Tíminn - 22.10.1987, Page 8

Tíminn - 22.10.1987, Page 8
8 Tíminn Fimmtudagur 22. október 1987 Tímirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson EggertSkúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra, for- maður Framsóknarflokksins, hefur í viðtali við Tím- ann lýst áhyggjum sínurn vegna mikillar skerðingar á framlögum ríkissjóðs til íþróttamála samkvæmt fjárlaga frumvarpinu. Bendir ráðherrann m.a. á að minnkandi framlög til íþróttasjóðs geti ekki staðist miðað við þær skyldur sem á sjóðnum hvíla samkvæmt lögum. Undir þessi orð ráðherrans verður að taka. Skyndi- leg og óundirbúin skerðing á framlögum til íþrótta- sjóðs er ekki raunhæf. Nær hefði verið að kanna til hlítar fjárhag og skuldbindingar íþróttasjóðs. Slík könnun myndi að sjálfsögðu leiða til allt annarrar niðurstöðu en þeirrar að draga skuli úr framlögum til sjóðsins. Staðreyndin er sú að íþróttasjóður dregur á eftir sér skuldahala upp á 170 milljónir sem ríkisstjórn- inni er skylt að gefa gaum að og gera ráðstafanir til að höggva smám saman skuldahalann af sjóðnum og koma fjárhag hans á eðlilegan grundvöll. Skuldahali Iþróttasjóðs er til vansa. Hvorki er hægt að dragnast með hann endalaust né velta þessari skuldabyrði yfir á sveitarfélög með lítt undirbúnum aðferðum. Þá hefur það komið fram að samkv. fjárlagafrum- varpi er gert ráð fyrir að skerða verulega framlög ríkisins til frjálsrar íþróttastarfsemi í landinu. Er þá átt við framlög til íþróttasambands íslands og aðildar- félaga þess og Ungmennafélags íslands og félagsdeilda þess um allt land. Slík skerðing á framlögum til íþróttastarfsemi er í meira lagi vafasöm. Um það mun ekki vera neinn pólitískur ágreiningur að íþróttastarfsemi sé einn gildasti þáttur félagslífs og þjóðmenningar. Af því leiðir að þjóðfélag eins og hið íslenska, sem reist er á félagshyggju, telur það meðal verkefna sinna að leggja fram fé til frjálsrar íþrótta- starfsemi. Slíkt er ekki aðeins sanngirnismál heldur beinlínis hagstætt ríkissjóði. Æskilegast er að hlúa að því skipulagi íþróttahreyfingarinnar sem hér hefur þróast, að hún sé frjáls félagsskapur áhugafólks, en njóti sanngjarnra framlaga til starfsemi sinnar úr ríkissjóði. í viðtali við Tímann segir forseti íþróttasambands íslands að rekstrarkostnaður íþróttastarfseminnar sé 700 milljónir á þessu ári. Upp í þann kostnað hefur ríkið greitt um 7% samkv. upplýsingum forseta ÍSÍ. 93% af veltu íþróttahreyfingarinnar er því sjálfsaflafé hennar. Stór hluti af starfsemi íþróttahreyfingarinnar fer því í fjáröflun á eigin vegum. Fjáröflunaraðferðir hreyf- ingarinnar geta verið margs konar. Þar koma til félagsgjöld, ýmiskonar þátttökugjöld, happdrætti, tekjur af mótum og kappleikjum, skemmtanahald, sala á minjagripum og félagsmerkjum, útgáfa auglýs- ingablaða og ýmiskonar styrktarstarfsemi einstaklinga og fyrirtækja að ógleymdu sjálfboðastarfi áhugafólks í íþróttahreyfingunni. Bein rekstrarframlög til íþrótta- mála á fjárlögum eru aðeins brot afveltufé íþrótta- hreyfingarinnar. i Hins vegar er e.t.v. tímabært að gera heildarúttekt á stöðu íþrótta í landinu og móta framtíðarstefnu í íþróttamálum. Endurskoðun íþróttalaga kann að eiga rétt á sér. í því sambandi er rétt að benda á tillögu til þingsályktunar um það efni, sem tveir þingmenn Framsóknarflokksins fluttu fyrir fáum árum, Níels Á. Lund, varaþingmaður, og Stefán Guðmundsson þing- maður Norðurlandskjördæmis vestra. GARRI III Grágás að verki Ef menn setjast niður og kynna sér heimildir um íslenskt réttarfar á þjóðveldisöld þá komast þeir fljótlega að raun um að á þeim tíma var gcysimikil áhersla lögð á öll formsatriði í kringum málaferli. Forfeður okkar voru glöggir, líkt og við teljum okkur raunar enn í dag, Þeir sáu í hendi sér að losara- legur málarekstur á þingi kallaði á það eitt að hávaðaseggjum vaeri opnuð leið til að fara í kringum lögin. Gott dæmi um þetta er til dæmis í Njálu, sein Garri telur að hver landsmaður eigi að sjá sóma sinn í að vera vel kunnugur. Þar má sjá í frásögninni af