Tíminn - 27.09.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 27.09.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn Sunnudagur 27. september 1987 í Sjálfstæðisflokknum? ÉR er sagt aö okkur þingmönn- umsé ekki stættá aö neita blaða- mönnum um viðtöl, svarar Halldór Blöndal þegar ég hringi í hann og falast eftir þingmanna- viðtali. En það gekk ekki átaka- laust fyrir sig að finna tíma, því Halldór er önnum kafinn maður og hefur nóg að gera við að sinna sínu kjördæmi; Norðurlands- kjördæmi eystra. Að lokum komum við okkur niður á stund í hádeginu einn gráan mánudag á heimili Halldórs á Seltjarnar- nesinu. Halldór Blöndal íþingmannaviðtali „Nei, ég er ekki að norðan heldur Reykvíkingur," svarar hann þegar ég spyr hann um ætt og uppruna. Auðvitað; maðurinn er af þeirri frægu Engeyjarætt, sem víða hefur látið að sér kveða. „Ég er fæddur í Reykjavík og ólst upp á Laugavegi 66, í húsi sem reyndar stendur ekki enn. Faðir minn Lárus Blöndal var landsbóka- vörður og móðir mín Kristjana systir Bjarna heitins Benediktsson- ar forsætisráðherra. Skýringin á því að margir halda að ég sé að norðan er að ég var sendur þangað í menntaskóla fyrir þá sök að ég stóð mig satt að segja mjög illa í menntaskólanum hér fyrir sunnan. Þess vegna þótti ráðlegt að senda mig norður til Þórarins Björnsson- ar skólameistara. Amma mín hafði tröllatrú á Þórarni og taldi að hann gæti haft á mig góð áhrif svo ég kæmist nú til manna. Afi minn Benedikt Sveinsson var af Víkingavatnsætt eins og Þórarinn. Benedikt afi var þing- maður Norður Þingeyinga eins og ég er nú og finnst mér það merkileg tilviljun að hann var fæddur 2. desember, ég kom fyrst inn á þing varaþingmaður sama dag 1971, og kjörinn þingmaður 2. desember 1979. Allt tengist þetta þessari dagsetningu á tilviljunarkenndan hátt, svo annar desember er kannski heilagur dagur í mínum huga. Eg varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1959 og þar hafði verið skólasystir mín Renata Kristjánsdóttir frá Akureyri. Við giftum okkur eftir stúdentspróf og bjuggum á Akureyri þar sem ég fór að kenna, jafnframt því sem ég var erindreki fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir norðan og fékkst við blaða- mennsku. Við vorum með annan fótinn fyrir sunnan, bjuggum eigin- lega á báðum stöðunum. Við Renata eignuðumst tvær dætur, Ragnhildi sem nú er tuttugu og sjö ára og Kristjönu tuttugu og tveggja sem nemur uppeldisfræði við Háskólann. Við Renata skild- um fyrir tuttugu árum og skömmu seinna kynntist ég núverandi konu minni, Kristrúnu sem er kennari við Verslunarskólann. Það er nú kannski ekki rétt að segja að ég hafi ekki þekkt hana áður því við höfðum vitað hvort af öðru og líklega sá ég hana fyrst á Laugavegi 11. Við eigum saman son, Pétur sem var að hefja nám við Verslun- arskólann nú í haust.“ Við snúum talinu frá eiginkon- unum að uppeldinu á Laugavegin- um og hvort Halldór hafi frá æsku verið mjög pólitískur. „Já, ég var mjög pólitískur frá barnæsku og man að ég táraðist þegar Þorsteinn Dalasýsluntaður féll í kosningum á sínum tíma og komst ekki inn á þing. Það hafði heldur ekki lítil áhrif að ég var í barnaskóla í bekk með Ragnari Amalds, Styrmi Gunnarssyni, Magnúsi Jónssyni og Jóni Baldvin Hannibalssyni. Við vorum allir mjög pólitískir og ræddum mikið stjórnmál. Ekki vorum við nú sam- mála og skeggræddum mikið í frímínútum. Þegar við vorum á fermingaraldri stofnuðum við málfundafélag sem hét Sókrates og hafði aðsetur uppi á hanabjálka hjá Ragnari. Þar héldum við form- lega málfundi og það þurfti að takmarka ræðutímann, því annars hefðu þeir fundir aldrei tekið enda. Seinna þegar ég var kominn í Gagnfræðaskóla Austurbæjar þá var ekki minna um pólitískan áhuga og ég man að við vorum alltaf að leita að framsóknarmanni í skólanum