Tíminn - 03.11.1987, Blaðsíða 10

Tíminn - 03.11.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminn ÍÞRÓTTIR Leiftursmenn fá leikmenn Frá Johunnesi Bjurnusyni a Akureyri: Hörður Bcnónýsson sem lék með Völsungum mun að öllum líkindum leika með Leiflrí í 1. deildinni í knattspyrnu næsta sum- ar en Leiftursmenn komu scm kunnugt er upp úr 2. deild í haust. Þá hafa Ólafsfírðingar rætt við Áma Stefánsson Þórsara en ekki er orðið Ijóst hvort hann skiptir um félag. íslandsmótið íblaki Átta leikir voru um helgina á íslandsmótinu í blaki. Úrslit urðu mjög á þann veg sem búast mátti við og urðu í stuttu máli þessi: 1. deild karla: Fram-Þróttur N. 3-0 (15-12, 15- 10, 11-15, 15-11) Víkingur-Þróttur 1-3 (8-15, 15-6, 10-15, 16-18) KA-IS 0-3 (7-15, 6-15, 10-15) HK-Þróttur N. 3-0 (15-1, 15-7, 15-4) Staðan: ÍS . 3 3 0 9-16 Þróttur . 2 2 0 6-14 HK .3216-34 Víkingur .... .2114-42 KA .2113-32 Fram . 3125-72 Þróttur N . 3 0 3 1-9 0 HSK . 2 0 2 0-6 0 Ldeildkvenna: KA-ÍS 0-3 (7-15, 6-15, 10-15) HK-Þröttur 0-3 (0-15, 14-16, 7- 15) UBK-Þróttur N. 3-0 (15-4, 15-3, 15-6) Staðan: UBK . 3 3 0 9-1 6 ÍS . 2 2 0 6-0 4 Víkingur . 110 3-12 Þrúttur . 3 12 5-62 Þróttur N .2113-52 KA .2 0 2 2-6 0 HK................. 3 0 3 0-9 0 Bikarkeppni kvenna: Þróttur-Þróttur N. 3-0 (15-6. 15- 3, 15-8) Körfuknattleikur, 1. deild kvenna: SigurhjáÍBK ÍBK sigraði UMFN 45-35 í meistaraflokki kvenna í körfu- knattleik í Njarðvík á föstudags- kvöldið. Staðan í hálfleik var 23-21 fyrir Keflavík. Fyrri hálf- leikur var jafn og skiptust liðin á um að skora. Keflavík náði síðan 7 stiga l'orskoti snemma í síðari hálflcik og hélt því til loka. Stigin, UMFN: Þórunn Magn- úsdóttir 11, Harpa Magnúsdóttir 11, Ólöf Einarsdóttir 8, Sigríður Guðbjörnsdóttir 4, María Jó- hannesdóttir 1. ÍBK: Anna María Sveinsdóttir 15, Björg Hafsteins- dóttir 13, Auður Rafnsdóttir 6, Kristín Blöndal 5, Bylgja Sverris- dóttir 4, Margrét Sturlaugsdóttir 2. ■ Þá sigruöu Haukar KR með 52 stigum gegn 50. -ms Staðan Staðan í úrvalsdeildinni í körfuknattlcik eftir leiki hclgar- innar: UMFN . . . . Valur .... ÍBK....... KR........ UMFG . . . . Haukar . . . . ÍR ....... Þór....... UBK ...... 2 2 0 213-123 4 3 2 1 235-183 4 2 2 0 148-124 4 2 2 0 153-140 4 3 2 1 214-213 4 211 151-136 2 2 0 2 133-171 0 3 0 3 211-261 0 3 0 3 154-265 0 KA stöðvaði FH KA menn stöðvuðu sigurgöngu FH-inga í 1. deildinni í handknatt- leik á sunnudaginn en þá kepptu liðin á Akureyri. Jafntefli varð niðurstaðan úr leiknum og voru það FH-ingar sem áttu síðasta orðið, jöfnuðu 21-21 hálfri mínútu fyrir leikslok. Leikurinn var æsispenn- andi og um eittþúsund áhorfendur voru vel með á nótunum. Heyrðist vart mannsins mál í íþróttahöllinni þegar mest gekk á. Þetta er fyrsta stigið sem FH tapar á þessu keppn- istímabili en nú fer róðurinn væntan- lega að þyngjast hjá þeim því næstu þrír Ieikir eru gegn Breiðabliki, Víkingum og Valsmönnum. Jafnræði var með liðunum fram- anaf en svo kom að kafla Magnúsar Árnasonar markvarðar FH. Hann gerði sér lítið