Tíminn - 22.10.1987, Síða 12

Tíminn - 22.10.1987, Síða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 22. október 1987 FRÉTTAYFIRLIT LUNDÚNIR - Verðbréfam- arkaðir víðs vegar um heim tóku nokkuð viö sér eftir verð- hrunið í byrjun vikunnar en margir fjárfestendur voru þó í vafa og héldu að sér höndum. „Við erum ekki komnir út úr skóginum ennþá“, sagði einn miðlarinn í París í gær. í Tokyo var haft eftir háttsettu embættismanni innan fjármál- aráðuneytisins að ráðamenn í sjö þjóða hópnum svokallaða, sem helstu iðnaðarríki hins vestræna heims eiga sæti í, væru áhyggjufullir og óttuðust að ný kreppa væri í nánd. BAHREIN - Olíuflutninga- skip frá Kúvait sigldu í fylgd bandarískra herskipa á sama tíma og íranar gáfu út yfirlýs- ingu þar sem sagði að þeir hefðu neitað beioni Banda- ríkjamanna um að stöðva skyndiárásir sínar á skip í flóanum. Ströng öryggisgæsla var í sendiráðum Banda- ríkjamanna í löndunum við Persaflóann þar sem óttast var að Iranir myndu grípa til hefn- daraðgerða vegna árásar Bandaríkjamanna á tvo olíu- borpalla þeirra á mánudaginn. MOSKVA Sovéskir embættismenn gáfu í skyn að Mikhail Gorbatsjov leiðtogi landsins myndi reyna að nálg- ast samkomulag um fækkun langdrægra kjarnorkuvopna þegar hann hittir George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna að máli í Moskvu á morgun. Embættis- mennirnir sögðu að ráða- mennirnir tveir myndu nánast örugglega Ijúka við samningu á texta samkomulags um að eyða meðaldrægum og skammdrægari kjarnorkuf- laugum. MANILA - Corazon Aquino forseti Filippseyja skipaði ráð- herrum í stjórn sinni í sérstaka hópa oq eiga tveir þeirra að vinna ao því að bæta efnahag landsins, atvinnuástandið og o.fl. þriðji hópurinn á að vinna að því að koma reglu á stjórn- málaöngþveitið í landinu. BRÚSSEL - Embættis- menn innan Evrópubanda- lagsins sögðu að hrun á verð- bréfamarkaðinum og öngþveiti í gjaldeyrismálum myndi gera áætlanir bandalagsins um grundvallarbreytingar á fjárm- álakerfi þess flóknari og erfið- ari en ella. KWANGJU - Roh Tae- Woo, forsetaframbjóðandi stjórnarflokksins í Suður-Kór- eu, var grýttur með eggjum þegar hann kom i heimsókn til Kwangjuborgar og skarst lög- regla í leikinn og beitti táragasi á mótmælendur sem margir voru ættingar þeirra sem létust í uppreisninni þar í borg árið 1980. Chun Doo-Hwan forseti, þá herforingi, var á þessum tíma nýbúinn að hrifsa til sín völdin og Roh Tae-Woo var hafður með í ráðum þegar mótmælin voru harin niður. Fréttaskýring um Persaflóastríðið: Getur vopnlaus her unnið stríð? Ayatollah Khomcini trúarleiðtogi í íran og byltingaverðir hans tóku við einum best útbúna her heims eftir að keisaranum hafði verið steypt af stóli árið 1979. Vopnin voru aðallega af bandarískri gerð en eftir að íranar tóku bandaríska stjórnarerindreka í gíslingu i nó- vember árið 1979 voru stjórnvöld í Washington eðlilega ekki í skapi til að dæla vopnum til frans. Ári seinna hófst stríð írana og íraka. Bretar og Svíar tilkynntu fljótlega að þeir myndu hætta að sigla með vopn og