Tíminn - 27.09.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.09.1987, Blaðsíða 7
Sunnudagur 27. september 1987 Tíminn 7 ljóst að fálkinn var slík gersemi að ekki mundi borga sig að halda leigufyrirkomulaginu áfram. Fuglarnir voru nú orðnir svo gífurlega eftirsóttir að ekk- ert gat jafnast á við þá þegar að því kom að senda útlendum virðingarmönnum gjafir. Var aðstaða Danasjóla einstök hvað þessu viðvék. STÓRPÓLITÍSKUR GJALDMIÐILL Héðan í frá sendi konurigur nú sína eigin menn til fálkaveið- anna og komu hinir fyrstu til landsins árið 1649. Urðu þeir samskipa Henrik Bjelke, sem hingað kom til þess að taka við erfðahyllingareiðnum af lands- mönnum. Þessir veiðimenn voru tveir og án efa hafa þeir verið Hollendingar, en þeirrar þjóðar menn voru þá taldir mestir lær- dómsmenn í fálkafræðum, en' þessi veiðiskapur taldist nú vera sérstök fræðigrein “falconry“. í byrjun vildi ganga skrykkjótt til með flutninginn á fálkunum. Siglingar voru gjarna stopular og fór svo er frá leið að farið var að senda sérstakt skip eftir fálk- unum - fálkaskipið svonefnda. Ekki verður lögð of mikil áhersla á það pólitíska gildi sem fálkarnir höfðu. Þegar mikið þótti við liggja tíðkuðu konung- ar álfunnar það mjög að senda hverjir öðrum gjafir til þess að liðka um fyrir samningum um ýmis mál. Þær urðu auðvitað að vera hinar veglegustu. Þá kom sér að geta sent fálka. Hann þótti hin ágætasta og virðuleg- asta gjöf og enginn vafi leikur á að þótt allt umstangið við veiði og flutning kostaði stórfé, þá var sparnaður að slíkri sendingu samt. Mikið guli mátti koma til, ef gjöf skyldi sýnast jafn góð og íslenskur fálki. Fátt sýnir þetta betur en það að er þjóðhöfðingj- ar Evrópu sendu Marokkokon- ungi feiknaháar fjárhæðir til þess að kaupa skipum sínum frið fyrir afrískum sjóræningjum á Miðjarðarhafi, þá gerði þessi höfðingi sig vel sáttan við að þiggja nokkra fálka frá Dana- kóngi. INNLENDIR VEIÐIMENN En sú skipan sem kóngur Dana hafði á í byrjun er hann sendi erlenda meistara til íslands að veiða fálka reyndist meingöll- uð. Þessir menn voru ekki vel kunnir íslenskum staðháttum og urðu því að reiða sig á leiðbein- ingu innlendra manna. Þá var það enn að þeir urðu að vera tilbúnir til veiðanna þegar að vori, áður en nokkur sigling kom til landsins. Þar með hlutu þeir að verða að hafa hér vetur- setu. Því urðu þeir dýr starfs- kraftur og loks var aldrei að vita hvort eftirtekjan yrði viðunandi. Og alltaf vildi við brenna að landsmenn veiddu sjálfir fálka og seldu útlendingum. Það var auðvitað öldungis afleitt er fugl- arnir gátu farið um hendur ann- arra en Danakóngs og til þess að sjá við öllu þessu var nú komið á nýrri skipan. Hún var í því fólgin að fálkaveiðimenn yrðu einungis innlendir, konungur keypti veiðina og gerði út skip árlega að sækja hana. Er það fyrst árið 1675 að íslenskra fálkafangara er getið í Alþingis- bókum. HVÍTUR EDA GRÁR Allra mest þótti til hvítra fálka koma, því næst hálfhvítra og þá hinna gráu. Sá hvíti var sjardgæfastur og því trúað að þar sem fjögurfálkahreiðurvoru á svæði mætti í hæsta lagi vænta að einn hvítur ungi kæmi úr eggi. Þetta var þó allt á misskiln- ingi byggt. Hvíti fálkinn var ekki hinn íslenski fálki, heldur grænlenski fálkinn og liðu aldir hættulaust étið bráð sína, en á meðan dregur veiðimaður fugl- inn að hinum stólpanum, fast að netinu. Þessa verður fálkinn ekki var og þegar hann kemur niður aftur og sest að bráðinni, þá kippir veiðimaður í þá snúr- una, sem fest er í efri brún svigans og steypir háfnum yfir fálkann, sem ekki á þá undan- komu auðið. Veiðimaður tekur fálkann með gætni úr netinu, svo að ekki úfni eða brotni fjaðrir hans, hvorki á vængjum eða stéli, en annar maður dregur hettu á höfuð fálkanum, sem sviptir hann sýn. Meðan á veið- inni stendur fela veiðimenn sig bak við stóra steina eða liggja flötum beinum á jörðu í 50 - 80 faðma fjarlægð, svo að fálkinn hefur engan grun um, þó hann sjái veiðimennina, að frá þeim stafi nokkur hætta.” FLUTNINGUR OG UMHIRÐA Þegar veiðimenn höfðu fang- að svo marga fálka