Tíminn - 22.10.1987, Side 9

Tíminn - 22.10.1987, Side 9
Fimmtudagur 22. október 1987 Tíminn 9 VETTVANGUR Bjarni Einarsson: Flökkusagnir í fjölmiðli Eins og Einar Karl Haraldsson benti rækiiega á í ágætum útvarps- erindum eru a.m.k. margir fjöl- miðiar veikir fyrir flökkusögnum eða, svo notað sé þekktara orð, fyrir kjaftasögum. Einhver blaðamanna Tímans féli í þessa gryfju eins og fram kemur í smá- klausu á annarri síðu Tímans í dag, 15. október. Fyrirsögn klausunnar er: „Samgönguráðherra: Eftirlit með ferðalöngum." Tilefni þessarar litlu klausu er, að samgönguráðherra hefur skipað nefnd til þess að fjalla um eftirlit með ferðamönnum, að því er mér skilst inniendum og erlendum með tilliti til ferða þeirra um hálendið, og einnig á að fjalla um innfiutning ferðamanna á matvælum ofl. Pegar ég hafði lesið klausuna í Tímanum spurðist ég fyrir í samgönguráðu- neytinu hvort tilefni nefndarskip- unarinnar sé ferðamenn sem koma til landsins með einu samgöngu- tæki frekar en öðru og mér var sagt að svo væri ekki. Tfminn tengir þó nefndarskipunina algjörlega við þessa einu bílaferju sem siglir tii íslands, til Seyðisfjarðar, á sumrin, sem er færeyska skipið Norröna. Þar kemur að hinni reykvísku flökkusögn eða kjaftasögu, sem er nákvæmlega tilgreind og hún gerð að tilefni nefndarskipunarinnar. Þarna er sagt, að aðilum ferða- og umhverfismála „hafi að undan- förnu orðið tíðrætt um þá þróun sem orðið hefur í kjölfar þess að bílaferjur hafi gengið hingað til lands. Erlendir ferðamenn hafa oft og tíðum komið til landsins á stórum trukkum og komið með allt það eldsneyti og allan þann mat (leturbreyting mín) sem þeir hafa þurft að nota þann tíma sem þeir dveljast hér. íslendingar hafa hverfandi tekjur á meðan ferða- menn hafa jafnvel ollið (þessu er vísað til þáttarins Daglegs máls, B.E.) varanlegum spjöllum á land- inu. Reyndar hafa ísiendingar oft ekki látið sitt eftir liggja í land- spjöllum. í ljósi þessa hefur Matt- hías Á. Matthiesen, samgönguráð- herra, nú skipað nefnd...“ Eg get lítið fullyrt um tilefni þess að samgönguráðherra skipar nefnd (Hann getur væntanlega gert grein fyrir því sjálfur) en Tíminn er þarna viss í sinni sök. í því að tilefnið sé vandalar meðal Norr- önufarþega. Rétt er að með Nörr- önu koma allmargir jeppar og dálítið af stærri fjórhjóladrifnum bflum. Þetta hefur gerst þau 13 sumur sem færeysk ferja hefur gengið til Seyðisfjarðar. Hinsvegar fjölgar þessum bílum ekki sérstak- lega. Fjölgunin er fyrst og fremst fólgin í vaxandi straumi venjulegra fjölskyldna á venjulegum fólksbíl- um. En miðað við þann fjölda útlendinga sem hingað koma flug- leiðis og leigja sér fjórhjóladrifna bíla til ferða um hálendið eru Norrönufarþegarnir örfáir. Hvað- an Tíminn hefur fréttir um land- spjöll af völdum þessa fólks frekar en annars veit ég ekki en mér þætti vænt um að fá það upplýst. En annað sem fram kemur í frétta- klausunni og tilfært er innan tilvitn- unarmerkja hér að ofan, lýsi ég tilhæfulausar kjaftasögur, en sem eru afar þrálátar hér syðra. Það er eins og Reykvíkingar eigi bágt með að sætta sig við bílaferjuna fyrir austan. í fyrsta lagi er algjör- lega bannað að flytja með bílaferj- um annað eldsneyti en það sem kemst fyrir í eldsneytisgeymum bílanna. Aukageymar sem hanga utan á mörgum bílum eru tómir. Hér áður fyrr kom það fyrir í einstökum tilvikum að fuliir auka- geymar bærust til landsins. Slíkt eldsneyti var gert upptækt eystra og því eytt. Með þessu er haft strangt eftirlit í skipinu og einnig af tollgæslunni. Ég hef nokkrum sinn- um sannfært mig um tilhæfuleysi þessara sagna sjálfur með því að ganga um bílaþilförin og banka í alla aukaeldsneytisgeyma. í öllum tilvikum