Tíminn - 27.09.1987, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.09.1987, Blaðsíða 5
Sunnudagur 27. september 1987 Tíminn 5 KAUPFÉLÖGIN OG ÁRMULA3 REYKJAVÍK SlMI 38900 Þegar hin laglega, ljóshærða Irene Korff giftist kaupsýslumanninum Joe Collins, var hún sannfærð um framtíðarhamingju þeirra, þó svo Joe væri 33 árum eldri en hún og Joan dóttir hans þremur árum eldri en stjúpmóðir hennar. Irene, sem nú er fimmtug, hefur aldrei verið í sviðsljósinu, en sýslað við sitt af hverju, þrátt fyrir það. Þegar hún kynntist Joe, fyrir 25 árum, hafði hún enga hugmynd um að dóttir hans væri stjarna. Hún hafði aldrei heyrt minnst á Joan Collins, hvað þá séð hana í kvik- myndum. í Essen í Þýskalandi, þar sem Irene er fædd og uppalin, fór hún í óperuna og á sígilda tónleika. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið og Irene tileinkað sér annars konar menningu meðfram. Hún uppgötvaði söngvarann Roger Whit- taker, gerði hann að alþjóðlegri stjörnu og stjórnar nokkrum fyrir- tækjum hans. í einkalífinu finnur hún svo sem fyrir því að vera stjúpmóðir Joan og Jackie Collins, en reynir að láta það ekki hafa áhrif á heimlislífið. í stofunni á notalega heimilinu við Regents Park í London eru inn- rantmaðar myndir á píanóinu af börnum Joe frá fyrra hjónabandi, Joan, Jackie og Bill, en engar af Irene og Natöshu, 18 ára dóttur þeirra Joe. Joan og Jackie eru eflaust einar frægustu systur í heimi, en þær fara varlega að föður sínum, minnugar hversu strangur hann var við þær í uppvextinum. Gjarnan trúa þær Ir- ene fyrir ýmsu, en biðja hana svo að segja pabba ekki. Meira að segja Jackie bað hana að láta föður sinn ekki sjá eintakið af nýjustu bók sinni, sem hún gaf Irene. Þegar Joe hóf að skrifa sjálfsævisögu sína, voru systurnar samvinnuþýðar í fyrstu. Þegar svo ágreiningur fór að koma upp, báru þær vanda sinn upp við Irene. Síðan þegar Joan fór að vera með Peter Holm og fann fljótt að hinum í fjölskyldunni geðjaðist ekki meira en svo að honum, gætti hún þess að láta hann jafnan sitja til borðs við hlið Irene, því hún vissi, að Irene yrði notaleg við hann. Satt að segja líkaði mér aldrei við hann heldur, segir Irene. - Hann var svo skelfing kuldalegur og það var afar erfitt að halda uppi samræðum við hann. Þar sem hann virtist alltaf syfjaður, spurði ég, hvort hann væri seinn að jafna sig af tímamismunin- um, eða hefði vakað fram eftir. Svarið var alltaf breitt uppgerðar- bros og „nei“. Það var eins og hann hefði aldrei neitt að segja. Hann talaði ekki einu sinni við Joan, var bara alltaf með hendurnar á henni eða nartaði í eyrnasnepilinn á henni. Þetta fór óskaplega í taugarnar á okkur, því hann kærði sig kollóttan, þó unglingarnir væru viðstaddir, Tiffany og Rory, börn Jackie, Nat- asha okkar og Katy, dóttir Joan. Joe sagði dóttur sinni nákvæm- lega, hvað honum fannst um Peter, áður en hún giftist honum og réð henni fastlega að láta hann róa. Irene ákvað hins vegar að segja ekkert. - Eg var alveg sammála Joe, en fannst ekki í mínum verkahring að leggja henni lífsreglur, frekar en hinum systkinunum. Irene er fóttir námaverkfræðings og var í tungumálanámi, þegar hún kom