannig þakka danskir sósíal- demókratar það skoðanakönnun- um að vissu leyti, að þeir hertu kosningastarfið, þegar kannanirn- ar spáðu þeim verulegum ósigri. Tap þeirra varð því miklu minna cn skoðanakannanirnar höfðu bent til. Aftur á móti hafði norskum sósíaldemókrötum verið spáð ávinningi og að þeir myndu njóta góðs af vaxandi persónulegu fylgi Gro Harlem Brundtland forsætis- ráðherra, sem skoðanakannanir virtust gefa til kynna. Hvorugt rættist. Þvert á móti varð ósigur norsku sósialdemókratanna veru- legur. Þeir kenna því um meðal annars, að skoðanakannanirnar hafi gert flokk þeirra andvaralaus- ari en ella. Annað, sem vakið hefur enn meiri athygli og er miklu alvar- legra, er vaxandi andúð í garð útlendinga bæði í Noregi og Dan- mörku, og talin er eiga mestan þátt í fylgisaukningu mestu hægri flokk- anna, sem kallasigframfaraflokka. Þeir kappkostuðu áróðurinn gegn útlendingum, sem tækju atvinnuna frá heimamönnum. Einkum beind- ist þessi áróður gegn útlendingum frá Asíu og Afríku. Ávinning þessara flokka má miklu frekar rekja til útlendinga- hatursins en venjulegrar hægri sveiflu, þótt hún sé þáttur í honum. Óttast er í Noregi, að ósigur hægri flokksins eða íhaldsflokksins þar, sem svipar til Sjálfstæðisflokksins hér, geti fært hann meira til hægri og torveldað samstarf hans við miðflokkana, sem héldu nokkurn veginn sínu, einkum þó Miðflokk- urinn, sem hélt ltka uppi harðri andstöðugegn Framfaraflokknum. ÞÁ VEKUR það ekki minnsta athygli, að konum fjölgaði veru- lega í danska þinginu. Þær eru nú orðnar 52 af 175 þingmönnum alls, þegar þingmenn Færeyinga og Grænlendinga eru ekki meðtaldir. Flestar eru þingkonurnar hjá íhaldsflokknum og flokki sósíal- demókrata, eða 13 hjá hvorum. í Sósfalistaflokknum eru þær 9 af 27 þingmönnum alls. Hlutfallslega eru konurnar flest- ar í þingflokki Framfaraflokksins eða flokki Glistrups, en þær eru þar í meirihluta eða 5 af 9 þing- mönnum alls. Sennilega má þakka þetta að talsverðu leyti, að Pia Kjærsgaard, sem verið hefur helsti talsmaður flokksins á þingi í fjar- veru Glistrups, hefur þótt reynast vel og verið öfgaminni en Glistrup. Hún fékk líka hlutfallslega flest persónuleg atkvæði allra kjörinna þingmanna eða 69,3% þeirra at- kvæða, sem flokkurinn fékk í kjör- dæmi hennar, en persónuleg at- kvæði reiknast þannig, að kjósandi getur mcrkt við þann frambjóð- anda, sem hann kýs helst, en síðan fær hann sama hlutfall af þeim atkvæðum flokksins, þar sem ekki hefur verið merkt við neinn fram- bjóðanda sérstaklega. Næst flest persónuleg atkvæði fékk önnur kona, Mimi Jacobsen félagsmálaráðherra eða 67,8%. Hún er dóttir Erhards Jacobsen efnahagsmálaráðherra, stofnanda og leiðtoga flokks miðdcmókrata, og þykir líklcg til að erfa flokksfor- ustuna af föður sínum. Af 9 þing- mönnum flokksins eru fjórar konur. Litlu munar að konur séu í meirihluta í þingflokki Radikala flokksins, sem hefur stutt ríkis- stjórnina í innanlandsmálum, en hafði samstöðu með vinstri flokk- unum í utanríkis- og varnarmálum. I þingflokki hans eru 5 konur af 11 þingmönnum alls. Nokkuð svipað gildir um þing- flokk miðdemókrata. Þar eru 4 konur af 9 þingmönnum alls. Vinstri flokkurinn gamli er illa staddur hvað snertir konur í þing- flokknum. Þær eru ekki nema 2 af 19 þingmönnum alls. Þess má geta, að fyrir kosningarnar voru fjórar konur í þingflokknum. Nýr vinstri flokkur, sem er undir forustu P. Möller Hansens, leið- toga Sjómannasambandsins, er verst staddur, hvað konur snertir. 