Tíminn - 11.10.1987, Qupperneq 10

Tíminn - 11.10.1987, Qupperneq 10
SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁLj SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAK Sunnudagur 11. október 1987 10 Tíminn Sandra Black fór í gönguferð að venju, en þegar hún kom heim, fékk hún tvö skot í höfuðið. Eiginmaðurinn hafði skothelda fjarvistarsönnun. OLLEGE Station er 30 þúsund manna bær í hæðunum um það bil 230 km norðaustur af Houston í Texas. Þar er meðal annars háskóli, svo og alhliða landbúnaðarskóli. Starfsemi skólanna hefur sín áhrif á bæjarbraginn og menningar- og skemmtanalíf í College Station er með líflegra móti. Bæjarlífið þarna átti vel við Söndru Kay Black. Hún var lagleg, ljóshærð, 36 ára og hafði alið allan sinn aldur í College Station, þar sem hún var nú gift en barnlaus. Sumir vinir hennar höfðu um tíðina flutt burt, margir til Austin eða Houston, en ást á staðnum og fjölskyldutengsl héldu Söndru kyrri. Allt líf mitt er hér, sagði hún jafnan, ef hún var spurð, hvort hún ætlaði ekki líka að freista gæfunnar í stórborgunum. Sandra var forstöðukona Sælu- reitsins, barnaheimilis háskólans og eftir vinnutíma fór hún iðulega í gönguferðir um skólasvæðið. Síð- degis fimmtudaginn 21. febrúar 1985 fór hún í eina slíka göngu ásamt roskinni frænku sinni. Svalt var í veðri og tekið að rökkva, þannig að koldimmt var orðið, þegar frænk- urnar kvöddust. Sandra gekk að bíl sínum, öldungis grunlaus um að þetta hefði verið í seinasta sinn, sem hún gengi þarna um, eða raunar annars staðar. Heimili Söndru var í nýju út- hverfi, um það bil 8 km utan við bæinn. Vel hirt grasflöt með runnum og blómabeðum var framan við húsið og inni fyrir var einkar nota- lega innréttað, á þann hátt að gestum leið alltaf einkar vel hjá Söndru. Hins vegar höfðu þeir gestir, sem að garði bar þetta kvöld, aldrei komið þar áður og leið ekki mjög notalega. Þeir voru alvarlegir og óku lögreglubílum. Ástæðan fyrir komu þeirra var að unglingspiltur hafði hringt og kallað á hjálp. Hann var í uppnámi, en það var skiljanlegt, með tilliti til þess sem hann hafði orðið vitni að. Sjúkra- og lögreglubílar geystust sem sagt upp að húsínu, menn stukku út og ruddust inn, þar sem við blasti lík Söndru Black á miðju stofugólfinu. Varla gerðist þörf á að leita að lífsmarki, því augljóst var að Sandra hafði verið skotin tvisvar í höfuðið, ennið og gagnaugað og líkið lá í stórum, volgum blóðpolli. MORÐINGJA Þetta morðmál átti eftir að vera mjög til umfjöllunar í fjölmiðlum í Texas, sem eitt hið óhugnanlegasta um langan tfma og sá sem fékk það verkefni að stjórna rannsókn þess, var Ronnie Miller, lögreglustjóri Brazos-umdæmis, sem aðeins hafði verið mánuð í embætti. Helstu samstarfsmenn hans voru Kirk og Owen, en áður en yfir lauk, hafði verið leitað aðstoðar fjölda rannsóknarlögreglumanna í mörg- um umdæmum fjögurra ríkja. Þetta kalda febrúarkvöld var þó rannsóknin takmörkuð við notalega heimilið hennar Söndru Black í nýja úthverfinu. Kirk og Owen sáu um vettvang og komust að þeirri niður- stöðu, að konan hefði verið látin innan við tvær klukkustundir og staðfesti krufning það síðar. Líkið var fullklætt og bar engin merki þess að hin myrta hefði tekist á við banamann sinn. Nánari rannsókn leiddi í ljós, að skotin höfðu komið úr lítilli skamnt- byssu og af stuttu færi frá vinstri. Það benti til að Sandra hefði verið skotin er hún gekk inn í stofuna og sennilega hefði morðinginn falið sig að hurðarbaki. Meðan tæknilið var að ljósmynda og mæla, leituðu Kirk og Owen í öðrum herbergjum hússins. Þó verð- mætt silfur væri í borðstofunni og mikið safn sjaldgæfra skotvopna í skáp á ganginum, virtist ekki hafa verið hreyft við neinu, nema hirslum í svefnherberginu, þar sem allt var á tjá og tundri. Seint um kvöldið var unglingur- inn, sem kallað hafði á lögregluna yfirheyrður. Hann var enn í upp- námi, en sagði svo frá, að hann hefði komið að húsinu rétt eftir klukkan átta. Bíll Söndru stóð þá úti fyrir og bakdyrnar voru opnar, enda gekk Sandra oft um þær. Ljós voru kveikt inni. Pilturinn kvaðst hafa gengið rak- leitt inn, en þá séð líkið. Hann þaut til, sá skotsárin og hringdi strax. Þar sem talið var að rnorðið hefði verið framið skömmu áður, var