Tíminn - 27.09.1987, Blaðsíða 11

Tíminn - 27.09.1987, Blaðsíða 11
Sunnudagur 27. september 1987 Tíminn 11 að bera það saman við skó grunaðs manns. Af ummerkjum þótti sýnt, að gamla konan hafði ekki verið myrt liggjandi í rúminu. Hún hafði ef til vill staðið við rúmið, þegar ráðist var á hana. Blóð- bletturinn í teppinu hafði ekki runnið úr rúminu. Það sem lögreglumenn veltu mjög fyrir sér, var hvers vegna húsið allt var svo tandurhreint og fágað. Meira að segja stórir blettir á veggjum virtust hafa verið skrúbbaðir alveg nýlega. Var hugsanlegt að morðingjarn- ir hefðu undið sér í meiriháttar hreingerningu eftir ódæðið? Fljótlega varð Ijóst, að harla fátt var um sönnunargögn í hús- inu. Alls engin fingraför fundust, þó fingraför íbúa séu venjulega um allt, jafnvel í hreinustu húsum. Samt lá fyrir, að leitað hefði verið í hirslum í öllum herbergjum, þó sums staðar hefði verið reynt að ganga vel frá aftur. Sumt sem talið var vanta, var illskiljanlegt, til dæm- is fundust alls engin gleraugu, þó ætla mætti að 83 ára kona notaði slík. Snagi á eldhúsveggnum vakti athygli Sherwoods. Auðséð var á málningunni neðan við hann, að eitthvað óreglulega lagað hafði hangið þarna lengi, en nú var þar ekkert. Gæti það hafa verið annað morðvopnið? Utan við húsið fundust fótspor, greinilega eftir nokkuð stórvaxinn karlmann og lá slóðin nokkra hringi umhverfis húsið. Tekin voru mót af nokkrum sporum, en mynstrið var ekki hið sama og markast hafði í höku hinnar myrtu. Tekinn var hluti af blóðuga gólfteppinu við rúmið, í því skyni að rannsaka blóðið. Tepp- ið var ónýtt hvort sem var. Blóðugu rúmfötin voru líka fjar- lægð til rannsóknar, en hvergi fannst eitt einasta fingrafar og útlit um lausn málsins virtist því harla fátæklegt. Morðvopnin voru á bak og burt, öll för þurrkuð af og það eina, sem hald virtist í, var skófarið á lík- inu, þó það eitt sér gæti ekkert sannað. Meira aðsegjasímatæk- ið var eins og sótthreinsað. - Við verðum að leita til fólks, sagði Rodgers. - Þetta er lítill bær og einhver hlýtur að hafa séð eitthvað. Þar með lögðu þeir af stað í göngu milli húsa. Konan sem fann líkið, bjó á búgarði skammt utan við bæinn. Þó hún væri lostin sorg og skelf- ingu, var hún greinargóð og hjálpsöm við lögregluna. Hún sagði að frænka sín hefið verið við hestaheilsu að öllu leyti, skörp í hugsun, ánægð með lífið og hefði átt marga vini. Hún kvaðst hafa komið í bæ- inn síðdegis þann áttunda, kom- ið við hjá Elsie, en hún ekki verið heima. Um kvöldið reyndi hún að hringja til gömlu kon- unnar, en þá var ekki heldur svarað. Konunni þótti þetta eðli- legt, því Elsie skrapp gjarnan til kunningja, en þegar enginn svaraði heldur að morgni þess níunda og fram eftir degi, fóru að vakna grunsemdir um að ekki væri allt með felldu og konan fór að aðgæta um Elsie. Nú sá hún strax brotnu rúðuna í hurðinni, en var sannfærð um að hún hafði verið heil daginn áður. Hún var líka viss um að nokkur þúsund krónur í reiðufé hefðu verið í húsinu, því Elsie safnaði þannig fyrir jólagjöfum frá því snemma á haustin. Lögreglumennirnir fréttu nú einnig, að ókunnir menn hefðu verið á ferð í Shandon þann áttunda. Heyrst hefði af tveimur náungum, sem hringsóluðu um allt á litlum bíl. Þeir höfðu vakið athygli vegna sérkennilegs útlits annars þeirra. Konan hafði ekki sjálf séð þá, en verið sagt að annar hefði verið með sítt hár og skegg, sem rann saman í eitt. Hann væri eins og gamall hippi á árum áður. Sherwood spurði konuna um snagann í eldhúsinu