1 þingflokki hans er engin kona. Þess er svo að geta, að yngsta konan á hinu nýkjörna þingi Dan- merkur, Pernille Forchhammer, er ekki nema 19 ára gömul. Hún er yngsti þingmaður, sem átt hefur sæti í danska þinginu og sennilega yngsti þingmaðurinn, sem átt hefur sæti á þingum Norðurlanda, síðan almennur kosningaréttur kom til sögunnar. Pernille Forchhammer var tólf ára gömul, þegar hún gekk í æsku- lýðssamtök sósíaldemókrata, og vakti á sér eftirtekt fyrir ræðu- mennsku. Henni var fljótlega teflt fram á stórum fundunt við hlið helstu leiðtoga sósíaldemókrata. Hún lauk stúdentsprófi 1985. Að því námi loknu vann hún við barnaheimili og hæli fyrir van- gefna, m.a. í Reykjavík. Síðan hóf hún nám í hagfræði, en hætti því að hálfu ári liðnu, en sncri sér þá að uppeldisfræði og sálfræði. sem hún stundar nú. Pernille Forchhammer segir það fjarri lagi, að stefna sósíaldemó- krata sé orðin úrelt, en vinnu- brögðin séu úrelt. Hún ferðaðist mikið meðal kjósenda fyrir kosn- ingarnar og átti það sennilega þátt í óvæntu kjöri hcnnar. Hún lýsir sjálf vinnubrögðum sínunt þannig: Det drejer sig om at snakke med folk og ikke til folk. Þetta mun óþarft að þýða á íslensku. ÚRSLIT kosninganna í Dan- mörku og Noregi hafa leitt til þess, að Ankcr Jörgensen, formaður danskra sósíaldemókrata, og Presthus, formaður norska íhalds- flokksins, hafa skorast undan að gegna þessum störfum áfram. Ank- er Jörgensen hefur þegar tryggt flokki sínum eftirmann, sem al- mennt samkomulag virðist um. Svend Auken, en búist er við, að átök geti orðið um eftirmann Presthus, því að margir koma til greina en enginn þykir sjálfsagður. Samkomulagið um Svend Auk- en leysir ekki átök milli hægri manna og vinstri manna í flokki sósíaldemókrata, þótt deilan standi ekki um Auken, sem er talinn miðjumaður í flokknum. Anker Jörgensen gekk frá því áður en hann sagði af sér, að Ritt Bjerregaard yrði formaður þing- flokksins í stað Aukens. og var gengið frá kosningu hennar í það starf fyrir nokkrum dögum. Litið hefur verið á Ritt Bjerregaard sem helsta leiðtoga vinstri armsins og kjör hennar í formannsstarfið sætti ekki verulegri andstöðu í þing- flokknum, en hins vegar var kosið um varaformann og ritara þing- flokksins og sigruðu fylgismenn Bjerregaards í þeim báðum. Sum dönsku blöðin telja, að það verði eitt af verkefnum Áukens að koma á bættu samstarfi við Radik- ala flokkinn, því að vinstri sinnuð stjórn verði ekki mynduð án þátt- töku hans. Politiken, sem var um skeið nálgagn Radikala flokksins, hefur mælt með þessu. Með því yrði endurnýjað samstarf sem reyndist Dönum vel á millistríðsár- unum. Hin 19 ára gamla Pernille Forchhammer, sem hefur unnið við sjúkrastörf og þroskahjálp í Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.