pilturinn inntur eftir, hvort hann hefði séð bíl nálægt, þegar hann kom. Hann hristi höfuðið. Ekkert óvanalegt hafði ver- ið að sjá. Eiginmaður hinnar myrtu, Robert Black var einnig yfirheyrður þetta kvöld, þéttvaxinn, samanrekinn náungi um fertugt, með kolsvart hár. Hann mátti vart mæla yfir fréttunum. - Hver gæti gert svona lagað? Hver gæti skotið Söndru? endurtók hann í sífellu. Hann gat ekki skýrt neitt, aldrei verið brotist inn í húsið áður og hvorki hann né Sandra ættu neina fjandmenn. Sjálfur hefði hann átt að vera kominn heima á undan henni þetta kvöld, en þurft að sinna nokkr- um smáerindum á leiðinni. Ég var að leita að varahlut í mótorhjólið mitt, útskýrði hann. Það hefur gengið skrykkjótt og ég ætlaði að láta gera við það. Hann hefði farið í tvær verslanir og fengið hlutinn í þeirri seinni. Þá hefði klukkan verið um hálf sjö. Loks hefði hann heilsað upp á kunningja, spjallað við hann um stund, fengið sér bjór og farið heim. Þetta hefði verið ósköp venjulegur dagur, sent nú lauk með martröð. Auðvitað höfðu nágrannar veitt lögreglubílunum og umstanginu at- hygli og fréttirnar voru fljótar að berast. í föstudagsblöðunum rakti Miller atriði málsins og sagði að innbrotsþjófur hefði orðið Söndru Black að bana. Næstu þrjár vikur var opinberlega álitið að svo hefði verið og við það miðaðist rannsóknin í fyrstu. En þrátt fyrir að leitað hafði verið í svefnherberginu og Sandra skotin úr launsátri, þegar hún gekk inn, höfðu menn sínar efasemdir um innbrotið. Miller minntist þess að er hann stóð í gættinni og leit yfir óreiðuna: skúffur dregnar úr kommóðum, föt dreifð um allt og skartgripir saman við, hefði sér dott- ið í hug, að þetta væri líkast því sem gerist í sjónvarpinu. Sviðsetning, þar sem öllu var rótað til, en engu stolið. Af reynslu sinni vissi hann, að þjófar leita til að stela, en skilja ekki skartgripi og verðmæti eftir, sem blasa við þeim. Hér vildi einhver láta líta út fyrir innbrot. Þessar grunsemdir styrktust, er afgangurinn af húsinu var skoðaður. Þar stóðu sjónvarp, myndband, hljómílutningstæki og margt annað óhreyft, sem hægt hefði verið að selja fyrir drjúgan skiiding á stund- inni. Hvaða þjófur hefði gengið framhjá því öllu? Að ekki væri talað um verðmætt skotvopnasafn Ro- berts Black, sem blasti við öllum í glerskáp. Meira að segja sjónvarps- þjófar stela slíku, hugsaði Miller. Félagar hans hugsuðu það sama. Þjófur sem drepur, en gleymir að stela, er ekki þjófur, hann er hrein- lega morðingi. Fleira kom til sögunnar. Ljóst var að þegar Sandra lauk gönguferðinni, hafði hún ekið heima í sendiferðabíl sínum, en þegar líkið fannst, tveim- ur tímum seinna, var sá bíll ekki utan við húsið, aðeins lítill fólksbíll hennar. Hinn fannst seinna á bílast- æði við verslum skammt frá. Rökrétt mátti þykja, að morðinginn hefði farið burt á bílnunt, en þá vaknaði sú spurning, hvernig hann hefði komið á staðinn, sem var utan við bæinn. Var hann á puttanum, gang- andi, eða kom hann í leigubíl? Ný vinda kom á rnálið, þegar vinir Söndru tóku að hringja til lögregl- unnar og fara fram á að eiginmaður hennar væri athugaður nánar. Fram kom að Sandra hafði verið vansæl í hjónabandinu og sótt um skilnað sumarið áður, þegar Black var stung- inn af eftir heiftarlegt rifrildi. í umsóknina hafði hún m.a. skrifað: Eigimaður minn hefur hneigst til ofbeldis undanfarið og ég óttast að það versni er fram líður. Black frétti af þessu, þegar hann kom heim aftur og baðst auðmjúk- lega afsökunar. Það varð til þess að Sandra dró umsóknina til baka í janúar. Nú var þess farið á leit við Robert Black, að hann gengist undir lyga- mælispróf. Hvers vegna? spurði hann. Ég hef sagt ykkur allt sem ég veit. Skýrt var fyrir honum, að þetta væri bara liður í rannsókn og sannaði hvorki sekt né sakleysi. Fleiri væru beðnir að koma í mælinn. Eftir nokkra umhugsun neitaði Black og fór. Jafnframt fóru fram margháttaðar rannsóknir á ýmsum atriðum, til dæmis byssusafni Blacks og langlínu- samtölum til hússins og frá því. Robert Black reyndist oft hafa hringt að heiman til smábæjar í Kaliforníu. Viðmælandi hans þar reyndist þrítug kona, sem eitt sinn hafði búið { MORÐINGIAUGLÝSTIEFTIR

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.