málaferlunum eftir Njálsbrennu hvað geysimikil áhersla var lögð á þetta. Það var svo sannarlega ekki vegna skorts á formsreglum i sambandi við þann málarekstur sem hann leystist allur upp í bardaga á Þingvöllum. Garri ininnir á þetta vegna þess að núna er komin upp að nýju umræða um formsatriði í sambandi við meðferð dómsmáia. Er þar raunar verið að tala um svipaða hluti og fornmenn reyndu hvað harðast að halda i góðu lagi með Grágás forðuni daga. Fjölhæfir dómarar Það sem málið snýst um núna er að ekki þykir lengur cðlilcgt að saini maður stjórni fyrst rannsókn máls og dæmi svo í því. Nánar til tekið skilst Garra á lögfróðum kunningjum sínum að þetta feli í sér að sé maður til dæmis stöðvað- ur fyrir of hraöan akstur einhvers staðar úti á þjóðvcgakerfinu, þá sé það lögrcgluþjónn undir stjórn sýslumannsins i viðkomandi sýslu sem rannsaki málið og skrifi um það skýrslu. Síðan sé það svo í verkahring sýslumannsins eða full- trúa undir hans stjórn að dæma ökuþórinn í viðeigandi sekt. Það sé þannig í höndum sama aðila að elta uppi lögbrjóta og úrskurða þeim þá refsingu sem lög kvcða á um. Lögfræðingar munu vera á einu ináli um að hér sé ástæða til að breyta kerfínu og skera á milli. Þá verði skipulagið þannig að einn aðili rannsaki málið og annar komi síðan til og dæmi í því. Á þann hátt er þá væntanlega tryggt að dómar- inn sé hvcrju sinni fullkomlcga hlutlaus. Hann á að vera óháður þeim skoðunum og persónulegu sjónarmiðum sein rannsakandinn kann að hafa myndað sér meðan hann var að fara ofan í máliö á frumstigi. Hér er því komið upp nýtt sjón- armið sein kannski felur í sér visst vanmat á því dómsmálakcrfí sem notað hefur verið í landinu um aldir. Það hcfur tíðkast svo lengi sem bækur greina að hér á landi hafí sýslumenn verið það fjölhæfír að þeim hafi verið treyst til þess jöfnuin höndum að elta uppi delin- kventa og útdeila þeim þcirri refs- ingu sem lögbækur ákváðu. „Vitlaus sýslumaður“ Alkunn er gamansagan frá tím- um handvirku langlínusímtalanna um það þcgar maður bað uin símtal við sýslumann einn en fékk fyrir mistök samband við kollega hans í sýslunni við hliöina á. Þegar sá áttaði sig á misgripunum á hann að hafa sagt: „Þér eruð víst að tala við vitlausan sýslumann, maður minn.“ Vafalaust hafa sýslumenn oft, likt og aðrir, þurft að sitja undir ýmsum skotum. En hitt hyggur Garri þó hafíð yfír efa að undir ámæli um ranga dóma hafí þeir ekki þurft að sitja nema í undan- tekningatilvikum. Þvert á móti mun það mál manna að hið alda- gamla dómskerfí okkar í héraði hafí í heildina reynst bara býsna vel, og að síður en svo sé ástæða til að lcggja í kostnað við að breyta því vegna þess að það hafi gefíst okkur illa. En hitt er annað mál að við íslendingar reynumst oft töluverðir hirðumenn um stykki okkar. Það innifelur að dómskerfíð viljum við hafa í lagi. Þess vegna var það að í fornöld var talið nauðsynlegt að stefna hverjum sökudólgi á heima- velli, og gott ef ekki bæði við rekjustokk hans og karldyr og á Lögbergi; ella varð málið ónýtt og sá seki slapp. Þar var því ekki verið að tala um sekt eða sakleysi, heldur hitt að sá ákærði fengi örugglega þá réttlátu dómsmeðferð sem fólst í rækilegum lagareglum og þeirri tryggingu sem slíkt var talið veita gegn misbrúkun laganna. Þegar öllu er á botninn hvolft er það þannig meira en líklegt að á bak við núverandi umræðu um breytingar á dómskerfínu leynLst hvorki meira né minna en sú gamla og góða lögbók Grágás. Og þarf svo sem síður en svo nokkru að spilla þótt áhrifa hennar gæti með okkur núna meir en sjö hundruð árum eftir að hún var aftekin. Garri. VÍTT OG BREITT ■ Byggt fyrir lífsgæðin I fasteignaauglýsingum er stund- um getið um að útsýni sé gott úr íbúð sem stendur kaupendum til boða. Þykja þetta góð meðmæli með íbúðinni og er metið til verðs við sölu hennar. Að öðru leyti er ekki getið um útsýni frá húsum, nema þegar harðvítugar deilur koma upp milli nágranna þegar öðrum þykja byggingafram- kvæmdir hins hefta útsýni frá sér. Svona deilur fara gjarnan fram í