og hvað hefði venjuelga hangið á honum. Hún svaraði strax, að þar hefðu alltaf hangið nokkuð stór skæri. Morguninn eftir var rannsókn hafin að nýju og beindist hún þá einkum að ókunnugu mönnun- um tveimur, sem virtust hafa verið í Shandon meginhluta þess áttunda. Ekki var erfitt að kom- ast á slóð þeirra, því tekið var eftir öllum gestum og þessir tveir höfðu veri einkar athygl- isverðir. Er talað var við íbúana, kom Myndin, (t.v.) sem vitni settu saman af Glen Hurd, varð til þess að hann náðist úti á götu. í ljós, að flestir höfðu annað hvort séð mennina, eða heyrt um þá. Bílnum var lýst sem grænum Ford Falcon, 1963. Það var farþeginn sem flestir mundu eftir. I Shandon voru flestir karlar snöggklipptir og sléttrak- aðir og þess vegna var þessi loðinbarði afar sérstæður. Hann var sagður hávaxinn, skolhærð- ur og með flatan kúrekahatt, sérlega óhreinan. Vegna útlits farþegans, höfðu fáir tekið eftir ökumanninum. Lítið kaffihús í miðbænum var samkomustaður íbúa eftir vinnutíma og um helgar. Morðið hafði verið framið síðdegis á föstudegi og líkið fannst á laug- ardag. Þegar lögreglan kom á veitingastaðinn, var þar þröng á þingi og meðal gestanna var annar ættingi Elsie Brown. Nær allir viðstaddir mundu eftir græna bílnum og loðinbarð- anum. Mennirnir höfðu meira að segja komið þarna inn, farið beint á salernið og út aftur, án þess að versla neitt. Með hjálp fólks tókst að setja saman mynd af hippanum, sem þótti líkjast honum mjög vel. Kvöldið áður hafði lögreglan farið að húsinu beint á móti Elsie, en þar var þá enginn heima og nú var reynt aftur. í þetta sinn var maður þar og nú skýrðist sitt af hverju. Maðurinn sagðist hafa komið úr vinnu klukkan 16.15 á föstu- dag. Hann sat úti á veröndinni skömmu síðar og sá þá grænan Ford Falcon aka inn á heimreið- ina hjá Elsie. Ökumaðurinn steig út og gekk að dyrunum. Þá fór nágranninn inn og í bað. Að því loknu leit hann út og sá þá græna bílinn aka burtu. Um kvöldmatarleytið skrapp granninn svo í bæinn í hálftíma, en þegar hann kom til baka, stóð græni bíllinn aftur í heim- reiðinni hjá Elsie, mannlaus. Seinna fór granninn enn út að hitta fólk og skoðaði bílinn betur um leið. A hann vantaði tvo hjólkoppa, að aftan og hinum megin að framan. Með þrotlausri leit hafðist einnig upp á konu, sem tekið hafði betur eftir ökumanni græna bílsins en flestir aðrir. - Hann vann einu sinni í hreinsun- ardeild bæjarins, sagði hún og bætti við að hann hefði ekki sést um nokkurt skeið. Ekki mundi hún nafnið, enda hafði hún ekki þekkt hann nema í sjón. Þó rifjaðist upp fyrir henni, eftir nokkra umhugsun, að hafa heyrt hann kallaðan Steven, en svo vísaði hún til hreinsunardeildar- innar eftir frekari upplýsingum. Sherwood fékk strax að vita, að Steven nokkur Hinds hefði starfað í deildinni og auk þess að hann hefði verið viðriðinn of- beldisglæp og dvalið á hæli fyrir geðsjúka afbrotamenn um hríð. Hann átti fjölskyldu á svæðinu, en var bannað að heimsækja hana, þar sem hann hafði haft morðhótanir í frammi. Fyrir kvöldið var vitað að Hinds bjó á búgarði norðan við Santa Marguerita og ráðgert var að fara þangað strax að morgni. Þá var það að heppnin var með Rodgers, sem hafði einnig augun hjá sér. Hann var að aka að heiman, þegar hann sá bláan Falcon í vegarbrúninni og á hann vantaði tvo hjólkoppa. Við nánari athugun sást að bíllinn hafði nýlega verið handmálaður •‘og var það illa gert í meira lagi. Rodgers kallaði Sherwood upp og var sagt að bíða þarna og fylgjast með