til London 1962 og kynntist Joe. - Auðvitað tók ég fyrst eftir, hversu glæsilegur hann var og það hvarflaði ekki að mér að hann væri kominn undir sextugt. Börnin hafa það frá honum, að sýnast að minnsta kosti 10 árum yngri en þau eru. Ég kunni vel að meta umhyggju- semi Joes og kurteisisvenjur. Joan og Jackie segja að hann sé mesta karlremba, en mér finnst notalegt að hann er sterkur og mikill verndari. Hann mundi aldrei láta konu ráða Irene Collins er þýsk að upp- runa. Hún uppgötvaði söngv- arann Roger Whittaker og gerði hann að störnu. hann indæll, en ljóst var þó, að eitthvað var að. Joan hefur alltaf veriðóþreytandi, hvort sem er við vinnu eða skemmtun. Hún er alltaf full af orku. svo beinlínis neistar af henni. Irene heldur því fram, að hún eigi Joan Natöshu að þakka. - Joe lagði áherslu á það þegar við giftum okkur, að hann vildi ekki eignast fleiri börn. Það fauk í Joan, þegar hann minntist á það við hana. Aldrei því vant, svaraði hún Joe fullum hálsi og sagði að ég mætti beinlínis til að eignast barn. Joe gramdist þetta. En það var vegna afstöðu Joan, að ég fékk kjark til að gera það sem ég vildi. Þegar ég var orðin ófrísk og sagði Joe það, varð hann yfir sig ánægður. Jackie varð það líka. Hún var þá nýlega búin að eignast Tiffany og gaf mér öll tækifærisfötin sín. Nú stundar Natsasha nám í sögu, stjórnmálafræðum og hagfræði við háskólann í Birmingham og hefur áhuga á framtíðarstörfum innan breska hersins. Foreldrar hennar leggja áherslu á, að þau hafi aldrei reynt að hafa áhrif á hana, hún hafi sjálf kosið herinn. Síst af öllu hafi hún áhuga á að verða leikari eða standa í sviðsljósinu. Annað í fari Natöshu, sem er andstætt hálfsystur hennar Joan, er að Joe metur tilvonandi eiginmann Natöshu afar mikils. Hann nemur verkfræði og hyggst starfa hjá breska flotanum. Irene heldur áfram: - Hann er indæll. hugsandi og alvar- legur ungur maður og Joe er hrifinn af honum. Nú cr allt annað uppi á teningnum en þegar Joan kom heim mcð fyrsta unnustann, leikarann Maxwell Reed, sem var fyrsti eigin- maður hennar. Joe Collins er 85 ára og hefur núverið sent frá sér sjálfsævi- sögu sína „A Touch of Collins". Joe beinlínis fyrirleit Reed, sem hann kallaði spjátrung og það sama sagði hann raunar um Peter Holm. Joe er líka sannfærður um að Joan gifti sig ekki í bráðina. Hann telur hana hafa lært sína lexíu - fjárhags- lega að minnsta kosti. Joe finnst einkennilegt, hvað börnin hans eru ólík. Jackie er harðgift rólegum manni og er einkar umhyggjusöm möðir og húsmóðir. Henni fyndist hneisa að láta aðra elda matinn fyrir sig eða þrífa húsið. Joan virðist hins vegar ekki geta sest í helgan stein með nokkrum manni, vill aldrei vera heima og kærir sig ekki hið minnsta um að læra að sjóða egg, hvað þá meira. Við höfum engar áhyggjur af Jackie, en stöðug- ar af Joan. Joe er ekkert hrifinn af að geta varla opnað svo blað, að hann lesi ekki eitthvða um hvað elsta dóttir hans sé að aðhafast. Irene reynir að láta honum líða sem best og gætir þess að hann hugsi vel urn heilsuna, enda er hann að verða 85 ára. - Eftir öll þessi ár erum við Joe hvort öðru allt, segir Irene. - Okkur finnst