varahluti á þetta svæði og árið 1983 fór í gang „Áætl- unin staðfesta". Pessi áætlun Banda- ríkjastjórnar miðaðist að því að koma í veg fyrir að Japan, Suður- Kórea og ríki NATO seldu írönum vopn. Bæði ítalir og Suður-Kóreu- menn hættu við að senda þangað stórar pantanir og var nú svo komið að Khomeini og menn hans þurftu að treysta meira og meira á vafasama milliliði sem gátu að vísu útvegað eitthvað af vopnum en á miklu hærra verði. Iranar höfðu yfirburði bæði í lofti sem á láði þegar Saddam Hussein forseti íraks og stjórn hans sendi hermcnn yfir á landsvæði nágranna- ríkisins. Nú eru sjö ár liðin og léleg bardagatækni og erfiðleikar írana að versla að vild á hinum alþjóðlega vopnamarkaði hafa snúið þessu dæmi algjörlega við. Samkvæmt mati tímaritsins The Economist hafa írakar aukið vopnbirgðir sínar á allan hátt. Peir hafa nú fleiri herflug- vélar, herþyrlur, skriðdreka og fall- byssur og önnur stórskotaliðstæki en árið 1980. Sömu sögu er ekki að segja um frana sem hafa að vísu yfir svipuðum fjölda af fallbyssum og öðrum stórskotaliðstækjum að ráða eins og fyrir sjö árum en hefur gengið erfiðlega að endurnýja önnur vopn og árásartæki. Engu að síður ná íranar sér áfram í vopn og tveir þriðju hlutar þeirra koma ennþá eftir eðlilegum við- skiptaleiðum sem viðkomandi ríkis- stjórnir hafa lagt blessun sína yfir. Kínverjar selja þeim til að mynda Silkiorma eldflaugar sínar sem not- aðar eru gegn skipum og þaðan koma einnig T-59 skriðdrekar og jafnvel einhverjar MiG-21 árásar- þotur. Frá Norður-Kóreu hafa kom- ið T-52 skriðdrekar og Bandaríkja- menn eru aldeilis ekki hvítþvegnir, þeir hafa selt þangað með milligöngu fsraelmanna Hawk eldflaugar sem notaðar eru gegn herþotum og TOW gagnskriðdrekaeldflaugar (hver man ekki eftir írangate málinu vestur í Washington). Einhver vopn koma svo frá ríkjum Austur-Evrópu og íranar hafa einnig keypt gömul bandarísk vopn sem skilin voru eftir í Víetnam á sínum tíma. Alþjóðlega friðarrannsóknar- stofnunin í Stokkhólmi telur að 44 lönd hafi selt vopn til írans eða veitt þeim annan hernaðarlegan stuðning á árunum milli 1981 og 1986. Raunar seldu 28 lönd af þessum 44 einnig vopn til íraka á sama tímabili. Vandi Irana eykst hins vegar með ári hverju (sjá töflu) og vopnin eru greinilega hætt að flæða inn í landið. Baráttuandinn er þó enn fyrir hendi hjá mönnum Khomeinis og sífellt Hvað ungur nemur gamall temur: Ungir íranir tillmnir í átökin. eru fleiri hermenn, ungir sem aldnir, sendir út í opinn dauðann á vígstöðv- unum. Her fraka er aftur á móti fáliðaður miðað við þann fjölda sem nágrannarisinn hefur yfir að ráða og sumir vestrænir stjórnarerindrekar hafa látið í Ijós áhyggjur yfir að írakar væru orðnir það bardagalúnir ÍRAK ÍRAN Skriðdrekar 2.700 1980 1.740 4.500 1987 1.000 Flugvélar <\ \ -M 332 1980 <\y\<\^A^* 445 TfTfvrTfTf500 1987 65 Herþyrlur " ^ 40 1980 ^ ^ V tif ^500 ^ V ^ 150 1987 ^ 60 Fallbyssur 1.000 1980 1.000 + 4.000 + 1987 1.000 + . Ójafnvægi í vopnabirgðum (heimildir; The Economist) að ósigur þeirra væri orðinn „raun- verulegur möguleiki“. Slíkur ósigur myndi ógna mjög valdajafnvæginu og vestrænum hags- munum og því hefur umræðan um hugsanlegt vopnasölubann Samein- uðu þjóðanna á hendur frönum verið rætt nokkuð ítarlega að undan- förnu. Sþ hafa þegar farið fram á að íranar og írakar geri með sér vopna- hlé, íranar hafa ekki gengið að þeirri samþykkt. Vopnasölubann myndi að vísu ekki hafa áhrif á sölu gegnum óháða milliliða og ólöglega sölu (stjórnir Svíþjóðar, Bretlands, Austurríkis og Ítalíu eru þegar með í gangi rannsóknir á ólöglegri sölu) en það gæti kannski sannfært ríkis- stjórnir þær, sem enn samþykkja sölu vopna til Irans, um að binda enda á þessi viðskipti. Pað er ljóst að verði enn lokað fyrir sölu vopna til Irans eru leiðtog- ar landsins í miklum vanda. Þeir hafa notað trúarhitann til að senda hvern hópinn á fætur öðrum á víg- stöðvarnar þar sem þeir eru miklu fleiri en írakar. Vopnaleysið myndi setja strik í reikninginn, það er að vísu allsendis óvíst að vopnaleysi írana eitt sér muni binda enda á stríðið en það mun örugglega gera þeim erfiðara fyrir að vinna það. hb Sovétríkin: Heimabrugg í hámarki Pravda, dagblað sovéska komm- únistaflokksins, sagði í grein í vik- unni að mikil aukning sykurneyslu benti til að landsmenn væru komnir á kaf í heimabruggun og væri þar ástæðan komin fyrir samdrætti í vodkasölu. Blaðið sagði að sykursala hefði aukist um milljón tonn á ári og augljóst væri að aldrei hefði verið bruggað af jafnmiklu kappi og nú. „Opinberar tölur sýna að vodka- neysla hefur dregist saman en þetta eru villandi tölur... heimabruggun er ekki talin með,“ sagði Pravda eða Sannleikur eins og orðiö útleggst á rússnesku. Blaðið sagði að bruggun væri algeng í sveitum en nú virtist sem „farsóttin" væri komin til borganna þar sem öll aðstaða til bruggunar væri nú orðin betri og fólk hefði meira næði fyrir sjálft sig. Mikhail Gorbatsjov leiðtogi Sov- étríkjanna hóf mikla herferð gegn ofneyslu áfengis skömmu eftir að hann tók við völdum í mars árið 1985. Markmiðið var að minnka ofdrykkju meðal Iaunþega. Þótt hærra vodkaverð hafi leitt til minnkandi sölu virðist þó samkvæmt frétt Prövdu sem almenningur hafi ekki sagt skilið við Bakkus, síður en svo. Reuter/hb Sólow sæmdur hagfræðinóbel Bandaríski hagfræðingurinn Róbert Sólow fékk í gær Nóbels- verðlaunin í hagfræði. Sænska vís- indaakademían sagði Sólow fá verðlaunin fyrir útskýringar sínar á hvernig tækni leikur aðalhlutverk í efnahagsvexti. Sólow er prófessor við tæknihá- skólann í Massachusetts í Banda- ríkjunum, hinn virta MIT háskóla, og var fyrsti hagfræðingurinn til að koma fram með stærðfræðilíkan af hvernig tækniframfarir geta leitt til aukinnar framleiðni. Sólow skipar sér á bekk með fylgjendum breska hagfræðingsins John Keynes heitins en er ekki hrifinn af frjálsri markaðshyggju, kenningu sem nú er hvað mest haldið á lofti á Vesturlöndum af þeim Margréti Thatcher forsætis- ráðherra Bretlands og Rónald Re- agan Bandaríkjaforseta. Reuter/hb

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.