bílnum. Sherwood var að koma til félaga síns, þegar hann sá mann koma út úr verslun og það sem meira var, þetta hafði getað verið náunginn á myndinni, sem teiknuð var eftir lýsingu vitna á loðinbarðanum úr græna Falc- onbílnum. Sherwood og Rodgers fóru báðir í einn bíl og ákváðu að láta til skarar skríða. Ung kona kom og steig inn í þann bláa, og þegar ekið hafði verið spotta- korn, stöðvaði lögreglan bílinn og handtók ökumanninn. í öll- um dyrafölsum var gamla græna lakkið á bílnum vel sýnilegt og inni í bílnum angaði allt af nýju lakki. Náunginn kvaðst heita Glen Hurd, en harðneitaði að hafa verið nokkurs staðar í grennd við Shandon þann áttunda. Svo skipti hann skyndilega um skoð- un og sagði lögreglunni hvað gerst hafði. Eftir hádegið þann tiltekna dag hefðu hann og félagi hans, Steven Hinds ákveðið a heim- sækja Elsie Brown. Raunar sag- ði Sherwood seinna, að aldrei hefði fengist viðunandi skýring á hvers vegna þeir sögðu gömlu konunni, að bíllinn hefði bilað og fengið lánað hjá henni skæri og skrúfjárn. Þeir skiluðu verk- færunum aftur og óku burt, en þá stakk Hinds upp á að þeir rændu gömlu konuna, hún ætti áreiðanlega helling af pening- um. Hurd fannst hugmyndin góð, en Hinds bætti við að þeir yrðu þá líka að drepa hana, þar sem hún þekkti hann. Hurd gerði engar athuga- semdir, svo þeir sneru við og báðu um verkfærin aftur. Gamla konan opnaði til að rétta þeim þau, en þá ruddist Hinds inn og stakk hana í hálsinn með skrúf- járninu. Elsie féll á eldhúsgólfið og þá kom Hinds auga á skærin á snaganum, greip þau og stakk hana nokkrum sinnum til við- bótar. Þá kom Hurd inn og hjálpaði félaga sínum að draga gömlu konuna inn í svefnherbergið. Sherwood var viss um að þeir hefðu stungið hana nokkrum sinnum eftir það, en loks komu þeir henni fyrir í rúminu og breiddu sængina yfir. Hurd hélt vörð úti, meðan Hinds leitaði í hirslum og fann loks jólagjafasjóð gömlu kon- unnar. Af illskiljanlegum ástæð- um tók hann líka gleraugu hennar, skó og veski. Eftir að hafa þvegið sér lauslega, fóru félagarnir til vinkonu Hinds í Paso Robles og keyptu ríkulega í matinn á leiðinni. Á eftir átti að kaupa áfengisbirgðir, en skyndilega mundi Hinds eftir dálitlu, sem gleymst hafði. Gert var hlé á veisluhöldum, farið til Shandom og gert hreint í ákafa, þar til hvergi sást neitt athugavert í húsinu. Síðan héldu þeir aftur til Santa Marguerita og skemmtanalífsins. Meðan verið var að yfirheyra Hurd, náði lögreglan Hinds í Santa Marguerita. Að yfir- heyrslum loknum bauðst Hurd til að fara með lögreglunni og sýna hvar þeir hefðu grafið það sem þeir stálu úr húsi Elsie Brown. Hinds reyndist erfiðari viður- eignar en félagi hans og harð- neitaði öllu, þar til hann fékk að heyra játningu Hurds af bandi. Þá talaði hann og talaði og sagði að mestu sömu sögu, nema hvað þar var Hurd sá sem fór inn og stakk gömlu konuna. Nágranninn handan götunnar sagðist hafa séð Hinds fara inn í húsið og þar með var ljóst, að hann var morðinginn. Allar eigur Elsie Brown fundust, líka skærin og skrúf- járnið, ásamt blóðugum skó Hinds. Blóðið reyndist í sama flokki og gömlu konunnar og mynstrið á sólanum kom heim við farið á höku hennar. Félagarnir voru ákærðir fyrir morðið og dæmdir ári síðar. Hinds fékk lífstíðarfangelsi án möguleika á náðun, en Hurd 25 ár, með möguleika á náðun eftir 16 ár. Teaqle - í rúllurnar Pakkar fílmu utanum rúllu- baggana ★ Afrúllar bagga inn á fóðurgang Verð: kr. 82.540,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.