hafa þeir verið tómir. Ef menn kæra sig um geta menn á fimmtudögum næsta sumar fylgst með þessum bílum á Seyðisfirði eða á Egilsstöðum þegar verið er að fylla þess aukageyma á bensín- stöðvunum þar. Mjög er líklegt að margt þessa fólks sé að einhverju leyti nestað. íslendingar eru sjálfir frægir fyrir að taka með sér nesti í sólarlandaferðir. En á Scyðisfirði er einhver besta aðstaða til toll- skoðunar sem til er hér á landi, sem Seyðfirðingar byggðu upp sjálfir. Fari í land ólögleg matvæli er það ekki vegna þess að tollskoð- un sé ekki eins fullkomin og best gerist hér í landi. Reyndar hef ég Það er eins og Reyk- víkingar eigi bágt með að sætta sig við bíla- ferjuna fyrir austan. í fyrsta lagi er algjör- lega bannað að flytja með bílaferjum annað eldsneyti en það sem kemstfyrir í eldsneytis- geymum bílanna. Aukageymar sem hanga utan á mörgum bílum eru tómir. Hér áður fyrr kom það fyrir í einstökum tilvikum að fullir aukageymar bær- ust til landsins. Slíkt eldsneyti var gert upp- tækt eystra og því eytt. aldrei heyrt um að upp hafi komið mál vegna matvælasmygls né ann- ars smygls Norrönufarþcga. Kanske veit Tímnn betur. Ég ætla svo að síðustu að halda því franr að tekjur okkar af farþeg- uni Norrönu séu síst minni en tekjur okkar af öðrum ferðamönn- um. Þeir sem reka þjónustustarf- semi við ferðamenn á Austurlandi eru á einu máli um að mikið muni um þetta fólk í þeirra rekstri. Mest- ur hluti þessara farþega er fólk, sem kemur hingað á eigin vegum og ferðast eftir eigin áætlun. Þeir fá því ekki afslátt eins og hópferð- arfarþegar. Þeir aka flestir á venjulegum bílum um þjóðvegi landsins, borga fullan eldsneytis- skatt, borða á veitingahúsum hring- inn um landið og gista á hótelum og á öðrum gististöðum. í Evrópu- löndum er mikið af fólki scm ferðast það sem það kemst á eign bíl, annað ekki. Með bílaferjunni kemur því til okkar ágætt fólk, sem ekki mundi koma hingað ef engin væri ferjan. Eðlilegt er að ferjan sigli til Áusturlands því þangað er svo miklu styttra en til Reykjavík- ur. Flestir farþeganna aka líka hringinn. Hringvegurinn er 1411 km hvar sem inn á hann er komið. Fyrir útlendingana er því hag- kvæmast að fara stystu leiðina inn á hann. Tiltölulega fáir Rcykvík- ingar hafa enn áttað sig á hve dásamlegt er að íerðast á þennan hátt, að aka hringveginn með við- komu í útlöndum. Norröna er mjög gott skip og aðbúnaður allur um borð er ágætur. Einkabíllinn er besta ferðataska sem til er. En menn bcra við hve erfitt cr að aka austur á „veglcysunum" okkar. Nú er reyndar lagning bundins slit- lags svo langt komið að eftir eru einungis rúmir 600 km af hring- vcginum sem svarar til þess sem lugt cr af bundnu slitlagi á tvcimur til þremurárum. Þettaslitlaglendir að vísu ekki allt á hringveginum. Samt er ljóst að eftir tvö til fjögur ár verður langmestur hluti hans kominn undir bundið slitlag. Þá mæli ég eindregið með að fólk kynni sér þennan ferðamáta, að skoða cigið land og önnur í sömu ferðinni. Að minnsta kosti cr til- breytingin frá flugvélaskakinu afar góð. Halldór Kristjánsson: Úr klaustri verslunarráðsins Jóhann J. Ólafsson, formaður Verslunarráðs íslands, á grein í Morgunblaðinu 13. október. Hann kennir hana við einkavæðingu Sambandsins. í þessari grein er sitt af hverju sem ástæða er til að athuga. Úr lausu lofti gripið Jóhann segir ýmislegt sem í sjálfu sér er lítilsvirði en segir þó sínasögu. Hann geturþess aðenda þótt hann hafi kynnst þúsundum manna hafi hann „örsjaldan fyrir- hitt menn sem hafa sagst vera samvinnumenn.