Tíminn - 03.11.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.11.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 3. nóvember 1987 Jón Baldvin um hallalaus fjárlög og þríhliða kjarasamninga: Of snemmt að seg ja hvort þjóðarsátt kostar halla verið ræddar, þó hann vildi ekki nefna neinar þeirra. Fjármálaráðherra ítrekaði að með góðum vilja væri unnt að samræma þessi markmið. Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra var enn fámálli en fjármála- ráðherra og kvað alls ekki tíma- bært að tjá sig um málið. Engin efnisatriði slíkrar þjóðarsáttar hefðu verið rædd í ríkisstjórninni né neinar tillögur í þeim efnum komið þar inn á borð. ÞÆÓ/BG Tilboð Jóns Baldvins Hannibals- sonar fjármálaráðherra til verka- lýðshreyfingarinnar um að ríkis- stjórnin sé reiðubúin til að standa að nýrri „þjóðarsátt", ef það verði til þess að liðka fyrir væntanlegum kjarasamningum hefur vakið mikla athygli í ljósi þess að ríkisstjórnin stefnir að því að koma hallalausum fjárlögum í gegnum þingið. Gamla „þjóðarsáttin" kostaði ríkissjóð vel á annan milljarð. Það er því eðli- legt að spurt sé hvað ríkisstjórnin vilji leggja í púkkið nú, ekki síst þar sem þær aðgerðir sem aðilar vinnumarkaðarins einkum nefna munu augljóslega verða mjög kostnaðarsamar ríkissjóði. Þær að- gerðir ríkisvaldsins sem einkum eiga að greiða fyrir „þjóðarsáttar- samningum" eru m.a. auknar nið- urgreiðslur, hækkun barnabóta og hækkun skattleysismarka í hinu nýja staðgreiðslukerfi sem taka á gildi um áramótin. Síðast en ekki síst hafa aðilar vinnumarkaðarins að því er virðist sameinast um þá kröfu að fiskvinnslan fái að fullu endurgreiddan söluskatt og sleppi við 1% launaskatt. Tíminn leitaði til fjármálaráð- herra um þetta atriði. Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra sagði að enginn vissi um það á þessu stigi málsins hvort það tækist að samræma þjóðarsáttartilboðið fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar um hallalaus fjárlög. Hins vegar sagði Jón Baldvin að það væri svigrúm til að gera ýmislegt og hafa samt hallalaus fjárlög. Ríkisstjórn- in hefði ekki formlega rætt neinar tillögur varðandi þessi mál, en óformlega hafa ýmsar hugmyndir Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra. Guðmundur J. um endurgreiðslu söluskatts til fiskvinnslunnar: VSI, VMSS, og VMSI gera sameiginlega kröfu til ríkisins Guðmundur J. Guðmundsson form. VMSÍ og Þórarinn V. Þórar- insson framkvæmdastjóri VSÍ komu saman til fundar í gær. Tím- inn spurði Guðmund hvað hefði verið rætt á þeim fundi. „Við áttum nú erindi við hann út af sérsamningum Dagsbrúnar um ýmsar atvinnugreinar, sem hafa staðið yfir og þarf að Ijúka sem fyrst svo þeir tefji ckki almennar viðræður. Einnig flutti ég honum skilaboð um að við værum tilbúnir til við- ræðna og vildum þær sem fyrst. Þeir voru tilbúnir í það líka og þeir munu kalla saman hjá sér fram- kvæmdastjórn og móta meginlín- ur. Það munum við gera líka.“ Hvenær verður þá fyrsti samn- ingafundur og hvenær kemur ríkis- stjórnin inn í viðræður? „Það er greinilegt að það þurfa allir að ræða þessi mál hjá sér fyrst, svo að fyrsti fundur verður í fyrsta lagi á miðvikudag en líklega á fimmtudag. Ég býst við að Verka- mannasambandið, Vinnumála- sambandið og Vinnuveitendasam- bandið ræði í upphafi sín á milli en síðan sameiginlega við ríkisstjórn- ina. Síðan mætti segja mér að hald- ið verði fast áfram ef ekki fer þá allt í háaloft. Ríkisstjórnin verður að koma snemma inn í viðræður því það er staða fiskvinnslunnar sem við þurfum að ræða við hana, þessi fyrirhugaði launaskattur á fisk- vinnsluna, uppsafnaði söluskattur og aðrar ráðstafanir gagnvart fisk- vinnslunni. En þegar farið verður að ræða skattamál, kauptrygging- ar, rauð strik, skattleysismörk og svoleiðis býst ég við að Alþýðu- sambandið komi inn í viðræður að einhverju leyti. Guðmundur taldi líklegt að VMSl, VMS og VSÍ myndu fara sameiginlega fram á það við ríkis- stjórnina að uppsafnaði sölu- skatturinn sem hætta átti við að greiða til fiskvinnslunnar, verði greiddur til hennar gegn því að fiskvinnslan láti fiskvinnslufólki