svo gott að vera ein saman, að við þörfnumst ekki utanaðkomandi félagsskapar. Við njótum þess ein- falda, að aka um sveitina, skreppa í sumarbústaðinn á Sussexströndinni um helgar, borða á veitingahúsum og ganga út með hundinn. Leyndardómurinn að baki sælu okkar er að við treystum hvort öðru fyllilega. Við vorum heppin að kynnast, segir Irene Collins að lokum. Þess má geta að endingu, að sjálfsævisaga Joe Collins kom út núna í júlílok. Hún heitir „A Touch of Collins". VELTIBOGAR Á DRÁTTARVÉLAR Verið varkár kaupsýslumanni.sem málar í frí- stundum. Þau áttu alltaf stafla af nýútkomn- um bókum og ég vissi ekki þá, að Oscar hvatti Jacie mjög til að fara að skrifa. Þegar ég kynntist henni fyrst, hafði ég ekki hugmynd um, að hana hafði alltaf langað að verða rit- höfundur. Hún leyndi alla þessu þangað til fyrsta bók hennar kom út 1968: „Heimurinn er fullur af eigin- mönnum". Joan var þá gift lagahöfundinum og söngvaranum Anthony Newley. Mér geðjaðist vel að honum, en þeim Joe kom ekki saman. Sá tengdasonur, sem Joe og Irene hafa haft mest saman við að sælda, var Ron Kass, þriðji eiginmaður Joan. Hann lést í október í fyrra, 51 árs og var það þeim mikið áfall. Irene segir: - Þegar Joan og Ron bjuggu í London, var hann stórkost- legur gestgjafi, eldaði kvöldverð handa okkur og skemmti öllum með smitandi kátínu sinni. Hann var mikils metinn kaupsýslumaður, en sennilega hefur það verið mikið vegna slyssins,sem Katy dóttir þeirra lenti í 1980 og óheppni íviðskiptum, að hann breyttist, varð lokaður og glataði sjálfstraustinu mjög. Viðbrögð hans, þegar Joan var boðið hlutverkið í Dynasty báru þess glöggan vott, hversu mikið hann hafði breyst. Hún var þá að leggja upp í leikferð og taldi að auðvelt yrði að fá staðgengil - hún var ekki svo mjög fræg þá - en Ron óttaðist að hún yrði sótt til saka, ef hún hætti við. Joan sneri sér til föður síns, því hann er alltaf svo raunsær. Joe sagði henni að gleyma leikritinu og þiggja hlutverkið í Dynasty. Hann beinlínis skipaði henni og hún hlýddi, því hún veit mætavel að enginn af eigin- mönnum hennar hefur nokkurn tíma jafnast til hálfs á við Joe, hvað framsýni varðar. Þegar svo Joan og Ron voru sest að í Bandaríkjunum og hún önnum kafin við Dynasty, kom Ron oft yfir hafið í viðskiptaerindum og dvaldi þá hjá okkur. Eins og venjulega, var yfir sér. í atvinnulífinu er ég talin ráðrík, en það dytti mér aldrei í hug að reyna heima fyrir. Irene heldur áfram að rifja upp: - Þegar við kynntumst betur, kynnti hann mig fyrir fjölskyldu sinni. Bill sonur hans, sem nú er 41 árs og kvæntur Hazel, sem er fyrirsæta, er í fasteignaviðskiptum. Jackie var þá orðin ekkja og bjó með litlu dóttur sinni, Tracy. Jackie giftist síðan 1967 núverandi manni sínum, Oscar Lerman, hæglátum, bandarískum Þegar Irene kynntist Joe Collins, hafði hún aldrei heyrt minnst á hinar frægu dætur hans, Joan og Jackie. Nú hefur hún verið stjúpmóðir þeirra í 20 ár og sitthvað drifið á dagana. Hálfsystir Joan og Jackie, Natasha Collins ætlar sér frama í breska hernum. PETER H0LM VAR HRÚTLEIÐINLEGUR - segir stjúpmóðir Joan Collins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.