Tíminn - 27.09.1987, Blaðsíða 13

Tíminn - 27.09.1987, Blaðsíða 13
Sunnudagur 27. september 1987 Tíminn 13 planinu, allt frá því að vera vinnsu- gutti upp í það að vera flensari. En á hvalbát var ég aldrei, ætlaði mér það alltaf, en það varð aldrei neitt úr því. Mér líkað ákaflega vel að vinna þarna. Um mikla vinnu var að ræða og menn voru oft þreyttir, en samheldnin var mikil, ekki síst fyrir að þau heiðurshjón Loftur og Sólveig voru mikið upp frá og mynduðu sterkt og gott samband við starfsmennina. Maður kynntist mörgu góðu fólki og er mér sérstaklega minnis- stæður Jón Böðvarsson úr Grafar- dal bróðir Guðmundar Böðvars- sonar skálds. Hann kenndi mér skemmtilega vísu eftir Guðmund sem hann orti á fermingaraldri og er svona: Ekki get ég að því gert að mig dreymir stundum heitt og mjúkt og hvítt og bert hold á ungum sprundum. Ég kenndi Guðmundi sfðar þessa vísu, en hann hafði stein- gleymt henni og hafði hann gaman af.“ Aftur berst talið að pólitíkinni og ég spyr Halldór hvort pólitísk umræða hafi verið mikil á hans heimili. Halldór segir mikinn gestagang hafa verið á Laugavegin- um og landsmálin oft borið á góma, enda innan fjölskyldunnar stjómmálamenn og pólitíkin legið í loftinu. Vid voruni alltaf að Ieita að framsókn- armanni í skólanum, en fundum engan og þótti ekki undarlegt „En foreldrar mínir voru ekki samsinna í pólitík. Móðir mín var sjálfstæðiskona, en faðir minn fylgdi Einari Olgeirssyni að málum og ræddu þau aldrei um pólitík, þannig að það var ekki um það að ræða að innrætinguna hafi ég feng- ið frá foreldrunum. Hins vegar fylgdist ég mikið með hvað var að gerast í þjóðmálum og trúlega hef ég orðið fyrir áhrifum frá móður- fjölskyldunni. Flest voru þau mikl- ir þjóðernissinnar og trúðu á frelsi einstaklingsins og fólki vegnaði því betra sem frelsið væri meira. Ég hef alltaf trúað á þessa stefnu." Ég beini talinu að þingmannin- um Halldóri Blöndal og segist hafa fyrir satt að hann geti átt til að vera „brútal" í orðum. Hvað segir hann um það? „Menn sem eru á þingi verða að vera frekir og það er ætlast til þess og auðvitað finnur maður það eftir því sem maður vinnur lengur að harkan eykst og maður verður ákveðnari en áður. Ég held að það sé alveg ljóst að ég er miklu frekari en áður og það sé einkenni allra stjórnmálamanna. Ég þarf ekki annað en hlusta á minn gamla skólabróður, Jón Baldvin til að finna það og hins vegar Þorstein Pálsson, svo ég taki þá tvo sem dæmi.“ Við tölum um pólitíkina og gamla stjómmálaleiðtoga. Halldór segist alltaf hafa verið hrifinn af Ólafi Thors og þótt vænt um Bjarna Benediktsson, en allir þess- ir gömlu leiðtogar hafi verið um- deildir á sínum tíma. Hann talar um að ósanngjarnt sé að bera Þorstein Pálsson, sem Halldór er mjög hrifinn af, saman við þá menn þar sem Þorsteinn sé rétt að hefja sinn stjórnmálaferil. Til samanburðar segist hann geta rifj- að upp að þegar Ólafur Jóhannes- son var að hefja sinn feril hafi honum ekki verið spáð gengi og talað um að hann væri litlaus maður, en annað hefði átt eftir að koma á daginn. Halldór segist ekki vera í vafa um að það sama megi segja um Þorstein og segist ekki skilja hvað sumir hafi litla trú á honum. Hann sé mjög vaxandi foringi í flokki sem kalla megi flokk allra stétta og gengið í gegnum miklar þrengingar sem hann hafi unnið sig í gegnum með miklum sóma og sé sterkari fyrir vikið. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur allra stétta vill Halldór meina og vitnar í Islandsklukkuna, þar sem hann geti bent á samlík- ingu. „í hinu ljósa mani,“ segir Hall- dór og heldur áfram. „Það er til fjall í kinninni fyrir norðan sem heitir Bakrangi ef maður sér austan á það, Ógöngufjall ef maður stend- ur fyrir vestan það, en utan af Skjálfanda kalla sjófarendur það Galta. Þarna skýra menn fjallið eftir því hvemig það kemur þeim fyrir sjónir eða hvaða reynslu menn hafa af því. Það er eins með Sjálfstæðisflokkinn, hann ber ýmis nöfn eftir því hvernig menn sjá hann. Sumir vilja að hann sé íhaldssamur og aðrir að hann sé frjálslyndur og enn fleiri að hann sé flokkur allra stétta. Auðvitað er það mjög erfitt fyrir okkur sem erum í forsvari fyrir flokkinn að svara öllum þeim kröfum sem til okkar eru gerðar að við stöndum undir nafni. Við komum líka inn á margvís- leg mál sem snerta ýmsar stéttir misjafnlega og þegna þjóðfélagsins raunar í heild. Vegna þess hvað flokkurinn er breiður og miklar kröfur eru gerðar til hans verða óhjákvæmilega harðari átök innan Sjálfstæðisflokksins en öðrum flokkum. Margir hafa velt fyrir sér hvernig svona flokkur geti staðist. Skýringin er auðvitað sú að flokk- urinn leggur meiri áherslu á öryggi landsins og frelsi einstaklingsins; að hver eigi að vera sinnar gæfu smiður.“ Staða formannsins, Þorsteins Pálssonar, ber aftur á góma og Halldór talar um hversu vel hann hafi staðið sig í stjórnarmyndunar- viðræðunm í vor og vill meina að hann hafi átt stærstan þátt í hve vel hafi tekist. Ég minni hann á að Sverrir Hermannsson hafi í þing- mannaviðtali við Tímann í sumar ekki verið sama sinnis og sagt að Þorsteinn gæti allt eins sent gler- augun sín í sjónvarpið. Um það segir Halldór: „Mér finnst líking Sverris Her- mannssonar vera mjög góð að því leyti að við sjáum gleraugun í sjónvarpinu vegna þess að Þorste- inn setur sig vel inn í öll mál og hikar ekki við að skoða þau gaum- gæfilega frá öllum hliðum. Þess vegna finnst mér vel megi einkenna hann með gleraugunum." í þessu viðtali okkar hefur Hall- dór komið mér fyrir sjónir sem ákaflega mikill hægri maður. Ég spyr hann hvort hann sé eins langt til hægri eins og hægt sé að vera innan Sjálfstæðisflokksins. Uppi á hanabjálka hjá Ragnari Arnalds hélduin við málfundi „Ef þú myndir spyrja Styrmi Gunnarsson þessarar spumingar myndi hann segja að ég væri „kratinn" í Sjálfstæðisflokknum. Þú verður að sætta þig við þetta svar,“ og þar með eru ekki höfð fleiri orð um það. En áfram með stjórnmálin og mál málanna síðustu vikurnar; Út- vegsbankamálið. Hvaða álit hefur Halldór Blöndal á því? „Ég hef sterka sannfæringu fyrir því að ekki eigi endilega að breyta öllum ríkisbönkunum í einka- banka. Frá mínum bæjardyrum séð var algjört skilyrði fyrir því að selja Útvegsbankann að hann lenti í margra höndum, ekki að þröng klíka eða hagsmunahópur kæmist yfir þennan gamla ríkisbanka. Auðvitað varð maður fyrir miklum vonbrigðum, þegar Samband ís- lenskra samvinnufélaga gerði til- boð í bankann og ætlaðist til að fá hann afhentan á silfurfati. Vegna þess að samvinnuhreyfingin er yfir- gnæfandi eins og fjallið Arafat í íslensku efnahagslífi. Það sjáum við best við Eyjafjörðinn og ég held að engin takmörk séu fyrir því hvað forystumönnum samvinnu- hreyfingarinnar getur dottið í hug að vilja eignast. Hitt er annað mál að við verðum að láta samvinnu- hreyfinguna njóta sannmælis og það hefur ekki svo ég viti til verið kvartað undan því þar sem ég hefi einhver áhrif að ég hafi reynt að níðastásamvinnuhreyfingunni. En hún verður að læra lifa með okkur hinum eins og við að lifa með henni og auðvitað hefur samvinnuhreyf- ingin gert margt gott. Guðjón B. ðlafsson sagði í við- tali við Morgunblaðið að mig minnir, að stjórnmál og viðskipti færu ekki saman. En við vitum að samvinnuhreyfingin á heilan stjórnmálaflokk og leggur þessum stjórnmálaflokki til það fjármagn sem hann þarf í kosningabaráttu. Við vitum líka að þessi hreyfing og Framsóknarflokkurinn reka í sam- einingu tvö dagblöð og eina sjón- varpsstöð. Það er því tiltölulega auðvelt fyrir einstaka þingmenn Framsóknarflokksins að taka af- stöðu til mála vegna þess að þeir þurfa ekki annað en skjóta augun- um upp á Sölvhólsgötu og velta fyrir sér hvað þeir vilji þar.