Tíminn - 22.10.1987, Qupperneq 4

Tíminn - 22.10.1987, Qupperneq 4
4 Tíminn Fimmtudagur 22. október 1987 Öfugt við það scm oft hefur verið haldiö fram, að íbúðir sérhannaðar fyrir aldraða séu geysilega dýrar („Okrað á öldruðum" er t.d. nýleg fyrirsögn í blaði), verður niðurstaða Tímans sú að þær séu, a.m.k. í mörgum tilfellum, ódýrari en íbúðir sem byggðar cru og seldar á alinennum markaði og jafnvel ódýrari en einhverra ára gamlar íbúðir á fasteignamarkaðnum. „Misskilningurinn“ viröist felast í samanburði á ósambærilegum hlutum. Eða þætti t.d. einhverjuin það sönnun fyrir okurverði á amerískum sportbíl að hann væri miklu dýrari cn Skoda? - þó að háðir gætu bílarnir verið álíka rúmir/þröngir að innanveröu. Þriggja herbergja íbúð 143ferm. Ncttó flatarmál íbúðar segir oft lítið um hvcrsu stórt húsrými kaup- andi hennar cr raunverulega að kaupa. Eignarhluti 3ja herbergja íbúðar fyrir aldraða getur t.d. verið 143 fermetrar, eða sem svarar 6 herbergja sérhæð eða „pent- house“. Mundu margir telja það okurverð að kaupa glænýja slíka íbúð, fullbúna með flísalögðu baði, teppum, öllum rafmagnstækjum, þar með talinni þvottavcl og þurrk- ara og að hluta nýjum húsgögnum ásamt lyftu og ræktaðri löð - fyrir uni 4,9 milljónir króna, cða um 34-35 þús. kr. fermetrann? Dæmi um nær helming „íbúðarinnar“ í sameigninni Lítum á annað dæmi: Um 41 ferm. cinstaklingsíbúð, búna cins og að framan er lýst fyrir um 2.690 þús. kr., eða nær 66 þús. kr. fermctrann. Og hins vcgar yfir tvöfalt stærri, eða 78 ferm. 2ja herbergja íbúð í Grafarvogi, til- búna undir tréverk á 2.775 þús. kr., eða tæplega 36 þús. kr. ferm. Okur? Verður litla íbúðin þó ekki í raun miklu ódýrari þegar tckið cr mcð í dæmið að eignarhluti hennar í viðkomandi byggingu cr 80 ferm., eða aðeins 10 ferm. minni en hinnar. Við það breytist saman- burðurinn í um 34 þús. kr. ferm. í fullbúinni “lúxusíbúð" og nær 31 þús. kr. ferm. tilbúinn undir trévcrk. Hvort fólk á „besta aldri" vildi hins vegar kaupa íbúðir þannig hannaðar að allt frá þriðjungi og upp í helmingurinn af því húsnæði sent þeir eru að kaupa tilheyri „alntenningi" utan íbúðar þeirra, er svo spurning út af fyrir sig. Álit þeirra öldruðu í þessu efni hcfur blaðamaður Tímanns raunar held- ur aldrei hcyrt þá öldruðu sjálfa svara til um í allri þeirri umræðu sem fram hefur farið unt íbúðir aldraðra á undanförnum árum. Fermetrinn á 35-39 þús. krónur Ljóst er að vel búin setustofa kostarekkert minna þótt hún teljist til sameiginlegs húsrýmis heldur en innan ákveðinnar íbúðar. Einna raunhæfasti verðsamanburðurinn milli íbúða sýnist því l'ást nteð samanburði á fermetraverði í brúttó eignarhluta hverrar íbúðar. Samkvæmt upplýsingum for- svarsmanna Sunnuhlíðarsamtak- anna í Kópavogi, Samtaka aldr- aðra sent byggðu Bólstaðarhlíðar- húsin og V.R. bygginganna í nýja miðbænum var verð á brúttó fer- metra í byggingum þeirra frá um 35-39þús. kr. núna í september s.l. Tilbúið undir tréverk á um 30-31 þús. kr. Blokkaríbúðir sem nýlega voru auglýstar í Grafarvogi og skilað verður tilbúnum undir tréverk, en með frágenginni sameign. kosta að Frá Sunnuhlíö í Kópavogi. Söluverð miðlungs íbúðar á almennum markaði nægir til kaupa á íbúð hér. Tímamynd: Brein meðaltali um og rúmlega 30 þús. kr. á hvern fermetra brúttó. í því húsi er brúttóstærð íbúðanna hins stærðum og verði fékk Tíminn hjá verslunarmönnum sent byggðu 60 íbúðir í 7 stærðarflokkum, sem samtals eru tæplega 8.000 fermetr- ar að grunnfleti (um 133 fm að meðaltali á íbúð) og kostuðu um 280 milljónir á verðlagi í september s.l. Það svarar til tæplega 35 þús. kr. á hvern fermetra að meðaltali. Stærð og verð þessara íbúða er sem hér segir: íttófm.: Brúttófm. : Verðsept.: 41 80 2.665 þús. 60 95 3.430 þús. 66,4 102 3.655 þús. 70 107 3.800 þús. 89 131 4.540 þús. 98,6 138 4.910 þús. 99 143 4.935 þús. Sem sjá má er algengast að brúttóflatarmál hverrar íbúðar sé í kringum þriðjungi meira en nettó flatarmálið. Minnsta íbúðin er einstaklings en hinar 2ja, 3ja og 3-4ra herbergja. Brúttóflatarmál þeirrra gæti hins vegar verið dæmi- gert