þessar greiðslur í té með einum eða öðrum hætti. Sú upphæð nam um 700 milljónum króna á fjárlögum fyrir 1987 en verður aðeins 350 milljónir 1988. í kjaramálaályktun þings Verka- mannasambandsins segir m.a. að síðasta ríkisstjórn hafi greinilega ekki verið traustsins verð. Guð- mundur var því spurður hvort meiri ástæða væri til að treysta þessari ríkisstjórn fyrir gerð þjóð- arsáttar „Sjálfsagt eru skiptar skoðanir um það. Ég vil nú ekki kalla þetta þjóðarsátt, en ríkisstjórn er ríkis- stjórn og fer með ákveðið vald og er fulltrúi ríkisvaldsins. Það verður að ræða við hvaða ríkisstjórn sem er, hvort sem hún er mönnum í verkalýðshreyfingunni þóknanleg eða ekki, það þýðir ekkert að setja það fyrir sig“. Hvað þarf að hækka laun fisk- vinnslufólks mikið til þess að það sætti sig við þau? „Það er ekki nokkur leið að átta sig á því enn, enda var samkomulag um það á þinginu að fara ekki að stæla um prósentur. Þetta er allt saman óreynt ennþá, kannski tekur ríkisstjórnin undir eitthvað af okk- ar kröfum, kannski vísar hún öllu á bug, það er ómögulegt að segja neitt enn.“ Um nýafstaðið þing Verka- mannasambandsins á Akureyri sagði Guðmundur: „Þetta var ákaflega sterkt og ánægjulegt þing, en mótaðist í upp- hafi af spennu, því menn voru hræddir um að sambandið myndi klofna eða að heiftarlegar innbyrð- is deilur yrðu sem erfitt yrði að setja niður. Þetta snérist upp i Guðmundur J. Guðmundsson. andstæðu sína og menn voru greinilega ákveðnir í að láta ekki splundra Verkamannasambandinu og láta ekki innbyrðis heift eða deilur skemma fyrir. Það má vel vera að það verði áfr- am sérsamningar á Austurlandi en sú breyting varð á og það er það sem stendur upp úr, að það er eng- in heift þarna á milli lengur og menn eru ákveðnir í að fylgjast vel hverjir með öðrum og veita hverjir öðrum upplýsingar um gang samn- ingaviðræðna á hverjum tíma og viðhorf, semsagt að menn reyni ekki að klekkja á hinum, heldur hjálpist að,“ sagði Guðmundur. ABS íslensk getspá greiðir „vinningshöfum“ vegna mistaka í lottódrætti: Lottódrætti verður brevtt íslensk getspá greiðir „vinningshöfum" vegna mistaka í lottódrætti: Lottódrætti verður breytt Stjórn islenskrar getspár ákvað á aukafundi sínum á sunnudag, að greiða vinningshöfum ógilda dráttar- ins á laugardagskvöld sömu upphæð og vinningshafar gilda dráttarins fengu í sinn hlut. Fyrsti vinningur gilda dráttarins féll í hlut 7 einstaklinga og hver þeirra fékk tæpa milljón í vinning. Þeir þrír einstaklingar sem voru með 1. vinning í ógilda drættinum fá sömu upphæð greidda. Þeir sem fengu þrjár og fjórar tölur réttar í ógilda dráttinum fá einnig sömu upphæð og þeir sem voru með 3 og 4 rétta í gilda drættinum. íslensk getspá þarf því að að greiða um sex milljónir aukalega til þeirra sem voru svo heppnir eða óheppnir að lenda með tölur sínar réttar í ógilda drættinum. Greiðslur þessar fara fram á skrifstofu íslenskrar getspár en ekki hjá umboðsmönnum þar sem fé til þessara greiðslna verður tekið af rekstrarfé að sögn fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. Greiðslurnar til þeirra sem voru með réttar tölur í ógilda drættinum eru látnar af hendi án nokkurrar viðurkenningar á bótaskyldu af hálfu íslenskrar getspár, enda er dráttur- inn í lottóinu ekki gildur fyrr en fulltrúi dómsmálaráðuneytisins hef- ur samþykkt hann. Vegna fyrir- komulags lottódráttarins í sjónvarp- inu voru allar „vinningstölurnar" komnar á skjáinn áður en fulltrúi dómsmálaráðuneytisins eða stjórn- endur hans komu auga á að ekki voru allar kúlurnar með í drættinum, sem kom til af því að hluti kúlanna hindraði hver aðra í að fara ofan í belginn sem dregið er úr. Vilhjálmur Vilhjálmsson fram- kvæmdastjóri íslenskrar getspár sagði í samtali við Tímann að vegna þessara mistaka hefði verið rætt við sjónvarpsmenn um hvernig hægt væri að auka öryggi lottódráttarins, og fyrir næstu helgi yrði örugglega búið að gera breytingar sem kæmu í veg fyrir svona lagað. „Við leggjum hins vegar megin áherslu á að áfram verði dregið í beinni útsendingu,“ sagði Vilhjálmur. ABS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.