“ Nú er Halldór kominn í ham og ég spyr hvort honum sé illa við Framsóknarflokkinn þar sem hans flokkur er nú einu sinni í stjórnar- samstarfi. Halldór segir það rétt vera að flokkarnir eigi í samstarfi, en engu að síður þá telji hann styttra á milli skoðana Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks. En ekki vill hann meina að sambærileg öfl séu að baki Sjálfstæðisflokki heldur ótal öfl húsmæðra, atvinnu- rekenda, námsmanna og launþega, ekki eitt sterkt hagsmunaafl eins og hann heldur fram að sé með Framsóknarflokkinn. Því til stað- Samvinnuhreyfíngin er yfirgnæfandi eins og fjallið Arafaí í íslensku efnahagslifí festingar nefnir hann að á dögun- um hafi hann hitt mætan framsókn- armann á götu sem hefði sagt hreinskilnislega að í sínum huga væri samvinnuhreyfingin og Fram- sóknarflokkurinn eitt og það sama. Og áfram heldur Halldór og segist minnast þess að mætur þingmaður hefði eitt sinn sagt við sig: Enginn þvottheldur sjálfstæðismaður getur verið sannur samvinnumaður. En Halldór Blöndal hefur sínar skoðanir og við látum af þessum rökræðunt. En maðurinn sjálfur fyrir utan pólitíkina, hvað hefur hann að geyma? „Því get ég ekki svarað og þó ég gæti það myndi ég ekki gera það. Ég vil sem minnst um það tala, en hvort ég sé góður heimilisfaðir, þá svara ég því neitandi, því það er ég ekki. Ekki vegna þess að ég vildi það ekki heldur vegna starfsins. Það er ekki bæði hægt að vera góður fjölskyldufaðir og pólitíkus. Það er nú þannig að konan mín vinnur á kvöldin þegar ég er heima og þar af leiðandi gefast okkur færri stundir saman. Hvað áhugamálum viðvíkur, þá hef ég óskaplega gaman af að vasast í pólitík. Nú, ég tefli og spila bridge, les mikið Ijóð og þjóðlegan fróðleik. Ég hef líka gaman af útivist, en það vill nú oft vera minna um það en ég vildi. Það er svo margt sem maður hefur á prjónunum og ætlar sér að fram- kvæma en minna verður úr.“ Kveðskapurinn hefur ætíð verið Halldóri hugstæður og það fer vel á að í niðurlagi þessa spjalls komi ein staka. „Já, aðdragandinn að þessari vísu er sá að ég vann hjá Hermanni Árnasyni endurskoðanda sem hafði skrifstofu á bökkum Glerár. Ég tók eftir að áin skipti litum eftir því hvaða litarefni var verið að nota í verksmiðjum SÍS í það og það skiptið, og þá varð þessi vísa til: Hver er þessi eina á, sem aldrei frýs, gul og rauð og græn og blá, °g gjörð af SIS. “ Að lokum spyr ég Halldór hvort einhver einn jtingmaður hafi haft sérstök áhrif á hann eða orðið honum fyrirmynd. „Nei, ekki get ég sagt það, en ég lærði mikið þegar ég var þingfrétta- ritari á sínum tíma og var alltaf hrifinn af ræðum Ingólfs frá Hellu. Ef ég þarf að orða eitthvað flókið málefni á einfaldan og skýran hátt þá velti ég því fyrir mér hvernig myndi Ingólfur segja þetta. Það hefur alltaf borið árangur.“ - BD. BÆNDUR OC ALFA-LAVAL MJALTAKERFI ALLT FRA SPENA OG UT í TANK MUELLER | E UROPA B. V.| MJÓLKURKÆLITANKAR Flestar stæröir fyrirliggjandi á mjög hagstæðu verði. FLÓRSKÖFUKERFIN hafa létt mörgum bondanum verkin. BUNADARDEILD ÁRMULA3 REYKJAVÍK SiMI 38900 OG KAUPFÉLÖGIN UM LAND ALLT VELBUNAÐUR í FÓÐRUN OG HIRÐINGU Kjarnfóðurvagn HJOLKVÍSLAR VOTHEYSVAGNAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.