Tíminn - 27.09.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.09.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn Sunnudagur 2S. september 1987 STORPOLITISK FUGLAVEIÐI Grænlenski valurinn. Þessi hvíti og fallegi fugl var miklu sjaldgæfari en grái, íslenski valurinn og því verðmeiri. Lengi héldu menn að hann væri aðeins afbrigði af íslands- fálkanum. %>*tj^"- Stiklað á stóru um gullöld k fálkaveiða á íslandi á fyrri i öldum Þ AÐ gerist haustið 1764 í Kaupmannahöfn að yfirveiði- meistari konungs gengur út til hins konunglega fálkahúss konungs við Falconérallé í djúpum þönkum. Heimsókn hans í fálkahúsið þessu sinni veit hann að mun verða heldur þungbær. Þar er ætlunin að láta höggva marga tugi þessara gersemisfugla, sem með ærnum kostnaði hafa verið fluttir yfir hafið frá íslandi, svo ekki sé minnst á alla þá fyrirhöfn sem veiði þeirra hefur kostað og hrakningasamur flutningur yfir sollinn sæ. En við þessu er ekki gott að gera. Það hefur geisað stríð í álfunni og þeir kjörfurstar og kóngar sem til þessa hafa mænt eftir fálkum að gjöf úr hendi hins hásæla Friðriks V. með því nafni, hafa nú afþakkað allar slíkar sendingar. Þetta gerist um leið og veiðin á íslandi varð meiri en nokkru sinni fyrr. Já, sú er nú orsökin fyrir því að veiðimeistaranum er þungt í skapi að þessu sinni. Hann hefur orðið að leggja þetta til, svo ekki þyrfti að dreifa fuglunum til einhverra minniháttar höfðingja, sem um leið hefði orðið til þess að fálkar þættu ekki slíkt þing sem áður. Hann nemur staðar og tekur í nefið úr gullbúnum dósum sem eru gjöf frá hertoganum af Hessen Cassel. Margir höfðingjar hafa sæmt hann góðum gripum á undanförnum árum. Þegar dóttir hans giftist hér um árið hlaut hann að gjöf „plat de menage" úr silfri frá markgreifan- um af Anspach og tvær borðskálar úr silfrí ekki löngu síðar og frá konungshirðinni í Portúgal fékk hann send sex gullmilti að verðgildi 3750 hollenskar silfurflorinur fyrír níu árum. Það er því mikils um vert að tign hans og álit missi sín í engu vegna þessara óláns kringumstæðna. Hann stingur gulldósunum í kápuvasann og greikkar sporið. Það er búið að brýna axirnar og fjalhöggið til reiðu. FALKAVEIÐAR Sú list að veiða fugla með fálkum er orðin ævagömul og enginn veit hve gömul. Víst er að í Mið- og Austur Asíu hefur hún tíðkast um árþúsundir og þaðan er hún vísast til Evrópu komin. Þegar Marco Polo kom til Kína hélt keisarinn í þvísa landi um 10.000 fálkameistara, en allt var föruneyti hans við veiðarnar um 20.000 manna. Hinir fornu norrænu konungar skemmtu sér líka við þessa íþrótt og til dæmis lýsir Snorri Sturluson slíkri veiðiför Ólafs Eiríkssonar, skautkonungs. En hvenær kynntust Islend- ingar við þessa skemmtan og hvenær vaknaði áhugi manna á íslenska fálkanum? Margir eru ekki í vafa um að fyrsti lslend- ingurinn sem komst í kynni við tamningu fálka hafi verið sjálfur Egill Skallagrímsson, en af vísu þeirri er hann orti til Aðalsteins konungs eftir orrustuna á Vín- heiði má ráða að þessi merki kóngur hefur setið með hauk á hendi í hásæti sínu. Má telja víst að Egill hafi einhvern tíma sagt Aðalsteini frá hinum íslenska fálka og hve stór og fagur hann væri. Líka má vera að fregnir um hann hafi borist til Englands með Pöpum, eftir að þeir hurfu heim úr munklífi á íslandi. Frá fyrstu tíð virðast fálkar frá norðlægum löndum hafa þótt kjörgripir miklir og má hafa það fyrir satt að um aldamótin 1000 hafi ágæti íslandsfálkans þegar verið orðið þekkt meðal kunn- áttumanna í fálkaleikjum. Á fyrstu áratugum 11. aldar segir líka Einar Þveræingur að ís- lenskir haukar skuli sendir Ólafi konungi Haraldssyni að gjöf ásamt öðrum góðum gripum í stað þegnskyldu og skatts. Einn- ig hefur verið bent á að af vörum manna eins og Sæmundar fróða, ísleifs Gisurarsonar og Jóns Ög- mundssonar hafi höfðingjar á meginlandi Evrópu heyrt um íslenska valinn, en þessir ungu menn stunduðu nám í Frakk- landi og Þýskalandi. í riti mikils fálkaveiðimanns, Friðriks keis- ara II. á Sikiley, er til vitnisburð- ur frá því á þrettándu öld sem mærir frónska fálkann og hljóð- ar hann svo: „Nokkrir valir eiga sér hreiður á norðlægum eyjum hafsins, sér- staklega á eyju nokkurri sem er á milli Noregs og Grænlands og nefnist á tvetónatungu Yslandia, sem þýðir á latínumáli klaka eða íss land. Og þessir valir eru öllum öðrum betri." DRJÚGTEKJUUND Ekki leið á löngu uns orðstír íslenska fálkans barst víða um lönd. Hann gerðist afar eftirsótt- ur og menn sáu að þarna var um arðvænlega skepnu að ræða. Varð það enda svo að kirkjan og kóngurinn kepptust um að helga sér réttinn til fálkaveiða á íslandi og mátti ekki lengi sjá hvor betur mundi hafa. En smám saman hertu konungarnir tök sín á veiðinni með nýjum laga- fyrirmælum og um siðaskipti verður konungur að heita má alráður í þessu efni. Alla 16. öldina og fram um miðja 17. öld seldi konungur fálkaveiðina útlendum mönnum á leigu og notaði hana sem hreinan fjárplóg. Það bar þó við að hann lét kaupa fálka handa sjálfum sér, sem hann hefur notað til gjafa. Jafnan vildi það þó brenna við að menn kæmu til landsins og veiddu fálka í óleyfi og voru þar helst að verki Eng- lendingar. Til varnar slíku at- hæfi voru þegnunum því settar æ strangari skorður um það hverjum selja mætti fálka og loks ákveðið að enginn fálka- fangari mætti koma til landsins né fara úr landi á öðrum skipum en skipum einokunarverslunar- innar. Þessi tilskipun er frá árinu 1636. En þegar f rá leið varð konungi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.