Tíminn - 22.10.1987, Qupperneq 5

Tíminn - 22.10.1987, Qupperneq 5
Fimmtudagur 22. október 1987 Tíminn 5 Að 300.000 pundum töpuðum segir Ikense í bréfi til stjórnvalda: Biður menn í guðs nafni að trúa ákæran sé Skreiðarsamlagið hefur stefnt Mike Ikense ræðismanni íslands í Nígeríu fyrir rétt í London, þar sem krafist er endurgreiðslu á 300.000 sterlingspundum eða um 19 milljón- um íslenskra króna miðað við núver- andi gengi, sem Ikense voru greiddar árið 1984. Skreiðarsamlagið, ásamt fleiri skreiðarframleiðendum, lét Ik- ense hafa þessa peninga til að liðka fyrir sölu á skreið til Nígeríu en ekkert varð úr sölu og því hefur Ikense nú verið stefnt. Ólafur Björnsson stjórnarformaður Skreið- arsamlagsins mun hafa gert þann fyrirvara á þegar ræðismanninum var afhentur tékkinn að peningunum yrði skilað ef salan mistækist. Tékk- inn hái var stílaður á nafn Ikense og kvittaði hann fyrir móttöku hans á sínum tíma og hefur Skreiðarsam- lagið undir höndum þá kvittun. Taka átti mál þetta fyrir í London þann 16. október en því var síðan frestað. Ólafur ræðir ekki málið Þegar Tíminn hafði samband við Ólaf Björnsson til þess að spyrja um framgang stefnunnar á hendur Ik- ense kvaðst hann ekkert vilja við blaðið tala og það gæti aflað sér upplýsinga eftir öðrum leiðum. „Eg held að það sé langbest að þið á Tímanum haldið ykkur við vkkar heimildir um skreið," svaraði Ólafur Björnsson. „Tíminn hefur rætt býsna mikið um skreiðarmál án þess að hafa samband við mig og í það eina sinn sem rætt var við mig var birtur tómur útúrsnúningur sem fékkst ekki leiðréttur. Svo ég hef ekkert um þetta að tala við ykkur,“ sagði Ólafur ennfremur. - Viltu ekki gera grein fyrir málum ykkar Ikense ræðismanns? “Nei, nei, nei.“ - Viltu ekkert segja um greiðslu 300 þúsund sterlingspunda umboðs- launa? „Nei!“ - Veist þú ekkert um þetta? „Margt í þessum hlutum er nú ágiskanir. Ég kæri mig ekkert um að blanda mér í ykkar heimildir." Frekari upplýsingar fengust ekki hjá stjórnarformanni Skreiðarsam- lagsins, um málaferli á hendur Ik- ense í London. „Trúið mér í guðs bænum“ Ikense ræðismaður, hefur hins vegar sent íslenskum stjórnvöldum bréf þar sem hann fullyrðir að stefna Skreiðarsamlagsins á hendur sér sé ótrúleg og byggð á þeirri fölsun að „þetta fé hafi verið greitt mér pers- ónulega sem umboðslaun og að mér hafi borið að endurgreiða það ef ég skilaði ekki viðunandi árangri," eins og segir orðrétt í bréfi ræðismanns- ins til íslenskra stjórnvalda. „Trúið mér, í guðs nafni, þetta er hrein lygi,“ segir ræðismaðurinn ennfrem- ur. Hann fullyrðir í bréfi sínu að ávísunin frá Skreiðarsamlaginu að upphæð 300.000 sterlingspund hafi verið „fyrirfram útborgun sem dreifa átti til stuðningsmanna íslands í Nígeríu til þess að þrýsta á um að kaupsamningar tækjust," eins og segir í bréfinu. Áður en þessu fé var útdeilt meðal nígerískra kaupsýslu- manna hafði Skreiðarsamlagið í gegnum Ikense reynt að liðka fyrir samningum meðal annars með því að sýna bréf þar sem loforð um umboðslaun væru gefin og eins með því að sýna ljósrit af ávísun upp á 2 /?/ÍIiíæð,smaðu '®ands „mútunt" skreiöarf,amJei&jnHU UPP‘ m'öal Þeirra °S Mn,,aka umboöslaun '2 8 gcra á “PP , London fyri, T '•')'ndus," < Jvennum sbgum ' ,n8“ un,bodslaunan„f 5iðarframleiðor.^„ a_ . ™ ■ ramleiðenda frvsfnr; i * ’ LLTckk,nn v.r .. anc,sbankanum katUþau hrci®ar ** ■ SV° lansl a<' -m&'i .< . •I kt'ypi hiijuirA. f sKSft&arr™ . húsii) mcðul fvi '' n.'nu 'bippú'nd' “ w “ú ,l’"'u"‘l I ttssr^.......nl • 1 vsrs peiMngariur I ikannar I ■ Muarleaar ása ***** BH ."b** nc tið hynjtsl ^ \ano> ■ ■ --*> lIliÉl munu .i,|!nl”™ltVUkki samt'ykk'-l tali viö Tímann » g*r ^ a yið áv(S. maður\kcnseshe^eK;,U|nánuði þcssaðlkenyevaiek Talsserð “r '.toriðuneyúð mun a(la| milljónir dollara, en þcirri ávísun átti að skipta þegar samningar tækj- ust og borga samningaaðilunm í Nígeríu. Þessar ráðstafanir dugðu þó ekki og því segir Ikense að hann hafi gripið til þcss að útdeila 300.000 sterlingspundum til „stuðnings- manna lslands í Nígeríu". Ræðis- maðurinn orðar það svo að „í raun og veru, var þetta fé fengið mér til þess að múta mönnum í þeim til- gangi að ná sölusamningi. Pening- arnir voru síðan skilvíslega notaðir til þess sem þeir voru ætlaðir," scgir