fyrir og varði fimm víti í röð, Pétur Bjarnason reyndi fyrst fjórum sinnum og þá Friðjón Jóns- son einu sinni en allt kom fyrir ekki. KA-menn misnotuðu að auki tvö hraðaupphlaup stuttu síðar. Ef ekki hefði komið til stórleikur Erlings Kristjánssonar í liði KA er hætt við að FH-ingar hefðu stungið af en munurinn var þó ekki meiri en tvö mörk í hálfleik, 9-11. FH skoraði fyrsta markið í síðari hálfleik en fljótlega fór að draga saman með liðunum. KA komst svo yfir 20-19 og aftur 21-20 þegar hálf mínúta var eftir. Guðjón Árnason jafnaði úr víti fyrir FH og þrátt fyrir mikinn hasar og endurtekin aukaköst tókst KA ekki að skora eftir það. Erlingur Kristjánsson átti stórleik í liði KA, skoraði 10 mörk og lék mjög vel í vörninni. Leikurinn var tvímælalaust sá besti sem KA- liðið hefur spilað í vetur. Þeim tókst að stöðva hættulegustu vopn FH, hraðaupphlaupin og þá Þorgils Óttar og Héðin. KA-menn fóru illa með 5 víti og 2 hraðaupphlaup og máttu FH-ingar þakka fyrir að sleppa með annað stigið úr hasarnum á Akur- eyri. Mörkin, KA: Erlingur Kristjánsson 10(1), Guðmundur Guðmundsson 4, Axel Bjömsson 3, Pétur Bjarnason 2, Friðjón Jónsson 1, Eggert Tryggvason 1. FH: Guðjón Árnason 7(3), Héðinn Gilsson 4, óskar Helgason 3, Pétur Pedersen 3, Gunnar Beinteinsson 2, óskar Ármannsson 1, Þorgils óttar Mathies- en 1. Oruggur Valssigur Valsmenn sigruðu KR-inga með 10 marka mun, 23-13, að Hlíðarenda á laugardaginn. Valsmenn höfðu yfir 1Ö-8 í leikhléi. Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur en góðir kaflar sáust inn á milli. Bæði lið léku sterkan varnarleik. Valsmenn tryggðu sér sigurinn með góðum síðari hálfleik. Einar Þorvarðarson lokaði markinu á síðustu mínútun- um en hann varði alls 12 skot í síðari hálfleiknum, þar af 4 víti. Valdimar Grímsson nýtti sín færi mjög vel og lék best Valsmanna. Geir Sveinsson skoraði falleg mörk af línunni og Jón Kristjánsson var sterkur fyrir utan. Hjá KR var Stefán Kristjánsson bestur í fyrri hálfleik en hann lék lítið með í þeim síðari. Mörkin, Valur: Valdimar Grímsson 10(2), Jón Kristjónsson 6, Geir Sveinsson 3, Jakob Sigurðsson 2, Júlíus Jónasson 2(2). KR: Stefán Kristjónsson 7(2), Konráð Olavsson 4, Sigurður Sveinsson 1, Þorsteinn Guðjónsson 1. -jb/tg/HÁ Staðaní 1. deild FH......................... 6 5 1 0 186-130 11 Valur ...................... 6 5 1 0 133-90 11 Víkingur................... 6 4 0 2 156-142 8 Breiðablik ................ 6 4 0 2 122-124 8 Stjarnan................... 6 3 1 2 143-151 7 ÍR......................... 6 2 1 3 126-139 5 KR ........................ 