Tíminn - 11.10.1987, Side 9
Tíminn 9
Hugmyndin að nýjustu bók Pat
er komin frá Coliins-systrum, en
mun þó ekki fjalla beinlínis um
þær.
áhyggjur, jafnvel þó hún aflaði
ekki eyris. Eiginmaður hennar,
Garth Wood er sálfræðingur,
kennari og rithöfundur. Þau eiga
sex ára gamlan son, Orlando og
ættleiddu nýlega nýfædda stúlku,
sem 14 ára kunningjakona þeirra
fæddi nánast fyrirvaralaust. Með-
ganga Orlandos kostaði Pat næst-
um lífið, svo hún hefur ekki í
hyggju að fæða sjálf fleiri börn.
Heimili fjölskyldunnar eru þrjú,
sitt á hvorri strönd Bandaríkjanna
og eitt í London. Pat fylgir bónda
sínum iðulega á fyrirlestrarferðum
hans um heiminn og hefur nasað af
mannlífinu í öllum heimsálfum, en
talar ennþá enskuna með sterkum
Cockney-hreim, þegar hún slakar
á heima hjá sér. Málvöndun er
bara til sparinota að hennar áliti.
Persónurnar í bókum hennar
eru oft vægast sagt siðlausar og má
það þykja einkennilegt, þegar
skapari þeirra er góður kaþólikki
og biðst daglega fyrir. - Eg gæti
sjálf ekki hugsað mér að tala eins
og þær, hvað þá haga mér svona,
segir Pat. - Ég skrifa bara svona og
Fjölskylda Pat. Garth Wood er
líka rithöfundur, en auk þess
sálfræðingur og kennari.
við getum ekki öll verið fullkomin,
er það? Ég er ekki andvíg kynmök-
um fyrir hjónaband, því ég tel
mikilvægt að hlaupa af sér hornin
í þvt' efni sem öðrum. Ég tel heldur
ekki rangt að vegna vel út á svona
skrif, meðan maður getur notað
aðstöðu sína til að hjálpa einhverj-
um og ofmetnast ekki af velgengn-
inni.
Pat hefur látið vel af hendi rakna .
til stuðnings unglingsstúlkum, sem
verða ófrískar af slysni. Hún er
mótfallin fóstureyðingum, en hefur
gengist undir eina sh'ka sjálf, þrátt
fyrir það. - Ég vildi lifa lengur, en
engin manneskja á að þurfa að
gera þetta.
Kynlífsatriðin í bókum Pat eru
sum af grófara taginu og hún telur
að eitt slíkt, mitli tveggja kvenna
hafi komið í veg fyrir að Palm
Beach væri kvikmynduð. Henni
finnst erfitt að skrifa þessi atriði,
en auðvelt að ímynda sér þau.
Henni finnst kynlífsatriðin illa
skrifuð hjá Jackie Collins, þau séu
allt of stutt og tilfinningasnauð.
Svo sannarlega vinnur Pat hörð-
um höndum við ritstörfin. Hún fer
á fætur fyrir fimm á morgnana og
dettur út af um níuleytið á kvöldin,
þegar skriður kemst á söguna. Hún
setur sér það takmark að skrifa
1000 orð, meðan Orlando er í
skólanum og fóstra gætir telpunn-
ar.
Hjónin hafa vinnustofur sitt í
hvorum enda hússins og bera ekki
verk sín undir hvort annað eða
segja álit sitt á þeim. - Það má tala
um bækurnar á heimilinu, þegar
þær eru komnar út, ekki fyrr, segir
Pat.
Þegar hún var lítil, nauðaði hún
stöðugt, ef hana langaði í eitthvað,
þangað til alla viðstadda brast
þolinmæði og létu hana fá hlutinn,
til að losna við nauðið. Eiginmað-
urinn segir, að það hafi harla lítið
breyst. - Núna segir hann að ég
nauði um að verða númer eitt,
þangað til einhver segi sem svo: -
I guðs bænum látið það eftir henni,
svo hún þegi.
dömufatnaður..!
A
Ráðgjöf
og leiðbeimngar
Garöyrkjufræöingarnir
Hafsteinn Hafliöason ogÞ
Sævarsson leiöbeinafolk um
meöferðogræktunhaustlauka,
laugardagog sunnudagki.
13.00-19-.00.
Ath.: Fáið litprentaöan
leiðbeiningarbækling.
Wlagntilboð
Geriö hagstæö kaup.
50 stk. túlípanar • ■ • ■
50 stk. krókusar • • • ■
25 stk. páskaliljur . ■ •
kr. 490,-
, kr. 490,-
. kr. 490,-
Rauður jólatúlípam
(Brilliant star)
10 stk. kr. 229,-
Bleik jólahýasinta
(Anne Marie)
4 Stk. kr. 199,-
Dökkblár jólakrókus
(Rememberance)
10 stk. kr. 169,-
Riddarastjarna
(Amaryllis)
1 stk. kr. 295,-
Hvítar jólaliljur 10 s*k_kn 295,
EinföldogþægilegræktuaHenra
t.d. í skólumog barnaheimilum.
S,^^«681^.8^1689070.«™.
SÉRTILBOÐ ÞESSA HELGI
Blómstrandi Begoniur.
Aðeins kr. 170,-