í bréfi Ikense. Ræðismaðurinn Ikcnse, segir í bréfi sínu til stjórnvalda að sú ákvörðun Skreiðarsamlagins um að stefna sér fyrir rétt hafi stillt sér upp við vegg. Segir hann að hann hafi alltaf litið svo á að hann væri erind- reki. íslenskra stjórnvalda og „Skreiðarsamlagið hafi kynnt sig sem stofnun tilnefnda af stjórnvöld- um með umboð til þess að gera milliríkja samninga". Frystir afurðalánavextir Mál Ikenses er raunar ekki nýtt af nálinni og í descmber síðastliðnum skýrði Tíminn frá því að hagsmuna- aðilar í skrciðarframleiðslu hefðu farið fram á að frysta ákveðna upp- hæð á reikningi í Landsbankanum, af þeim endurgreiðslum vaxta af afurðalánum sem skreiðarfram- leiðendur áttu rétt á að fá til baka samkvæmt sérstakri ríkisstjórnarák- Ólafur Björnsson vörðun. Sú upphæð átti að duga sem trygging fyrir borgun á 300.000 sterl- ingspundunum sem „glatast höfðu", á meðan ekki var Ijóst hvernig eða hverjir ættu að bera þcnnan kostnað. Þá eins og nú var það trú margra skreiðarframleiðenda að Ikense hefði sjálfur tekið þctta fé og notað til eigin neyslu, og m.a. fullyrtu margir þeirra að hann hcfði kcypt sér búgarð skammt frá London sem í daglcgu tali gekk undir nafninu „Stockfish house“ cða Skrciðarhús- ið. BG/ÞJ Hvarvetna komið að lokuðum dyrum: Þornaðar allar upplýsingalindir Þetta mál hefur lengi verið á döfínni samanber fyrri fyrirsagnir í Tímanum. Það vekur athygli að enginn vill raunverulega tjá sig um stefnu Ólafs Björnssonar, stjórnaiformanns Skreiðarsamlagsins, til Ikense, ræðismanns, vegna skreiðarsölu til Nígeríu. ðlafur Björnsson sjálfur neitar að ræða við Tímann, sem kom að harðlokuðum dyrum á þeim bæ. Hann sagði að ræða skyldi við Ragn- ar Sigurjónsson hjá Sambandinu. Gísli Konráðsson hjá Útgerðarfélagi Akureyrar sagði eðlilegast að ræða við Ólaf eða Ragnar og vildi ekki tjá sig um málið sjálfur. Stefán Gunn- laugsson, deildarstjóri hjá viðskipta- ráðuneytinu, sem þekkir til þessa máls eftir veru sína crlendis, taldi rangt að hann ræddi málið opinber- lega. Ragnar Sigurjónsson er hins vegar erlendis, þar sem ekki reyndist unnt að ná af honum tali. Ólafur Straum- land hjá sjávarafurðadeild Sam- bandsins sagði að Ragnar þekkti að sjálfsögðu til málsins og gerði sér í hugarlund að bent væri á hann vegna þess að ekki væri heiglum hent á ná sambandi við .hann sem stendur. Ólafur sjálfur taldi sig ekki þekkja nægilega til málavaxta til að ræða um það. þj Viðurkenndu veiðiþjófnað Allir sáttir Tveir menn hafa við yfirheyrslur játað veiðiþjófnað á hreindýrum á Héraði á laugardaginn. Skutu þeir fjögur dýr á Breiðdalsheiði, í svo- kölluðum Hreindýrahraunum, ör- skammt frá vegi. Lögreglu á Egils- stöðum bárust upplýsingar um málið á sunnudag. Ummerki á vettvangi voru ótvíræð. Innyfli úr fjórum dýr- um fundust og tóm skothylki. Blóð- slóð lá frá innyflunum og niður að vegi. Rjúpnaskyttur sem voru í ná- grenninu gátu gefið upplýsingar um þá bíla sem voru á ferðinni og tókst að rekja blóðslóðina til heimila við- komandi. Rannsóknarlögregla á Eskifirði kannaði málið sem nú er að fullu upplýst. -ES Deilum flugmanna og stjórnar Landhelgisgæslunnar er nú loks lok- ið og starfscmi Gæslunnar að færast aftur í eðlilegt horf. „Við skrifuðum undir samninga á hádegi á mánudag og eins og í öllum samningum, þá eru allir sáttir við sitt. Þá er allt að fara af stað aftur hjá okkur. Samningurinn gengur út á mat á bakvöktum og viðveru flugmanna. Hér var ekki um neinar launahækkanir að ræða í þeirri merkingu. Það var aldrei farið út í slíkt. Heldur var hér alfarið um að ræða hvernig mat ætti að leggja á þá umfram vinnu sem við hugsanlega getum staðið frammi fyrir,“ sagði Bogi Agnarsson, samningarnefndar- maður flugmanna í samtali við Tím- ann um málið. „Við erum núna að skipuleggja vaktirnar og síðan hefst bara þetta reglulega æfingaflug, sem legið hefur niðri hér af ýmsum ástæðum. TF-SIF bilaði nú hér um daginn. Það fór slanga, en það verður væntanlega lagað strax í dag“ sagði Bogi. Sjómenn og aðrir þeir sem treysta mikið á viðbragðsflýti og björgunar- aðgerðir Landhelgisgæslunnar geta því farið að anda léttar, þegar þessi mikilvægi hlekkur í öryggiskeðju landsins er aftur kominn í gang. -SÓL

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.