6 2 0 4 128-140 4 KA .........................6 1 1 4 118-137 3 Fram....................... 6 1 1 4 136-157 3 Þór........................ 6 0 0 6 123-161 0 Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Lítið skorað á Hlíðarenda - ÍBK vann Val og KR sigraði ÍR Guðni Guðnason var bestur KR- inga í leiknum og Birgir Mikaels- son átti ágætan síðari hálfleik. Þá var Símon Ólafsson traustur. Jón Sigurðsson lék með KR að nýju og stóð sig alveg prýðilega þó hann hafi reyndar verið talsvert frá því sem til hans sást fyrir nokkrum árum. Hjá ÍR var Jón Örn Guð- mundsson bestur en liðið barðist vel sem heild. Stigin, KR: Símon Ólafsson 24, Guðni Ó. Guðnason 21, Birgir Mikaelsson 17, Matthías Einarsson 6, Ástþór Ingason 3, Guðmundur Jóhannsson 3, Jón Sigurðsson 2. ÍR: Jón Örn Guðmundsson 22, Kristinn Jörundsson 12, Björn Leósson 10, Karl Guðlaugsson 9, Jóhannes Sveinsson 5, Bragi Reyn- isson 4, Halldór Hreinsson 4, Björn Stefánsson 2, Vignir Hilm- arsson 2. Keflvíkingarunnu Valsmenn 71- 59 í miklum baráttuleik á Hlíðar- enda. Keflvíkingar voru öllu sterk- ari allan leikinn en munurinn varð þó aldrei mikill. Hittni leikmanna beggja liða var bókstaflega engin í fyrri hálfleik og má sjá það á hálfleikstölunum, 31-22IBK í hag. Leikurinn var mjög hraður, mikið um brot, þörf og óþörf á báða bóga og harður varnarleikur í fyrirrúmi. Valsmenn gerðu fleiri mistök í sókninni og munaði helst því á liðunum. Leikurinn var að mörgu leyti mjög slakur en engu að síður skemmtilegur á að horfa. Litlum tilgangi þjónar að tína út einstaka menn, bæði lið hittu illa og börðust vel en þó má nefna Torfahjá ValogJón Kr. hjáÍBK. Stigin, ÍBK: Jón Kr. Gíslason 20, Guðjón Skúlason 10, Axel Nikulásson 9, Magnús Guðfinns- son 8, Sigurður Ingimundarson 7, Hreinn Þorkelsson 7, Falur Harð- arson 5, Matti Ó. Stefánsson 3, Brynjar Harðarson 2. Valur: Tóm- as Holton 18, Leifur Gústafsson 16, Torfi Magnússon 15, Björn Zoéga 2, Einar Ólafsson 2, Páll Arnar 2, Svali Björgvinsson 2, Þorvaldur Geirsson 2. -HÁ Tveir leikir voru ■ úrvalsdeildinni í körfuknattleik um helgina. í þeim fyrrí vann KR nauman sigur á IR, lokatölur 76-70. Síöari lcikinn unnu Keflvíkingar 71-59 í leik þar sem hittnin var nánast ekki nein, sérlega þó í fyrri hálfleik. KR-ingar máttu þakka fyrir að fara með sigur af hólmi í viðureign- inni við ÍR. ÍR-ingar sem komu upp úr 1. deild í vor höfðu foryst- una lengst af í fyrri hálfleik, mest 9 stig, og stuttu fyrir leikslok var munurinn aðeins tvö stig. KR-ing- ar léku mjög yfirvegað síðustu mínútuna og náðu með því að tryggja sér sigurinn. Jón Örn Guðmundsson, besti maður ÍR-inga í leiknum, fór af leikvelli með 5 villur 7 mín. fyrir leikslok og bjuggust þá flestir við því að eftirleikurinn yrði KR-ing- um auðveldur. Það var öðru nær og 1 1/2 mín. fyrir lok var staðan 72-70 KR í hag. KR-ingar héldu boltanum vel í lokin og unnu 76-70. Magnús Guðfinnsson Keflvíkingur hefur hér náð frákasti, Valsmönnunum Torfa Magnússyni og Kristjáni Ágústssyni greinilega til mikillar armæðu. Tímamynd Pjetur. Þriöjudagur 3. nóvember 1987 Þriðjudagur 3. nóvember 1987 Tíminn 11 Ipróttir ............................................................■Illllll Stjörnumönnum dýrt Kari Þráinsson stekkur upp og býst til að skjóta að marki Kolding. Karl lék vel í liði Víkinga á móti dönsku meÍSturunum. l ímamynd Pjelur. Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik: Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik: Víkingar meo þrjú mörk til Kolding Víkingar sigruðu danska liðið Kolding IF með 19 mörkum gegn 16 í fyrri Evrópuleik þessara liða er fram fór í Laugardalshöll á sunnudags- kvöldið. Áhorfendur fjölmenntu í Höllina og fengu að sjá skemmtilega viðureign tveggja góðra liða. Víkingar byrjuðu betur á sunnu- dagskvöldið, danska liðið virkaði slakt og fróðir menn töldu að um góðan sigur gæti orðið að ræða. Bjarne Jeppesen, sá gamalreyndi leikmaður sem einnig þjálfar lið Kolding, reif þó sína menn upp með góðum leik og eftir fyrstu fimmtán mínúturnar hafði leikurinn jafnast. Víkingar spiluðu ágæta vörn í fyrri hálfleik og Kristján varði vel. í sókn- inni gekk ekki sem skyldi, aðeins Karl Þráinsson stóð fyrir sínu og skoraði fjögur mörk úr fjórum til- raunum. Aðra sögu var að segja af Sigurði Gunnarssyni, ekkert gekk hjá honum í fyrri hálfleiknum og fimm skot hans fóru í súginn. Staðan í hálfleik var 7-7, lítið skorað og greinilegt að stefndi í hörkuviður- , eign. Síðari hálfleikurinn var skemmti- legri og heimaliðið tók sannarlega við sér. Staðan jöfn til að byrja með en fjögur mörk í röð frá Víkingum um miðbik seinni hálfleiks breyttu stöðunni úr 13-12 í 17-12. Því miður gátu okkar menn ekki haldið þessum mun, Koldingmenn tóku við sér á lokamínútunum og tókst að minnka muninn í þrjú mörk. Þessi þrjú mörk Reynsluleysið varð verður danska liðið að vinna upp á sínum heimavelli um næstu helgi. Kristján Sigmundsson varði mark Víkinga mjög vel, kom í veg fyrir að fimmtán skot færu rétta boðleið í netið og lokaði markinu á mikilvæg- um augnablikum. Sigurður Gunnarsson skoraði sjö mörk fyrir Víking, öll í síðari háíf- leik og lék þá eins og sá sem valdið hefur. Það þarf sterkan persónuleika til að rífa sig svona upp því Siggi átti nefnilega afleitan fyrri hálfleik, skaut fimm sinnum án þess að skora og aðrir hlutir gengu hreinlega ekki upp. Bjarki Sigurðsson skoraði fimm mörk og stóð sig vel í sóknarleikn- um, átti tvær misheppnaðar skottil- raunir eins og gengur. Karl Þráins- son skoraði fjögur mörk, öll í fyrri hálfleik þegar hann bar uppi sóknar- aðgerðir Víkinga. Hilmar Sigur- gíslason skoraði tvívegis af línunni, fékk úr talsverðu að moða en Dan- irnir höfðu góðar gætur á Hilmari og brutu á honum áður en hann náði að komast inn. Árni Friðleifsson skoraði eitt mark en átti fjögur misheppnuð skot. Aðrir sem léku voru Guðmundur Guðmundsson, Siggeir Magnússon, Árni Indriðason og Einar Jóhannes- son. Víkingar léku vel í síðari hálf- leiknum og nái þeir að spila af sama krafti allan leikinn úti eiga þeir góða möguleika á að komast í þriðju um- ferð keppninnar. Bjarne Jeppesen og Karsten Holm markvörður voru bestu menn Kolding. Bjarne skoraði sex mörk og þeir Tomas Lyng, Werner Möller, Michael Kold og Hans Peter Munk- Andersen skoruðu tvö mörk hver. Danska liðinu hefur ekki gengið sem skyldi í deildarkeppninni í Dan- mörku, fengið aðeins eitt stig úr fyrstu þremur leikjum sínum og mun sjálfsagt leggja allt í leikinn á heima- velli