en fundum engan og þótti okkur ekki undarlegt, raunar ofur eðlilegt. En á þessum árum voru mikil átök í Þjóðvarnar- flokknum sem olli því að eldri bræður okkar Ragnars fengu okkur til að ganga í flokkinn. Ég var nú ekki sáttur við Þjóðvarnarflokkinn eins og gefur að skilja þar sem hann var stofnaður til höfuðs hernum. En við Ragnar og Magnús sátum fyrsta landsfund flokksins og ég man að við fluttum þar tillögu um að Þjóðvarnarflokkur- inn beitti sér fyrir að áfengt öl yrði leyft á íslandi. Því var nú þunglega tekið og meðan málið var afgreitt vorum við Ragnar settir dyraverðir á fundinum sem haldin var á Röðli, meðan verið var að svæfa tillöguna. Síðan var ekki meira úr flokks- starfi hjá Þjóðvarnarflokknum hjá mér, því ég var og er gallharður NATO-sinni, ef ég sleppi þarna nokkrum dögum úr æfi minni. í Sjálfstæðisflokkinn gekk ég skömmu seinna og var það vegna þess að þá voru mikil átök um formannskjör í Heimdalli. Þá stóð til að kjósa Þorvald Garðar Kris- tjánsson formann en Páll Ásgeir Tryggvason var einnig í kjöri. Ég gekk því í Heimdall til að styðja Pál, sem reyndar tapaði þeirri kosningu.“ Síðan liggur leiðin til Akureyrar, þú hefur væntanlega haldið áfram afskiptum af pólitík þar? „Ég kom nú lítið við sögu innan Félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, en beitti mér hins vegar aðallega á málfundum innan skólans. í MA var þá Jósef Þor- geirsson glæsilegur leiðtogi okkar hægri manna, en það var ekki mikið um pólitísk átök innan skól- ans í fyrstu. Þegar ég var í sjötta bekk vorum við sjálfstæðismenn mjög sterkir og okkar helstu pólit- ísku andstæðingar voru Már Pét- ursson sýslumaður bróðir Páls á Höllustöðum og Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra. Oft var heitt í kolunum og á ég margar skemmti- legar minningar frá þessum árum. “ Við Halldór höldum áfram að ræða um dvölina á Akureyri og það sem hann hefur verið þekktur fyrir, kveðskapurinn, ber á góma. Hann segist halda sig muna rétt að hafa verið fyrsta manninn sem ort hafi lausavísur í skólablaðið Mun- inn og gert það í þrjá vetur. „Þar voru birtar margar ágætis vísur eftir ýmsa. Séra Heimir Steinsson á Þingvöllum var nú mesta skáldið ásamt Jóni Sigurðs- syni, Hirti Pálssyni og séra Jóni Einarssyni á Saurbæ, svo einhverjir séu nefndir. Þegar ég var að fletta þessum gömlu blöðum mínum um daginn rakst ég á tvær vísur sem ég hafði ort á þessum árum og finnst býsna góðar satt að segja“. Ég þarf ekki að suða í honum að fara með vísumar fyrir mig og Halldór kveður: Ungri sætu ef ég mæti út á stræti og ástin bregður fyrir fæti fyndi ég mér eftirlæti. Mér er orðin mikil þörf á minni þíðu verst er að þurfa að standa í stríðu við stúlkurnar um þeirra blíðu. Ég spyr Halldór hvort hann hafi verið mikill kvennamaður, vísurn- ar beri þess vitni. „Nei, það var ég ekki, þetta varð bara til, og við vorum býsna fljótir að yrkja á þessum árum.“ Ég táraðist þegar Þorsteinn Daiasýsiuniaður íéil í kosninguni Ekki eru þetta þínar fyrstu vísur, varstu ekki farinn að yrkja strax í æsku? Jú, Halldór segist muna þegar hann orti sínu fyrstu vfsu þegar hann hafi verið í sveit í Breiðumýri og hafi verið að fara með mat á gamla Jarp niður í Flóa. Þá sá hann kjóann vera að elta kríuna og orti þessa vísu: Sækir oní hreiðrið björg í hafið er langt að fara fyrir kjaftinn kjóans mörg kræsing fuglsins snara. Við hverfum frá kveðskapnum í bili og snúum okkur að hvalnum sem Halldór þekkir af eigin raun, dauðum að vísu, þar sem hann vann í mörg sumur við hvalskurð í Hvalfirði. »Ég var alls fimmtán vertíðir í hvalnum, byrjaði fimmtán ára gamall, var síðast í hvalnum eftir að ég féll í kosningum 1974 til að hressa mig eftir ósigurinn. Ég hef unnið þar öll störf, var alltaf á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.