Tíminn - 03.11.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.11.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriöjudagur 3. nóvember 1987 ^RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir að ráða rafvirkja við gæslu í Stjórnstöð byggðalínu að Rangárvöll- um á Akureyri til tveggja ára. Viðkomandi þarf helst að geta hafið störf 1. desember n.k. Reynsla við rekstur rafveitukerfa er æskileg. Upplýsingar um starfið veitir svæðisrafveitustjóri Rafmagnsveitna ríkisins á Akureyri. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist svæðisrafveitustjóra á Akur- eyri eða starfsmannastjóra í Reykjavík fyrir 15. nóvember n.k. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118, 105 Reykjavík Refabændur - lífdýr Til sölu góðar blárefslæður, sem eru tveggja ára. Ennfremur höfum við gotkassa og læðubúr. Upplýsingar í síma 10067 Blárefur h.f. Bílarif Njarðvík Er að rífa: Lancer ’81, Mazda 929 ’82, Honda Accord '80, Honda Accord '85, Lada Canada '82, Bronco 74, Daihatsu Charmant 79, Dodge Aspen st. 79. BMW 320 ’80. Einnig varahlutir í flesta aðra bíla. Sendum um allt land. S. 92-13106. Bændur Höfum til sölu fiskimjöl. Upplýsingar í síma 99-3170. Njörður hf., Eyrarbakka Sólvangur og heilsugæslustöð Innanhússfrágangur Tilboð óskast í innanhússfrágang nýbyggingar við Sólvang í Hafnar- firði. Um er að ræða um 2.060 m2 svæði í kjallara og á hæð og er það nú tilbúið undir tréverk. Verktaki skal ganga frá húsinu að innan að fullu. Verkinu skal skila i tveimur áföngum, þeim fyrri heilsugæslustöðinni skal aðfullu lokið 1. október 1988 en öllu verkinu 1. júlí 1989. Útboðsgögn verða afhent til og með 13. nóv. 1987 á skrifstofu vorri Borgartúni 7, Reykjavík gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð hjá Innkaupastofnun ríkisins þriðjudaginn 24. nóvember 1987 kl. 11.00. Um 200 manns sóttu afmælishóf Sögufélags Skagfirðinga, Sögufélag Skagfirðinga: Heldur upp á hálfrar aldar óslitið starf Um 200 manns sóttu 50 ára af- mælishóf Sögufélags Skagfirðinga sem haldið var í Safnahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 24. okt. s.l. Sögufélag Skagfirðinga mun vera fyrsta héraðssögufélagið sem starfað hefur óslitið. Á 50 ára starfstíma félagsins hefur það gefið úr 40 bækur sem allar fjalla um Skagafjörð og Skagfirðinga. í tilefni af afmælinu býður félagið 50% afslátt af öllum fáanlegum bókum þess til næstu áramóta. Á næsta ári mun Sögufé- lagið gefa út bók eftir Jón Sigurðs- son, sem einkum eru söguþættir af ættfeðrum Jóns og ættmennum, en 1988 verða liðin 100 ár frá fæðingu Jóns á Reynistað. Forstöðumaður Safnahússins, Hjalti Sigurðsson setti afmælishófið og fól síðan séra Hjálmari Jónssyni veislustjórn. í ávarpi Hjalta kom fram að fræðaiðkun í Skagafirði stæði á gömlum merg, allt frá Birni lögréttumanni á Skarðsá, sem uppi var 1574-1655, er skrifaði hina þekktu Skarðsárannála. Á nítjándu öldinni voru það Jón Espólín sýslumaður og Gísli Konráðsson sem báru höfuð og herðar yfir aðra sagnaritara á íslandi. Jón Sigurðsson alþingismaður á Reynistað var einn af aðal hvatamönnum að stofnun Sögufélagsins, lengi formaður þess og sá maðurinn sem mest mótaði störf þess og stefnu. Stofnfundur félagsins var 16. apríl 1937. Þjóðkunnur Skagfirðingur, Sig- urjón Björnsson, prófessor, var aðal ræðumaður kvöldsins. í lok ræðu sinnar flutti Sigurjón kveðju frá Jóhannesi Geir listmálara, þar sem Jóhannes tilkynnir að í afmælisgjöf muni hann færa félaginu útgáfu og höfundarrétt að tveim olíumálverk- um sem hann hefur gert af Öriygs- staðabardaga. Einnig sendi Jóhann- es Geir Sögufélaginu tíu innrömmuð ljósrit af teikningum sem hann hefur gert af Örlygsstaðabardaga. Félagar úr Leikfélagi Sauðárkróks fluttu efni úr útgáfubókum félagsins við góðar undirtektir. Hinn góðk- unni hagyrðingur, Andrés Valberg fór með ljóð og stökur við mikla kátínu. Að lokum lýsti stjórnarfor- maður Sögufélagsins kjöri nýs heið- ursfélaga, Páls Sigurðssonar fyrrum kennara á Hólum, fyrir langt starf fyrir félagið við ritstörf og heimilda- söfnun fyrir Skagfirskar æviskrár og fleira. - G.Ó. Síldarmál: Samið við Japana um 100% aukningu Samningar hafa nú tekist um sölu á 2.500 tonnum af heilfrystri síld til Japans og er þetta nákvæm- lega 100% söluaukning frá því í fyrra, en þá voru seld 1.250 tonn. 1 Frosti, fréttabréfi SH, segir Helgi Þórhallsson sölustjóri, að í dollurum talið sé verðið 9% hærra, en vegna hækkunar hráefnisverðs og launakostnaðar verði afkoman verri. Vonast er til að Japanar samþykki vinnslu í Vestmannaeyj- um, ef hægt verði að koma síldinni nógu ferskri í vinnslu þar. Vinnsla er þegar hafin fyrir aust- an. -SÓL REYKJMJÍKURBORG Stiuuvi Baðvörður Baðvörð vantar í Sundhöll Reykjavíkur-karlaböð. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 14059, og á kvöldin í síma 681452. Lokað í dag Lokað verður í dag þriðjudaginn 3. nóvember vegna jarðarfarar Hrólfs Halldórssonar fram- kvæmdastjóra. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Félag náttúrufræðinga varar við niðurskurði: Niðurskurður ekki á faglegum grunni Félag íslenskra náttúrufræðinga hefur sent frá sér tilkynningu, þar sem það varar við áformunt um stórtækan niðurskurð á fjárveiting- um til rannsókna, ráðgjafarþjónustu og faglegs eftirlits í þágu undirstöðu- atvinnugreina. Félagið vekur sér- staka athygli í þessu sambandi á verulega skerðingu útgjaldaliða fjár- lagafrumvarpsins til Búnaðarfélags íslands, Orkustofnunar og Rann- sóknarstofnunar landbúnaðarins. „Ljóst er að framkomin niður- skurðaráform eru ekki byggð á fag- legri úttekt á viðkomandi starfsemi og ber að harma slík vinnubrögð. Sömuleiðis virðist skorta skilning á eðli þessarar starfsemi og aðstöðu til fjármögnunar,“ segir í tilkynningu náttúrufræðinganna. Benda þeir að lokum á að líklegt sé að margvíslegar undirstöðurann- sóknir falli niður verði af framkomn- um áformum. - SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.