Tíminn - 27.09.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.09.1987, Blaðsíða 9
Sunnudagur 27. september- arahirðin einn hvítan, einn hálf- hvítan og 28 gráa, en franska hirðin 48 gráa, einn hvítan og einn hálfhvítan. 1765 hvor einn hvítan og 29 gráa. Rússneska hirðin fékk aðeins við og við senda íslenska fálka, enda hafði keisarinn gnægð fálka í ríki sjnu. Árið 1763 gaf þó Dana- kóngur honum 17 íslenska fálka, þar af þrjá hvíta og tvo hálf- hvíta. BLÓMASKEIÐ OG ENDALOK Á árinu 1743 hófst blómaöld fálkaveiðanna á íslandi og varði hún í rúm 20 ár. Þetta ár veidd- ust 149 gráir fálkar, 3 hvítir og 4 hálfhvítir. Þegar til Hafnar kom þóttu hvítfálkarnir allt of fáir. Til andsvara þessari ásökun voru fálkaherrarnir fræddir um það að hvítvalirnir kæmu frá Græn- landi eins og hvítabirnirnir og tímguðust ekki ört á íslandi. En árin 1751 - 1754 voru hin mestu happaár. 1751 rakmikinn hafís frá Grænlandi til íslands og hvítfálkarnir komu í stórhóp- um með ísnum. Þessi fjögur ár veiddust 92 hvítfálkar, 400 grá- fálkar og 31 hálfhvítir. Hámarki náði veiðin svo árið 1764, en þá veiddust 210 fálkar samtals. En þá kom á daginn að veiðin var orðin meiri en þörf var fyrir. 46 íslenskir valir létu því lífið á höggstokknum umrætt ár. En til þessa lágu vissar orsaþ- ir. Hið svonefnda Sjöárastríð hafði geisað í álfunni og það hafði breytt mörgu. Þjóðhöfð- ingjarnir höfðu haft annað að sýsía en etja fálkum sínum. Þeir öttu mönnum fram í staðinn. Þegar friður komst loks á kom í ljós að fáir höfðu lengur ánægju af fálkaleikjum. Friðrik Prússa- konungur hafði gefið marga af fálkum sínum og þar með móðg- að sinn konunglega bróður, Danakonung. Ennfremur hafði pólski kóngurinn selt alla sína fálka, svo ekki kom til mála að hann fengi fleiri. Var það aðeins hirðin í Portúgal sem fékk senda fálka og var sepdingin því veg- legri - 60 gráir fálkar og tveir hvítir. Árið 1765, sem einnig var gott fálkaár, voru 52 fálkar höggnir í Höfn. Þannig fór nú að draga smámsaman úr þessari merku íþrótt og af og til voru send til íslands konungleg fyrirmæli um að draga heldur úr fálkasending- um. Því meiri áhersla var lögð á að efla veiði hvítra fálka, en sú viðleitni gekk misvel. Jafnframt fór þeim mönnum fækkandi sem fálkaveiðina höfðu á hendi. Þegar kom fram undir alda- mótin 1800 má segja að þessi göfuga list hafi því verið búin að ganga sér til húðar og fálkaveiði- stöðin í Höfn orðin lítið meira en nafnið eitt. Hún var formlega lögð niður árið 1810. Hér hefur fátt eitt verið rakið um sögu fálkaveiðanna á ís- landi, en stuðst er við hina miklu og ítarlegu ritgerð um þetta efni eftir Björn Pórðarson, „íslensk- ir fálkar.“ Eftir að fálkaleikirnir hættu að vera konungleg íþrótt spruttu hér og þar upp félög áhuga- manna sem léka að fálkum og störfuðu þau all mörg á nítjándu öld og voru íslenskir fálkar þar sem áður í hávegum hafðir. En menn sóttu íslenska fálka ekki einungis hingað til lands vegna skemmtunar einnar. Þýskir menn veiddu hér fálka skömmu fyrir fransk- prúss- neska stríðið 1871 og var völun- um beitt til þess að elta uppi og drepa franskar bréfdúfur í styrj- öldinni! Og ekki þarf að minna á heimsóknir erlendra rr&nna hin síðustu árin, sem viljað hafa veiða fálka til handa suðrænum furstum, en fengið heldurkulda- legar móttökur hérlendis. En það er önnur saga. DAIHATSU CHARADE 3JA KYNSLÓDIN KOMIN AFTUR Nú er komin til landsins fyrsta sendingin af hinum glæsilega, nýja DAIHATSU CHARADE, sem viö lofuðum þeim sem urðu frá að hverfa eftir að fyrstu 500 bílarnir seldust upp á tæpum 2 mánuðum fyrr í sumar. DAIHATSU CHARADE hefur síðastliðinn áratug verið fyrirmynd annarra bifreiðaframleiðenda í hönnun sparneyt- inna, en öflugra og hagnýtra fjölskyldubifreiða. —rr^n DAIHATSU CHARADE er í fremstu röð hátæknibifreiða af minni gerð \ a* q^iHATSU bi'* 01 og á einstaklega hagstæðu verði: fra kr. 365.600. " DAIHATSU CHARADE ÚRVALS VARAHLUTA- OG VERKSTÆÐISÞJÓNUSTA GULLTRYGGIR HAGSTÆÐA FJÁRFESTINGU. BlLASÝNING ALLA LAUGARDAGA KL. 13-17 DAIHATSUUMBOÐIÐ, Ármúla 23 s. 685870 - 681733. Eigum til á lager eftirtaldar stærðir: 12.4/11-28 9 mm 13.6/12-28 9 mm 14.9/13-24 9 mm 14.9/13-28 9 mm 16.9/14-28 11 mm 16.9/14-30 11 mm Kr. 23.181.- settið Kr. 25.974.- settið Kr. 23.842.- settið Kr. 25.273.- settið Kr. 36.747.- settið Kr. 37.282.- settið DRÁTTARVÉLAKEÐJUR frá Ovako Finnlandi Einnig þverbönd og hlekki BUNADARDEILD ARMULA3 REYKJAVIK SIMI 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.