fjölmiðlum, skipulagsnefndir fjalla um þær af venjulegum vanmætti og einstaka sinnum koma þær til kasta dómstóla. Svona rimma stendur nú yfir milli nágranna á Arnarnesi og í frásögn íTímanum ígærertíundað hvernig deilan þvælist um í kerfum og hve erfitt er að leiða hana til lykta. En greinilegt er að íbúar að minnsta kosti annars hússins telja útsýni til Esjunnar til lífsgæða, sem þeir vilja síður vera án. Landslagið lítils virði Eins og allir sjá og vita, nema skipulagsfrömuðir og allflestir arkitektar, er Reykjavík og ná- grannabyggðir reist á mörgum hæðum á nesjum og við voga. Fjallahringur umlykur þéttbýlis- svæðið á flesta vegu og er útsýn fögur hvort sem litið er til heiða eða hafs. Margt fólk er þannig innréttað að hafa ánægju af, eða jafnvel þörf fyrir, að hafa víðsýnt úr híbýlum sínum. Margir vilja nokkuð á sig leggja og jafnvel greiða verð fyrir að sjá Esjuna heiman að frá sér og ekki spillir að eyjar og sund, Skarðsheiði og Akrafjall séu líka í sjónmáli. Faxaflói og Reykjanes- fjallgarðurinn eru líka augnayndi og yfirleitt er sama hvert litið er af bæjarstæðum höfuðborgarsvæðis- ins, hvarvetna hvílist augað við náttúrufegurð sem óvíða á sinn líka á þéttbýlissvæðum heimsins. En það heyrir til hreinna undan- tekninga að byggð sé hagað þannig að íbúarnir fái notið þess útsýnis 3 hus nagrannans Iremst a myndmni bakgrunni er hið umdeilda hus. Engin lausn finnst á þakstriði i Arnameshverfi Annaðhvort þarf hús að lækka eða Esja að hækka Langdregið og kostnaðarsamt strið hefur staðið i Arnarneshverfi i Garðabæ i sumar vegna huss sem skyggir a utsýni nagranna til Esjunnar. Malið hefur gert viðreist i kerfinu, og m.a. komið til urskurðar felagsmalaraðherra. Husið hefur af þcssum sokum þegar lækkað um 45 sentimetra en nagranninn sem vill sja Esjuna krefst 80 ' sentimetra lækkunar. Malið stendur fast um þess- ar mundir, en eigandi vandræða huss þessa hefur gert krófu um að Garðabær kaupi það af ser enda se bærinn abyrgur fyrir þvi hvernig komið er. • Blaðsiða 2 sem staðsetning höfuðborgar- svæðisins býður upp á. Hitt er sönnu nær að flest sé gert til að byrgja fyrir náttúrufegurðina. Dæmin eru svo mýmörg að það væri að æra óstöðugan að fara að telja einhver þeirra upp. Oftast er blindu skipulagi um að kenna en húsateiknarar eiga sann- arlega sinn hlut að því máli að passa vandlega upp á að ekki sé víðsýnt úr kumböldum þeirra. í Hafnarfirði gnæfir stór blokk- arbygging upp úr annarri byggð. Norðurhliðin býður upp á útsýni yfir Álftanes, Garðabæ og allan þann sjóndeildarhring sem nær þar yfir og óþarfi er að lýsa. Teiknara hússins lánaðist að hafa alla norðurhliðina gluggalausa. Svipuð afrek mætti tíunda víðar. Landslag virðist ekki skipta • skipuleggjendur miklu máli. Byggt er í brekkum eins og á flatlendi sé og strendur eru ekki annað en markalína á uppdrætti þar sem byggð endar. Passað er vandlega upp á að hvergi myndist skjól og eru handrið á svölum úr víravirki gott dæmi um þann hugsanagang. Tíminn veltir því upp í gær í fyrrnefndri frásögn um nábúakryt, að annaðhvort þurfi að lækka hús eða hækka Esjuna. Ef heil hugsun væri í skipulagi þyrfti það vanda- mál aldrei að koma upp að Esjan sé of lág. Rothögg á sjálfeígnarstefnuna í Tímanum var einnig frétt um önnur byggingamál. Félagasamtök hafa mótað nýja íbúðastefnu. Hún er á þann veg að með sameiginlegu átaki sé hægt að framleiða íbúðir með lánum til 60 ára og eiga þau að bera allt að 2.5% vexti. Afborg- anir verða undir tíu þúsundum kr. á mánuði, sem sagt mjög lág húsa- leiga. Samtökin hafa ákveðið hverjir eiga að leggja fé til þessara hag- stæðu lána og reiknað út lágu leiguna. Vel má vera að allt þetta geti staðist. En einhvern veginn læðist að manni sá grunur að einhvers staðar sé frjálslega farið með tölur og aðrar staðreyndir í þessu glæsi- lega undirboði. En vonandi er sá grunur ekki á rökum reistur og að einkaeignastefnan og húsnæðis- vandræðin öll verði nú kveðin í kútinn í eitt skipti fyrir öll. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.