sem þeir komust yfir að veiða var lagt upp í ferð nteð þá suður að Bessastöðum, þar sem fulltrúi konungs mat hvern og einn þeirra, aldur, ásigkomulag og þó einkum litinn, en fyrir kom oft að það gat verið álitamál hvort fálki skyldi teljast hvítur eða aðeins hálfhvítur. Þannig guldust árið 1785 7-10 ríkisdalir fyrir gráfálka, 12 - 15 fyrir hálfhvítan fálka og fyrir hvítan 19 - 20 ríkisdalir. Hinir innlendu fálkaveiðimenn voru mismargir en lengi sjö og hafði þá hver þeirra sitt veiðisvæði. Best þótti veiði á Vestfjörðum, á Barða- strönd og á Snæfellsnesi. Þaðan þóttu fuglarnir líka bestir, en við suðurströndina, þar sem viðurværi þeirra var einkum sjófugl, þótti sem vantaði í þá stærðina og kraftinn. Ekki var það neinn Ieikur að flytja fálkana og þessi skylda var einokunarkaupmönnum lengi þyrnir í augum. Fuglarnir tóku mikið skipsrúm, svo og þær lifandi skepnur sem fluttar voru með þeim til viðurværis. Horr- ebow segir svo frá aðstæðum í fálkaflutningaskipi: „í skipinu sátu fálkarnir undir þiljum á stöngum sem settar voru upp miðskips og langsum í skipinu. Stengurnar voru klæddar litlum púðum úr ís- lensku vaðmáli og stoppuðum með heyi. Til þess að fuglarnir dyttu ekki niður á gólfið eða meiddust þegar skipið valt í sjó, voru snúrur dregnar meðfram Betra þótti að taka fálkaunga úr hreiðri en taka eggin og klekja þeim út. Þótti sem betri veiðifugl- ar fengjust með því móti. Oft var unginn bundinn með festi við hreiðrið, þartil hann þótti kominn á réttan aldur. uns mönnum varð þetta ljóst. Þessi eftirsótti fugl barst hingað til lands frá heimkynnum sínum á haffsárum og var hans því helst að vænta þegar mestu ísa og fellivetur þjökuðu þjóðina. En eftir að menn gerðu sér grein fyrir þessu var þó aldrei í það lagt að halda til Grænlands eftir hvítafálkanum. Virðistþað hafa verið svo mörgum annmörkum háð að það sýndist óvinnandi vegur. En hvernig fór sjálf veiðin fram? Því hefur Niels Horrebow lýst, en hann dvaldi hér á landi árin 1749 - 1751 og skrifaði skilmerkilegt rit um ísland. Hann segir: „Tveir stólpar eru reknir í jörð niður, hvor skammt frá öðrum. Við annan þeirra er bundin rjúpa, dúfa eða ef þess er ekki kostur hani eða hæna með 3-4 álna langri snúru um annan fót fuglsins, svo hann geti flögrað dálítið í loft upp og fálkinn geti fremur komið auga á hann. Önnur snúra, allt að 80 faðma löng, er líka bundin um fót fuglsins. Þessi snúra er dregin gegn um gat á hinum staurnum eða stólpanum til þess að veiði- maðurinn geti dregið fuglinn þangað ef hann vill. Við þennan stólpa er sett net, sem er eins og háfur að lögun og þanið á sviga í hálfhring þriggja álna að þver- máli. Háfurinn stendur upp á rönd og er snæri fest á efri brún hans, til þess að veiðimaðurinn geti fellt háfinn yfir fálkann. Það snæri leikur og í gati á hinum stólpanum. Hæð háfsins svarar til millibilsins milli stauranna. Þennan útbúnað hafa veiðimenn nálægt fálkahreiðri eða þar sem þeir eiga flugfálka von. Þegar fálkinn kemur og sér agnið, rjúpuna eða dúfuna, flögra við jörðina, hringsólar hann fyrst nokkra stund uppi yfir, til þess að gæta að hvort nokkur hætta sé á ferðum. Síðan rennir hann sér úr háalofti yfir rjúpuna eða fuglinn og slær hann með svo miklu afli að það hendir oft að höfuðið fýkur af fuglinum, eins og það væri höggvið með saxi. Þegar er fálkinn hefur slegið fuglinn flýgur hann upp aftur (nema hann sé glorsoltinn) til þess að vita hvort hann geti Mætum frosti með ESS0 þjónustu og ESSO f rostlegi! Jafnvel þótt þú gerir ekkert annað fyrir bflínn þinn skaltu ganga úr skugga um frostþol vélarinnar. Það er öryggisatriði sem gæti reynst dýrt að gleyma. Renndu við á næstu bensfn- eða smurstöð ESS0 og fáðu málið á hreint. Okkar menn mæla frostþolið fyrir þig og bæta ESS0 frostlegi á kælikerfið ef með þarf. Rétt blandaður ESS0 frostlögur veitir fullkomna vemd gegn frosti. Einnig ryði og tæringu allra málma sem notaðir eru í kælikerfum bensfn- og dísilvéla. ESS0 FROSTLÚGUR - MARGFÚLD VERND! Olíufélagio hf

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.