“ Þar af dregur hann þá ályktun að samvinnumenn séu fáir. Ég hef talað við nokkuð marga menn og í þeim hópi eru tiltölulega mjög fáir sem hafa sagt mér að þeir væru sjálfstæðismenn. Ef ég álykt- aði út frá því hve fjölmennur Sjálfstæðisflokkurinn væri með þjóðinni hlyti ég að álíta að það væri lítill ogfámennur flokkur. En auðvitað álykta ég ekki svo. Svo einfaldur er ég ekki. Ekki man ég „Muna menn ekki“, spyr Jóhann „þegar Ólafur Jónsson sagði fyrir hönd verkalýðshreyfing- arinnar að ekki kæmi til greina að samþykkja frjálst verðlag fyrr en samvinnuhreyfingin fengi að koma sér upp stórmarkaði eins og Silli og Valdi og Hagkaup." Ekki man ég eftir þessu og veit heldur ekki hver sá Ólafur Jónsson var sem hafði umboð til að tala í nafni verkalýðshreyfingarinnar. Hvar var það skattfrelsi? Ekki veit ég hvað Jóhann á við þegar hann talar um „skattfrelsi í 52 ár.“ Hann þyrfti að tala dálítið ljósara eigi menn eins og ég að njóta þess. Oftrú á hlutafélögum Þessi grein er ekki skrifuð til að eltast við þá smámuni sem enn hafa verið nefndir. Kjarni máls Jóhanns er sá að til bóta væri að einkavæða Sambandið, gera alla félagsmenn að hluthöfum og síðan myndu þeir „gera kröfur um arð- semi í rekstri sinna fyrirtækja eins og aðrir hlutafjáreigendur í þessu landi." f þessu sambandi er það fyrst að Klausturlíf getur sjálf- sagt verið margskonar en alltaf á það víst að mótast aftrú. Mérvirð- ist að á Jóhanni sann- ist að hann lifi í trú en ekki skoðun. Kannske getur hann eitthvað sagt okkur um pólitískt klausturlíf. minna má á að ekki hafa öll hlutafélög orðið gróðafélög. Var ekki Hafskip hlutafélag? í öðru lagi skal minnt á það að einu sinni hefur verið stofnað al- menningshlutafélag sem það nafn var gefandi hér á landi. Það var Eimskipafélag íslands. Ætli hinir einstöku, smáu hluthafar þar séu áhrifameiri og afskiptasamari um rekstur þess og framkvæmd en gengur og gerist um samvinnu- menn í sínum félagsskap? Hér má enn líta á það að við þekkjum enga aðferð til að dreifa valdi svo að ekki verði á fáum höndum að hafa daglega stjórn og framkvæmd. Til þess eru fáir menn ráðnir eða kosnir. Við getum ekki boðað alla þjóðina á fund til að semja og samþykkja lög. Jóhann talar um ofurvald for- stjóra SÍS og virðist telja þá ein- valda. Hann virðist lítið gera með það að Sambandið hefur stjórn sem kosin er af aðalfundi. Hann heldur að þarna yrði gjörbreyting á ef hver félagsmaður fengi hluta- bréf. Rétt er að minna á að hann telur það eitt réttlátt að menn hafi atkvæðisrétt í hlutfalli við hluta- bréfaeign. Skilur ekki samvinnumenn Jóhann Ólafsson skilur ekki samvinnumenn. Þeir eru yfirleitt mótaðir af þeim hugsunarhætti sem Stephan G. einkenndi með orðun- um „að alheimta ei daglaun að kvölduin." Samvinnumenn vilja að félög sín nái að mynda sjóði sem eru félagsleg eign fólksins í byggð- arlaginu. Þann hugsunarhátt skilur formaður Verslunarráðsins senni- lega ekki. Þegar menn mynda mjólkurbú cða sláturfélag er það ekki fyrst og fremst til að græða fé, heldur til að tryggja vandaða vinnslu og sölu framleiðslunnar. Um leið og þörf líðandi stundar er sinnt er reynt að mynda eign sem þjónar verkefninu framvegis. Það er verið að leggja traustan grundvöll að því sem byggja skal á í framtíðinni. Þetta skilur formaður Verslunar- ráðsins ekki. Að verið sé að vinna fyrir fjöldann sem á eftir kemur. Ekki veit ég hvað Jóhann á við þegar hann talar um „einhvers konar fjárhagslegt klausturlíf“ sem valdi því að „forsvarsmenn félag- anna“ fái „alveg frjálsar hendur til að stjórna fjármunum þeirra.“ Klausturlíf getur sjálfsagt verið margskonar en alltaf á það víst að mótast af trú. Mér virðist að á Jóhanni sannist að hann lifi í trú en ekki skoðun. Kannske getur hann eitthvað sagt okkur um pólitískt klausturlíf.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.