sínum í Kolding. Sænsku dómararnir dæmdu aðeins eitt víti í leiknum, lítið var um útaf- rekstur en samt höfðu þeir fulla stjórn á leiknum. Þetta mættu sumir íslenskir dómarar taka sér til fyrir- myndar. hb Knattspyrna: Ormarr á heimleið Fri Júbannesi Bjamasy ni á Akurcyri: Allar líkur eru á að Ormarr Örlygsson leiki að nýju með KA næsta sumar í 1. dcildinni í knatt- spyrnu. Ormarr hefur undanfarin ár keppt með Fram en hann lýkur í vor háskólanámi í Reykjavík og hyggst ganga að nýju til liðs við sína gömlu félaga í KA fái hann vinnu á Akureyri. KA menn hafa rætt við Guðjón Þórðarson um þjálfun á liðinu næsta sumar en Guðjón þjálfaði Skagamenn síðastliðið sumar. Lítið skrið er komið á þær við- ræður. KA-menn höfðu sýnt mik- inn áhuga á að fá Sævar Jónsson til að þjálfa liðið en nú er orðið Ijóst að af því vcrður ekki. „Þetta er tap, við vorum með fjögurra marka forskot og áttum að geta haldið því,“ sagði Gunnar Einarsson þjálfari Stjörnunnar sársvekktur eftir að Stjarnan og Urædd léku fyrri leik sinn í 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa á laugardaginn. Stjarnan vann leikinn 20-19 en eins og Gunnar sagði var forskot þeirra orðið fjögur mörk og hefði liðið átt að geta haldið því. Liðin leika að nýju í Noregi eftir viku og þá ræðst hvort þeirra heldur áfram í átta liða úrslit. Stjörnumenn hófu leikinn af miklum krafti, Gylfi Birgisson skoraði fljótlega með þrumuskoti og síðan tók Einar Einarsson við með fjórum glæsimörkum og þegar Skúli Gunnsteinsson bætti enn einu Stjörnumarkinu við af línunni var staðan orðin 6-2 heimamönnum í hag og aðeins 10 mínútur búnar af leiknum. Garðbæingar héldu áfram sömu keyrsl- unni en svo fór að þeir hættu að ráða við hraðann, flýtirinn og æsingurinn varð allt of mikill og munurinn fór niður í eitt mark skömmu fyrir leikhlé. Jafnræði var með liðunum framan af síðari hálfleik en þá tóku Stjörnumenn aftur við sér og juku muninn í fjögur mörk, 17-13. Við tók afleitur kafli, skref, ruðningur og boltinn tvívegis sendur beint í hendur andstæðinganna. Staðan breyttist f 17-16 á örskammri stundu og Norðmenn fengu reyndar tækifæri til að jafna en fengu þá sjálfir á sig ruðning. „Þetta er fyrst og fremst spurning um reynslu, reynslu í alþjóðlegum leikjum, ekki deildarleikj- um,“ sagði Gunnar þjálfari eftir leikinn. Orð að sönnu, Stjörnumenn voru nefni- lega talsvert sterkari í þessum leik, það voru bara þessi klaufalegu mistök sem sáust allt of oft, mistök sem eingöngu stafa af reynsluleysi, menn hreinlega tapa einbeitingunni út í verður og vind í öllum æsingnum. Eftir þennan slæma kafla var munurinn þetta 1-3 mörk en Norðmenn áttu tvö síðustu mörkin og lokatölur20-19 Stjörn- unni í hag. Stjörnuliðið kom talsvert öðruvísi út úr þessum leik en það á vanda til, þannig kom ekki eitt einasta mark úr hornunum og í seinni hálfleik heldur ekkert af línunni. Mest af mörkunum skoruðu Stjörnumenn utan af velli en Gylfi Birgis- son skoraði þó aðeins eitt þeirra. Einar Einarsson byrjaði mjög vel og skoraði