fyrir 3ja til 6 herbegja íbúðir. Höfuðmarkmiðið að venjulegt fólk gæti keypt án skuldasöfnunar Ásgeir Jóhannesson, stjórnar- formaður Sunnuhlíðarsamtakanna sagði meðalverð á brúttó fermetra í þeim 40 íbúðum sem samtökin eru að byggja í Kópavogi vera um 39 þús. kr. á verðlagi nú í septem- Heiður Helgadóttir BLAÐAMAÐUR vegar aðcins um 15% meiri en nettó stærð þeirra. Samkvæmt vísitölu byggingar- kostnaðar er kostnaður við sambýl- ishús tilbúið undir tréverk ásamt teikningum, opinberum gjöldum og lrágenginni lóð um 70% af heildarvcrði þess þegar því er tull- lokið. Vcrð á brúttó fermetra í „vísitölublokkinni" fulllokinni reiknaðist um 32.200 kr. í septem- bcr. Einnig má líta á fasteignaauglýs- ingarnar nú um síðustu helgi. Dæmigerðar 3ja hcrbergja 80-95 fcrmetra íbúðir víðs vegar um borgina virðist nú algengt að aug- lýsa á um 3,4 til 3,6 milljónir króna og jafnvel allt upp í 4 milljónir. íbúðir á bilinu 110-125 fermetra virðast svo auglýstar á um 4,3 til 4,8 milljónir króna og mun meira ef um sérhæðir er að ræða. Herbergjafjöldinn segir ekki alla söguna Nákvæmasta sundurliðun á ber. Helmingur íbúðanna verður afhentur nú í desember n.k. og seinni helmingurinn í mars n.k. Allir verkþættir hafa verið boðnir út þannig að framangreint verð íbúðanna á ekki að breytast nema samkvæmt hækkun vísitölu. Ásgeir sagði samtökin hafa sett sér það markmið að byggja íbúðir sem kostuðu ekki meira en svo að venjulegt fólk sem ætti miðlungs íbúðir gæti t'ært þá eign sína yfir í nýja íbúð, með öryggi þjónustu og félagsskap, ef það vildi án þess að stofna til nýrra skulda. Út frá þessu markmiði hafi arkitektar og verk- fræðingar þurft að ganga við hönn- un húsanna. Nettóstærðirog verð Sunnuhlíð- aríbúðanna er eftirfarandi nú í september: Um 49 ferm. einstaklingsíbúð á 2.760 þús. Um 61 ferm. 2ja herbergja íbúð á um 3.060 þús. 0g81 ferm. 3ja herbergja íbúðá um 3.545 þús. Ef framangreint er borið saman við fasteignaauglýsingar virðist það markmið hafa náðst að söluverð miðlungs íbúða á almennum mark- aði nægi til að standa undir verði íbúðanna í Sunnuhlíð. Brúttóeign- arhluta hverrar íbúðar þar hefur Tíminn ekki upplýsingar um. Svipað hjá Samtökum aldraðra Minni upplýsingar var að fá um verð íbúðanna sem Samtök aldr- aðra hafa byggt í tveim háhýsum við Bólstaðarhlíð. En dæmi var nefnt af 3ja herbergja íbúð sem er 77 ferm. nettó og 103,5 ferm. brúttó sem kostar um 4.075 þús. kr. Verð á brúttó fermetra er samkvæmt því rúmlega 39 þús. kr. En auk þess þarf kaupandi hennar að. borga um 180 þús. kr. vegna þjónusturýmis í sérstakri þar til gerðri byggingu. Reykjavíkurborg hefur til þessa ekki selt þjónustuíbúðir aidraðra nema í parhúsum við Hjallasel. Þau hús eru um 70 ferm. að grunnfleti og framreiknað verð þeirra er sagt um 3,9 til 4 millj. kr. nú í október. Þá hafði Tíminn samband við fasteignasölu sem auglýsir sér- hannaðar 75-100 fermetra íbúðir fyriraldraða í Kópavogi. Þarerum að ræða 7 íbúðir í sérbýli sem hver hefur smá eigin lóð. Verð þessara íbúða var sagt 4,6 til 4,9 millj. nú í október, sem síðan hækkarr í takt við vísitölu. Gamla íbúðin dugir nú langtum betur upp í nýja en í fyrra Eitt atriði er enn ónefnt sem líklegt er að hafi haft veruleg áhrif á mat manna á háu verði eða lágu á söluíbúöum aldraðra. Framan af árinu 1986 var söluverð fasteigna á almennum markaði hið lægsta sem það hafði verið að raungildi í fjölda ára, og langt undir bygging- arkostnaði. Sala notaðra íbúða til fjármögnunar á nýjum íbúðum var því mjög óhagstæð, og átti það við um allar nýbyggingar. Frá 2. árs- fjórðungi 1986 til sama tíma í ár hækkaði íbúðaverð á fasteigna- markaðnum í kringum 45% en vísitölur byggingarkostnaðar og lánskjara „aðeins" um 16-17%. Gefur þvi auga leið að nú dugar mun minni notuð fasteign til að fjármagna byggingu nýrrar heldur en t.d. á síðari hluta ársins 1985 og fyrri helming ársins 1986 - en á því tímabili voru einmitt margir aldr- aðir að selja íbúðir sínar til að kaupa í Bólstaðarhlíðinni eða í V.R. húsinu. - HEI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.