fjögur mörk á fyrstu tíu mínútunum en maður leiksins, einkum seinni hálfleiks- ins er án efa Sigurður Bjarnason sem gerði hvorki fleiri né færri en 7 mörk í seinni hálfleik. Þrjú þeirra voru reyndar víti en hin gullfalleg. Sannarlega mikið efni þar á ferðinni þó óreyndur sé, aðeins 16 ára gamall. Ef frá eru talin tvö hraðaupphlaup skoraði Sigurður öll mörk Stjörnuliðsins í seinni hálfleik. Vörn Stjörnuliðsins var í ágætu lagi en reynsluleysi sem lýsti sér í allt of miklum asa og látum var það sem varð til þess að þessi leikur vannst ekki með 4-5 marka mun. „Það er ekki hægt að kenna einum eða neinum um þetta,“ sagði Gunnar. „Það sem fyrst og fremst brást var að stoppa hraðaupphlaup Uræddliðsins og svo það að bíða eftir besta færi þegar við vorum þrem - fjórum mörkum yfir“. Ekki vildi Gunnar meina að Stjarnan væri úr leik í Evrópukeppninni en það verður að segjast eins og er að líkur liðsins á að komast áfram eru afskaplega litiar eftir þessi úrslit. Uræddliðið á sterkan heimavöll og eitt mark er fljótt að fara. Hjá Urædd var Roger Kjendalen áber- andi sterkastur en Ketil Larsen var einnig öruggur á línunni. Mörkin, Stjarnan: Sigurður Bjamason 8(4), Einar Einarsson 5, Skúli Gunnsteinsson 4, Gylfi Birgisson 2, Magnús Teitsson 1. Sigmar Þröstur óskarsson varði 12 skot, mörg hver í galopnum færum. Urædd: Ketil Larsen 6, Roger Kjendalen 5, Brede Larsen 3(2), Stein Höibö 2, Jonny Haugen 1, Bent Svele 1, Jörgen Young 1. P&1 Oldrup Jensen varði 7 skot- -HÁ Gylfi Birgisson brýst inn að marki Urædd án þess að varnarmaður norska liðsins nái að stöðva hann. Tímamynd Pjetur. Vinningstölurnar 31. október 1987 Heildarvinningsupphæð: 11.072.236,- 1. vinningur var kr. 6.854.204,- og skiptist hann á milli 7 vinningshafa, kr. 979.172,- á mann. 2. vinningur var kr. 1.270.472,- og skiptist hann á 686 vinningshafa, kr. 1.852,- á mann. 3. vinningur var kr. 2.947.560,- og skiptist á 17.864 vinningshafa, sem fá 165 krónur hver. Auk þess komu eftirfarandi tölur upp í fyrri útdrætti, sem reyndist ógildur 3 11 18 20 32 Þeir sem voru með 3, 4 eða 5 réttar tölur í þessum útdrætti eru beðnir að snúa sér tii skrifstofu íslenskrar Getspár, en þar verða þeim greiddar samsvarandi fjárhæðir og vinningshafar fá. Nánari upplýsingar hjá umboðsmönnum Upplýsingasími: 685111 puimi' ÆFINGA SKOR V.M. 86 Frábærir skór. Litur: Hvítt/blátt. Verð kr. 4.363,- Tokyo Lcttir og liprir skór. Efni nylon/rúskinn. Stærðir 2-11. Verð kr 1647,- Handball Star Fisléttir og mjúkir rúskinns- skór. Stærðir3-12. Verðkr. 2.396,- Stenzer Universal Þrælsterkir leðurskór. Litur hvítt/svart. Verð kr. 2.412,- Stærðir 3l/i—6. Handball Sterkir leðurskór. Litur blátt/hvítt. Verð kr. 2.595,- Stærðir 3l/i—12 Aeróbikkskór Úr sérstaklega mjuku leðri. Stærðir 36—42. Litir svart/ hvítt. Verð háir kr. 3.496,- Verð lágir kr. 3.114,- • Sí’HíflUllíO PÓSTKRÖFU SPORTVÖRUVERSLUN JNGOLFS ÓSKARSSONAR Klapparstíg 40. Á H0RNIKLAPPARSTIGS 0G GRETTISGÖTU S:117S3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.